Morgunblaðið - 11.10.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998 33
ÞORGRÍMUR STARRI
BJÖRGVINSSON
Þorgrímur
Starri Björgvins-
son, bóndi í Garði í
Mývatnssveit, var
fæddur 2. desember
1919. Foreldrar hans
voru Björgvin Árna-
son, bóndi í Garði, og
Stefanía Þorgríms-
dóttir frá Starra-
stöðum í Skagafirði
af Reykjaættarkvísl
Hólmfríðar Jónsdótt-
ur á Mælifelli. Eftir-
iifandi systkin Þor-
gríms Starra eru:
Sigurður, Valgerður
og Guðbjörg. Hann var þeirra
elstur. Eiginkona Þorgríms St-
arra var Jakobína Sigurðardótt-
ir, skáld og rithöfundur. Hún er
látin. Böm þeirra era: Stefanía,
Sigrún Huld, Sigríður Kristín og
Kári, núverandi bóndi í Garði.
Utför Þorgríms Starra fer
fram frá Skútustaðakirkju á
morgun, mánudag, og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Hægt nálgast haustið.
Af hvítum skýjum
rökkur þunguðum
rósir drjúpa.
Hvítar rósir
afhljóðumskýjum
hníga í húmi
á haustbleika jörð.
Þannig kvað Jakobína Sigurðar-
dóttir einhvern tíma og nefndi
Haustfjúk.
Nú að áliðnu hausti, er nálgast
mörk þess og vetrar, berast mér að
morgni dags þær fréttir að Starri
bóndi hennar sé allur. Einmitt
svona er lífið; fáeinum klukkustund-
um eftir að lítill sólargeisli kom inn í
fjölskyldu okkar og nýju lífi er fagn-
að sjáum við á eftir kærum vini.
Einn kemur þá annar fer, líf vaknar
og sofnar á víxl.
Þorgn'mur Starii var um margt,
líklega má segja um flest, óvenju-
legur og stórbrotinn maður. Til
samans voru þau hjónin, hann og
Jakobína, einstakt par og heimilið í
Garði þannig stórhýsi andagiftar og
heitra tilfinninga að ég hef engu
sambærilegu kynnst. Unnendur
stíls og ljóða þekkja Jakobínu gegn-
um verk hennar. Ég varð einnig
þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast
henni persónulega en þó Starra
bónda hennar miklu nánar. í rúma
tvo áratugi lágu leiðir okkar saman
og samstarf í stjórnmálavafstri þró-
aðist yfir í náinn kunningsskap og
vináttu sem ég þakka af heilum hug
nú þegar samfylgdin tekur enda.
Starri í Garði var margir menn.
Hann var ungmennafélaginn, rækt-
unarmaðurinn og bóndinn sem unni
jörð sinni, sveitinni og landinu. Hann
var fjörkálfurinn, sögumaðurinn,
hagyrðingurinn og meinfyndinn
hrókur alls fagnaðar á góðri stund.
Starri var hinn harðskeytti og
hvassyrti bai’áttumaður í pólitískum
orrahriðum og gat verið svo óvæginn
að ýmsum þótti meira en nóg um.
Um leið var hann blæðandi tilfinn-
ingaund sem táraðist undir lestri fal-
legra ljóða og fann til með öllu sem
lífsandann dró og átti um sárt að
binda. Hann vai- unnandi þjóðlegrar
menningar og funheitur baráttumað-
ur fýrir sjálfstæði og fullveldi þjóðar
sinnai- en heimsborgari og alþjóða-
verkalýðssinni um leið.
Þannig gæti ég reyndar haldið
lengi áfram, svo ríkulega var Starra
veitt af gáfum sem hann auðgaði
með eldlegum áhuga sínum á mönn-
um og aðskiljanlegum málefnum.
Mest um verð var þó persónan sjálf,
maðurinn, hreinn og beinn, sem
sagði umbúðalaust og vægðarlaust
meiningu sína, fyrirleit alla tilgerð
og prjál. Annaðhvort tóku menn St-
arra í Garði eins og hann var og
lærðu að meta hann þannig eða þeir
hefðu betur aldrei hitt hann.
Mývatnssveit hefur misst einn
besta son sinn og Mývatn sjálft einn
sinn trúasta gæslumann. Það var
rammíslenskt, heitt og
rautt blóð sem rann í
æðum Starra í Garði,
og það rann svo sann-
arlega.
Ég þakka honum að
leiðarlokum framlag
hans til sósíalískrar
baráttu, fyrir frelsi,
jafnrétti og bræðralagi
og fyrir herlausu landi.
Við Bergný vottum
bömum hans, eftirlif-
andi systkinum, fjöl-
skyldum þeirra og öðr-
um aðstandendum
samúð okkar og kveðj-
um kæran vin með þakklátum huga
og eftirsjá.
Að lokum segi ég við minn gamla
vin: Þakka þér fyrir að vera það
sem þú varst og eins og þú varst.
Það gaf mér mikið að kynnast þér.
Farðu heill.
Steingrímur J. Sigfússon.
Þorgrímur Starri var í forystu
náttúruverndarsinna frá því Laxár-
deiian hófst um 1970 og tók þátt í
því að ná sáttum í þeirri deilu. í
kjölfar deilunnar voru sett lög um
verndun Mývatns og Laxár 1974 og
Náttúrurannsóknastöð við Mývatn
stofnuð. Þorgrímur Starri sat í
stjórn Náttúrurannsóknastöðvar-
innar frá upphafi til 1997, en hann
gaf ekki kost á sér til starfa lengur
vegna heilsubrests.
Þorgrímur Starri var mikill mála-
fylgjumaður og mælskur með ein-
dæmum. Hann var einn ötulasti
talsmaður náttúruverndar í Mý-
vatnssveit og mótaðist afstaða hans
í stjórninni alltaf af því.
Stjóm Náttúrurannsóknastöðv-
arinnar við Mývatn þakkar Þor-
grími Starra óeigingjarnt starf í
stjórn Náttúrurannsóknastöðvar-
innar og skemmtilegar samvera-
stundir á fundum utan og innan
stjórnarinnar.
F.h. Náttúrurannsóknastöðvar-
innar við Mývatn
Gísli Már Gíslason,
formaður stjórnar.
Fyrrum nágranni okkar, Starri í
Garði, verður jarðsunginn hinn 12.
október í sveitinni sinni sem hann
unni svo mjög.
Við sáum hann síðast í jarðarfór
föður okkar fyrir rúmu ári. Honum
virtist greinilega dálítið erfitt að
kveðja gamlan vin enda var Starri
maður tilfinninga og ákafa og hon-
um féll illa að „skrokkurinn var orð-
inn ónýtur“ eins og hann sagði.
Starri var vinur foreldra okkar og
við lærðum fljótt að meta þennan
eldhuga sem þrátt fyrir erfiðan bú-
skap og stundum þungt heimili gaf
sér tíma til að sinna sínum hugðar-
efnum og hjartans áhugamálum.
Hann barðist fyrir sínum skoðunum
með skrifum, fundaferðum og
hverjum þeim hætti sem hann gat
og hann hafði líka tóm til að rækta
sínar náðargáfur, hagmælskuna og
græskulaust skopskynið.
Hann var oft þreyttur og mikið
að flýta sér þegar hann var að ná
sér í bensín og olíur niður í Álfta-
gerði. Þegar svo bar við að hann
mátti vera að því að fá sér kaffisopa
var hann alltaf ræðinn og skemmti-
legur og við hlustuðum opnum eyr-
um. Það var yfirleitt varast að tala
um pólitík eða önnur þau efni þar
sem mikill skoðanamunur var, held-
ur um kveðskap og bókmenntir og
leiklist. Kveðskapur Starra og aðrar
ritsmíðar voru í hávegum hafðar í
Álftagerði. Að hann skyldi finna
tíma til að yrkja löng tækifæris-
kvæði auk allra vísnanna sem urðu
til að því er virtist áreynslulaust og
semja leikrit og jafnvel söngleiki
var með ólíkindum.
Öll Mývatnssveit og nágranna-
byggðir nutu vissulega þess sem
Starri samdi sjálfum sér og þeim til
skemmtunar. Hann var sannur
gleiðgjafi í fásinni vetrarins með
ljóðum sínum og öðrum ritsmíðum.
Áuðvitað orti hann og samdi með
einhver ákveðin tilefni í huga,
spaugsamur og glettinn en aldrei til
að meiða neinn. Það hlýtur þó að
hafa verið freistandi fyrir mann
með jafnsterkar skoðanir á mönn-
um og málefnum að nota skáldgáfu
sína til að koma höggi á andstæð-
ingana.
Við gleymum ekki þeim kveðju-
orðum sem Starri flutti við útför
móður okkar. Hlýja, virðing og
söknuður blönduðust saman í fal-
legu íslensku máli. Fyrir þau orð er-
um við ævinlega þakídát.
Börnum Stan-a sendum við sam-
úðarkveðjur.
Systkinin frá Álftagerði.
Æskuvinur minn Starri í Garði
lést aðfaranótt 5. október sl. Við
kynntumst við fyrstu skólagöngu -
þá tíu ára - í Baldursheimsskólan-
um okkar eins og við nemendm-
kölluðum hann og gerum enn því
hann var sameiginlegur gleðigjafi
og grunnur að ævilangri vináttu
okkar. Leiðir okkar Starra lágu víð-
ar saman í farskólakerfi Mývatns-
sveitar. Ég man ekkert um mælan-
legt gengi hans S námi en tel víst að
það hafi verið gott. En ég man eftir
skörpum, frumlegum viðbrögðum
hans, skoðunum, spurningum og
svörum.
Á æskuárum sínum þráði Starri,
eins og við fleiri, að „ganga mennta-
veginn" eins og þá var sagt um
menntaskóla- og háskólanám. En
við vorum unglingakynslóð fjórða
áratugarins og kreppunnar miklu,
sem hamlaði metnaði og áformum
margra unglinga og Starri varð að
leggja „menntaveginn" á hilluna.
Ég hef stundum íhugað, hvort sú
ráðstöfun hafi ekki reynst heillaráð
Starra. Ég er ekki viss um hvort
frumlegt og fjölskrúðugt hæfileika-
og gáfnafar hans hefði notið sín jafn
vel á mótuðum menntabrautum
þess tíma eins og í því hlutskipti er
honum féll í skaut.
Starri gekk í Laugaskóla í
Reykjadal og lagði áherslu á nám í
„smíðadeild“ skólans, er svo var
nefnd þá (sennilega verknámsdeild
nú) ég man ekki hve lengi - einn
eða tvo vetur. Þetta var hagstætt
nám fyrir hann sem verðandi bónda
í Garði og nýttist honum vel bæði
heima og út á við. Hann var fremur
farsæll búandi, eftir því er ég best
veit, og hraður til nýjunga. Hann
stofnaði svokallað félagsbú með föð-
ur sínum og bjó því áfram með syni
sínum. Hann var meðal frumkvöðla
á norðlenskum bændaslóðum til
þess að samnýta vélakost. Árið 1944
stofnuðu hann, Sverrir og Arnljótur
Sigurðssynir á Arnarvatni og Böðv-
ar Jónsson Gautlöndum til sam-
vinnu um það. Slík samnýting er
torveld við íslenskar aðstæður s.s.
veðurfar, gi-óðurfar, vegalengdir
o.fl. Með góðum vilja og bræðralagi
gekk hún þó framar öllum vonum
hjá þeim félögum.
Starri drakk í sig þær félagssinn-
uðu hugsjónir er geisuðu um heim-
inn á uppvaxtarárum hans. Hann
gerðist kommúnisti ungur að árum
og það gleður mig að hann hvikaði
aldrei frá þeirri hugsjón sinni þrátt
fyrir mótbyi- og þótt hún fengi mörg
áföll og þung. Hann háði marga
snerru hennar vegna. Þó að leitt sé
að minnast þess þá mætti hug-
myndaauðgi hans og framlag til al-
mennra félagsmála sífelldri andúð
hjá þorra manna - einnig vegna
hennar. En Starri var spaugari af
guðs náð og sagði það vera þjóðráð
að fá aðra til þess að flytja hug-
myndir sínar, þá fengju þær virðu-
legri móttökur.
Starri var félagi í ungmennafé-
laginu Mývetningi frá unglingsaldri.
Það var fjölmennt og öflugt félag og
fjarskalega skemmtilegt fannst
okkur félögum þess. Hann var ung-
mennafélagi af bestu gerð. Sífellt
reiðubúinn til starfa og stuðnings
við félagið og óþrjótandi skemmti-
kraftur þess. Ungmennafélögum
Mývetnings var skipt í tiltekna
fasta dagskrár- og skemmtinefnd-
arhópa eftir legu bæja og fjarlægða
milli félaga. Það brást varla að hóp-
ur Starra og félaga hans fluttu
frumsamið efni eftir hann að mestu
eða öllu leyti. Þetta voru yfirleitt
„revíur" um mannlíf og málefni Mý-
vatnssveitar, jafnvel þjóðmál, og
voru með ýmsu sniði s.s. leikrit, út-
varpsþættir, vísur og ljóð. Mér er
ljúft og skylt að taka það fram, að
þótt efni þeirra tengdist að mestu
fólki og málum í Mývatnssveit var
það aldrei meiðandi, enda hefði það
ekki verið í samræmi við mannvænt
hugarfar Starra. Og Mývetningar
tóku hlutunum eins og til var ætlast
og skemmtu sér. Starri dró sjálfan
sig og sína inn í skáldskapinn eins
og aðra og var umleikinn þar á
sama hátt og þeir. Eftir heimsókn
Filippusar drottningarmanns í
Bretlandi til íslands var Starri óðar
kominn í hlutverk við hlið hans and-
spænis þeim Elísabetu og Jakobínu
- í bráðfyndnu ljóði. í stuttri revíu,
sem átti að gerast árið 2000, kom
hann fram með og lék sjálfur svo
óviðjafnanlega hugdettu, alls
óbundna mönnum og málefnum, að
ég hef aldrei séð hennar líka hvorki
fyrr né síðar. Okkur áhorfendum lá
við köfnun af hlátri.
Ein af glæsilegustu hugmyndum
Starra fæddist þegar Mývetningar
og fleiri sprengdu Miðkvíslarstíflu
í Laxá forðum og hann þóttist sjá
fram á að fjöldi þeirra færi í fang-
elsi a.m.k. áttatíu manns og allt
yrði þetta voðalega dýrt. Hann
lagði þá til að gera gamla prests-
húsið á Skútustöðum að heiman-
göngufangelsi og spara þannig rík-
inu fé og fyrirhöfn. Hann skipu-
lagði þessa fyrirætlan af mikilli
snilld en hún var nú ekki fædd til
framkvæmda.
Eftir að Starri kvæntist Jakobínu
sinni var hljótt um hann í félags- og
skemmtanastússi okkar. Við vissum
ekki hvernig Jakobínu mundi geðj-
ast að því. Við undum slíku ástandi
þó ekki lengi og maður var gerður
Legsteinar
í Lundi
, v/Nýbýlaveg
SÓLSTEINAR 564 456|
Persónuleg þjónusta
Sími: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is utfarir@itn.is
Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson
útfararstjóri útfararstjóri
LEGSTEINAR t Marmari
íslensk framleiðsla Granít
Vönduð vinna, gott verð Blágrýti
Sendum myndalista Gabbró
MOSAIK Líparít
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík 1
sími 5871960, fax 5871986 1
út - bróðir minn - til þess að kanna
hug Jakobínu. Hann var auðvitað
opinn fyrir öllum lífsanda og Starri
flaug út í félagslífið á ný fullur hug-
mynda. Og hugmyndaflæði hans r
entist í áratugi. Þegar Mývetningar
uppgötvuðu, einn góðan veðurdag,
að Starri hafði verið viðstöðulaus
skemmtikraftur þeira í þrjátíu ár
buðu þeir honum og Jakobínu í ut-
anlandsferð. Það fannst mér ákaf-
lega gott mál og mér er kunnugt um
að boðið gladdi þau hjónin mikið og
vel.
Þó að yrkisefni Starra, í bundnu
og óbundnu máli, séu tíðast tengd
gáska og fyndni, sem honum þótti æ
minna um vert eftir því sem á ævina
leið, þá átti hann fleiri strengi í
brjósti, sem minna bar á. Þá sló
hann eftirminnilega þegar harm bar
að garði s.s. andlát ungmenna og
vina. Eftirmælaljóð hans eru fagur
ómur þeirra strengja. Skapferli St-
arra hafði þannig margháttaða
geislan því að hann var grínisti og
alvörumaður, örlyndur og þó íhug-
ull, blíður og viðkvæmur þótt stund-
um væri hann uppnæmur í fasi og
hvatskeytinn. Þetta allt var Starri í
Garði og ég hefði ekki viljað hafa
hann öðruvísi.
Eftir að ég flutti úr Mývatns-
sveit hittumst við Starri aðeins á
ára fresti. En þegar við hittumst
var eins og við hefðum kvaðst í
gær. Það var góð og notaleg tilfinn-
ing.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt St-
arra í Garði að vini og samferða-
manni og kveð hann með söknuð í
huga.
Ásgerður Jónsdóttir.
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfiröi, sími 565 5892
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/