Morgunblaðið - 20.10.1998, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Karen fékk
fyrsta
Frissa fríska
pennaveskið
Prófkjör við val á lista Framsóknarflokksins á Norðurlandi eystra
Valgerður og Jakob
vilja fyrsta sætið
KAREN Pétursdóttir, 9 ára nem-
andi í Siðuskóla á Akureyri varð
fyrst til að safna öllum miðunum
átta á veggspjaldið í skólanum
með Frissa fríska, leik sem Safa-
gerð KEA byrjaði með í haust.
Veggspjaldið liggur frammi á sölu-
stöðum Frissa fríska og miðamir
sem setja á inn á það eru áfastir
safafernunum. Allir sem skila
veggspjaldinu til safagerðarinnar
fá Frissa fríska pennaveski og var
Karen svo heppin að verða fyrst til
að fá pennaveski afhent. Penna-
veskin eru í tveimur litum, strák-
arnir fá græn veski en stelpurnar
bleik. Karen var að vonum ánægð
með nýja pennavesið sitt og sést
hér sýna það systur sinni, Eyleifu
Ósk.
VALGERÐUR Sverrisdóttir,
alþingismaður og formaður þing-
flokks Framsóknarflokksins, og
Jakob Björnsson, fyrrverandi
bæjarstjóri á Akureyri, sækjast
bæði eftir fyrsta sætinu á fram-
boðslista Framsóknarílokksins í
Norðurlandskjördæmi eystra fyrir
alþingiskosningamar næsta vor.
Á kjördæmisþingi flokksins í
Norðurlandslandskjördæmi eystra
um helgina, var samþykkt að
viðhafa bindandi prófkjör við val í
fjögur efstu sæti listans fyrir
alþingiskosningarnar í vor. Þá hafa
Elsa B. Friðfmnsdóttir, lektor við
Háskólann á Akureyri, og Daníel
Ámason, framkvæmdastjóri
Akoplasts á Akureyri, ákveðið að
taka þátt í prófkjörinu og hafa þau
bæði sett stefnuna á 2. sæti listans.
Guðmundur Bjarnason, um-
hverfis- og landbúnaðarráðherra,
hættir á þingi á næsta ári en hann
hefur verið ráðinn framkvæmda-
stjóri Ibúðalánasjóðs. Þá hefur
Jóhannes Geir Sigurgeirsson,
stjórnarformaður KEA og Lands-
virkjunar og varaþingmaður
flokksins í kjördæminu, ákveðið að
gefa ekki kost á sér á lista flokks-
ins. Jóhannes Geir sagði í samtali
við Morgunblaðið að hann hefði
ákveðið fyrir um fjómm ámm að
fara ekki fram, enda hefði hann í
nógu að snúast á öðrum vígstöðv-
um.
Þórarinn E. Sveinsson, nýkjör-
inn formaður stjórnar Kjördæmis-
sambands framsóknarmanna á
Norðurlandi eystra, sagði að fram-
boðsfrestur vegna prófkjörsins
væri til 15. nóvember nk., próf-
kjörið færi fram um miðjan janúar
og að stefnt væri að því að fram-
boðslistinn yrði tilbúinn fyrir 15.
febrúar nk. Rétt til þátttöku hafa
flokksbundnir framsóknarmenn 16
ára og eldri eða þeir sem skrifa
undir stuðningsjdrrlýsingu við
flokkinn.
Morgunblaðið/Kristján
Matvæladagur MNÍ 1998
— Matur og umhverfi —
Laugardaginn 24. október stendur Matvæla- og næringarfræðinga-
félag fsalnds fyrir árlegum matvæladegi á Fosshótel KEA, Akureyri,
kl. 9.30-15.00. Dagurinn er að þessu sinni helgaður umhverfismálum
í matvælaiðnaði undir yfirskriftinni: Matur og umhverfi. Mikilvægi
umhverfismála er sífellt að aukast, ekki síður í matvælaiðnaði en öðr-
um greinum atvinnulífsins. Brýna nauðsyn ber til, að matvælafram-
leiðsla öll sé í sem bestri sátt við umhverfið og náttúruna. Umræða
um umhverfismál í greininni er því sérlega tímabær.
Fjöreggið - viðurkenning fyrir gott framtak á matvælasviði, er árlega
afhent á matvæladeginum og svo verður einnig gert nú.
Dagskrá;
09.30: Skráning og morgunkaffli.
10.00: Setning:
Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akurcyri.
10.10: Mataræði á nýrri öld.
Bjöm Guðbrandur Jónsson, umvherfissérfræðingur,
Verkfræðistofnunni Línuhönnun hf.
10.30: Umhverflsstjórnun í matvælaiðnaði
- hvernig skal hefjast handa?
Helga J. Bjamadóttir, umhverfisverkfræðingur,
Iðntæknistofnun íslands.
10.50: Umhverfismál hjá Mjólkursamlagi KEA.
Ólafur Jónsson, dýralæknir, MS KEA.
11,00: Lífrænar aðferðir í matvæiaframleiðslu
- hollari og umhverfisvænni kostur.
Gunnar Ágúst Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Vottunarstofunnar Túns ehf.
11.30: Hádegishlé og afhending Fjöreggsins.
13.00: Umbúðir og umhverfi; líftímagreining vöru.
Gunilla Jönsson, prófessor, Tækniháskólanum í Lundi.
13.40: Leifar matvæla og umbúðir
- meðferð tveggja helstu tegunda heimilissorps.
Lúðvík Gústafsson, jarðfræðingur, Hollustuvernd ríkisins.
14.00: Umhverfisstaðlar og matvælavinnsla.
Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri,
VSÓ ráðgjöf-Akureyri ehf.
14.20: Umhverfisvottun hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur.
Steindór Sigurgeirsson, sjávarútvegsfræðingur, F.H.
14.40: Umræður.
15.00: Ráðstefnuslit.
Fundarstjóri: Guðbrandur Sigurðsson, framkvœmdastjóri ÚA.
Þátttökugjald: 3.000 kr. (innifalin ráðslefnugögn, léttur hádegisverður, kaffi og mcðlæti).
2.000 kr. fyrir nema.
Þátttökutilkynning: í síma Háskólans á Akureyri, 463 0900.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síðasta lagi 22. október.
HL-stöðin á Bjargi á Akureyri
Morgunblaðið/Kristján
Verkstjórar gefa
líkamsræktartæki
ENDURHÆFINGARSTÖÐ hjarta-
og lungnasjúklinga á Bjargi á Ak-
ureyri (HL-stöðin) hefur fengið að
gjöf tvö líkamsræktartæki frá
Verkstjórafélagi Akureyrar og
nágrennis. Kaupin eru fjármögnuð
með styrk úr sjúkrasjóði Verk-
stjórasambands íslands, í tilefni 60
ára afmælis sambandsins.
Um er að ræða róðravél, til að
framkvæma styrkjandi æfingar
fyrir efra bak, aftanverðar axlir
og upphandleggi. Einnig þrýstivél,
til að framkvæma styrkjandi æf-
ingar fyrir brjóstvöðva, framan-
verðar axlir og upphandleggi.
Alls eru um 90 manns í þjálfun
tvisvar í viku í HL-stöðinni á
Bjargi og sagði Kristín Sigfúsdótt-
ir, formaður framkvæmdastjórnar
að þessi tæki kæmu sér mjög vel
fyrir stöðina. HL-stöðin hefur ver-
ið starfrækt frá því £ janúar 1991
og sagði Kristín að starfsemin
hefði aukist jafnt og þétt frá þeim
tíma, enda þessi þjónusta
ómissandi þáttur í endurhæfingu
fólks eftir aðgerðir.
Fulltrúar Verkstjórafélags Ak-
ureyrar og nágrennis afhentu
líkamsræktartækin og á myndinni
eru tveir þeirra; Eggert Jónsson
situr á þrýstivélinni en Magnús
Þorsteinsson stendur hjá. Við hlið
hans standa Eydís Valgarðsdóttir
sjúkraþjálfari og Kristfn Sigfús-
dóttir, formaður framkvæmda-
stjórnar HL-stöðvarinnar.
Morgunblaðið/Kristján
Stakfellið fékk trollið
í skrúfuna
TOGARINN Skutull ÍS frá ísafirði
kom með togarinn Stakfell ÞH frá
Þórshöfn í togi til Akureyrar seinni
partinn á föstudag en Stakfellið
fékk trollið í skrúfuna á fimmtu-
dagsmorgun, þar sem skipið var á
veiðum austur í Langaneskanti. Að
sögn Kjartans Valdimarssonar
skipstjóra á Stakfellinu gekk ferðin
til Akureyrar vel en hún tók um 25
klukkustundir.
Kjartan sagði að Stakfellið hefði
verið að veiðum í 3-4 daga þegar
óhappið varð en veiðin hefði verið
dræm. Ekki var um neinar
skemmdir að ræða en kafari var
fenginn til að losa úr skrúfunni, auk
þess sem gert var við trollið. Stak-
fellið hélt til veiða á ný seinni part-
inn á laugardag. Á myndinni er
Skutull að koma með Stakfellið að
bryggju á Akureyri.
Leikmannaskóli
þjóðkirkjunnar
Námskeið
fyrir karla
um karl-
mennsku
NÁMSKEIÐ fyrir karla um
það að vera karlmaður við upp-
haf 21. aldarinnar verður haldið
í Safnaðarheimili Akureyrar-
kirkju þriðjudagskvöldin 20. og
27. október næstkomandi.
Markmið námskeiðsins er að
vekja þátttakendur til umhugs-
unar um karlmennsku sína,
hvetja þá til að vinna markvisst
með hana og styrkja þá við að
nýta sér trúna í þágu karl-
mennskunnar. Á námskeiðinu
verður reynt að hjálpa körlum
til að tala um tilfinningar sínar
og stöðu sína sem karlmenn,
feður og eiginmenn. Ennfremur
er stefnt að því að karlar finni
styrkleika sinn, fjallað verður
um vanda karlsins í daglega líf-
inu, tjáskipti og síðast en skki
síst er tilgangurinn sá að karl-
arnir njóti þess að vera saman
og leika sér.
Námskeiðið er á vegum Leik-
mannaskóla þjóðkirkjunnar og
verður boðið upp á það bæði í
Reykjvík og á Akureyri.
Leiðbeinendur eru Kristján
Már Magnússon sálfræðingur
og sr. Svavar A. Jónsson.
Ráðgert er að körlum á nám-
skeiðinu gefist kostur á að taka
þátt í frekara starfi fyrir karla
og hafa nú þegar fæðst margar
spennandi hugmyndir um slíkt.
Þjóðkirkjan hefur á undanförn-
um árum gengist fyrir vinsæl-
um námskeiðum fyrir konur en
nú er röðin komin að körlunum
enda ekki síður þörf á að þeir
ræði hlutverk sitt og stöðu en
konur. Innritun á námskeiðið
fer fram í Akureyrarkirkju þar
sem einnig fást nánari upplýs-
ingar.
Nýbygging
Háskólans
Menntamála-
ráðherra tek-
ur fyrstu
skóflustungu
BJÖRN Bjarnason mennta-
málaráðherra mun taka fyrstu
skóflustungu að nýbyggingu
Háskólans á Akureyri á Sól-
borg næstkomandi föstudag. Þá
munu stjórnendur háskólans og
hönnuðir kynna líkan og teikn-
ingar af nýju háskólabygging-
unum.
I kjölfarið hefjast fram-
kvæmdir við jarðvinnu undii'
fyrstu nýbyggingar skólans
sem eru um 2.000 fermetrar og
munu hýsa kennslustofur,
skrifstofur, aðstöðu fyrir verk-
lega hjúkrun og iðjuþjálfun og
tengjast eldri húsum skólans
með tengigangi. Jarðvinnu skal
lokið fyrir 1. desember nk.
Fyrirtækið GV Gröfur átti
lægsta tilboð í jarðvinnuna en
það hljóðaði upp á tæpar 3,2
milljónir króna sem eru 67% af
kostnaðaráætlun en hún var
rúmar 4,7 milljónir króna.
AKSJÓN
20. október, þiiðjudagur
12.00ÞSkjáfréttir
18.15ÞKortér Fréttaþáttur í sam-
vinnu við Dag. Endursýndur kl.
18.45,19.15 19.45, 20.15 20.45.
21 .OOÞBæjarmál Fundur í bæjar-
stjórn Akureyrar frá því fyrr um
daginn sýndur í heild.