Morgunblaðið - 11.10.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.10.1998, Blaðsíða 42
412 SUNNUDAGUR ll. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Lagersala á buxum VESSy Nedst vW Dunhaga, síml 562 2230. Opið virha daga trá hl. 9-18. laugardaga Irá hl. 10-14. ..........................-...................S7 Opið hús — Goðheimar Ki. 14—17 í dag verður sýnd 4ra herbergja, 129 fm, mjög góð íbúð á 2. hæð í Goðheimum 10. íbúðin er rúmgóðar stofur, 3 svefnherbergi, eldhús, baðherb., (Dvottaherbergi og hol. Sólskáli og yfirbyggðar svalir. Bilskúr. Laus. Verð 11,9 millj. Fasteignasalan Carður, sími 562 1200. =ASTEIGNA <f 1 i/IARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-18 Netfang: http://habil.is/fmark/ Seilugrandi 1 — Opið hús Björt og sérlega rúmgóð 3ja herb. íbúð (íbúð nr. 5—2) á tveimur efstu hæðunum. Parket, 2 wc. Stórar, sólríkar suðursvalir. Stæði í bílgeymslu. Áhv. byggsj. 3,5 millj. íbúðin verðurtil sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 21-22. .........................:.....................i...,.:.... Fasteig.na$aia Suðuelanðsbraa-t 6 568-7633 if Lögfræðingur Þorhildur Sandholt Sölumaður Gísli Sigurbjörnson OPIÐ HUS I DAG SEFGARÐAR 5, SELTJARNARNESI -s. Sérlega vandað og vel umgengið 212,4 fm einbýlishús á einni hæð með rúmgóðum innbyggðum bílskúr. Skiptist í stóra stofu, þrjú góð svefnherbergi, stórt eld- hús, sjónvarpshol, þvottaherbergi, baðherbergi og gestasnyrtingu. Hiti í stéttum. Húsið stendur á fallegri og vel skipulagðri og gróðurríkri lóð. Friðsæll staður. Húseigendur, Ásgeir og Kristbjörg, taka vel á móti ykk- ur í dag milli kl. 14 og 17. AÐALLAND 3, FOSSVOGI Til sýnis og sölu á þessum vinsæla stað 99,5 fm efri hæð með sérinngangi ásamt mjög góðum 30 fm bíl- skúr. Parket og korkur á gólfum. Frábært útsýni. Suð- ursvalir. Til afhendingar strax. Gísli og Þórhildur sýna eignina milli kl. 14 og 16 í dag. BÍLDSHÖFÐI, IÐNAÐARHÚSNÆÐI Iðnaðarhúsnæði á jarðhæð 92,6 fm til sölu. Stórar inn- keyrsludyr, lofthæð 4—4,5 metrar. Malbikuð bílastæði. IMinilHII HHIIiriHHIIlBHHMMMB—MWWWB—B———B8M8— f DAG VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Teikning tapaðist TAPAST hefur teikning eftir Sigurð Eyþórsson sem birtist með borgar- bréfi Ingibjargar Elín- ar, Viðskipti Víolettu, í Morgunblaðinu 15. júní 1997. Þetta var frummynd, u.þ.b. 70 sm að stærð á hvern kant. Myndin er en var í eigu Ingibjarg- ar Elínar. Viti einhver hvar þessi teikning er niður- komin er hann vinsam- lega beðinn að hafa sam- band við Velvakanda í síma 569-1100. Ég er? ÉG ER í dag öryrki, haldinn sjúkdómi af geð- rænum toga. Þar sem um er að ræða andlega fótlun, en ekki líkam- lega, er fótlun þessi metinn til meira en 75% örorku og skilst mér að stór hluti öryrkja sé einmitt fólk sem er hald- ið þeim sjúkdómum. Fordómar þeir er ég og fjölskylda mín höfum upplifað gagnvart þeim sjúkdómi sem ég greindist með birtast á hinum ólíklegustu stöð- um, kannski vegna þess að fótlunina er að finna í starfsemi heilans, en hana er erfitt að út- skýra. En ef einn maður stæði á fjallstindi aðra mínútuna en hafsbotni hina, þá má gera sér í hugarlund ástand og að- stæður allra hlutaðeig- andi er upplifa sjúk- dómsástand þess er haldinn er mania- depressiva-sjúkdómi og þarf óhjákvæmilega að taka þátt í þjáningum þeim er hinar tilfinn- ingalegu sveiflur geta skapað þeim er hafa sjúkdóm þennan, er þó má halda í skefjum með réttri lyfjameðferð. Ororkulífeyrir og þær greiðslur sem fólk fær hjá almannatrygginga- kerfinu eru ekki til að hrópa húrra fyrir. Margir öryrkjar geta ekkert unnið eða ekki hvaða störf sem er, en oftast eru það láglauna- störf sem koma í þeirra hlut. Mín staða, sem er lög- giltur öryrki, fráskilinn þriggja barna faðir, for- sjár- og forræðislaus, virðist eins og viðundur í íslensku þjóðfélagi. Mín þrautaganga að eiga við það opinbera, þá aðallega félagsmála- yfirvöld hvort sem er hjá ríki eða borg, er með ólíkindum og ekki hægt að útskýra í stuttu máli svo vel sé. Ég ætla að nefna það helsta sem er mér ofar- lega í huga. I fyrsta lagi fæ ég ekki tekið tillit til þess að ég er með börn- in mín 1/3 hluta ársins á framfæri og rúmlega það. Það veit hver heil- vita maður að þau þurfa líka að borða. Ekki er tekið tillit til aldurs barna eða fjölda og mér var borað inn í lítið hús- næði eftir langvarandi bið hjá félagsmálayfir- völdum, en meðan ég beið var mér þröngvað inn á aldraða og las- burða foreldra mína, annars hefði ég verið á götunni. Samt var ætl- ast til þess af sýslu- manni á sama tíma að ég sinnti umgengnisrétti mínum við bömin. Ég fæ ekki og á ekki rétt á barnabótum þó að ég sé með bömin 1/3 hluta ársins á mínu framfæri og mínar bætur duga vart til að framfleyta sjálfum mér. Er þetta jafnrétti í anda mann- réttinda? Það er heldur ekki gert ráð fyrir að maður í minni stöðu eigi að geta stoftiað til fjöl- skyldu á nýjan leik. Ég kynntist einstæðri móð- ur með tvö börn og þrái heitt að geta stofnað til sambúðar með henni. Ég fór til löggilts end- urskoðanda og lét hann reikna dæmið út fyrir okkur, það kom á dag- inn að það kostaði okk- ur 200.000 kr. meira að framfleyta okkur skráð í sambúð en sem ein- staklingar hvort í sínu lagi í voru velferðar- þjóðfélagi. Ég verð því að sætta mig við það að læðupokast með sam- skipti okkar í skjóli myrkurs. Reyndar tjáði ég stöðu þessa félags- málayfirvöldum. Að upplifa sig sem olnbogabarn, sveitar- ómaga og niðursetning er smánarblettur í sam- félagi sem óðum er að ganga inn í 21. öldina. Okkur er engin sæmd að því að mannúðarsjón- armið skuli enn eiga svona langt í land hér á Islandi og sérkennilegt til þess að vita að efst á baugi í samfélaginu skuli umræður um vel- ferð hvalsins Keikó, meðan maður og menn í sama samfélagi geta gleymt því að tala um það að framfleyta sjálf- um sér með sæmd þegar þeir veikjast. Sveinn Þorsteinsson. Býð vel- komin ÉG VIL bjóða Hildi Helgu Sigurðai'dóttur, Björn Brynjólf Björns- son og Ragnhildi Sverr- isdóttur velkomin aftur í sjóvarpið því mér finnst þau svo frábær. Svo er ég þakklát þeim Spaug- stofumönnum íyrir að koma aftur í sjónvarpið, sjónvai-p allra lands- manna. NN Víkveiji skrifar... SÓLSKINSFRUMVARP. Þessi nafngift nýs fjármálaráðherra, Geirs Haarde, á frumvarpi til fjár- laga fyrir komandi ár, stenzt ef grannt er gáð. Það birtir til í ríkis- búskapnum þegar skilað er tekju- afgangi, eins og ríkisstjórninni hef- ur tekizt, eftir langtíma hallarekst- ur. Það birtir enn betur til þegar opinberar skuldir eru greiddar nið- ur um tugi milljarða - og létt svo um munar á vaxtabyrði ríkis- ins/skattgreiðenda - eins og nýr fjármálaráðherra stefnir að í ár og á næsta ári. Stjómarandstæðingar gera sér reyndar mat úr sólskinssamlík- ingu ráðherrans. Þeim veitti reyndar ekki af að fá léðan smá- skika lands til að standa á í mál- flutningi sínum. Tala þeir nú með „listrænum“ tilburðum um að ský dragi fyrir sólu af þeim sökum að hvergi nærri sé nógu hressilega skrúfað frá útgjaldakrönum ríkis- ins/skattgreiðenda til hins og þessa, sem stjórnmálamenn bera gjarnan fyrir brjósti í stjórnar- andstöðu en hirða minna um á valdastóli. Það má vel vera að krafan um að opna allar flóðgáttir ríkisútgjalda höfði til skattleysingja. Hún fellur á hinn bóginn í grýtta jörð hjá þeim sem þegar greiða nálægt fjörutíu af hverjum hundrað krón- um launa sinna til samfélagsins. xxx FIMMTÁNDI október er merk- isdagur í hugum íslendinga. Þann dag árið 1975 var fiskveiði- landhelgi íslands færð út í 200 míl- ur. Geir Hallgrímsson var forsætis- ráðherra þeirrar ríkisstjórnar sem steig þetta gæfuspor. Matthías Bjamason, sem þá var sjávarút- vegsráðherra, gaf út reglugerðina um útfærsluna. Utfærslur fiskveiðilandhelginnar í 4 mílur 1952, 12 mílur 1958, 50 mílur 1972 og loks 200 mílur 1975 voru allar byggðar á lögum nr. 44 frá árinu 1948 um vísindalega vemdun fiskimiða landgmnnsins. Víkverji fullyrðir að engin lagasetn- ing hafi markað önnur eins tíma- mót í samfelldri efnahagslegri full- veldisbaráttu okkar. Hún vakti og athygli hvarvetna meðal fiskveiði- þjóða og hafði drjúg áhrif á fram- vindu og niðurstöður á hafréttar- ráðstefnum Sameinuðu þjóðanna. Stefán Jóhann Stefánsson var forsætisráðherra árið 1948, Bjami Benediktsson utanríkisráðherra og Jóhann Þ. Jósefsson sjávarútvegs- ráðherra. Setning landgrunnslajg- anna verður skráð gullnu letri í Is- lands sögu 20. aldarinnar. BÍLLINN, sem sumir kalla blikkbelju í niðurlægingar- skyni, gegnir stóm hlutverki í sam- göngum og samkiptum lands- manna. Fátt er þó skattlagt jafn- hrikalega og heimilisbíllinn. Rúm- lega helft af verði nýrrar bifreiðar er greiðsla til ríkisins. Steininn tekur þó fyrst úr þegar kemur að eldsneytinu. Viðskiptablaðið segir á dögunum: „Á íslandi nemur hlutdeild rík- isins í benzínverði um 70% sem er með því allra hæsta sem gerizt meðal iðnríkja. Þar af nemur vörugjald 97% af cif-verði en í því felst innkaupsverð, flutningur og tryggingar. Þar við bætist benzín- gjald, markaður tekjustofn til vegasjóðs, sem er fóst fjárhæð að upphæð 25,53 krónur. Loks er innheimtur 24,5% virðisaukaskatt- ur.“ Bifreiðaeigendur eru í raun blóðmjólkaðir. Frændur okkar Norðmenn ganga enn lengra, þótt til olíubaróna teljist. Hjá þeim kostar benzínlítrinn (95 oktana) kr. 80,- en hér kr. 74,80. Benzín er og heldur dýrara í Bretlandi en hér. ísland fær síðan bronsið með þriðja hæsta benzínverð á Vestur- löndum, ef marka má tilvitnaða frétt í Viðskiptablaðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.