Morgunblaðið - 20.10.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.10.1998, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Porkell Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag íslands Kaupir 0,8% í Sjóvá-Al- mennum EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Bruna- bótafélag íslands hefur keypt 0,8% hlut í Sjóvá-Almennum og nemur kaupverðið um 100 milljónum króna. Eignarhaldsfélagið á nú hlut í tveimur tryggingafélögum, eftir að hafa nýlega gengið frá kaupum á smáum hlut í Tryggingamiðstöðinni. Að sögn Hilmars Pálssonar, for- stjóra Eignarhaldsfélagsins, er félagið með kaupunum fyrst og fremst að uppfylla 3. grein laga nr. 68 frá 1994 sem kveður á um að því beri að eiga eignarhlut í vátrygg- ingafélagi: „Með þessari fjárfestingu erum við að koma til móts við um- rætt lagaákvæði, auk þess sem við teljum þetta arðvænlegan rekstur". Eignarhaldsfélagið kaupir bréfin beint af fjárfestum án þess að tryggingafélagið komi þar nærri. Sé tekið mið af þeim 100 milljónum sem greiddar voru fyrir 0,8% hlut, þá má gera ráð fyrir að markaðsvirði Sjóvár-Almennra liggi nálægt 12 milljörðum króna. Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær, fagna þessari tiltrú Eignarhalds- félagsins að vilja gerast hluthafar í fyrirtækinu og að sínu mati væri hér um dýrmæta stuðningsyfirlýs- ingu við félagið að ræða sem kæmi til með að efla og treysta reksturinn enn frekar í framtíðinni. Stefán Halldórsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaþings Skattaafsláttur getur skekkt verðmyndun SKATTAAFSLATTUR einstaklinga vegna hlutabréfakaupa er dæmi um mismunun sem getur skekkt verð- myndun á hlutabréfamarkaði, að sögn Stefáns Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra Verðbréfaþings ís- lands. „Sá sem nýtur skattalegra hlunn- inda af hlutabréfakaupum er jafnvel reiðubúinn til þess að greiða hærra verð fyrir hlutabréf en sá sem ekki nýtur hlunninda. Sjóðsstjóri verðbréfa- eða lífeyrissjóðs getur kannski ekki réttlætt sama verð og einstaklingurinn sem tekur skatta- hagræðið að einhverju leyti inn í dæmið. Að því leyti er skattaafslátt- urinn ekki kjörlausn en það er þó mikilvægt að hann gildir um öll hlutabréf og ekki er gert upp á milli atvinnugreina líkt og með banni við hlutabréfakaupum útlendinga í sjávarútvegsfyrirtækjum. Ut frá hagsmunum verðbréfamarkaðar væri til lengri tíma litið æskilegt að finna leiðir til að örva fjárfestingar sem ekki byggjast á mismunun af þessu tagi,“ segir Stefán. Lögin í endurskoðun Útlendingar mega ekki eiga bein- an hlut í fyrirtækjum sem stunda veiðai’ eða frumvinnslu sjávarafurða en þeir hafa heimild til þess að eiga upp í 25-33% hlut í íslensku félagi sem á hlutabréf í sjávarútvegsfyrir- tæki. Að sögn Jóns Sveinssonar, lög- fræðings og formanns nefndar er vinnur að endurskoðun laga um er- lenda fjárfestingu í innlendum at- vinnurekstri, er meðal annars verið að skoða þessi mál en engin niður- staða liggur fyrir um hvort erlendum aðilum verði gert kleift að eignast beinan hlut í sjávarútvegsfyrirtækj- um. Stefán segir að æskilegast sé fyrir Þessi auglýsing er birt í upplýsingaskyni. Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að taka til skráningar: Óverðtryggð skuldabréf FBA 5. flokkur 1998 Krónur 1.000.000.000,00 Gjalddagi 10. apríl 2004 Fjárfestingarbanki atvinnulífsins tekur að sér viðskiptavakt á ofangreindum flokki. Skuldabréfaflokkurinn verður skráður 26. október 1998. Skráningarlýsingar og önnur gögn s.s. samþykktir og síðasta ársreikning er hægt að fá hjá FBA, Ármúla 13a, Reykjavík, umsjónaraðila skráningarinnar. FJÁRFESTINGARBANKI ATVINNULÍFSINS H F Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími: 580 5000. Fax: 580 5099. Netfang: fba@fba.is íslenskan verðbréfamarkað að engar hömlur eða sérstök hlunnindi tengist viðskiptum með hlutabréf. „Sem hlunnindi má nefna skatta- leg hlunnindi og sem hömlur má nefna að útlendingar mega ekki kaupa í sjávai’útvegsfyrirtækjum. Hvort tveggja er óheppilegt og sem langtímamarkmið er best fyiTr markaðinn að það sé jafnræði og all- ir fjárfestingarkostir standi jafnt að vígi,“ segir Stefán. Starfsmenn Verðbréfaþings Is- lands, verðbréfafyrirtækja og banka verða varir við að þessi mismunun komi útlendingum spánskt fyrir sjónir og dragi úr trúverðugleika ís- lensks markaðar. „Víðast hvar er verið að falla frá mismunun af þessu tagi á verðbréfamörkuðum. Vissu- lega má þó enn finna í lögum ann- arra ríkja bann við því að útlending- ar megi eiga meirihluta í fyrirtækj- um. Þess eru dæmi að myndast hafi tvenns konar verð á slíkum markaði, útlendingaverð og innanlandsverð. Það er óheppilegt og því tel ég að við eigum að forðast mismunun á ís- lenskum hlutabréfamarkaði," segir Stefán Halldórsson. MICROSOFT gegn bandarísku stjórninni Microsoft Corporation kom fyrir rétt á mánudag til að halda uppi vörnum gegn ákæru bandarískra stjórnvalda um að tölvurisinn hafi brotið lög gegn hringamyndunum með það fyrir augum að ná ráðandi hlutdeild í hugbúnaðariðnaðum. Bandarísk stjórnvöld saka Microsoft um að hafa gripið til sérstakra og ólöglegra aðgerða til að ýta Netscape Communications Corp. út af markaðinum vegna þess að Netvafri þess ógni áætlunum Microsoft. 1VELTA K 1 m Microsoft (Tölur í milljörðum dala) Netscape 5,93 1995 0,08 8,7 1996 0,34 11,35 1997 0,53 14,48 1998 (Töiur birtar í desember) HLUTDEILD A NETVAFRAMARKAÐINUM 1996 Microsoft Explorer r~1' = Aðrir Windows '98, er vöndlað með Microsoft Explorer forritinu og fylgir nú 90% nýrra einmenningstöla. WaG/ 4 V Málaferlin gegn Microsoft hafín Orð Gates dregin í efa Washington. Reuters. RÍKISVALDIÐ í Bandaríkjunum hóf málaferli sín gegn Mierosoft hugbúnaðarfyrirtækinu í gær með því að draga í efa að Bill Gates for- stjóri væri trúverðugur. Lögmenn ríkisvaldsins gerðu samanburð á eiðsvörnum vitnisburði Gates á myndbandi í ágúst og tölvupósti og greinargerðum frá Gates nokkrum áram áður og bentu á atriði sem þeir töldu sýna ósam- kvæmni og mótsagnir. Að því er lögfræðingarnir héldu fram sýndi framburður Gates á myndbandi að Microsoft hefur mis- notað yfirburðastöðu á hugbúnaðar- markaði á ólöglegan hátt til að ryðja keppinautum úr vegi og ná yfiráðum á markaði fyrir netskoðunartæki. „Þetta er greinilega meðal þess sem lög gegn hringamyndun hafa átt að koma í veg fyrir,“ sagði einn lögmanna bandaríska dómsmál- aráðuneytisins, David Boies. Microsoft hefur alltaf neitað því að hafa misnotað sterka markaðs- stöðu. Stýrikerfi fyrirtækisins, svo sem Windows 98 og Windows NT, eru notuð í 90 af hundraði einkatölva. Skagfírðingamótið 1998 verður haldið í félagsheimilinu „Drangey“, Stakkahlíð 17, Reykjavík laugardaginn 24. október 1998 (fyrsta vetrardag) Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 19.30. Húsið opnað kl. 19.00. Hagyrðingar og sönghópurinn Svanagerðisbræður skemmta. Lesið upp úr nýjum skagfirskum skemmtiljóðum, 2. bindi. Forsala aðgöngumiða verður í „Drangey" fimmtudaginn 22. okt. '98 kl. 16—20, sími 568 5540. Miðaverð kr. 2.500. Ef húsrúm leyfir eftir borðhald er aðgangseyrir kr. 500. Félagsmenn og allir Skagfirðingar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Góða skemmtun! Stjórn Skagjirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.