Morgunblaðið - 11.10.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.10.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998 25 Gefandi að vinna með persónulegar heimildir Morgunblaðið/Kristinn ERLA Hulda segir að rannsakendur, hafí ekki síður áhuga á dag- legu lífi fólks en öðru. um menntun og ef til vill gluggað í skólasögu einhverra skóla. Við værum hins vegar engu nær um líðan nemendans eða hvort tog- streita var á milli vinnu nemenda og náms án huglægra heimilda." Annar stór galli við hefðbundna sagnfræði felst í því að þar eru konur vart sjáanlegar. „Hefðbund- in sagnfræði byggist mest megnis á stofnanaheimildum. Konur komu lítið við sögu formlegra stofnana og sjást því varla í hefðbundinni sagnfræði. Lykillinn að sögu kvenna felst því í huglægum heim- ildum á borð við dagbækur. Ann- ars er afar sorglegt til þess að vita að aðeins 4 af 200 dagbókum í vörslu handritadeildar Lands- bókasafns eru dagbækur kvenna. Nú verðum við að nota tækifærið og rétta hlut kvenna. Sér- staklega er því kallað eft- ir dagbókum kvenna og barna á Degi dagbókar- innar þann 15. október." Alþingismenn ganga á undan Hvernig er hægt að tryggja að þversnið þjóðarinnar skili inn dag- bók? „Ég er alveg sannfærður um að þversnið þjóðarinnar á eftir að senda inn dagbækur. Ein aðalástæðan fyrir því er að franikvæmdasljórnin hefur sérstaklega leitað til fyrirtækja og stofnana á ólíkum sviðum þjóðfé- lagsins með hvatningu um dagbókarskrif. Eg get nefnt að þingmenn ætla að ganga á undan með góðu fordæmi og skila inn dagbókum yfir 15. október. Móðurmáls- kennarar hafa tekið vel í að fá nemendur sína til að halda dagbók þennan dag og aðrir hópar á borð við presta, listamenn og leigubflstjóra á BSR hafa tekið vel í hugmyndina - og til gamans má geta þess að fang- elsismálayfirvöld ætla að kynna dagbókarskrifin fyrir skjólstæð- ingum sínum.“ Ekki þarf að greiða póstburðar- gjald fyrir dagbókarskrifin. Að- eins að koma bréfinu í umslag eða fá þar til gert umslag á pósthúsum og starfsmenn póstsins munu koma því á Þjóðminjasafnið. Send- andi ræður því hvort hann lætur nafn fylgja með eða ekki. Hins vegar er beðið um lágmarksupp- lýsingar á borð við aldur, heimilis- liagi, búsetu og stöðu. „Danir náðu inn 1% af þjóðinni eða 50.000 manns. Ég vona að við getum gert enn betur og náð inn 2% eða rúm- lega 5.000 manns. Farið verður í gegnum textann og gefið út sýnis- horn eins og Danirnir gerðu. Stefnt er að því að hægt verði að gefa bókina út á Degi bókarinnar 23. aprfl á næsta ári. Nafnleyndar verður að sjálfsögðu gætt og allir upprunalegir textar verða vel varðveittir á Þjóðháttadeild Þjóð- minjasafnsins. Eldri heimildir verða hins vegar geymdar í þartil- gerðum geymslum á Handritadeild Landsbókasafnsins. Fólk þarf því ekki að hafa áhyggjur af því að textarnir verði fyrir skemmdum. Þeir sem skila inn gömlum heim- ildum halda áfram að hafa aðgang að heimildunum á Handritadeild- inni. Hið sama er að segja um af- komendur þeirra um ókmna fram- tíð,“ segir Sigurður Gylfi og segist vonast til að landsmenn taki uppá- tækinu vel, sendi inn dagbækur, fylgist með og taki þátt í uppá- komum í tengslum við Dag dag- bókarinnar. Ein uppákoman felst f þvi að landskunnir íslendingar af- henda dagbækur sínar til varð- veislu við opnun sérstakrar sýn- ingar í Þjóðarbókhlöðinni á Degi dagbókarinnar. Einn þeirra er Auðunn Bragi Sveinsson, rithöf- undur og fyrrverandi kennari, en hann hefur haldið dagbók í tæplega sextíu ár. í vikunni var opnuð sýning á Súfistanum með dagbókarskrifum sjö einstaklinga og að auki munu tólf svokallaðar kaffihúsadagbækur liggja frammi í jafn mörgum kaffihúsum um Iand allt, kaffihúsagestum til frjálsrar Ijáningar. MÉR fannst alveg ótrúlega gefandi að vinna með per- sónulegar heimildir. Hvert bréf færði mig nær bréfritaranum og ef bréfasöfnin voru stór fannst mér stundum eins og ég hefði eign- ast nýja vinkonu. Ef ljósmynd fannst langaði mig oft til að faðma að mér konuna á ljósmyndinni. Auðvitað verður að umgangast heimildimar af varúð enda eru sendibréf og aðrar persónulegar heimildir sjaldnast skrifaðar með birtingu í huga. Konumar eiga skilið bæði vinsemd og virðingu fyrir að hafa aðstoðað okkur við að birta samtímanum sýn inn í horfinn veruleika," segir Erla Hulda Hall- dórsdóttir, forstöðumað- ur Kvennasögusafns Is- lands, um reýnslu sína af því að nýta persónulegar heimildir við MA-ritgerð í sagnfræði um íslenskar konur á 19. öld. Erla Hulda segir að talsvert sé til af heimild- um frá 19. öld. „Eini gall- inn er að flestar heimild- anna em tengdar stofnunum og stjómsýslu af ýmsu tagi. Þar em karlar áberandi og lítið ber á kon- um og bömunum í heimildunum. Persónulegar heimildir veita okkur aðra sýn á veraleikann. Hversdags- lífið blasir við og varla er hægt að hugsa sér per- sónulegri tengsl við for- tíðina en með lestri sendibréfa. Rannsakand- inn fær fljótlega tilfinn- ingu fyrir bréfritaranum og umgengst heimildim- ar af fullri vinsemd eins og ég sagði áðan. Eig- endur gamalla heimilda ættu því ekki að þurfa að óttast að heimildirnar verði mis- notaðar. Annars em tvær gerðir skilmála algengar í tengslum við varðveislu persónulegra heimilda. Annars vegar skilyrði um að heim- ildimar verði ekki opnaðar fýrr en eftir ákveðinn árafjölda. Hins veg- ar að leyfi þurfi til að líta á heimild- irnar. Með því móti hefur gefandi heimildanna yfirsýn yfir hvemig heimildirnar era notaðar." Erla Hulda segist aðallega hafa stuðst við sendibréf. „Ég fékk lítið G býst við að sumum dag- bókarritaranna hafi verið ákveðinn léttir í skrifunum. Annars er lítið fjallað um sjálf skrif- in nema helst í framhjáhlaupi í for- málum eða neðanmáls í dagbókun- um. Einn segir í svoleiðis ft’amhjá- hlaupi að gott sé að hafa mistök sín fyrir framan sig,“ segir Davíð Ólafs- son, BA í sagnfræði. Davíð hefur unnið að athugun á íslenskum dag- bókum á Handritadeild Landsbóka- safnsins í Þjóðarbókhlöðunni í tengslum við MA-ritgerð sína í sagnfræði. Davíð rekur kveikjuna að umfjöll- unarefninu til einstaklingsverkefnis í sagnfræði. „Ég tók að mér að skrá dagbækur í vörslu Handritadeildar Landsbókasafnsins sem einstak- lingsverkefni í sagnfræði íyrri hluta ársins 1997. Skráningin reyndist svo viðamikil að ekki var hægt að ljúka henni þama um vorið. Þess vegna var mér gert kleift að halda verkinu áfram sem Nýsköpunar- verkefni um sumarið. Nú sé ég loks fyrir endann á því og ætla að reyna að ljúka skránni um leið og MA-rit- gerðinni um upphaf, þróun, flokkun og greiningu á íslenskum dagbókum um næstu áramót,“ segir hann. Davíð segir að skráningin nái til dagbóka um 200 höfunda á Hand- ritadeild Landsbókasafnsins. Aðrar dagbækur á bilinu 50 til 100 höf- unda hafi ekki verið færðar inn í handritaskrá safnsins og verði því að bíða. „Skráningin hefur verið í þremur liðum. Ég hef byrjað á því að fara lauslega yfir dagbækurnar og skrá niður nokkrar línur um hvem höfund fyrir sig. í kjölfarið fer stutt innihaldslýsing og greinar- gerð um ástand handritsins, t.d. um hvort dagbókin sé í innbundinni bók eða á lausum blöðum.“ Elstu dagbækurnar á Handrita- útúr dagbókum því að dagbók skáldkonunnar Torfhildar Hólm er eina varðveitta dagbók íslenskrar konu frá því á 19. öld. Ein ástæðan er væntanlega að lengi vel var ekki talin ástæða til að kenna konum og alþýðufólki skrift. Konur á emb- ættismannaheimilum fengu stund- um tilsögn í skrift. Aðrar konur vora annaðhvort óskrifandi eða reyndu af veikum mætti að læra upp á eigin spýtur að draga til stafs. Stundum fengu konumar lánaða forskrift og æfðu sig að draga upp stafi í ís, mold og sand. Eins og gefur að skilja vora skrif af því tagi fljót að fímast. Ekkert væri okkur því dýrmætara heldur en að fá dagbók konu frá því á 19. öld. Með lögum um uppfræðingu bama í skrift og reikningi frá árinu 1880 fer skriftarkunnátta að verða almennari og eflaust hefur einhver með höndum dagbækur kvenna eða bama frá því í byrjun aldarinn- ar. Sannarlega væri fengur í því og gaman að fá fleira frá börnum." Persónulegar heimildir tengdar deildinni eru frá fyrri hluta 18. ald- ar og þær nýjustu ná til 1980. „Litl- ar breytingar er að finna í dagbók- um hvers dagbókarritara fyrir sig. Hins vegar era dagbækur talsvert ólíkar á milli manna. Sumar dag- bækur era afar líflegar og skemmti- legar. Aðrar era skrifaðar í knöpp- um stíl og greina jafnvel aðeins frá veðurfari. Eg tek fram að við höfum alveg jafnmikinn áhuga á þeim og hinum. Áhuginn beinist fyrst og fremst að dagbókinni sem tjáning- armiðli." Þróun til tilfinningalegri tjáningar Davíð segir athyglisvert hversu bömum era að sögn Erlu Huldu fá- ar. „Þó er gaman að segja frá því að til era bréf frá systranum Sig- ríði og Þóranni Pálsdætram frá Hallfreðarstöðum til Páls bróður síns. Fyrstu bréfin eru skrifuð einu sinni á ári í nafni systranna þegar þær vora á sjöunda og níunda ári árið 1818. Eftir nokkur ár tekur við fínleg skrift unglingsstúlkna og skrifar Sigríður síðustu bréfin rétt fyrir dauða sinn árið 1871. Ekki er því að leyna í sumum bréfa hennar, en hún skrifaði alls 240 bréf, að fremur hefðu hún kosið að verða piltur en stúlka og segir t.a.m. í einu bréfanna „ef ég hefði orðið piltur hefði ég farið á norskan landbúnaðarháskóla“. Þarna sést best að konur gerðu sér engar von- ir um að komast til náms á eigin forsendum. Eina leiðin hefði verið ef snúa hefði mátt raunveruleikan- um við.“ Opnaði nýjan heim Erla Hulda segist hafa talið sig hafa haft ágæta þekkingu á 19. öld- dagbækurnar gefi góða mynd af út- breiðslu skriftarkunnáttu í samfé- laginu. „Gaman er að sjá hvemig skriftarkunnátta færist frá því að vera einkaeign efri stéttanna yfir í að verða almenningseign á 19. öld. Smám saman fara fleiri bændur og vinnumenn að halda dagbækur," segir hann og tekur fram að einna áhugaverðast hafi verið að skoða muninn á dagbókarskrifum á milli stétta og tímabila. „Lengst af snú- ast skrifin aðallega um búskap og önnur störf dagbókarritaranna. Um og eftir aldamót fer að bera meira á tilfinningum. Þróunin hefur öragg- lega með ákveðna breytingu á hugafari í samfélaginu að gera, t.d. inni áður en hún hóf rannsókn sína. „Engu að síður opnuðu persónu- legu heimildimar í sendibréfunum mér nýjan heim. Þó svo að ég hafi vitað að konur hafi notið lítillar menntunar gerði ég mér alls ekki grein fyrir því hvað menntunar- skorturinn var algjör. Ég gerði mér heldur ekki grein fyrir því hversu mikil almenn andúð var á menntun kvenna og reyndar fá- tækra karla líka. Lengi eimdi eftir af því og hægt að nefna að talsvert var skrifað gegn kvennaskólum á sínum tíma. Ymsir óttuðust nefiú- lega að í kvennaskólunum yrði þrá kvenna til mennta æst upp. Kvennaskólinn í Reykjavík var sér- staklega gagnrýndur fyrir að þjóna ekki sveitunum. Helstu rök for- svarsmanna kvennaskólanna vora að upplýstar mæður yrðu betri uppalendur, þ.e. betur hæfar til að ala upp nýja karlkyns valdhafa. Mér kom ekki síður á óvart,“ segir Erla Hulda, „hversu mennta- þrá kvenna virtist sterk. Ég tók sérstaklega eftir því hjá konum sem höfðu notið leiðsagnar á æsku- heimili sínu. Sá hópur hefur vænt- anlega frekar en almúgakonumar gert sér grein fyrir því hvers þær fóra á mis. Konumar vora ágæt- lega skrifandi og meiri líkur vora til að bréf þeirra geymdust en hinna því að bréfin hafa oft á tíðum varðveitt með bréfasöfnum eigin- manna eða feðra.“ Draumur um heildarsýn Erla Hulda segist hafa orðið vör við að sumar konur líti svo á að dagbækur kvenna séu lítils virði. „Konumar líta stundum svo á að skrifin séu h'tils virði enda snúist þau aðallega um daglegt líf og ekki stjómmál. Rannsakendur hafa ekki síður áhuga á daglegu lífí en hinu og vert er að taka fram að dæmi era um að konur tjái sig frjálslega um stjómmál í sendibréfum þó að þær myndu ekki tjá sig út á við um sama efni. Með því fæst heilsteypt- ari mynd af tíðarandanum hverju sinni. Ég veit að stundum hefur verið gagnrýnt að verið sé að skrifa sérstaka kvennasögu en á meðan enn hallar svo mikið á konur sem raun ber vitni er full ástæða til þess. Draumurinn er hins vegar að geta steypt sögum karla og kvenna saman í álcveðna heildarsýn.“ meiri einstaklingshyggju. Ég vil svo halda því fram að þama komi inn í myndina röskun á samfélags- háttum. Sú staðreynd að fólk hafi staðið frammi fyrir fleiri valmögu- leikum, t.d. í tengslum við flutninga í bæi og vesturferðir, hafi valdið því að þörfin fyrir að skilgreina sjálfan sig í tilveranni hafi aukist," bætir hann við. „Ég held nefnilega að einn megintilgangur dagbókar- skrifa sé að átta sig á því hver mað- ur er og hvar maður er staddur í tilverunni." Brennd og morkin blöð Davíð segir að oftast sé reglulega fært inn í dagbækumar á hverjum degi. „Alveg upp í tæplega 70 ár,“ segir hann og fram kemur að stund- um sé jafnvel til viðbótar bætt við mánaðar- og ársyfirlitum. „Aðrar bækur era sundurlausari og ná ef til vill aðeins til nokkurra vikna eða árs. Mjög misjafnt er hvernig geng- ur að lesa bækurnar. Allflestir þurftu að spara pappír og greinilegt er að dagbækurnar hafa verið færð- ar við mjög mismunandi aðstæður, t.d. uppi í rúmi. Stundum hefur blek farið á dagbækurnar, blöðin hálf brannin eða morkin. Yfirleitt er samt ekki erfitt að lesa skriftina frá því á 19. öld.“ Davíð hvetur almenning til að fela Handritadeild varðveislu gam- alla dagbóka. „Ég veit að sumt fólk heldur að persónuleg skrif sinna nánustu eigi ekki heima á Lands- bókasafninu enda eigi þar aðeins heima skáld og stórmenni. Þetta er auðvitað alrangt því að í dagbókum almúgafólks er líka að finna ómet- anlegan fróðleik og sorglegt til þess að vita að eflaust liggja slíkar heim- ildir víða undir skemmdum úti í bæ.“ Gott að hafa mistök sín fyrir framan sig , Morgunblaðið/Kristinn DAVIÐ gluggar í gamlar dagbækur á Handritadeild Landsbúkasafns- ins í Þjúðarbúkhlöðunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.