Morgunblaðið - 20.10.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.10.1998, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ HEIMSOKN UM BORÐ I OLIUPALLINN STATFJORD C I NORÐURSJONUM Allt í einu reis Statfjord Charlie upp úr sjónum eins og ferfættur risi, gulur, rauöur og grár, vinnustaóur og annaó heimili 600 manna. Þannig kom einn af borpöllunum í Noröur- sjónum blaðamanni fyrir sjónir er hann heimsótti olíuvinnslusvæöiö nýlega. Með þyrlu í vii þoku og björg una i argalla FARÞEGAR ganga um boro i þyríuna á leið frá Statfjord C. A hverju ari eru um 45 þúsund farþegar fluttir til og frá paliinum á þennan hatt. 8EÐIÐ eftir að kallað verói út i þyrtuna. sumir á leid heim úr virtluinni. aðrir að lokinni fróð- legrí heimsokn. Lengst til vinstri er Geir Magnússon, for- stjori Oliufélagsins hf, ESSO. og þriðji frá vínstri er Einar Benediktsson. forstjóri Oliu- versiunar íslands hf.. OUS. ___ UGSTOÐIN heitir Fles- ^^^land og er í Bergen. Áfanga- staðirnir eru Troll, Gullfaks, Statfjord og fleiri olíupallar. Þyrlurnar bíða í röðum, einkum Sikorsky og Puma. Það hafði orðið seinkun á fluginu í gær vegna veð- urs, en í dag er reiknað með að allt gangi samkvæmt áætlun. Vonandi. Ein þyrlan er á leið út á Statfjord C, sem er einn afkasta- mesti olíupallurinn í Norðursjón- um. Farþegar eru 14 manns úr áhöfn borpallsins, forstjórar Essó og Olís á Islandi, tveir fulltrúar söludeildar Statoil í Noregi og blaðamaður Morgunblaðsins. I marga mánuði hafði þessi ferð ver- ið í undirbúningi, með tilheyrandi símtölum og póstsendingum. Loks- ins var allt komið á hreint - eða hvað? Læknisvottorð, eftirlit, öryggi I afgreiðslu flugstöðvarinnar eru biðraðir eins og í öðrum flugstöð- um. Að því kemur að gestirnir á leið til Statfjord komast að af- greiðsluborðinu. Enn þarf að ganga frá pappírum, sem áður höfðu þó verið fylltir út heima og sendir á milli landa. Blaðamaður dregur upp virðulegt læknisvottorð, sem stað- festir þokkalega heilsu. Ekki hafði gengið þrautalaust að fá slíkan pappír því vegna seinkun- ar á flugi frá Islandi komst skrifari ekki í skoðun hjá læknum Statoil í Stavanger í tæka tíð. Fyrirtækið gerir það að skilyrði að allir sem fara út á borpallana hafi farið í slíka skoðun á vegum fyrirtækisins. Því varð að beita kunningsskap og kúnstum til að komast í læknis- skoðun. Blaðamaður er góður með sig þegar hann réttir stúlkunni í af- greiðslunni í Bergen vottorð um heilsufar undirritað af yfírlækni bráðaskurðdeildar sjúkrahússins í Stavanger. Afgreiðslustúlkan er greinilega ekki eins ánægð og við taka símtöl við einhverja hærra setta. Að lok- um fá farþegar brottfararspjöld. „Hieypum Islendingunum í gegn,“ er sagt. Skriffinnsku er lokið. Öryggið er margfalt þarna í flugstöðinni. Handfarangur er ná- kvæmlega yfirfarinn, lyf eru illa séð, engin rafmagnstæki takk. Úr afgreiðslunni inn í brottfararsal- inn. Næst á dagskrá er að fá sérstaka björgunarflotgalla fyrir hvem og einn. Enginn fer um borð í þyrluna nema hann klæðist slíku öi-yggis- tæki. Tugir björgunargalla hanga uppi í stóru fatahengi og þar fá allir eitthvað við sitt hæfi. Tilkynnt er um seinkun vegna þess að farþegar gærdagsins ganga fyrir. Kaffibolli. Ferðafélagarnir safnast loks í sætisraðir á afmörkuðu svæði. Nú hefst öryggisfræðslan íyrir alvöru. Fyrst er fjallað ítarlega á mynd- bandi um þyrluna og flugið út á pallinn. Öllum rennilásum á björg- unargallanum skal rennt upp, það er eins gott að hafa þetta á hreinu. Næst er kynning á öryggisatriðum á borpallinum. Hvað erum við eig- inlega að fara út í? Nokkur vindur, hætta á þoku Okkur er ekkert að vanbúnaði og tilkynnt er um brottför. Farþegar sýna spjöldin sín eins og í almennu flugi. Gengið í röð að þyrlunni. Eft- ir smástund er keyrt af stað og ek- in sama leið og venjulegar flugvél- ar fara að brautarenda. Flugstjór- inn býður góðan daginn. Velkomin um borð í þetta flug til Statfjord Charlie. Vinsamlegast spennið beltin. Aukinn hávaði og titringur. Blöð- in á toppi þyrlunnar snúast hraðar og hraðar. Hún lyftist hærra og hærra og stefnan er tekin í átt að sjónum. Það er fallegt veður til landsins eftir regn næturinnar. Úti fyrir eru skýjabakkar, trúlega þoka eða rigning þegar utar dregur. Skóga og berar klappir ber íyrir augu, sumarhúsin alveg í flæðar- málinu. Vegir, brýr og bflar, skip og bátar. Firðir, eyjar og sker. Ótrúleg fegurð. Við erum komin út yfír Norður- sjóinn. Hávaði og titringur í þyrl- unni. Norsk dægurtónlist lætur þægilega í eyrum í heymæ’tækjun- um. -Góðan dag, segir rödd í hátal- arkerfínu. -Þetta er flugmaðurinn sem talar. Við reiknum með að flugferðin út til Statfjord C taki um klukkustund. Úti er 13 stiga hiti, nokkur vindur er af suðaustri. Það er hætta á þoku við borpallinn, við sjáum hvað setur. Hafið samband við okkur ef það er eitthvað sem við getum gert. Takk fyrir, segir rödd- in. Blaðamanni dettur ekki í hug að hreyfa sig í sæti sínu. Beltin verða sko ekki losuð meðan á flugferðinni stendur. Ekki heldur hreyft við rennilásunum á björgunargallan- um. Jafnvel ekki þó hitinn sé að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.