Morgunblaðið - 20.10.1998, Page 11

Morgunblaðið - 20.10.1998, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís Fékk kisa í heimsókn HUN Eva Lena á Bragagötunni fékk kisa í heim- þegar ljósmyndarann bar að. Það er heldur ekki víst sókn í kerruna en kisa þótti ráðlegast að forða sér að mamma Evu hafi verið ánægð með heimsóknina. Nýjar reglur samþykktar á kirkjuþingi um þjálfun prestsefna Þjálfun hefst á þriðja námsári Álit kirkjuþings um fjölmiðlamál Auka að- gang að ljósvaka- miðlum ALLSHERJARNEFND kirkjuþings lagði til í gær að tillögu sr. Halldórs Gunnars- sonar um stofnun sérstakrar útvarpsrásar kirkjunnar yrði breytt og biskupi og kirkjuráði yrði falið að leita leiða til að auka aðgang kirkjunnar að ljósvakamiðlum. Nefndarálit allsherjamefnd- ar er svohljóðandi: „Kirkju- þing 1998 felur biskupi og kirkjuráði að leita leiða hvern- ig auka megi með markvissum hætti aðgengi kirkjunnar og stofnana hennar að ljósvaka- miðlum, er nái til landsmanna allra, á þann veg að hún sem lifandi kirkja geti betur sinnt hlutverki sínu sem þjóðkirkja." Þá vísaði nefndin til ábend- inga starfshóps um upplýs- inga- og fjölmiðlastefnu kirkj- unnar sem lagðar hafa verið fyrir biskup og kirkjuráð og Morgunblaðið hefur greint frá. Þar er m.a. gert ráð fyrir heildarstefnumótun, að sam- stöðu sé náð um þrjú til fjögur aðalmálefni sem kirkjustjórnin setji á dagskrá almennrar um- ræðu og að gerð verði áætlun um almannatengsl á ei’fiðleika- tímum innan þjóðkirkjunnar. Reykjaströnd íbúðarhús skemmt eftir eldsvoða ÍBÚÐARHÚSIÐ á bænum Fagranesi á Reykjaströnd skammt norðan Sauðarkróks skemmdist mikið þegar eldur kviknaði í risi hússins á sunnu- dagskvöld. Fjórir voru í húsinu þegar kviknaði í og björguðust allir ómeiddir. Verið var að innrétta íbúð á efri hæð hússins og varð verulegt tjón á innbúi og klæðningu af völdum elds, reyks og sóts. Brunavarnir Skagafjarðar komu á vettvang og réðu nið- urlögum eldsins og gekk slökkvistarfið fljótt og vel. Eldurinn kviknaði fyrir slysni þegar verið var að klæða ris hússins. Telur lögreglan á Sauðárkróki það mestu mildi að ekki skyldu hafa orðið slys á fólki. Framkvæmda- stjðri Háskóla- bíós hættir FRIÐBERT Pálsson, fram- kvæmdastjóri Háskólabíós, mun láta af því starfi um næstu áramót. Stefán Már Stefánsson prófessor, formað- ur stjómar bíósins, segir að eftirmaður Friðberts hafi þeg- ar verið ráðinn en vill ekki gefa upp nafn hans strax. Friðbert hefur verið fram- kvæmdastjóri bíósins í tæp tuttugu ár, eða frá 1979. Hann segist hafa sagt upp til að breyta til og er þegar í viðræð- um um annað starf. Hann vill þó ekki segja hvaða starf það er, en segir að gengið verði frá þeim málum um þarnæstu mánaðamót. Um fimm milljóna króna hagnaður varð af rekstri Há- skólabíós í fyrra. NÝJAR reglur um þjálfun prests- efna voru samþykktar á kirkju- þingi í gær. Gera þær ráð fyrir því að þjálfunarteymi, sem sér um undirbúning guðfræðinema, geti vísað guðfræðinema til fundar við biskup komist teymið að þeind nið- urstöðu að prestsstarf henti við- komandi illa. Markmið þjálfunar prestsefna er að kirkjan fái til starfa mynduga og fullþjálfaða einstaklinga sem hæfa prestsstörfum á vegum kirkjunnar. Gert er ráð fyrir að biskup skipi þriggja manna þjálfunarteymi sem sjái um undirbúning guðfræðinema og kandidata fyi-ir prestsþjónustu og að hann ákvarði starfsviðmið og verklag þjálfunarteymis. Meginbreytingin á nýjum regl- KOSTNAÐUR við kirkjuþing á næsta ári er ráðgerður 8,3 milljón- ir króna. Kirkjuþing sem nú situr kostar samkvæmt nýrri áætlun 6,7 milljónir króna en gert hafði verið ráð fyrir 6,3 milljóna króna kostn- aði. Þá kostaði kosning kirkju- þingsfulltrúa í sumar 900 þúsund krónur. Er því þörf á 1,3 milljóna aukafjárveitingu til að ná endum saman. Stærstu kostnaðarliðir kirkju- þings ei'u þingfararkaup og dag- peningar en ásamt fæðispeningum og ferðakostnaði nema þessir liðir í ár rúmum fjórum milljónum og ráðgert að þeir kosti um rúmar 4,5 milljónir á næsta ári. Kostnaður milli þinga er ráðgerður ein milljón króna. Aðrir kostnaðarliðir eru um um þjálfun prestsefna er sú að þjálfun hefst strax á þriðja náms- ári í guðfræðideild. Frá því þjálfun var tekin upp fyrir sjö árum hefur hún fyrst hafíst eftir að námi er lokið og verið skilyrði þess að ný- útskrifaðir guðfræðingar geti sótt um embætti. í upphafi þriðja námsárs skulu guðfræðinemar, sem áhuga hafa á kirkjulegu starfi að loknu námi, skrá sig til þjálfun- ar og fundar með biskupi. Biskup ræðir málin við þá, sem ekki eru til starfans fallnir Þá fundar þjálfunarteymi árlega eða oftar með skráðum þátttak- endum. Guðfræðinemarnir skulu sækja ái’lega námskeið sem þjálf- unarteymi heldur og taka þátt í m.a. prentunarkostnaður, laun starfsfólks kirkjuþings og leiga á aðstöðu og meðal nýrra liða eru risna og hljóðritunarkostnaður. Stefnt er að lokum kirkjuþings á morgun, miðvikudag, og segir Jón Helgason, forseti kirkjuþings, að þá fari fram kosning til kirkjuráðs. Fastanefndir kirkjuþings hafa síð- ustu daga afgreitt mál sem vísað hefur verið til nefndanna. Af alls 33 málum, sem lögðhafa verið fyrir kirkjuþing, hafði tekist að ljúka 13 í gær. Af óloknum málum má nefna setningu reglna um val á presti, starfsreglur um kjör til kirkju- þings og þingsköp, um skipan sóknai’, prestakalla og prófasts- dæma og um þingfararkaup, ferða- kostnað og fleira. starfi safnaðar með reglulegum hætti og kynnast kirkjulífi af eigin raun. Komist þjálfunarteymið að þeirri niðurstöðu að prestsstarf henti einstaklingnum illa skal það tilkynnt biskupi sem þá ræðir við viðkomandi. Að fengnum jákvæðum umsögn- um heimilar biskup síðan guð- fræðikandidötum að hefja kandi- datsþjálfun. Skal hún vera tveir mánuðir hið minnsta, hefjast með stofnanakynningu og ljúka með þjálfun í dreifbýlis- og þéttbýlis- söfnuðum. Þá er einnig það nýmæh í reglunum að biskup kallar á ný- vígða presta til einnar eða fleiri vinnuvikna og tryggir þeim aðgang að handleiðslu. Framsókn á Reykja- nesi og Vesturlandi Frambjóð- endur valdir á kjördæm- isþingum FRAMSÓKNARMENN á Reykja- nesi og Vesturlandi ætla að kjósa efstu menn á framboðslista flokks- ins í næstu alþingiskosningum á aukakjördæmisþingum síðar í haust. Sex hafa þegar lýst yfir framboði á Reykjanesi og báðir þingmenn Vesturiands óska eftir endurkjöri. I gegnum árin hefur verið al- gengast að Framsóknarflokkurinn hafi valið þá sem leiða lista flokks- ins í einstökum kjördæmum á kjör- dæmisþingum. Seturétt á þingun- um eiga aðalmenn og varamenn. Elín Jóhannsdóttir, formaður kjör- dæmisráðs Framsóknarflokksins á Reykjanesi, sagði að á kjördæmis- þingi flokksins í Grindavík um helgina hefði verið ákveðið að við- hafa þessa aðferð. Ákveðið yrði á stjómarfundi í kvöld hvenær kjör- dæmisþingið yrði haldið. Atkvæðis- rétt á kjördæmisþinginu hefðu um 440 fulltrúar. Sex frambjóðendur þegar komnir fram Þingmenn flokksins í kjördæm- inu, Siv Friðleifsdóttir og Hjálmar Ái-nason, hafa lýst því yfir að þau óski eftir stuðningi í fyrsta sætið, en Siv léiddi listann í síðustu kosn- ingum. Aðrir sem hafa lýst yfir framboði em varaþingmennirnir, Drífa Sigfúsdóttir og Unnur Stef- ánsdóttir, Ómar Stefánsson, vara- bæjarfulltrúi í Kópavogi og Ólafur Magnússon, formaður Sólar í Hval- firði. Þorvaldur T. Jónsson, formaður kjördæmisráðs Framsóknai’flokks- ins á Vesturlandi, sagði að fimm efstu menn á lista flokksins í kjör- dæminu yrðu valdir á aukakjör- dæmisþingi 14. nóvember næst- komandi. Þingið yi’ði þrefalt stærra en venjulegt þing og at- kvæðisrétt á því hefðu um 200 manns. Frestur til að tilkynna framboð rynni út 7. nóvember. Ingibjörg Pálmadóttir og Magn- ús Stefánsson, þingmenn Fram- sóknarflokksins á Vesturlandi, óska eftir áframhaldandi stuðningi í efstu sæti listans. Þorvaldur Jónsson, sem var í 3. sætinu í síð- ustu kosningum, sagðist ekki gera ráð fyrir að bjóða sig fram aftur. Hitablásarar PÓR HF Reykjavík - Akursyrl Reykjavík: Armúla 11 - sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070 Kostnaður við kirkjuþing rúmar 8 milljónir á næsta ári

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.