Morgunblaðið - 20.10.1998, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Mastrið í
Kollafirði
fellt
Félagsmálastofnun og fleiri stofnanir hyggjast taka á málum meðlagsskuldara
Geta margir liverjir ekki
tekið að sér löglega vinnu
VERIÐ er að taka niður raflínuna
frá Reykjavík til Akraness og liður
í framkvæmdinni er að fella mastur
í Kollafírði. Það er fyrirtækið RST-
net sem annast verkið og var
mastrið fellt sl. iaugardag.
Settar voru tunnur og kútar inn í
sjálft mastrið, fætur sagaðir í sund-
ur og jarðýta dró línuna í landi þar
til mastrið féll í sjóinn. Þar flaut
það og var dregið til lands. Mastrið
verður selt í brotajám.
Kristjón Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri RST-nets, segir að
línan til Akraness hafi verið reist
fyrir um ijörutíu ámm. RST-net
hefur rifið um 20% af línunni til
Akraness. I staðinn er rafmagn
flutt yfir Hvalfjörð um sæstreng,
sem sér Kjósinni fyrir raforku, og
jarðstreng til Akraness. Það verða
því engin stór rafmöstur á Ieiðinni
frá Reykjavík til Akraness þegar
verkinu lýkur.
FORVARNASVIÐ Félagsmála-
stofnunar Reykjavíkurborgar í
samvinnu við fleiri stofnanir vinnur
nú að undirbúningi þess að taka á
stöðu þeirra karlmanna sem safnað
hafa upp meðlagsskuldum eða
skattaskuldum og eiga í erfiðleikum
með að komast út á löglegan vinnu-
markað af þeim sökum.
Að sögn Rúnars Halldórssonar,
forstöðumanns forvamasviðsins,
hafa margir þessara manna leitað
til Félagsmálastofnunar en auk
þeirra er ætlunin að ná til þeirra
manna sem ekki hafa leitað sér ráð-
legginga hjá stofnuninni.
Rúnai’ sagði í samtali við Morg-
unblaðið að samvinna væri höfð við
skattayfirvöld, Jafnréttisráð og
Ráðgjafarstöð um fjármál heimil-
ana um að koma á laggimar hópa-
starfi sem byggðist að verulegu
leyti á fræðslu til þessara manna
með það að markmiði að þeir gætu
komið reiðu á sín mál þannig að þeir
gætu orðið virkari í þjóðfélaginu.
Komnir í þá stöðu að geta ekki
tekið að sér löglega vinnu
„Til hliðar við þetta ætlum við
jafnframt að beita okkur fyrir því
að þessi opinberu þjónustukerfi
skoði vel og hugsanlega breyti ein-
hverju í vinnuaðferðum sínum og
reglum við afgreiðslu mála manna
sem em í þessari stöðu og hjálpi
þeim að ná aftur tökum á lífinu ef
svo má að orði komast,“ sagði Rún-
ar.
Hann sagði að tveir starfsmenn
forvamasviðs Félagsmálastofnunar
kæmu til með að leiða þetta starf
sem á að hefjast í næstu viku, en
haldnir verða hópfundir í sjö skipti
þar sem annars vegar fer fram
fræðsla og hins vegar verður farið í
gegnum stöðu manna og reynt að
vinna upp úr þeim upplýsingum
sem þar koma fram leiðir til að gera
stöðu þeirra bærilegri.
„Við höfum fengið ýmsar ábend-
ingar um að það er á vissan hátt út-
skúfun úr samfélaginu þegar menn
eru komnir í þessa stöðu að það er
verulega farið að kreppa að þeim.
Þeir sem komnir eru ofan í þessa
gryfju eiga mjög erfitt með að rífa
sig upp og þá eru menn komnir í
þann vítahring að geta ekki tekið
að sér löglega vinnu því þá fer
megnið af laununum í opinber
gjöld. Við erum með ákveðinn
markhóp innan Félagsmálastofn-
unar sem við höfum boðið þátttöku
í þessu starfi okkar, en við ætlum
líka að kynna þetta út á við þannig
að einstaklingar sem hugsanlega
eru einir í þessari stöðu úti í kerf-
inu eigi möguleika á þátttöku og
geta þeir haft samband við for-
varnasvið Félagsmálastofnunar,"
sagði Rúnar.
Morgunblaðið/Dagur
MASTRIÐ í Kollafirði var fellt siðastliðinn laugardag.
Borgarstjóri um samkomulag sveitarfélaga við Hitaveitu Suðurnesja
Samþykki beggja
þarf til að segja
upp samningum
BORGARSTJÓRI segir ekki óeðli-
legt að Hafnarfjarðarbær, Garðabær
og Bessastaðahreppur hugsi sér til
hreyfings ef búast megi við aukinni
samkeppni í orkumálum en sveit-
arfélögin hafa samið við Hitaveitu
Suðumesja um samvinnu í orku- og
veitumálum. Borgarstjóri bendir á
að sennilega hefði ekki verið farið út
í virkjun Nesjavalla ef Hitaveita
Reykjavíkur hefði ekki skuldbundið
sig til að sjá sveitarfélögunum fyrir
heitu vatni. Þá sé í gildi samningur
milli borgarinnar og Hafnarfjarðar
um jarðhitaréttindi í eignarlandi
Hafnarfjarðar í Krýsuvík. Þessum
samningum verði ekki sagt upp
nema með samþykki beggja aðila.
„Það er athyglisvert og ef til vill
ekki skrýtið að sveitarfélögin hugsi
sér til hreyfings ef almennt má búast
við aukinni samkeppni í orkumál-
um,“ sagði Ingibjörg Sólrún. „Það
breytir því ekki að í gildi eru samn-
ingar milli Reykjavíkurborgar og
Hafnarfjarðarbæjar um jarðhitarétt-
indi í eignarlandi Hafnarfjarðarbæj-
ar í Krýsuvík, þar sem Hitaveita
Reykjavíkur hefur rétt til að nýta
heita vatnið til húshitunar. Þeim
samningi verður ekki sagt upp nema
með samþykki beggja aðila.“ Sagði
hún að samningurinn um Krýsuvík
byggðist á því að hafa nóg af heitu
vatni til þeirra sem á þyiTtu að halda
auk þess sem mikilvægt væri að hafa
möguleika á heitu vatni bæði að
norðan og sunnan eða á Nesjavöllum
og í Krýsuvík með tilliti til náttúru-
hamfara.
Ekki þörf fyrir Nesjavelli
Borgarstjóri sagði að Hitaveita
Reykjavíkur seldi sveitarfélögunum
nú um 8 millj. tonna af heitu vatni
eða um helming af framleiðslu
Nesjavallavirkjunar. „Ef til vill hefði
ekki verið nauðsynlegt að fara út í
virkjun Nesjavalla ef ekki væri til
þess að sinna því fólki sem þarna
býr,“ sagði Ingibjörg Sólrún. „Samn-
ingnum verður ekki sagt upp nema
samþykki beggja aðila komi til, þar
sem Hitaveita Reykjavíkur skuld-
batt sig til þess að sjá íbúunum á
þessum svæðum fyrir heitu vatni,
virkja og leggja dreifikerfi."
Ingibjörg Sólrún sagði að fyrir
kosningar, í lok síðasta árs, hefði
verið gert ráð fyrir arðgreiðslum til
sveitarfélaganna frá Hitaveitu
Reykjavíkur. „Við höfum útaf fyrir
sig viðurkennt að það gæti verið
réttmætt að þeir eigi rétt á þeim en
menn voru ekki sammála um hvern-
ig ætti að reikna dæmið,“ sagði hún.
„Það fékkst engin niðurstaða og má
segja að botninn hafi dottið úr því.“
Kartöflu-
bóndi
grunaður
um stórfelld
skattsvik
EMBÆTTI ríkislögreglustjóra hef-
ur nú til rannsóknar mál kartöflu-
bónda sem grunaður er um yfir 16
milljóna króna skattsvik.
Embætti skattrannsóknarstjóra
vísaði málinu til ríkislögreglustjóra
í fyn-a. Að sögn Skúla Eggerts
Þórðarsonar skattrannsóknarstj óra
fóru hin meintu svik fram á tímabil-
inu 1992-1995. Um sextíu manns, að
stórum hluta unglingar og böm,
gengu í hús og seldu kartöflur fyrir
bóndann. Meirihluti þeirra var yfir-
heyrður í rannsókn skattrannsókn-
arstjóra.
Meginhluti starfseminnar var
ekki gefinn upp til skattayfirvalda
og því fór fram endurákvörðun á
tekjuskatti, virðisaukaskatti,
útsvari og staðgreiðslu bóndans um
síðustu áramót. Skúli segir að hluti
sölumannanna geti einnig vænst
þess að sæta endurákvörðun.
Hann segir að fleiri mál sem
varða svipaða sölustarfsemi hafi
verið til rannsóknar hjá embættinu.
---------------
Banaslys við
Húsavík
ÖKUMAÐUR fóðurflutningabif-
reiðar beið bana er bifreið hans fór
útaf veginum sunnan við Kaldbaks-
leiti rétt sunnan Húsavíkur kl. 9 í
gærmorgun. Mildl hálka var á veg-
inum þegar slysið varð og lenti öku-
maðurinn undir bifreiðinni og var
látinn þegar að var komið. Hann var
einn í bifreiðinni. Ekki er unnt að
greina frá nafni hins látna.
Sérblöð í dag
HEFURÞU
SPURNINGAR.
VAKOANUI
FJÁRf ESTINGAR
octÍFDYRISMÁL?
RAOUiM AK OÁXAX
SVAKA
ÁVERDBRÉFADÖGUM
n-i\ oinmin
I LnWíUM IU>NAIMJtftAKAANS
I WUMaX'NVI
KIUHCil tlNNt S-U. VÍMI Sbl >TAI0
lAUVTUMM
IAtSCAMCI 120, VÍMI Sutð 6400
oo i mAaujii
MOTIl fSfU. MjntlMAMtMMAUr 1
tfMfVMMJ)
VERIÐVELKOMIN!
BÚNADARBANKINN
í dag fylgir Morgun-
blaðinu auglýsinga-
blað um verðbréfa-
daga Búnaðarbank-
ans f Kringlunni, f
ausfurbæ og Háa-
leiti dagana 21. -
23. okt. og er
blaðinu dreift f
þessi hverfi
; Árni Gautur norskur meist-
: ari í knattspyrnu / B1, B4
: Eiður Smári Guðjohnsen
: skorinn upp í Englandi / B1
* •
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is