Morgunblaðið - 20.10.1998, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
UR VERINU
PRIÐ JUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 21
NEYTENDUR
Þorskur, 7 ára og eldri,
1970-80 (kynþroska hluti stofnsins)
Spáin rættist ekki.
ygg'^r, Með óbreyttrisókn........,
stækkaði------s. /
600 — \ stofninn-----------—/ —
500------------------------t--------
400---------V----------r-d----------
300---------------------------------
200 "Sjíá-
H nn - -Sí dn sðm — — \_______
1UU í s ký^slu 19751 V
0-1--1....!■ ■■! ■ ■ i" 1—
1970 '72 74 76 78 '80
Tengsl afla við ísland og
hitafars (Línurnar eru útjafnaðar)
áætlaður eftir ísafari fyrir
1823 (Páll Bergþórsson),
en síðan eftir mælingum
i 1 1 1 i 1 1 1 i 1 1 1 i 1 1 ' I
1600 1700 1800 1900 2000
Spáin rættist ekki.
— _Með óbreyttásókn. stækkaði s. :
Sf )á rfr? nac \-£ A N
ís kýi slu 19 75
inn af mælingu er það hvað kemur
upp úr haflnu og þegar brottkastið
kemur ekki inn í mælingakerfi Haf-
rannsóknarstofnunar þá mælir það
stofninn auðvitað skakkan; 50 þús-
und tonna brottkast mælir stofninn
skakkan um 200 þúsund tonn sem
hann er stærri en tölur Hafrann-
sóknarstofnunar segja til um. Því
væri hægt að auka veiðina um þessi
50 þúsund tonn og minnka spennuna.
Brottkastið er fyrst og fremst af
tveimur ástæðum, annars vegar
vegna þess að menn eru að skipta á
ódýrari físki og dýrari, það er að
segja að henda smáum fyrir stóran
og henda dauðum netafíski íyrir lif-
andi, og hins vegar er brottkast
vegna þess að menn hafa ekki veiði-
heimildir; verða að fleygja þorski til
að komast að öðrum tegundum. I
staðinn fyrir að herða eftirlitið ætti
því að slaka á spennunni en þetta
hafa þeir aldrei skilið á Skúlagötu 4.
Þorskurinn er þungamiðja í þess-
ari veiði og leiguverðið á honum er
svo hátt að það gefur í rauninni til
kynna að stofninn sé miklu stærri en
talið er, vegna þess hve auðvelt er að
veiða hann. Sjómenn eru búnir að
æpa það framan í þjóðina í mörg ár
að þeir eigi erfitt með að komast að
öðrum tegundum fýrir þorski en
ekkert er hlustað á þá. Margir skip-
stjórnarmanna okkar eru náttúru-
börn og sjónarmið þeirra eru stór-
lega vanmetin; þau eru ekki síður
vísindi en ýmislegt annað.“
Kristinn segir stefnuna í fiskveiði-
stjórnun mjög einstrengingslega,
„og samkvæmt þessum pólitísku vís-
indum er uppbyggingin að skila ár-
angri þegar heilbrigð skynsemi segir
að uppsveiflu sjávarskilyrða er ein-
göngu um að þakka. Sagan sýnir það
svo að ef menn nýta ekki það sem
náttúran gefur eru þeir að taka
áhættu, og sú áhætta er mjög van-
metin af Hafró.“
Kanada - Barentshaf
„Forstjóri Hafrannsóknarstofnun-
ar og forseti alþjóða hafrannsóknar-
ráðsins, Jakob Jakobsson, sagði í við-
tali við Fiskifréttir í nóvember 1989
að Kanadamenn væru með þessa 20%
sóknarstefnu og hann taldi það þá
vera ábyrgustu og áreiðanlegustu
fískveiðistjómun í Norður-Atlants-
hafi. Sóknin í stofninn þar væri helm-
ingi vægari en hér, á sama tíma og
hann taldi að í Barentshafinu væri
allt að fara forgörðum. En í Barents-
hafi var það fyrst og fremst niður-
sveifla í umhverfisskilyrðum og léleg-
um vaxtarhraða um að kenna; um leið
og uppsveifla kom í umhverfisskilyrð-
in þá óx þorskstofninn mjög hratt og
veiðin margfaldaðist á stuttum tíma.
En það var ekki fyrr en eftir slagsmál
sjómanna við Hafrannsóknarstoíhun í
Bergen að Ieyft var að auka veiði á
þorski í Barentshafi; það gerðist
þannig að þeir fóru, vegna mikillar
gagnrýni, og bergmálsmældu
þorskinn í Barentshafi, sem venju-
lega er ekki gert með botnlæga
stofna, og þorskstofninn mældist þá
meira en helmingi stærri en hann átti
að vera samkvæmt bókhaldinu. Upp-
lýsingarnar láku í blaðamann á
Fiskaren og það sprakk allt framan í
veiðiráðgjafa í Barentshafmu. Þetta
var í kringum 1990. Og þá var veiðin
loksins aukin, en ég tel að það hafi
gerst of seint vegna þess að þegar Is-
lendingar fóru í Smuguna þá stóð
sporður út úr öðrum hverjum fiski.
Hann var þá þegar byrjaður á stór-
kostlegu sjálfáti vegna hungurs því
stofninn var orðinn það stór. Þetta er
pottþétt; það hringdi í mig fullt af sjó-
mönnum og allir sem fóru í Smuguna
eru til vitnis um þetta. Niðursveiflan
var byrjuð í Barentshafinu þegar við
fórum í Smuguna þannig að það að ís-
lenskir sjómenn fóru þangað kostaði
ekki ofveiði eins og sagt hefur verið;
hegðun þeirra var ekki óábyrg á
nokkum hátt, ef eitthvað er þá hafa
þeir hjálpað náttúrunni til að draga
úr þeirri niðursveiflu sem var á ferð-
inni. Núna er þessi niðursveifla stað-
reynd, allt í einu finnst ekki fiskurinn,
hann hefur líklega tvístrast í ætisleit
af því að vaxtarhraði hefur verið mjög
fallandi á sama tíma og Norðmenn
hafa verið að nota smáfiskaskiljur í
vaxandi mæli. Hvað þýðir að vera að
geyma smáfisk sem hefur ekkert að
borða? Eg bara spyr. Eg held að búið
sé að prófa það við Kanada. Það var
svo mikið af smáfiski við Kanada 1985
að menn sprengdu trollin eftir nokk-
urra mínútna tog. Síðan fengu þeir
rosalega góða nýhðun árin 1986 og
1987 eins og við fengum héma núna -
fengu gífurlegt magn af seiðum - það
var ógurlegt magn af smáfiski og allt
átti að hafa heppnast vel, en þá
reyndist allt vera á leið í hina áttina.“
Áhrif veðurfars
Páll Bergþórsson og fleiri veður-
fræðingar, m.a. Magnús Jónsson,
hafa komið fram með kenningar um
áhrif veðurfars á þorsk, kenningar
sem em afskaplega trúverðugar að
mati Kristins Péturssonar. „Páll hef-
ur til dæmis bent á það að aftur til
1600 hafi afli við Islandsstrendur
fylgt breytingum á veðurfari; að afli
hafi aukist um 40% við hverja eina
gráðu sem meðalhiti eykst í Stykkis-
hólmi. Hann setur þetta fram á mjög
trúverðugan hátt og ég hef mikla trú
á honum sem fagmanni. Ráðgjafar á
Veiðimálastofnun bentu á sams kon-
ar fylgni milli laxastofna í Rússlandi
og Norður-Noregi og Islandi."
Kristinn tekur sérstaklega fram að
hann telji alla rannsóknarstarfsemi
Hafrannsóknarstofnunar yfirleitt til
fyrirmyndar, „en ályktanirnar sem
þeir draga af þessum rannsóknum tel
ég rangar, svo og veiðiráðgjöfina. Og
mér finnst spurning hvort eigi ekki
einmitt að aðskilja rannsóknarstarf-
semina og veiðiráðgjöf, eins og búið
er að aðskilja rannsóknir og dóms-
vald í sakamálum. Við erum ekki að
tala um neinn smá dóm; öll gögn
sýna að óhætt sé að veiða 100 þúsund
tonnum meira af þorski en gert er og
sú viðbót er 15 milljarða króna virði.
15 milljarðar myndu duga til að rétta
viðskiptahallann og greiða niður er-
lendar skuldir um sömu upphæð og
minnka eftirspurn í lánsfé, þannig að
þetta er að öllu leyti jákvætt. Og síð-
ast en ekki síst varðandi markaðs-
málin; það er mjög mikill skortur á
þorskafurðum á öllum mörkuðum og
verðið er orðið of hátt að mínu mati
vegna skorts. Því er hætta á að neyt-
endur snúi sér bara að öðrum vörum,
kaupi sér kjúkling og eldislax frá
Noregi og þar með missum við við-
skiptavinina í stað þess að veiða og
útvega þeim aðeins ódýrari fisk.“
Slæleg skil á
fernum til Sorpu
Morgunblaðið/Golli
IBUAR á höfuðborgarsvæðinu þurfa að
gera átak í skilum á fernum af hvers
kyns tagi.
ÍBÚAR á höfuðborgar-
svæðinu þurfa að gera
átak í skilum á fernum ef
marka má tölur frá Sorpu.
Skil á pappír eru svipuð og
í fyrra. Agæt og jöfn skil
eða um 86% hafa verið á
umbúðum utan af gosi.
Ragna Halldórsdóttir,
umhverfisfræðingur og
upplýsingafulltrúi hjá
Sorpu, segir að safnast
hafi um 140 tonn af fem-
um af höfuðborgarsvæðinu
og Suðurlandi á síðasta
ári. Fyrstu 10 mánuði
þessa árs hafi aðeins safn-
ast saman um 40 tonn af
sama svæði og kæmi
stærsti hlutinn af því
magni af Suðurlandi.
Hvað ástæðumar varð-
aði sagði Ragna að hluti skýring-
arinnar gæti falist í því að átakinu
hefði ekki verið fylgt nægilega vel
eftir með áróðri. Skilaboðin hefðu
ekki verið nægilega skýr og ekkert
hefði orðið úr almennri dreifingu á
sérstökum kössum frá Mjólkur-
samsölunni, Gámaþjónustunni,
Reykjavíkurborg og Sorpu. Ekki
yrði gefist upp heldur reynt að ýta
við neytendum að nýju. Allar fern-
ur þarf að skola, brjóta saman og
setja í plastpoka áður en fernunum
er skilað í gáma Sorpu.
Ragna sagði að betri skil hefðu
verið á dagblöðum en fernum og
væri útlit fyrir svipuð skil og í
fyrra eða um 3.900 tonn. Hún vildi
minna á að óhætt væri að skila
svokölluðum mslapósti, þ.e. aug-
lýsingum frá hinum ýmsu fyrir-
tækjum og stofnunum, og tímarit-
um í gámana með dagblöðunum.
Smáaur hvati til skila
umbúðum utan um gos miðað við
seldar gosflöskur og dósir í fyrra.
Nú væri útlit fyrir svipað hlutfall.
Hlutfallið væri mjög gott og svipað
og á hinum Norðurlöndunum.
Ekki sagði Gunnar að efa að að-
alhvatinn fyrir skilunum fælist í
því að smáaur fengist fyrir hverja
flösku. Hann tók fram að ekki væri
annars staðar tekið á móti öllum
umbúðum, þ.e. úr plasti, áli og
gleri.
Gunnar Bragason, fram-
kvæmdastjóri Endurvinnslunnar,
sagði að um 86% skil hefðu verið á
Vönduð
dagatöl og jólakort
í miklu úrvali.
Sérmerkt fyrir þig
Nýjar víddir
í hönnun og útgáfu
Snorrabraul 54 (£)5ól 4300 Q5Ó1 4302
Hin árlega EJS námstefna verður haldin á Hótel
Loftleiðum föstudaginn 23. október nk.
Áhugaverðir fyrirlestrar frá morgni til kvölds valið um
þijár línur: Forritun, nettækni eða lausnir
Dagskrá:
námstefna um
forritun, nettækni, lausnir
Enn meiri breidd f efnistökum en áður.
Stjórnendur fyrirtækja, hugbúnaðarsérfræðingar,
nettæknimenn og allir aðrir sem fást við
upplýsingatækni eiga erindi á þingið.
Uppselt var á síðasta þing,
þess vegna er öruggast að skrá sig strax
Tími Forritun Nettækni Lausnir
8:45 Skráning oq morqunhressintj
9:15 Setninq- Innqanqur
10:15 Nýtinq Office viðfanqa við gerð lausna Eldveqqir, bandvíddarstýrinq Vefverslun oo rekstur vefsetra fvrirtækia
11:15 Gerð vefverslunar með SiteServer Aðqanqsstýringar Verkflæði oq skialavistun með Exchanqe Server
12:00 Matur
13:15 Visual Studio 6.0 Netumsýsla Tölvustudd ákvarðanataka
14:15 SQL Server 7.0 NT Server Enterprise og Terminal Edt Hóovinnulausnir með Outlook oq Exchanqe
15:15 WorkFolder forritun VPN - Sýndareinkanet Office 2000/lnternet
16:15 Samantekt oq ráðstefnulok
16:45 Lokahóf
Skráning er hjá Maríu Þorgeirsdóttur
mariath@ejs.is, sími 563 3122, fax 568 8487
Þátttökugjald er 15.000,-
Nánari upplýsingar eru á EJS vefnuin
Grensásvegi 10 • Sími 563 3000 * Fax 568 8487