Morgunblaðið - 11.10.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.10.1998, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN NOKKRAR SPURNINGAR UM GAGNA- GRUNN Á SVIÐI HEILBRIGÐISMÁLA ÞAÐ mun öllum ljóst að líftækni- iðnaðurinn verður geysi þýðingar- mikill og efnahagslega afgerandi þáttur í alþjóðaviðskiptum á næstu árum og áratugum í heiminum. Við hann eru tengdar geysilegar fjár- upphæðir og raunar svo miklar að eingöngu fjölþjóðafyrirtækin eða ríkisstjómir stærri vestrænu þjóð- .anna hafa nokkurt bolmagn til þess að vinna að þessum málum. Um leið er hér á ferðinni mjög viðkvæmt mál sem allar vestrænar þjóðir fara mjög varlega út í með tilliti til hags- muna þegna sinna. Því enginn veit enn hvaða áhrif til góðs eða ills þessi þróun muni endanlega hafa á mannlegt líf á jarðarkringlunni. Þeir sem sjá skjótfenginn gróða eða vegtyllur sér til handa á þessu sviði mega ekki gleyma því að hér erum við því að tala um og jafnvel ráðskast með framtíð barna okkar og barnabarna að þeim forspurðum. Hvað sem öðru líður um sérstöðu okkar einangraða þjóðfélags á sviði líftæknimöguleika hefði undir öllum venjulegum kringumstæðum verið eðlilegt að kynna þetta mál ræki- lega fyrir þjóðinni áður en farið var af stað með málið formlega beint inn í stjómsýslustigið. Það hljóta því að vera einhverjar mjög góðar og gildar ástæður íýrir því að það var ekki gert af hálfu þeirra stjórn- málamanna sem hafa lagt þvílíkt of- urkapp á að keyra málið í gegn. 0g því er nú þegar kominn af því megn ódaunn pólitískra bakherbergja og fjármálabrasks örfárra útvaldra - hvað sem líður gagnsemi eða gæð- um þess fyrir íslenska þjóð eða íslenskt lýð- veldi. Mönnum hefur orðið tíðrætt um það að „Islendingurinn megi ekki loka sig af með sveitamennsku og dreif- býlishætti" í málinu. En séu landsmenn ekkert upplýstir um það á ann- an hátt en þann að „þeir geti hugsanlega gert mannkyninu stórgreiða í meðferð allra sjúk- dóma - í staðinn fyrir það að láta í té upplýs- ingar um einhverja smávægilega kvilla frá ámm áður“ - þá er þeim svo sann- arlega haldið áfram í fjötrum sömu umræddu sveitamennsku og dreif- býlisháttar. Því það er af og frá að nokkur maður geti myndað sér rétt- sýna skoðun um svo viðamikið mál- efni ef sá hinn sami veit nánast ekk- ert um það annað en: „Hverjir eru góðu mennirnir og hverjir eru hinir öfundsjúku". - En þegar landsmenn gera sér raunverulega þýðingu þessa máls alls Ijósa - jafnvel seint um síðir - þá mun það koma all- verulega í bakið á þeim sem fórnar- lömbum vísindagróðahyggjunnar. Og hver er þá ábyrgur? Svo virðist sem nú sé verið að drepa umræð- unni um þetta mál á dreif hér inn- anlands. Um málefni sem snýst í raun um fjöregg íslensku þjóðarinn- ar og um framtíð barna okkar í hraðfara upplýsingastríði framtíð- arinnar. Og þar með er verið að blekkja íslenska kjósendur. Því látið er hjá líða að fjalla opinberlega um alla þætti þessa mjög svo viðsjár- verða máls. Það er hins vegar full ástæða til þess að spyrja ábyrga að- ila í íslenska lýðveldinu - t.d. þá stjómmálamenn sem lagt hafa póli- tískan frama sinn að veði í þessu máli - nokkurra spurninga um „gagnagrunnsmálið" út frá sjónar- hóli almennings. Því þetta mál snýst alls ekki eingöngu um réttmætar athugasemdir heilbrigðisstéttanna um allan málatilbúnaðinn. Og áður en málið fer fyrir Alþingi að nýju verður að upplýsa almenning með svörum við öllum þessum spuming- um án gífuryrða og út- úrsnúninga sem því miður hafa svo mjög einkennt umræðuna um málið fram að þessu. Með því að spyrja eftirfarandi spmminga um málið verður ljóst hvers vegna svo er: 1: Hver er meiningin með því að sniðganga þjóðina - að „gera mál- ið pólitískt" - á þann hátt að leggja það beint fyrir Alþingi að undan- gengnu pukri í ráðu- neyti heilbrigðismála - þannig að t.d. forseti lýðveldisins á ekki að geta nefnt það á nafn þar á eftir án þess að brjóta hefðir? 2: Hvaða skilning leggja þeir stjórnmálamenn í lýðréttindi sem á þennan hátt bera fram frumvarp á A Aður en málið fer fyrir Alþingi að nýju telur Einar Þorsteinn að veita verði almenningi svör við öllum spurn- ingum um frumvarpið án gífuryrða og útúr- snúninga. Alþingi íslendinga sem felur bæði í sér brot á íyrri lagaákvæðum lýð- veldisins - og eru þar að auki í ósamræmi við samþykktir EES- samstarfsins? 3: Eru þetta þau nýju vinnubrögð sem við kjósendur getum búist við af hálfu kjörinna fulltrúa lýðveldis- ins í framtíðinni ef við mótmælum þessari bíræfni ekki? 4: Hvemig stendur á því að málið er unnið á þann hátt að einstakling- ur fær frjálsar hendur við að ráðskast með hugmyndir sínar yfir allan landslýð í skjóli yfirvalda og í slgóli þekkingarleysis almennings á málinu - m.a. í gegnum heilbrigðis- ráðuneyti þjóðarinnar? 5: Hvers vegna hafa yfirvöld leyft það að frumvarpið væri frá byrjun þannig uppbyggt - samkvæmt þess- um sérhagsmuna hugmyndum - að það er í andstöðu við þau megin- sjónarmið allra vestrænna landa - og sömuleiðis í andstöðu við íslensk lög og einnig væntanlegar reglur innan EES-svæðisins - um að vernda borgara sína fyrir misnotk- un á persónuupplýsingum þeirra? 6: Hvers vegna var hraðinn við þetta frumvarp svo geysilegur að m.a. forsætisráðherra mælti ein- dregið með því í maí 1998 að það yrði afgreitt þá á vorþinginu nánast umræðulaust? 7: Hvers vegna er 1 lagafrum- varpinu um þetta mál það ákvæði að veita einkaleyfi eða sérleyfi til eins fyrirtækis: Islenskrar erfðagrein- ingar - til ákveðins árafjölda. Fyrir- tækis sem ekki er einu sinni ís- lenskt að uppruna heldur á grunn sinn í Bandaríkjunum og óupplýst er um það hverjir eiga hlut í því? 8: Hvers vegna er sérleyfi af þessu tagi nauðsynlegt að öðru leyti en því að skapa ofsagróða hjá eign- araðilum fyrirtækisins eins og öll- um er ljóst að það gerir? 9: Hvaða fordæmi fyrir veitingu sérleyfis af þessu tagi er hjá þessari ríkisstjóm sem kennir sig við frjáls- an markað og hefur fram að þessu lagt metnað sinn í að uppræta „for- tíðarvandamál" af þessu tagi? 10: Hverjir eru hinir útvöldu ís- lendingar sem fengu það tilboð í vor frá eignarhaldsfyrirtæki íslenskrar erfðagreiningar í Bandaríkjunum - þegar frumvarpið var fyrir Alþingi og mikilli pólitískri hörku var beitt við að reyna að þröngva því í gegn - að eignast hundrað þúsunda dollara í fyrirtældnu í Bandaríkjunum - ut- an við íslenska skattakerfið - með loforði um að fá þá peninga rúmlega tuttugufalda til baka - um 165 millj- ónir króna - þegar frumvarpið væri orðið að lögum þá nokkrum vikum seinna? 11: Hvaða Islendingar eiga nú hlut í þessu eignarhaldsfyrirtæki í Delaware í Bandaríkjunum? 12: Hvaða skyldum hefur vænt- anlegur sérleyfishafi á erfðaupplýs- Einar Þorsteinn Morgunverðarfundur Miðvikudaginn 14. október 1998, kl. 8:00 - 9:30 í Sunnusal Hótels Sögu ALÞJOÐLEG VIÐSKIPmMIÐSTOÐ - NÝIR MÖGULEIKAR FYRIR FYRIRTÆKI í ALÞJÓÐAVIÐSKIPTUM FRAMSOGUMENN: Baldur Guðlaugsson hrl. Tryggvi Jónsson, aðstoðarforstjóri Baugs hf. Að loknum framsöguerindum geta fundarmenn borið fram fyrirspumir eða komið með innlegg í umræöuna. Annar fundur um sama efni verður haldinn á Akureyri fostudaginn 16. október nk. Nánar auglýstur síöar. Fundargjald (morgunveröur innifalinn) kr. 1.500,- Fundurinn er opinn en æskilegt er að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100 VERSLUNARRAÐ ISLANDS 4 ingum allrar íslensku þjóðarinnar - þ.e. Islensk erfðagreining - að gegna við svissneska fjölþjóðafyrir- tækið Hoffmann la Roche hvað snertir umrætt sérleyfi - sam- kvæmt samstarfssamningi um stuðning H.l.R. við ÍE uppá 200 milljónir dollara? 13: Er dulkóðun gagna í tölvu- tæku formi nægilegt viðnám til þess að þetta fjöregg þjóðarinnar - al- persónulegustu upplýsingar hvers einstaklings um heilsufar sitt - komist ekki í hendur óvandaðra manna í ókunnri framtíð? 14: Hverjar eru þær efnislegu varnir og skyldur sem handhafi eða umsjónarmaður slíkra upplýsinga þyrfti að hafa um hönd - sem sann- arlega virðast vera hundraða millj- arða króna markaðsvirði á alþjóða- markaði - til þess að tryggja að þeim verði hreinlega ekki efnislega rænt - stolið? 15: Að hve miklu leyti verður ís- lenska ríkið skaðabótaskylt gagn- vart íslenskri erfðagreiningu - eða Hoffmann La Roche - þegar í ljós kemur að lagafrumvarpið stenst ekki alþjóðasamninga? Þetta atriði er ekki síst áhugavert vegna vænt- anlegs alþjóðadómstóls fjárfesting- anna í MAI-samningi OECD! 16: Hvers vegna eru slík verjandi ákvæði - skv.sp. 15 & 16. ekki í þessu alræmda lagafrumvarpi? 17: Hver eru líkindi þess að lækn- islyf finnist með eifðaverkfræði sem virka gegn nútímasjúkdómum miðað við hinn valkostinn: Að al- menningur vandi betur það sem hann setur ofan í sig og stjórnvöld herði á reglum um innihald vara og vinnuaðferðir matvælaiðnaðarins - þar á meðal um erfðabreytta fæðu? 18: Hvaða aðrir aðilar eru það - aðrir en fjölþjóðaíyrirtæki eins og t.d. Hoffmann la Roche - sem eiga mörg hver langan mengunarferil í lífríki jarðar að baki - sem fjár- magna erfðafræðiverkfræðina í heiminum í dag? 19: Hvers vegna ætti almenning- ur nú að treysta þessum fjölþjóða- fyrirtækjum sem sýnt hafa þvílíkt fyrirhyggjuleysi áður fyrir erfða- þáttum almennings? 20: Hvað réttmætir það að heilsa almennings sé gerð að þeirri versl- unarvöru sem felst í daunillri nú- tímasamvinna læknisfræðitækni og gróðahyggju alþjóðamarkaðarins? 21: Og að lokum - hvers vegna ætti íslenska þjóðin að leggja sínar eigin líkamserfðir og afkomenda sinna um ófyrirsjáanlega framtíð að veði undir viðskiptahagsmuni óskyldra aðila? Höfundur er hönnuður. HIÝTT, IIIÝTT! Amerískur náttfatnaður Stakir kjólar, sloppar, og sloppasett, stutt og síð. Margir litir og gerðir. lympíaL Kringlunni 8-12, sími 553 3600 DANSSYEIFLU ÁTVEIM DÖGUMi námskeið um helgina Áhugahópur um almenna dansþátttöku áíslandi 557 7700 Netfang: KomidOgDansid@tolvuskoli.is Heimasíða: wwwtolvuskoli.ls/KomidOgDansid/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.