Morgunblaðið - 20.10.1998, Side 27

Morgunblaðið - 20.10.1998, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 27 STATFJORD C 1984 STATFJORD A STATFJORD B 1977 1981 Aukin nýting með tengipöilum HÁTT í helmingur daglegrar framleiðslu Statfjord C kemur frá tveimur tengipöllum á hafsbotni. Statfjord-Austur er á 170 metra dýpi, um 7 kílómetra frá olíupallinum, og Statfjord-Norður er á 260 metra dýpi, 17 kílómetra frá honum. Þrjár holur eru tengdar við hvorn tengipall. Tengipallarnir eru síðan tengdir olíupallinum með tveimur níu tommu framleiðslurörum, stjórnkapli og 12 tommu lögn til vatnsdælingar í olíulindina. Mikið er í húfi að ná sem allra bestri nýtingu á olíulindunum og á Statfjord-svæðinu er nýtingin komin upp í 65%, en Statoil stefnir að því að ná 70% nýtingu út úr Statfjord-svæðinu. Alls er svæðið um 100 ferkílómetrar að stærð. STATFJORD-Austur íifSaBii 2.300 m dýpi STATFJORD V ^ Heimild: Statoil verða óbærilegur í þessum þykka og þétta búningi. Þarna er lítil skúta með seglin uppi og skömmu síðar nótabátur á siglingu. Annars varla skip að sjá á haffletinum. Það er farið að hvítna í báru, enda erum við komin langt út yfir Norðursjóinn á þessum skrýtna fugli sem öslar áfram á ótrúlega þægilegan hátt. Verst með hitann í gallanum - og svitann. Sumir sofa alla leiðina, greinilega vanir slíkum ferðum. Þeir eru jú bara á leiðinni í vinnuna. Svipað og Hallgrímsturn Við fljúgum inn í skýjaþykkni. Varla lendir maðurinn í þessu veðri. Flugtíminn nálgast klukku- stund, aftur heyrist rödd flug- mannsins í kerfinu. -Við nálgumst nú Statfjord C og reiknum með að lenda á þyrlupallinum eftir fímm mínútur. Festið beltin. Allt í einu rís ferfættur risi upp úr hafínu, rauður, gulur, grár. Þyrl- an hækkar sig lítillega, inn yfir pallinn og við erum lent. Dyrnar opnast, spaðarnir snúast áfram, há- vaði og titringur, rok og regnúði. Farþegar ganga skipulega frá borði og niður á næstu hæð fyrir neðan. Ur göllunum, loksins. Þetta var merkilegt flug. Manni leið eins og hinum strákunum á leið í vinnuna. Það var ekki fyrr en síðar að blaðamaður áttaði sig á því að þyrlupallurinn sem slútti að hluta út yfir sjálfan borpallinn var í 74 metra hæð yfir sjónum. Svipað og turn Hallgrímskirkju. Það var eins gott að það lá ekki fyrir í upphafi ferðar. Lindirnar á ríkasta olíu- svæðinu endast lengur STATFJORD C er einn af fjölmörgum norskum, enskum og dönskum olíu- pöllum sem reistir hafa verið í Norðursjónum á rúmum ald- arfjórðungi. Pallurinn er í raun kominn til ára sinna miðað við hversu hröð þróunin hefur verið í olíuiðnaðinum, en stendur enn fyrir sínu, er einn sá afkastamesti og framleiðir um 45 þúsund rúmmetra af olíu á dag eða sem nemur um 300 þúsund tunnum daglega. Það tæki Statfjord C innan við 100 klukku- tíma að fylla ráðhúsið í Osló af olíu, svo dæmi sé tekið úr upplýsingariti Staoil. Kjell Sander Nordstrand og Jó- hann Ámundason, sem báðir eru meðal yfirmanna um borð, eru leið- sögumenn gestanna. Það er byrjað að svipast um 1 hótelinu því sannast sagna er íveniálman eins og mjmd- arlegt 10 hæða hótel úti í miðjum Norðursjónum. Rúm eru í tveggja manna herbergjum fyrir 345 manns. Yfirleitt eru um 200 manns um borð. Til samanburðar má nefna að 215 herbergi eru á Hótel Sögu og gistirúm fyrir um 330 manns. Heilsugæsla er allan sólarhring- inn á olíupallinum, mötuneyti með fjölbreyttum mat, líkamsrækt, sjón- varpsherbergi, dagstofa þar sem Tankar, lagnir og leiðslur hvert sem litið er. Drunur í borum og dælum. Starfsmenn í vinnugöllum, sem horfa með spurnarsvip á aðkomumennina sem komnir eru til að skoða og fræðast um olíu- pallinn Statfjord C. Ágúst Ingi Jónsson var einn gestanna fimm um borð í þessu risa- mannvirki. leyft er að reykja, og fundarher- bergi er einnig að fínna í þessari byggingu. Þar er líka tölvuvætt stjórnrými þar sem nákvæmlega er fylgst með allri vinnu um borð. Ástæðulaust að storka forlögunum Stjómstöðin er kafli út af fyrir sig, sannkallað hjarta þessa vinnustaðar, neðst í byggingunni. Strangar reglur gilda um flæði upplýsinga í stjórn- stöð. Hvort sem unnið er um borð í sjálfum pallinum eða langt undh' sjávarbotninum þarf að skrá manna- ferðir nákvæmlega, hvar er unnið, við hvað og með hvaða tækjum. Þegar unnið er við logsuðu, svo dæmi sé tekið, er það fært nákvæm- lega inn í stjórntölvm' og vel er fylgst með allri framvindu meðan á þessari hættulegu vinnu stendur. Eldur um borð í olíupalli er hugsun sem enginn vill hugsa til enda og mikil varkárni viðhöfð. Gestunum er bent á að myndavélar með leift- urljósum séu bannaðar, þó ekki séu miklar líkur á gasleka sé ástæðu- laust að storka forlögunum. Lindir á 3 þúsund metra dýpi Þegar út úr íveruálmunni er kom- ið blasir bortuminn við þar sem hann gnæfir í 125 metra hæð yfir ►

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.