Morgunblaðið - 20.10.1998, Page 22

Morgunblaðið - 20.10.1998, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Chilestjórn mótmælir handtöku Pinochets en mannréttindasamtök fagna Framsal getur tafist í mánuði og jafnvel ár Reuters FÉLAGI í kommúnistaflokki Chile gengur framhjá lögreglumanni í Santiago og heldur á fána með mynd af Salvador Allende, fyrrverandi forseta, sem Augusto Pinochet steypti árið 1973. FERILL AUGUSTOS PINOCHETS BRESKA lögreglan handtók Augusto Pinochet, 82 ára fyrrverandi einræðisherra Chile, á einkasjúkrahúsi í London á laugardag. Pinochet var handtekinn ettir aö spænskir dómarar óskuðu eftir því að hann yrði fram- seldur vegna ásakana um að hann heföi látið myrða spænska borgara þegar hann var við völd á árunum 1973 til 1990. Augusto Pinochet Fæddur: 25. nóv. 1915 í Valparaiso • 1932 Gengur í herskóla og vinnur sig upp innan hersins • 1943 Kvænist Luciu Hiriart. Þau eignuðust fimm börn •23. ágúst, 1973 Salvador Allende forseti skipar hann yfirmann hersins •U.september, 1973 Steypir Allende, sem lést við dularfullar kringumstæður í blóðugu valdaráni. Pinochet fór fyrir herforingjastjórn sem var við völd í 17 ár. Pólitísk stjómarandstaða var bönnuð • 1980 Ný stjórnarskrá sem kveður á um almenna sakaruppgjöf fyrir pólitíska glæpi sem framdir voru frá 1973 til 1978. Fyrrverandi forsetum, sem gegndu embættinu a.m.k. sex ár, tryggt sæti í öldungadeild þingsins til lifstíðar • 1986 Vinstrisinnaðir skæruliðar reyna að ráða hann af dögum • 1989 Breytir stjórnarskránni eftir þjóðarat- kvæðagreiðslu, þar sem honum var hafnað sem leiðtoga landsins, en hann heldur stöðu sinni sem yfirmaður hersins • Mars 1990 Lætur af embætti og borgaraleg stjórn tekur við eftir kosningar • 1998 Á yfir höfði sér ákæru fyrir {jóðarmorð, mannrán og ólöglega greftrun lika". Dómstóll á Spáni rannsakar þátt hans í hvarfi spænskra borgara í Chile • 17. október Handtekinn á einkasjúkrahúsi í London þar sem hann var að jafna sig eftir smávægilega skurðaðgerð á baki London, Santiago. Reuters. ÞAÐ kom öllum á óvart er Augusto Pinochet hershöfðingi og fyrrver- andi einræðisherra í ChOe var hand- tekinn í London sl. laugardag. Var það gert að beiðni spænskra dóm- ara, sem saka hann um morð og mis- þyrmingar á 94 nafngreindum mönnum af ýmsu þjóðerni. Ýmis mannréttindasamtök hafa fagnað handtökunni en stjórnvöld í Chile hafa hins vegai’ mótmælt henni harðlega. Sjálf er chUíska þjóðin klofin í afstöðunni tO hennar. Talsmaður bresku lögreglunnar sagði um helgina, að Pinochet hefði verið handtekinn að beiðni spænskra dómara, sem saka hann um morð á mörgum spænskum borgurum er hann var við vöid í Chile á árunum 1973 til 1990. Var Pinochet að jafna sig eftir smávægi- lega skurðgerð á baki á einkasjúkra- húsi í London en ekki er vitað hvort hann er þar ennþá. Nokkur hópur chilískra útlaga safnaðist hins vegar strax saman á laugardag fyrir utan sjúkrahúsið til að fagna tíðindunum. „Grimmur einræðisherra“ Peter Mandelson, viðskiptaráð- herra Bretlands, sagði á sunnudag, að Pinochet væri „grimmur einræð- isherra“ og nyti engrar friðhelgi í Bretlandi. Sagði hann það komið undir Jack Straw, innanríkisráð- hen*a Bretlands, hvort hann yrði við framsalskröfu frá Spáni en Spánar- stjórn hefur 40 daga frest til að leggja hana fram. Chilestjóm hefur formlega mót- mælt handtöku Pinochets og forseti landsins, Eduardo Frei, sagði í Oporto í Portúgal, að handtakan færi í bága við friðhelgi sendimanna. Breska stjómin mótmælir því og segir, að ekki sé nóg, að viðkomandi hafi skilríki sem sendimaður, frið- helgin eigi því aðeins við, að hann hafi beinlínis verið í erindagjörðum ríkisstjórnar sinnar. Chih'ska þjóðin klofin Handtaka Pinochets, sem nú er 82 ára gamall, hefur vakið upp mikil viðbrögð í Chile og skiptast lands- menn nú sem áður í tvo flokka. Á laugardag efndu nokkur hundrað stuðningsmanna hans til mótmæla fyrir utan breska sendiráðið í Santi- ago og hægriflokkamir í landinu hafa lýst yfir hneykslun sinni með ákvörðun bresku stjórnarinnar. Við annan tón kveður hins vegar hjá chilískum kommúnistum og því fólki, sem missti ástvini sína í hreinsunum Pinochetstjómarinnar. Pinochet var við völd í Chile í 17 ár eftir að hafa steypt stjóm Salvadors Allendes í blóðugri bylt- ingu en Allende lést af skotsáram. Stjórnaði hann landinu með harðri hendi og er sakaður um að bera ábyrgð á dauða 3.000 til 4.000 manna. „Ég get ekki lýst því með orðum hve ánægð ég er með, að það, sem ekki gat gerst í Chile, skuli nú hafa gerst annars staðar,“ hafði banda- ríska dagblaðið The Washington Post eftir Hortensiu Bussi de Al- lende, ekkju Salvardors Allendes. Pinochet hefúr komið a.m.k. tvisvar til Bretlands eftir að hann lét af völdum í Chile, 1991 og 1995, en þá var hann enn yfirmaður chilíska hersins. Verkamannaflokkurinn, sem þá var í stjómarandstöðu, mót- mælti þeim heimsóknum og minnti ríkisstjóm íhaldsflokksins á, að ekkert annað Evrópuríki vildi nokk- uð með Pinochet hafa. Einræðis- herrann fyrrverandi mun m.a. hafa sótt Margaret Thatcher, fyrram for- sætisráðherra íhaldsflokksins, heim nokkram sinnum og drakkið með henni te. Pinoehet og lögfræðingar hans segjast munu berjast gegn framsali til Spánar með kjafti og klóm en málareksturinn, sem því fylgir, get- ur tekið allt frá nokkram mánuðum upp í nokkur ár. Geta lögfræðing- arnir áfrýjað málinu á öllum dóms- stigum en að lokum er það innanrík- isráðherrann, sem tekur af skarið um framsalið. Spánarstjórn í kb'pu Jose Maria Aznar, forsætisráð- hema Spánar, og ríkisstjórn hans hafa áður lýst yfír, að þau séu and- víg rannsókn dómaranna á Pinochet en jafnframt tekið fram, að dómur- unum verði ekki sagt fyrir verkum. Ríkisstjórnin verður hins vegar að leggja blessun sína yfir framsals- kröfuna og haft er eftir ónefndum, spænskum embættismönnum, að þetta sé hið mesta vandræðamál fyrir stjórnina. Samþykki hún kröf- una muni það hafa sín áhrif á sam- skiptin við Chilestjórn og neiti hún að samþykkja hana, muni það verða fordæmt á alþjóðavettvangi. Uppreisn bæld niður í Georgíu Kutaisi. Reuters. STJÓRNARHER Georgíu tókst í gær að bæla niður uppreisn um 200 hermanna sem stálu skriðdrekum og brynvörðum bifreiðum og reyndu að ná Kutaisi, næststærstu borg landsins, á sitt vald. Skriðdrekar og stórskotalið vörðu borgina og fójk, sem flúði af svæðinu, sagði að til átaka hefði komið í bænum Khomi sem er um 20 km frá borgarmörkum Kutaisi. Uppreisnarmennimir samþykktu sfðar um daginn að snúa aftur til búða sinna og slepptu nokkram embættismönn- umsem þeir höfðu tekið í gíslingu. Áður hafði Edúard Shevardnadze forseti sagt í sjónvarpsávarpi að hann kynni að lýsa yfir neyð- arástandi vegna uppreisnarinnar. „Ég hef ekki rétt til að láta ringulreið og stjórnleysi viðgang- ast,“ sagði hann. Undir stjóm stuðningsmanns Gamsakhurdias Uppreisnin hófst í herstöð nálægt bænum Senaki og uppreisnarmennirnir náðu þar tíu skriðdrekum og tveimur brynvörðum bifreiðum. Embættismenn sögðu að uppreisnarmennimir hefðu verið undir stjóm Ekakis Eliavas, sem stjómaði uppreisn þjóðernissinnaðra stuðnings- manna Zviads Gamsakhurdias, fyrrverandi leið- toga Georgíu, á áranum 1992-93. Gamsakhurdia lést við dularfullar kringumstæður í uppreisn- inni. Eliava var veitt sakaruppgjöf eftir fyrri upp- reisnina og hefur gegnt herþjónustu í Senaki. Shevardnadze sagði að uppreisnin væri liður í tilraunum til að koma í veg fyrir áform um að leggja olíuleiðslu frá Aserbaídsjan í gegnum Ge- orgíu. Mikil ólga hefur verið í sovétlýðveldinu fyrrverandi frá því það fékk sjálfstæði 1991 en forsetanum hefur tekist að koma á friði í mestum hluta landsins. Andstæðingar hans hafa þó nokkram sinnum reynt að ráða hann af dögum og stuðningsmenn Gamsakhurdias hafa ekki getað sætt sig við Shevardnadze sem leiðtoga landsins. Tugir far- ast í lest- arslysi AÐ MINNSTA kosti 45 manns fórast og 100 særðust í lestar- slysi í bænum Kafr El-Douar í norðurhluta Egyptalands á sunnudag. Lestin fór út af sporinu og rann á miklum hraða inn á markaðstorg í bæn- um. Yfirvöld sögðu að verið væri að rannsaka orsök slyss- ins og vildu ekki staðfesta frétt- fr um að bilun í hemlabúnaði hafi valdið því. Gengi rúbl- unnar fellur BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, aflýsti fyrirhuguðum fundum sínum í Kreml í gær vegna veikinda. Talsmaður hans sagði að líðan forsetans væri „bærileg" en hann væri enn með nokkur einkenni berkjubólgu. Haft var eftir læknum forsetans að hann ætti að geta gegnt embættinu út kjörtímabilið. Gengi rúblunnar féll um rúm 5% og skýrt var frá því að verg þjóðarframleiðsla Rússa hefði verið 9,9% minni í september en í sama mánuði árið áður. CARL Bildt með eiginkonu sinni, Anna Maria Corazza. Bildt kvongast CARL Bildt, leiðtogi sænska Hægri flokksins, kvæntist ítalska lögfræðingnum Anna Maria Corazza í ítalska sendi- ráðinu í Sarajevo á sunnudag. Þau kynntust í Bosníu þegar Bildt starfaði þar sem alþjóð- legur sáttasemjari á áranum 1995-97. Fornminjum stolið YFIRVÖLD í franska þorpinu Moureze íhuga málshöfðun á hendur yfirvöldum annars þorps, Villeneuvette, vegna stuldar á fornminjum frá ný- steinöld nokkram klukkustund- um eftir að þær fundust í helli nálægt þorpunum um helgina. Yfirvöld í Villeneuvette létu hjá líða að senda verði að hellinum eftir að þeim var tilkynnt um fundinn en síðar kom í ljós að hellirinn heyrir undir Moureze. Samið um við- ræður í Kína TÍMAMÓTAFERÐ taívanskr- ar sendinefndar til Kína lauk í gær með samkomulagi um að hefja á ný formlegar samninga- viðræður, sem Kínverjar slitu 1995. Fréttaskýrendur spáðu því að viðræðurnar myndu ganga hægt og erfiðlega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.