Morgunblaðið - 11.10.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.10.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998 31 MINNINGAR + Tómas Jónson var fæddur í Neðradal í Mýrdal 5. september 1904. Hann andaðist á Hrafnistu í Reykja- vík 5. október síðast- liðinn. Tómas var einn af sex bömum hjónanna Þórunnar Gísladóttur og Jóns Árnasonar, er lengst af bjuggu í Norður- Hvammi í Mýrdal. Systkini Tómasar í aldursröð voru þau: Gísli, Ámi, Sigríður (þau Tómas voru tvíburar), Sveinn og Hermann, þau em öll látin. Tómas kvæntist hinn 6. októ- ber 1933 Karenu Júlíu Júlíusdótt- ur, f. á Ásgautsstöðum í Stokks- eyrarhreppi 21. júlí 1909, d. 13. október 1955. Foreldrar hennar vom hjónin Júlíus Gíslason og Katrín Þorkelsdóttir, er lengst af bjuggu á Syðsta-Kekki á Stokks- eyri. Tómas og Karen eignuðust þrjú börn: 1) Þórunn, skrifstofu- maður, f. 8.7. 1934, maki Jón Grétar Guðmundsson, raffræð- ingur. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: Tómas, rafmagns- Ég er að fara í sveit, sit í aftasta sæti í rauðum hálfkassabíl nýklippt í hnébuxum samkvæmt nýjustu tísku og maula prinspólókex sem afi Guðbrandur hafði gefið mér í nesti og er hálfundarlega innanbrjósts. Hvernig skyldi nú fólkið vera, ætli það séu krakkar þarna, voðalega yrði ég nú langt frá mömmu og ann- að eftir því. En svo er sett í gang og bíllinn bröltir af stað og margt er að sjá og áður en ég veit af er ég kom- in austur í Langholtspart í Flóa þar sem ég hef verið ráðin sem sumar- stelpa til snúninga. Konan á bænum heitir Eyrún og hún tekur hlýlega á móti mér og segir að bóndinn fari bráðum að koma heim úr húsunum, hvort ég vilji ekki fara út og skoða mig aðeins um, sem ég og geri. Sé ég þá ekki koma risastóran kall leið- andi lítinn strák sér við hönd upp hólinn. Þetta er bóndinn hugsa ég og ber mig að við að heilsa kurteis- lega. Strákurinn glápir á mig og ég á hann. Hann er eldrauðhærður og freknóttur og hárið á honum stend- ur beint upp í loftið. „Finnst þér ég freknóttur?“ segir hann tortrygg- inn. „Ekkert voðalega,“ segi ég af- sakandi og við verðum vinir. Hann er 7 og ég er 12. Er á liður segir hann til sín, hann heitir Gísli og mamma hans, Karen Júlía, hún er mikið veik á spítala og hann biður mig að hjálpa sér að skrifa henni bréf um eitthvað annað en beljur og hvað þær heiti. Hann segir að pabbi sinn heiti Tómas og hann sé sjómað- ur og komi bráðum í heimsókn, núna sé hann í siglingu til Þýska- lands og svo komi hann og ætli að vera marga daga hjá honum og hjálpa Sveini bróður sínum við rún- ingu áður en farið verði með féð á fjall. Hann á líka systur sem heitir Dúdú, hún er voðaleg falleg og er alltaf í flottum hælskóm og á marg- ar skemmtilegar vinkonur. Svo á hann bróður sem heitir Júlli, hann er að læra að verða flugmaður og er alveg hroðalega bólóttur, eiginlega bara hálfljótur, segir hann afsak- andi. Og dagurinn rennur upp og Tómas Jónson kemur í heimsókn og það var nú dagur sem hægt er að tala um! Hann var samanrekinn og kraftalegur, meðalmaður á hæð, laglegur og afar brosmildur, höndin sem hann rétti mér var sigggróin og hörð af vinnu en undursamlega hlý. Stóra tösku hafði hann meðferðis og upp úr henni kom nú ýmislegt sem gerði augun á manni kringlótt. Við Gísli settumst út á brúsapall með kók og cadburys og átum af sannri innlifun. „Hann pabbi er bátsmaður á Karlsefni, það er kall sem segir að hann hafi verið teiknaður með skip- tæknifræðingur, f. 28.4. 1959, og J. Steinunn, viðskipta- fræðingur, f. 6.8. 1961. 2) Júlíus, flug- stjóri, f. 9.9. 1936, d. 19.2.1968, maki Þór- unn Bjarndís Jóns- dóttir. Dætur þeirra eru: Karen Júlía, hjúkrunarfræðingur, f. 8.12. 1960, Asta Ragnheiður, sál- fræðingur, f. 30.6. 1962, og Þórunn Brynja, leikskóla- kennari, f. .10.1. 1964. Júlíus átti með Önnu Björnsdóttur son, sem er R. Hilmar, stýrimaður, f. 11.8. 1959. 3) Gísli, flugmaður, f. 26.9. 1946, d. 19.2. 1968, hann var ókvæntur. Tómas flutti með foreldrum sínum að Norður-Hvammi í Mýr- dal árið 1911 og ólst þar upp. Hann fór ungur til starfa sem sjó- maður og varð það hans ævistarf, lengst af á togurunum Karlsefni og í fjöldamörg ár sem bátsmað- ur. títför hans verður gerð frá Fossvogskirkju á morgun, mánu- daginn 12. október, og hefst at- höfnin klukkan 15. inu,“ muldraði Gísli með fullan munninn af sælgæti. „Hvað er nú það, bátsmaður?" spurði ég. „Hann ræður næstum því eins miklu og Halldór skipstjóri,“ var svarið. Þetta þótti mér nú óþarflegt mont en sagði lítið. Við fengum bæði magapínu af öllu sælgætisátinu. Kynni mín af Tómasi Jónssyni voru hafin og þau voru upp frá því samof- in lífi mínu og tilveru. Hann var ættaður austan úr Mýr- dal og þar lágu rætur hans djúpt, hann elskaði þann stað og þangað sótti hann eins oft og við varð kom- ið. Hann ólst upp í hópi systkina sem öll voru miklar dugnaðar- og mannkostamanneskjur, meitluð af umhverfi jökla, sanda og ægifagurr- ar náttúru. Hann var ungur er hann fór fyrst til sjós á vertíð í Vest- mannaeyjum en var ætíð heima á sumrin við almenn sveitastörf. Ekki var aðbúnaður upp á marga fiska; sjófótin lýsisborin skinnfot og velgjan uppi í hálsi hvern dag, lúk- arinn smákytra og kuldinn drep- andi. Árið 1926 urðu kaflaskipti í lífi hans. Hann réð sig til útgerðar Geirs Thorsteinsson í Reykjavík á vetrarvertíð og var þar þrjár vertíð- ir. Var það upphafið að áratuga- löngu, farsælu starfi hans hjá Geir og sagði hann löngum að hann hefði verið orðlagður skrifstofu- og bók- haldsmaður, nákvæmur svo af bar og heiðursmaður í hvívetna. Síðar tók svo Ragnai- sonur Geirs við út- gerðinni og reyndist hann ekki síð- ur en hans góði faðir, bar hann allt til síðasta dags mikinn hlýhug til Tómasar og ber að þakka það af al- hug. Tommi byrjar svo á togaranum Karlsefni 1932 og fór á sfld um sum- arið, var þá skipstjóri þar Jón Högnason frá Pétursey. Jón hætti síðan með Karlsefni og stofnaði sameignarfélag um togarann Haukanes ásamt Gísla bróður Tómasar og fleirum. Tommi flutti sig um set en hætti og réð sig 1934 á togarann Imperialist, sem gerður var út frá Englandi, með íslenskri áhöfn. Skipstjóri á honum var Olaf- ur Ófeigsson en annar stýrimaður Bjarni Ingimarsson. Tommi sagði að hann hefði aldrei verið með annarri eins úrvalsskipshöfn og þar var. Halldór Ingimarsson tók svo við Karlsefni 1935 og var Bjarni þá fyrsti stýrimaður og falaði hann Tomma, sem þá er að koma af sfld. Tommi sagðist ekkert fara með Halldóri, því hann væri óhemja á geði. Sú skoðun hans breyttist nú heldur betur, því um borð fór hann og urðu þeir Halldór miklir vinir meðan báðir lifðu og áttu langt sam- starf og gott. Síðan komu nýir skip- stjórar og nýjar skipshafnir og ör- ugglega hefur margur sjómaðurinn fengið fyrstu leiðsögn sína á sjó undir hans handleiðslu. Síðasti skip- stjóri sem Tómas var með á Karls- efni var Helgi, sem Tómas taldi mikinn efnis- og mannkostamann. A dögunum voru sýndir í sjónvarpi allra landsmann þættir um útgerð og sjósókn á Islandi á þessari öld og varð mér þá hugsað til þess að sá sem hér er kvaddur tók þátt í því ævintýri í hvorki meira né minna en 55 ár, þar af 50 á skipum sem báru þetta kæra nafn, Karlsefni. En sam- fara var heimilislífið, sem hann átti með sinni heittelskuðu konu, Karenu Júlíu, sem ung hafði komið kaupakona að Hvammi. Sigríður tvíburasystir Tomma hafði á orði er Kaja gekk hnarreist upp tröðina að Hvammi að það sæi hún að þar væri komið konuefnið hans, sem og varð. Þau áttu farsælt hjónaband og eign- uðust þrjú yndisleg böm, þau Þór- unni, JúUus og Gísla. En sorgin var ekki langt undan, Karen veiktist rétt rúmlega fertug af krabbameini er leiddi hana til dauða í október 1955. Mikill var harmur Tomma og þungur og kvæntist hann ekki aftur en sneri ást sinni og umhyggju að börnum sínum og reyndust Sigríður systir hans og Sveinn bróðir hans honum ákaflega vel í þeim þrautum. Sú sem þetta ritar varð svo tengda- dóttir hans og var hann mér alla tíð sem besti faðir, vinur og vemdari. Bömin hans hlutu góða menntun, Þórunn útskrifaðist úr Verslunar- skólanum, Júlíus varð flugstjóri hjá Loftleiðum og Gísli flugmaður, og bamabörnin hrönnuðust að honum. Hann var stoltur, hann Tommi, af hópnum sínum. En ekki var lengi ró, synir hans báðir fórust í hörmu- legu fiugslysi á Reykjavíkurflug- velli við æfingaflug í febrúar 1968. Eikin stóra og sterka sviptist til en brotnaði ekki, hann hafði verk að vinna þeim sem eftir lifðu og lagðist enn fastar á árina. Áhugamál átti hann, sem var lestur góðra bóka, og var hann mikill unnandi ljóða og sagna, fjölfróður um allt sem um- hverfi hans bauð upp á en dulur var hann ætíð um sjálfan sig og sína líð- an. Tómas átti heimili hjá sinni góðu dóttur Þórunni í mörg ár og barnabömin hans vora honum til mikillar gleði, hann var þess full- viss að þau væm best og best gefin allra krakka í heimi, og þegar ég svo í seinna hjónabandi eignaðist dreng var honum samstundis bætt í þennan úrvalshóp af krökkum. Húmoristi var hann og átti auðvelt með að sjá spaugilegar hliðar mannlífsins og kunni margar sögur af kynlegum kvistum, sem gátu hreint fengið mann til að veltast um af hlátri, en sjálfur kímdi hann fínt við. Hann missti svo heilsuna 1982 og fór þá á dvalarheimili fýrir aldr- aða sjómenn á Hrafnistu, þar sem hann naut góðrar umhyggju góðs starfsfólks til síðasta dags. Lífs- hlaup þessa manns er undravert vegna þess að aldrei vék hann orði að því að skaparinn hefði verið hon- um þungur í skauti en þakkaði Guði hans góðu gjafir. Ég þakka honum Tómasi mínum Jónssyni allt það góða sem hann var mér og mínum, kærleika hans, glettnina, stríðnina, elskuna alla frá íyrstu kynnum til síðasta dags, þar bar aldrei skugga á. Hann var tilbúinn til ferðar, kúrsinn var settur. Veri hann guði falinn um tíma og eilífð. Þórunn Jónsdóttir. Kæri afi, sem hinstu kveðju lang- aði mig að skrifa nokkrar línur til þín, Tómasar afa, sem var bátsmað- ur á Karlsefni, kom og fór, veður- barinn í andliti, með sterklegar hendur og hafið í augunum. Sjórinn og þú vorað eitt í mínum huga en þá veröld þekkti ég svo lítið og kannski einmitt þess vegna fylgdi þér ákveðinn ævintýraljómi. Þú varst mestan part á hafi úti og komst heim á milli annaðhvort með sjóþurrkaðan rikling, siginn fisk og ferskmeti eða þá gómsæti í niður- suðudósum frá útlöndum. Ég þarf bara að loka augunum og við eram í gamla Bensanum að keyra eftir bryggjunni, alltaf kvöld og ljósin flöktandi, beðið eftir að þú kæmir frá borði. Ég fæ ennþá í magann þegar ég hugsa til hræðslunnar sem ég var gagntekin af, að bfllinn færi framaf, ofaní kolgrænan sjóinn sem glampaði á milli bryggjuborð- anna. Við stelpurnar auðvitað í aft- ursætinu og biðum eftir að fá hatt- inn þinn lánaðan. Þá hafðir þú lítið þakherbergi fyrir þig í húsinu á horni Garðastrætis og Öldugötu. Þar var skápurinn þinn með út- lenska gottinu og kókinu, málverk- ið úr Mýrdalnum og myndirnar af ömmu Karenu, pabba, Gísla og Dúdú og það er eins og mig minni að mynd af Elísabetu Englands- drottningu hafi verið einhvers stað- ar þarna líka innan um fjölskyldu- myndirnar. Volgt kókið smakkaðist alltaf jafnvel. Þannig minnist ég þín fyrst, afi minn, alltaf svolítið kíminn en sagðir nú ekki margt við okkur smáfólkið. Ég get svo ekki annað en rifjað upp þegar þú, mamma og Islendingasögurnar urðuð eitt í eld- húsinu á Skjólbrautinni. Við hin bú- in að segja takk fyrir mig og þið tvö í heitum samræðum um Gunnar, Njál og Skarphéðin fram eftir kvöldi. Afi minn, við munum öll sakna þín, takk fyrir allt sem þú gafst okkur. Hvfl í friði. Ásta. Allir eiga sér sögu. Saga afa okk- ar hófst fyrir 94 áram í Mýrdalnum hinn 5. september árið 1904. Hún er um mann sem ólst upp í stórum systkinahóp, fór mjög ungur á ver- tíð eins og tíðkaðist í þá daga. Hann kynntist konu sinni, Karen frá Stokkseyri, þau giftu sig og eignuð- ust þrjú mannvænleg börn. Konuna missti hann frá börnunum þremur. En öllum kom hann þeim til manns. Hann missti síðar tvo syni sína, þá unga menn. Við munum aldrei eftir því að afí hafi nokkurn tíma verið dapur, sem hann hafði. þó ríka ástæðu til, því alltaf kom hann með gleðina og kátínuna með sér hvar sem hann fór og stóð dyggilega vörð um sína. Afi var mjög íhaldssamur og fastheldinn á flesta hluti, hann hélt fast við sínar skoðanir og var erfitt að breyta þeim ef hann var búinn að taka ákvörðun. Sem dæmi um það er að hann var alla tíð á togara sem bar nafnið Karlsefni, en þang- að réð hann sig árið 1922 og hætti tæpum 60 áram seinna, árið 1981. Karlsefni var hans annað heimili og þeir vora fáir túramir sem hann fór ekki í öll þessi ár. Hann sá ekki sólina fyrir okkur krökkunum. Það var því ansi erfitt þegar við vissum upp á okkur skömmina með ýmislegt, ef afi myndi nú frétta af því, ekki vildum við valda honum vonbrigðum. Og þó að mamma segði frá einhverju misjöfnu af okkur krökkunum þá tók hann alltaf okkar málstað, það hlaut að vera öðrum að kenna eða einhver önnur haldbær skýring, sagði hann alltaf. Minningarbrotin eru mörg. Hann sat í eldhúsinu heima og gæddi sér á pönnukökunum sem mamma bakaði alltaf þegar hann kom í land, hlæjandi og skellandi sér á lær í rökræðum um Islend- inga sögurnar sem hann kunni spjaldanna á milli, og mátti ekki heyra á annað minnst en að þær væru allar sannar. Svo var það Mogginn sem aldrei fór með rangt mál. Einkunnirnar okkar skoðaði hann af áhuga og hlustaði þegar við spiluðum fyrir hann á píanóið með misjöfnum árangri. Alltaf átt- um við vísa kókflösku með röri þegar við heimsóttum hann og oft- ast fleiri en eina. Og allar þær stóra gjafir sem hann færði okkur úr siglingunum. Að ógleymdum signa fiskinum, hans sérgrein, sem hann færði fjölskyldunni og vorum við krakkarnir að hugsa um að biðjast vægðar þegar okkur fannst vera siginn fiskur í öll mál. En íyrst og síðast var hann afi okkar, alltaf svo kátur og hlýr, stóð eins og klettur S hafinu sama á hverju bjátaði. Eftir að afi fór á Hrafnistu, fóram við systur alltaf á Þorláksmessukvöldi með krakkana okkar og sungu þau og spiluðu fyrir afa Tómas, hann var svo stoltur af öllum krökkunum sínum. Það fyrsta sem kom upp í huga þeirra þegar þeim var sagt frá því að hann væri dáinn, var: „Fyrir hvern eig- * um við þá að spila á jólunum?" Ekkert kemur í staðinn fyrir þær stundir. Elsku afi Tómas, nú er hann loksins kominn til sinna, við era innilega þakklát fyrir að hafa átt hann fyrir afa. Guð geymi hann og megi hann hvfla í friði. Karen, Ásta, Brynja og Júlíus. „Sjálfur Guð og faðir vor og Drottinn vor Jesús greiði veg vorn til yðar. En yður fylli Drottinn og auðgi að kærleika hvern til annars og til allra, eins og vér beram kær- leika til yðar; til þess að hann styrki hjörtu yðar og þau verði óaðfinnan- leg í heilagleika frammi fyrir Guði og föður voram við komu Drottins vors Jesú ásamt öllum hans heilögu." (I. Þess. 3,11-13.) Elsku afi. Mig langar til þess að kveðja þig í dag eftir tæpra fjögurra áratuga göngu með þér á þessari jörð. Ég hef þennan tíma og mun áfram bera nafn þitt og það hefur gert okkur eins nána og við alla tíð höfum verið. Þú gafst mér margt en stærsta gjöfin varst þú sjálfur, hvernig þú varst, rólegur, blíður og bara ein- faldlega svo einstaklega góður maður. Þú varst alla tíð mikill vinnu- þjarkur, stóðst vaktina á Karlsefni á meðan stætt var og unnir þér aldrei hvfldar á meðan sporður lá óslægður á dekkinu. Við nutum margra ógleyman- legra sanmverastunda í landlegum og fóram í marga góða ökuferðina um Suðurlandið, á æskuslóðir þínar í Mýrdalnum og í heimsókn til - bræðra þinna í Flóanum. Þú bjóst lengst af á æskuheimili mínu og því hefur þú alltaf verið stór hluti af tilvera minni og hefur átt stóran þátt í að móta mörg af lífsviðhorfum mínum. Að koma inn í herbergið þitt til þess að þiggja „einn“ kók og súkkulaðimola, spjalla við þig og hlusta á þig segja frá, era stundir sem ég sakna og hefði ekki fyrir nokkurn mun vilja missa af. Þú varðst fyrir stærri áfóllum á lífsgöngu þinni en flest okkar verða fyrir en alltaf komst þú heill út, sáttur við það sem þú hafðir og átt- ir. Þú leist alltaf á þær lífshliðar sem sólin bakaði en lést þær * myrkvuðu eiga sig. Afi minn, ég gæti haldið svo lengi áfram að tala um þig eins og þú varst en lítillæti þitt og hlédrægni segir mér að nokkur orð á blaði skuli duga. Mig langar að lokum til þess að vitna í ljóð eftir eitt af þínum uppá- haldsskáldum, Tómas Guðmunds- son, sem mér finnst lýsandi fyrir þig og lífshlaup þitt. Og svona lauk þessu ljóði - Það leið út í þögulan bláinn sem söngur úr skógi, sem blærinn ber með blómilmi út yfir sjáinn. Við sungum það eina sumamótt. Við syngjum það aftur við djúpið rótt, Þegar dagurinn hinzti er dáinn. Það leið frá hlæjandi þjörtum - Um hug okkar vomóttin streymdi með húm sitt og ilm, og enginn veit nema æskan, hvað sál okkar geymdi. Svo djúp var gleðin og himinheið og hugurinn frjáls eins og blærinn, sem leið. Um voginn, er vakandi dreymdi. Eg kveð þig, ljóð mitt, í Ijóði - Þúlíðurennþáumbláinn sem söngur úr skógi, sem blærinn ber með blómilmi út yfir sjáinn. Við sungum það eina sumamótt - Við syngjum það aftur við djúpið rótt, Þegar dagurinn hinzti er dáinn. Guð blessi þig afi minn og varðveiti sál þína. Ég þakka þér fyrir að ég og börnin mín fengum að kynnast þér. Þinn Túmas. * TÓMAS JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.