Morgunblaðið - 11.10.1998, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Forvinnslufyrir-
tæki hafa verið
að færa sig upp
á skaftið, prent-
smiðjur og aug-
lýsingastofur
taka meira til
sín...
ur myndgæðum hreinlega hrakað í
íslenskum prentiðnaði. Við erum
hvað eftir annað að fá í hendumar
bæklinga sem fyrirtæki og stofnanir
hafa sent frá sér og þar sem hraða
og ódýra leiðin hefur verið farin. Það
virðist blasa við að menn séu að
spara einhverja peninga, en ég full-
yrði að sá spamaður er ekki meiri en
svo að hann vegi upp það sem kann
að skaðast við illa unnar myndir.
Sérstaklega þegar fyrirtæki era
samhliða útgáfunni að fjárfesta mik-
ið í markaðssókn og vöruþróun. Ef
ég væri að auglýsa epli m.a. með út-
gáfu á bæklingi, myndi ég að
minnsta kosti ætlast til þess að eplin
á myndunum væru gimileg og
myndimar til þess falnar að selja
þau. Allt of oft höfum við horft upp á
hið gagnstæða, illa unnar myndir
sem spilla ímynd þeirra sem era að
kynna sig.“
Er þetta nú svona slæmt? Tekur
fólk nokkuð eftir svona löguðu?
„Já, það er svona slæmt og ég er
alveg viss um að ef fólk tekur ekki
beint eftir því, þá tekur það óbeint
eftir því,“ segir Kom-áð og sýnir
bækling þar sem starfsfólkið á
myndunum líkist meira uppstoppuð-
um líkum heldur en lifandi fólki.
„Myndir þú vilja skipta við þetta fyr-
irtæki?“ spyr Konráð. „Góð litgrein-
ing og skerpa er lykilatriði.Það er
hreinlega ótrúlegt hvað myndmálið
skiptir miklu máli
Því miður er þetta svo algengt að
viðskiptavinir era famir að sætta sig
við svona vinnubrögð. Halda kannski
að þetta sé bara svona. En menn
eiga alls ekki að sætta sig við þetta,
því tæknin er fyrir hendi að vinna
hlutina betur. Ef við væram að tala
um verk sem kostaði hálfa milijón þá
myndi það ekki kosta nema 5.000
krónur aukalega að fá þessa tilteknu
tæknivinnu unna á sómasamlegan
hátt. En þama er því miður greini-
leg brotalöm, sem vonandi verður
löguð.“
Vistvænt umhverfi
Konráð vai'ð einnig tíðrætt um
þær breytingar sem orðið hafi á
ímynd prentunar í gegn um tíðina.
Sú hafi verið tíðin að menn hafi
gengið um hörandsdökkir af prents-
vertu og fá störf hafi verið sóðalegri.
Þetta hafi allt verið að breytast í tím-
ans rás. „Eitt sem við hjá Litrófi er-
um afar stoltir af er það hversu vist-
væn okkar starfsemi er. Við mælum
t.d. mjög með notkun á endurannum
pappír og notum hann í veralega
vaxandi mæli í verkefnum okkar og
annað sem mætti nefna er að við
hreinsum prentvélar okkar með
jurtaolíum en ekki eitraðum leysi-
efnum.“
Er mildlvægt að vera með svona
vistvæna ímynd?
„í vaxandi mæli skiptir það miklu
máli. Ég væri ekki að nefna það sér-
staklega að öðrum kosti. Islendingar
eru að verða æ meðvitaðri um nauð-
syn þess að ganga vel um landið. Við
höfum ekki beinlínis auglýst okkur
sem vistvæna, en látið þess getið við
hvert tækifæri og það er ekki spum-
ing að það eykur hróður fyrirtækis-
ins,“ segir Konráð.
Konráð er mikið fyrir útiveru og
sport sem því tengist. Sérstaklega
stangaveiði og er hann einn af leigu-
tökum Straumfjarðarár á Snæfells-
nesi. Vistvæn viðhorf endurspeglast
þar einnig, því fyrir tveimur áram
breyttu Konráð og félagar fyrir-
komulaginu í Straumfjarðará. Nú er
einungis leyfilegt að veiða í ánni með
flugu, en það er almennt álitið að
slíkt fari til muna betur með ána
heldur en ef öðram og grófari veiði-
aðferðum væri einnig beitt. „Maður
þarf að vera sjálfum sér samkvæm-
ur,“ segir Konráð Ingi að lokum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
LITROF HEFUR BREYSTI
ALHLIÐA PRENTSMIÐJU
inn. Tilraunin tókst vel og ég varð
þess vísari að verkefni myndu verða
næg. Við fórum því enn út í stóra
kúvendingu, m.a. með því að flytja í
þetta nýja hús en einnig og ekki síst
með kaupum á annarri og stærri
fjórlita prentvél. Þar með hefur Lit-
róf breyst úr klisjufyrirtæki í alhliða
prentsmiðju þar sem okkur er fátt
eða ekkert að vanbúnaði."
Þið farið þá bara á kaf í jólabóka-
útgáfuna?
„Já, já, alveg eins. Það liggja fyrir
fyrstu verkefnin af því tagi og ég efa
ekki að fleira reki á fjörur okkar.
Það er mikOvægt fyrir fyrirtæki af
þessu tagi að geta boðið upp á sem
flest í vinnuferli útgáfu. Helst allt.
Það er svo hagkvæmt. Það er alltaf
erfitt að þurfa að leita eftir tilboðum
út um borg og bí í hina ýmsu þætti
verks. Fyrirtækið sem rak prentvél-
ina hét Prentstöðin og við eram að
bræða það með okkur þessa dagana
hvort það nafn verði látið hverfa eða
hvort það verður fellt á einhvem
hátt að Litrófsnafninu.
Og það er nóg af verkefnum fram
undan?
„Já, það era ótrúlegir möguleikar.
Um leið og rofar til í þjóðfélaginu
eins og gerst hefur síðustu árin þá fá
fyrirtæki og einstaklingar ráðrúm til
að kynna vöra sína og þjónustu.
Reynslan hefur sýnt að það er best
gert með prentuðu efni. Síðan koma
upp dæmi eins og þegar Morgun-
blaðið kemur sér upp pökkunarvél
sem opnar alveg nýjan heim í dreif-
ingu. Allt í einu er hægt að koma
kynningarpósti inn á nánast öll
heimili og jafnvel smærri fyrirtæki
geta dreift auglýsingarbæklingum í
örfáum þúsundum eintaka á einstök
um póstnúmerasvæðum. Þá hefur
kynningarpóstur breyst úr því að
vera að stærstum hluta svart-hvítur
í að vera nær eingöngu prentaður í
fjórlit. Við njótum góðs af slíkri þró-
un því við höfum alla tíð lagt áherslu
á vandaða litprentun."
Það hlýtur þá að vera mikil sam-
keppni um viðskiptavinina?
„Vissulega er það rétt og sam-
keppni er af hinu góða. Hins vegar
hefur eitt gerst sem við erum alls
ekki ánægðir með. Á sama tíma og
við höfum fjárfest í fullkomnum
tækjum og lagt okkur alla í að vanda
sem mest og best til vinnu okkar hef-
eftir Guðmund Guðjónsson
Konráð Jónsson er fram-
kvæmdastjóri og aðaleig-
andi Litrófs. Hann heitir
fullu nafni Konráð Ingi
Jónsson, er fæddur í Reykjavík árið
1956. Hann ólst upp í Heimunum og
er Þróttari í húð og hár. Þeir sem
ekki era of gamlir muna trúlega eftir
honum sem miklum markahróki
bæði með Þrótti, síðar KR, og ís-
lenska landsliðinu í handknattleik.
Konráð er giftur Önnu Sigurðardótt-
ur snyrtifræðingi og eiga þau þrjár
dætur, Sesselíu tvítuga, Lilju 16 ára
og Eddu, sem er nokkur eftirbátur
systra sinna í árum talið, eða aðeins
6 ára.
Konráð nam offsetljósmyndun í
Myndamótum í Aðalstræti á sínum
tíma, og starfaði þar fyrstu árin eftir
námið. Myndamót var leiðandi á sínu
sviði, var m.a. með alla prentmynda-
gerð fyrir Morgunblaðið enda vora
hæg heimatökin, bæði fyrirtækin í
sama húsinu. Árið 1983 þótti Konráð
þó kominn tími til breytinga. Ey-
mundur Magnússon hafði stofnað
Litróf árið 1943 og á fertugsári fyrir-
tækisins og á 27. aldursári sínu, tók
Konráð reksturinn á leigu.
„Þetta var bara klisjufyrirtæki á
þessum tíma og allar græjur vora
brúklegar fyrir offset. Fyrirtækið
var til húsa í Einholti og fyrstu þrjú
árin má segja að hafi farið í.að fóta
sig á markaðnum og átta sig á hon-
um. Að þessum þremur árum lokn-
um fór ég út í veralega fjárfestingu á
þess tíma mælikvarða, flutti í Braut-
arholt 8 og keypti fyrsta litgreining-
artækið."
Nýju tækin rykfalla
Þar með var Litróf tekið að „þró-
ast og stækka“ og árið 1990 var
keypt stærri hæð í Brautarholtinu.
En nú vora breytingar allar örar og
miklar. „Þróunin hefur verið gífur-
leg, allri tækni fleygt svo fram að
menn hafa mátt haifa sig alla við að
fylgjast með og dragast ekki aftur
úr. Þessi þróun hefur öðru fremur
verið fólgin í tölvuvæðingu og það er
gífurlega dýr þróun. Allt í einu era
menn hættir að nota venjuleg ljósa-
borð og tæknivinnan er öll meira og
minna komin inn í tölvumar," segir
Konráð og heldur áfram:
„Við lentum illa í því í byrjun
þessa áratugar. Fórum út í mjög dýr
VIÐSKIFn AIVINNULÍF
Á SUNIUUDEGI
►Litróf í Sóltúni 24 hefiir breyst úr því að vera einföld
prentmyndagerð í alvöru prentsmiðju. Til að koma
breytingunni við, hefur fyrirtækið flutt í nýtt og stærra
húsnæði en það sem hýsti starfsemina í Brautarholti. Lit-
róf er gamalt fyrirtæki og hefur gengið á ýmsu, en leiðin
hefur þó yfírleitt verið upp á við.
ALLT á fullu í viunslusalnum.
tækjakaup, eyddum 15 milljónum í
tæki sem vora orðin úrelt ári síðar.
Við voram varla byrjaðir að nota þau
og ekki byrjaðir að borga niður lán-
in. Þetta er svona néfnt til marks um
í hveiju hægt var'áð lenda. Á þess-
um áram var mildð kapphlaup í
gangi og það fóra margir flatt á því.
Við settum hins vegar undir okkur
hausinn, sameinuðumst fyrirtækinu
Litgreiningu árið 1992 og fóram síð-
an út í nýja fjárfestingu, keyptum
enn eitt tækið, að þessu sinni á 7
milljónir, og að þessu sinni tæki sem
dugði og dugar enn. En það var
aldrei kveikt aftur á dýra tækjunum,
þau safna bara ryki í skúmaskoti."
Þið hafið náð að sigla í gegn um
þetta?
„Já, það tókst okkur, en það var
ekki auðvelt og þarna lærðist dýr-
mæt lexía. Það er auðvelt að vera
vitur eftir á, en við sáum ekki fyrir
okkur á þessum tíma hvað hlutimir
voru að gerast hratt.
En það var erfitt að standa skil og
við máttum selja húsnæðið okkar og
flytja inn í farsæla sambúð með DV
og ísafoldarprentsmiðju í Brautar-
holti 1. Þar voram við svo þár til í
sumar, að við fluttum í þetta nýja
húsnæði okkar í Sóltúni 24. Vonandi
er flakki okkar þar með lokið, að
minnsta kosti líst okkur mjög vel á
þetta hús og það mun líta enn betur
út er við höfum komið okkur endan-
lega fyrir.“
Enn breytingar
Konráð hugsar sig um og segir
svo frá því að allra síðustu árin hafi
menn enn verið að horfa upp á mikl-
ar og gagngerar breytingar á starfs-
umhverfinu. „Forvinnslufyrirtæki
hafa verið að færa sig upp á skaftið,
prentsmiðjur og auglýsingastofur
taka meira til sín. Þessu þurfti að
mæta og því hafði ég keypt tvílita
prentvél sem ég rak sér um tíma,
svona á meðan ég kannaði markað-