Morgunblaðið - 11.10.1998, Qupperneq 42
412 SUNNUDAGUR ll. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Lagersala
á buxum
VESSy
Nedst vW Dunhaga,
síml 562 2230.
Opið virha daga trá hl. 9-18.
laugardaga Irá hl. 10-14.
..........................-...................S7
Opið hús — Goðheimar
Ki. 14—17 í dag verður sýnd 4ra herbergja, 129 fm, mjög
góð íbúð á 2. hæð í Goðheimum 10. íbúðin er rúmgóðar
stofur, 3 svefnherbergi, eldhús, baðherb., (Dvottaherbergi
og hol. Sólskáli og yfirbyggðar svalir. Bilskúr. Laus.
Verð 11,9 millj.
Fasteignasalan Carður, sími 562 1200.
=ASTEIGNA <f
1
i/IARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-18 Netfang: http://habil.is/fmark/
Seilugrandi 1 — Opið hús
Björt og sérlega rúmgóð 3ja herb. íbúð (íbúð nr. 5—2) á
tveimur efstu hæðunum. Parket, 2 wc. Stórar, sólríkar
suðursvalir. Stæði í bílgeymslu. Áhv. byggsj. 3,5 millj.
íbúðin verðurtil sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 21-22.
.........................:.....................i...,.:....
Fasteig.na$aia Suðuelanðsbraa-t 6
568-7633 if
Lögfræðingur
Þorhildur Sandholt
Sölumaður
Gísli Sigurbjörnson
OPIÐ HUS I DAG
SEFGARÐAR 5, SELTJARNARNESI
-s.
Sérlega vandað og vel umgengið 212,4 fm einbýlishús
á einni hæð með rúmgóðum innbyggðum bílskúr.
Skiptist í stóra stofu, þrjú góð svefnherbergi, stórt eld-
hús, sjónvarpshol, þvottaherbergi, baðherbergi og
gestasnyrtingu. Hiti í stéttum. Húsið stendur á fallegri
og vel skipulagðri og gróðurríkri lóð. Friðsæll staður.
Húseigendur, Ásgeir og Kristbjörg, taka vel á móti ykk-
ur í dag milli kl. 14 og 17.
AÐALLAND 3, FOSSVOGI
Til sýnis og sölu á þessum vinsæla stað 99,5 fm efri
hæð með sérinngangi ásamt mjög góðum 30 fm bíl-
skúr. Parket og korkur á gólfum. Frábært útsýni. Suð-
ursvalir. Til afhendingar strax. Gísli og Þórhildur sýna
eignina milli kl. 14 og 16 í dag.
BÍLDSHÖFÐI, IÐNAÐARHÚSNÆÐI
Iðnaðarhúsnæði á jarðhæð 92,6 fm til sölu. Stórar inn-
keyrsludyr, lofthæð 4—4,5 metrar. Malbikuð bílastæði.
IMinilHII HHIIiriHHIIlBHHMMMB—MWWWB—B———B8M8—
f DAG
VELVAKAMH
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Teikning tapaðist
TAPAST hefur teikning eftir Sigurð Eyþórsson
sem birtist með borgar-
bréfi Ingibjargar Elín-
ar, Viðskipti Víolettu, í
Morgunblaðinu 15. júní
1997.
Þetta var frummynd,
u.þ.b. 70 sm að stærð á
hvern kant. Myndin er
en var í eigu Ingibjarg-
ar Elínar.
Viti einhver hvar
þessi teikning er niður-
komin er hann vinsam-
lega beðinn að hafa sam-
band við Velvakanda í
síma 569-1100.
Ég er?
ÉG ER í dag öryrki,
haldinn sjúkdómi af geð-
rænum toga. Þar sem
um er að ræða andlega
fótlun, en ekki líkam-
lega, er fótlun þessi
metinn til meira en 75%
örorku og skilst mér að
stór hluti öryrkja sé
einmitt fólk sem er hald-
ið þeim sjúkdómum.
Fordómar þeir er ég og
fjölskylda mín höfum
upplifað gagnvart þeim
sjúkdómi sem ég
greindist með birtast á
hinum ólíklegustu stöð-
um, kannski vegna þess
að fótlunina er að finna í
starfsemi heilans, en
hana er erfitt að út-
skýra. En ef einn maður
stæði á fjallstindi aðra
mínútuna en hafsbotni
hina, þá má gera sér í
hugarlund ástand og að-
stæður allra hlutaðeig-
andi er upplifa sjúk-
dómsástand þess er
haldinn er mania-
depressiva-sjúkdómi og
þarf óhjákvæmilega að
taka þátt í þjáningum
þeim er hinar tilfinn-
ingalegu sveiflur geta
skapað þeim er hafa
sjúkdóm þennan, er þó
má halda í skefjum með
réttri lyfjameðferð.
Ororkulífeyrir og þær
greiðslur sem fólk fær
hjá almannatrygginga-
kerfinu eru ekki til að
hrópa húrra fyrir.
Margir öryrkjar geta
ekkert unnið eða ekki
hvaða störf sem er, en
oftast eru það láglauna-
störf sem koma í þeirra
hlut.
Mín staða, sem er lög-
giltur öryrki, fráskilinn
þriggja barna faðir, for-
sjár- og forræðislaus,
virðist eins og viðundur
í íslensku þjóðfélagi.
Mín þrautaganga að
eiga við það opinbera,
þá aðallega félagsmála-
yfirvöld hvort sem er
hjá ríki eða borg, er með
ólíkindum og ekki hægt
að útskýra í stuttu máli
svo vel sé.
Ég ætla að nefna það
helsta sem er mér ofar-
lega í huga. I fyrsta lagi
fæ ég ekki tekið tillit til
þess að ég er með börn-
in mín 1/3 hluta ársins á
framfæri og rúmlega
það. Það veit hver heil-
vita maður að þau þurfa
líka að borða. Ekki er
tekið tillit til aldurs
barna eða fjölda og mér
var borað inn í lítið hús-
næði eftir langvarandi
bið hjá félagsmálayfir-
völdum, en meðan ég
beið var mér þröngvað
inn á aldraða og las-
burða foreldra mína,
annars hefði ég verið á
götunni. Samt var ætl-
ast til þess af sýslu-
manni á sama tíma að ég
sinnti umgengnisrétti
mínum við bömin. Ég
fæ ekki og á ekki rétt á
barnabótum þó að ég sé
með bömin 1/3 hluta
ársins á mínu framfæri
og mínar bætur duga
vart til að framfleyta
sjálfum mér. Er þetta
jafnrétti í anda mann-
réttinda?
Það er heldur ekki
gert ráð fyrir að maður
í minni stöðu eigi að
geta stoftiað til fjöl-
skyldu á nýjan leik. Ég
kynntist einstæðri móð-
ur með tvö börn og þrái
heitt að geta stofnað til
sambúðar með henni.
Ég fór til löggilts end-
urskoðanda og lét hann
reikna dæmið út fyrir
okkur, það kom á dag-
inn að það kostaði okk-
ur 200.000 kr. meira að
framfleyta okkur skráð
í sambúð en sem ein-
staklingar hvort í sínu
lagi í voru velferðar-
þjóðfélagi. Ég verð því
að sætta mig við það að
læðupokast með sam-
skipti okkar í skjóli
myrkurs. Reyndar tjáði
ég stöðu þessa félags-
málayfirvöldum.
Að upplifa sig sem
olnbogabarn, sveitar-
ómaga og niðursetning
er smánarblettur í sam-
félagi sem óðum er að
ganga inn í 21. öldina.
Okkur er engin sæmd
að því að mannúðarsjón-
armið skuli enn eiga
svona langt í land hér á
Islandi og sérkennilegt
til þess að vita að efst á
baugi í samfélaginu
skuli umræður um vel-
ferð hvalsins Keikó,
meðan maður og menn í
sama samfélagi geta
gleymt því að tala um
það að framfleyta sjálf-
um sér með sæmd þegar
þeir veikjast.
Sveinn Þorsteinsson.
Býð vel-
komin
ÉG VIL bjóða Hildi
Helgu Sigurðai'dóttur,
Björn Brynjólf Björns-
son og Ragnhildi Sverr-
isdóttur velkomin aftur í
sjóvarpið því mér finnst
þau svo frábær. Svo er
ég þakklát þeim Spaug-
stofumönnum íyrir að
koma aftur í sjónvarpið,
sjónvai-p allra lands-
manna.
NN
Víkveiji skrifar...
SÓLSKINSFRUMVARP. Þessi
nafngift nýs fjármálaráðherra,
Geirs Haarde, á frumvarpi til fjár-
laga fyrir komandi ár, stenzt ef
grannt er gáð. Það birtir til í ríkis-
búskapnum þegar skilað er tekju-
afgangi, eins og ríkisstjórninni hef-
ur tekizt, eftir langtíma hallarekst-
ur. Það birtir enn betur til þegar
opinberar skuldir eru greiddar nið-
ur um tugi milljarða - og létt svo
um munar á vaxtabyrði ríkis-
ins/skattgreiðenda - eins og nýr
fjármálaráðherra stefnir að í ár og
á næsta ári.
Stjómarandstæðingar gera sér
reyndar mat úr sólskinssamlík-
ingu ráðherrans. Þeim veitti
reyndar ekki af að fá léðan smá-
skika lands til að standa á í mál-
flutningi sínum. Tala þeir nú með
„listrænum“ tilburðum um að ský
dragi fyrir sólu af þeim sökum að
hvergi nærri sé nógu hressilega
skrúfað frá útgjaldakrönum ríkis-
ins/skattgreiðenda til hins og
þessa, sem stjórnmálamenn bera
gjarnan fyrir brjósti í stjórnar-
andstöðu en hirða minna um á
valdastóli.
Það má vel vera að krafan um að
opna allar flóðgáttir ríkisútgjalda
höfði til skattleysingja. Hún fellur
á hinn bóginn í grýtta jörð hjá
þeim sem þegar greiða nálægt
fjörutíu af hverjum hundrað krón-
um launa sinna til samfélagsins.
xxx
FIMMTÁNDI október er merk-
isdagur í hugum íslendinga.
Þann dag árið 1975 var fiskveiði-
landhelgi íslands færð út í 200 míl-
ur. Geir Hallgrímsson var forsætis-
ráðherra þeirrar ríkisstjórnar sem
steig þetta gæfuspor. Matthías
Bjamason, sem þá var sjávarút-
vegsráðherra, gaf út reglugerðina
um útfærsluna.
Utfærslur fiskveiðilandhelginnar
í 4 mílur 1952, 12 mílur 1958, 50
mílur 1972 og loks 200 mílur 1975
voru allar byggðar á lögum nr. 44
frá árinu 1948 um vísindalega
vemdun fiskimiða landgmnnsins.
Víkverji fullyrðir að engin lagasetn-
ing hafi markað önnur eins tíma-
mót í samfelldri efnahagslegri full-
veldisbaráttu okkar. Hún vakti og
athygli hvarvetna meðal fiskveiði-
þjóða og hafði drjúg áhrif á fram-
vindu og niðurstöður á hafréttar-
ráðstefnum Sameinuðu þjóðanna.
Stefán Jóhann Stefánsson var
forsætisráðherra árið 1948, Bjami
Benediktsson utanríkisráðherra og
Jóhann Þ. Jósefsson sjávarútvegs-
ráðherra. Setning landgrunnslajg-
anna verður skráð gullnu letri í Is-
lands sögu 20. aldarinnar.
BÍLLINN, sem sumir kalla
blikkbelju í niðurlægingar-
skyni, gegnir stóm hlutverki í sam-
göngum og samkiptum lands-
manna. Fátt er þó skattlagt jafn-
hrikalega og heimilisbíllinn. Rúm-
lega helft af verði nýrrar bifreiðar
er greiðsla til ríkisins. Steininn
tekur þó fyrst úr þegar kemur að
eldsneytinu. Viðskiptablaðið segir
á dögunum:
„Á íslandi nemur hlutdeild rík-
isins í benzínverði um 70% sem er
með því allra hæsta sem gerizt
meðal iðnríkja. Þar af nemur
vörugjald 97% af cif-verði en í því
felst innkaupsverð, flutningur og
tryggingar. Þar við bætist benzín-
gjald, markaður tekjustofn til
vegasjóðs, sem er fóst fjárhæð að
upphæð 25,53 krónur. Loks er
innheimtur 24,5% virðisaukaskatt-
ur.“
Bifreiðaeigendur eru í raun
blóðmjólkaðir. Frændur okkar
Norðmenn ganga enn lengra, þótt
til olíubaróna teljist. Hjá þeim
kostar benzínlítrinn (95 oktana)
kr. 80,- en hér kr. 74,80. Benzín er
og heldur dýrara í Bretlandi en
hér. ísland fær síðan bronsið með
þriðja hæsta benzínverð á Vestur-
löndum, ef marka má tilvitnaða
frétt í Viðskiptablaðinu.