Morgunblaðið - 20.10.1998, Síða 29

Morgunblaðið - 20.10.1998, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 29 legt að standa þarna neðst í leggn- um, minnir reyndar á tilfinninguna að standa á botni Hvalfjarðar- ganga. Miklar öryggisráðstafanir eru þarna niðri, gasgrímur innan seil- ingar og leiðbeiningar um hvað skal gera ef vart verður gasleka. Ef boð kemur frá öiyggiskerfi um leka skal umsvifalaust setja gasgn'mu fyrir andlitið og síðan er að koma sér upp með hraði, hlaupandi allar hæðirnar eða í lyftu, en jafnframt er hreinu lofti dælt niður stólpann. Gasleka hefur orðið vart um borð í borpöll- unum, en ekki á Statfjord C. Fyrir nokkrum árum dóu átta manns í slíku slysi um borð í Statfjord A. Þarna niðri hafa starfsmenn og gestir skráð nöfn sín á múrsteins- veggina og gestirnir frá Islandi skrifa nöfn sín með digrum túss- pennum á veggina. Ekki er staldrað lengi við í þessu rými þarna á botn- inum og menn fíkra sig aftur upp á v\ð að lyftunum. í gegnum tvo stólpana er borað í olíulindina og lagnir fyrir tengipall- ana era í einum stólpanna. í fjórða stólpanum, þeim sem farið er niður í, eru alls konar stjómtæki og öryggis- ventlai’ t.d. hin mikilvægu tæki sem stjórna ballest pallsins. Gas fer upp þennan stólpa í tanka ofar í pallinum og síðan er það ýmist notað, sent í 14 tommu rörum eftir hafsbotni til neyslu í Bretlandi eða sent niður í lindina aftur, ýmist til að halda uppi þrýstingi þar eða til geymslu. Gasvinnsla verður stöðugt mikii- vægari fyrir Norðmenn og hafa ver- ið unnin ótrúleg tæknileg afrek við lagningu gasleiðslna þvers og kruss á botni Norðursjávarins. Oft eru þessar lagnir á miklu dýpi milli palla og í land í Noregi eða mark- aðslöndunum. Ætlunin er að þegar olíulindin þrýtur verði borpallinum Statfjord C breytt og hann notaður til að vinna gas. Mesta framleiðsla á einum degi Hans Von Der Uppe er einn þriggja stöðvarstjóra, en eins og í öðrum störfum um borð eru þrír um hverja stöðu til að allir geti fengið umsamin leyfí. Hann segir blaða- manni stoltur frá því að Statfjord- svæðið sé mikilvægasta olíuvinnslu- svæði Norðmanna og hafí gefíð miklu meira og enst miklu lengur en menn þorðu að gera sér vonir um. Statfjord A hefur gefið mest enda verið lengst í notkun. Þeir á Statfjord C eiga hins vegar metið, en þar voru unnir 53.489 rúmmetrar af olíu á einum degi, en nú er fram- leiðslan um 45 þúsund rúmmetrar og kemur um helmingurinn frá tengipöllunum. Upphaflega var reiknað með að Statfjord-svæðið entist fram til árs- ins 2003, en nú er talað um árið 2010. Reyndar hafa norskir sér- fræðingar hjá Statoil og víðar náð mjög athyglisverðum árangri í að nýta olíulindir betur en áður hefur þekkst. 50% nýting olíulinda þótti langsótt takmark fyrir nokkrum ár- um, en sérfræðingar gera því skóna að þeir geti náð 70% nýtingu út úr STJÓRNSTÖÐIN er hjarta olíu- pallsins og þar er nákvæmlega fylgst með vinnslu og viðgerðum og annarri starfsemi á pallinum. Statfjord-svæðinu og eru þegar komnir í 65%. Til að nýta vinnslugetuna um borð í Statfjord-pöllunum hafa lagn- ir frá minni pöllum verið tengdar þeim. T.d. er Statfjord A tengdur borpalli á Snorrasvæðinu og fer olía frá Snorra í gegnum lagnir á hafs- botni í Statfjord A. Þaðan fer gullið svarta síðan um borð í flutninga- skip. Á þennan hátt nýtast dýr mannvirkin betur og lengur. Statfjord A er búinn að lifa sitt blómaskeið og aðeins 10% af því sem nú kemur upp úr lindinni er olía, hitt er vatn. Erik Ábö, einn sérfræðinga Sta- toil, segir að með því að dæla gasi og vatni niður í lindina nái þeir að halda uppi þrýstingi í lindinni, það sé fyrsta atriði. I öðru lagi ráði þeir yf- ir fullkominni tækni til að kort- legggja svæðið mjög nákvæmlega og noti til þess jarðskjálfta- og berg- málsmælingar, en sú tækni verði stöðugt fullkomnari. Jafnframt séu boraðar fleiri holur í lindina og bor- tæknin verður einnig stöðugt þró- aðri eins og áður sagði. Hægt er að hafa tvær greinar á bornum og hon- um er nánast hægt að stýra með stýripinna úr stjórnklefa, ekki ósvip- að og strákar í tölvuleik. Með fulkominni tölvutækni og þrívíddarmyndum er hægt að vinna saman upplýsingar úr mörgum átt- um og finna með mikilli nákvæmni olíu sem enn er vinnanleg í lindinni. Gasloginn brennur í öryggisskyni Möguleikarnir virðast óendanleg- ir og það er með ólíkindum að hægt sé að lesa jarðlög djúpt undir hafs- botni nánast eins og opna bók. Reynslunni ríkari og ögn fróðari er haldið á ný áleiðis til Bergen. Það sem síðast sést til pallsins þegar þyrlan hefur tekið stefnu áleiðis til Bergen er gasloginn sem brennur í um 130 metra hæð fremst og efst á miklu stálvirki sem skagar út frá pallinum. í raun er þarna um enn einn öiyggislokann að ræða. Ef ekki er hægt að sleppa niður gasi eða gasþrýstingur eykst skyndilega í lindinni eða ein gastúrbínan iokast eykst gasið sem brennt er á pallinum. Reynt er að hafa þennan loga sem minnstan og miklu minna er brennt af gasi á pöllunum en áður, bæði vegna mengunar sem þessu fylgir og eins vegna verðmæta sem þarna fara forgörðum. Gasloginn er því enn eitt dæmið um öryggið sem reynt er að tryggja eins og framast er kostur á þessum framandi vinnustað. Hann sýnir okkur líka að það er verið að vinna olíu úr iðrum jarðar af fullum krafti. Á MORGUN Samtöl við tvo íslendinga sem lengi hafa starfað við olíuiðnað- inn í Noregi, þá Jóhann Ámunda- son og Matthías Hauksson. Nýjar bækur Fimmtánda ljóðabók Jóhanns Hjálmarssonar • MARLÍÐENDUR er fimmtánda ljóðabók Jó- hanns Hjálnuirssonar. I kynningu segir að Jóhann Hjálmarsson sé í fremstu röð íslenskra nútímaskálda. Ljóð hans hafa að undan- förnu vakið æ meiri at- hygli heima og erlendis og eru til í þýðingum á fjölmargar tungur. Ný- lega kom út eftir Jó- hann Ijóðasafn á Spáni með 103 ljóðum og væntanleg eru ljóðasöfn eftir Jóhann í fleiri löndum. Ennfremur segir að Jóhann Hjálmarsson sé iöngu þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir í skáld- skap sínum, Marlíðend- ur er frumleg bók, með helstu höfundarein- kennum Jóhanns. Yrk- isefni hennar era úr nánasta umhverfi skáldsins. M.a. ljóð með efni ur íslenskum forn- sögum og íslenskri náttúru. Einnig ljóð frá Spáni. Utgefandi er Hörpu- útgáfan á Akranesi. Bókin er 58 bls. Kápa Tnhann <>g Hósmynd af höfundi: TT.Jora Johannsdottir. Iljalmarsson Prentvinnsla: Oddi hf. Verð 1.680 kr. Dagskrá um Olaf Jóhann frestað DAGSKRÁ sem halda átti um Olaf Jóhann Sigurðsson í Nor- ræna húsinu fímmtudaginn 22. október, verður frestað um óá- kveðinn tíma. Dagski-áin hefur verið auglýst í kynningarbæklingi um upp- lestrarröð Máls og menningar og Forlagsins, Ljáðu þeim eyi’a. Sungið í Laug- ardalslaug DOMINANTEKÓRINN frá Finnlandi ætlar að syngja fyrir gesti í Laugardalslauginni í dag, þriðjudag, kl. 14.00. Kórinn held- ur síðustu tónleika sína í Lang- holtskirkju á fimmtdagskvöld. Mannlíf á Vestfjörðum VESTFIRSKA forlagið á Hrafnseyri, sem er eina starfandi bókaforlagið á Vestfjörðum eftir því sem best er vitað, mun gefa út fímm bækur og rit á þessu hausti. Nýlega kom út bókin „Barna- skóli á Þingeyri í Dýrafirði í 100 ár“, eftir Hall- grím Sveinsson, fyrrverandi skóla- stjóra, en þar er um að ræða af- mælisrit skólans á Þingeyi’i, eins og nafnið bendir til. Bókin er blanda af sagnfræði, viðtölum og sögubrotum með fjölbreyttu myndefni. Einnig er komið út 5. hefti í ritröðinni Mannlíf og saga. Þar er um að ræða ríkulega mynd- skreyttan þjóðlegan fróðleik, þar sem fjallað er um líf og sögu kyn- slóðanna í Þingeyi’ar- og Auðkúlu- hreppum á skaganum milli Dýra- fjarðar og Ai’narfjarðar. Þrjár bækur eru svo væntanleg- ar á næstunni frá Vestfírska forlag- inu. Er þar fyrst að nefna „Frá Bjargtöngum að Djúpi. Mannlíf og saga fyrir vestan". Þar er fjallað um mannlíf á Vestfjörðum frá Bjargtöngum að Djúpi, fyrr og nú, í sinni fjölbreytilegu mynd. Efnið er eftir marga höfunda, víðsvegar að úr fjörðunum, skreytt fjölda mynda. „Jólasólarkötturinn" er barnabók eftir Steinunni Eyjólfsdóttur, sem skrifað hefur nokkrar bækur fyrir yngstu kynslóðina. „Sagan fléttar saman ævintýrið, sem alltaf er svo nálægt okkur íslendingum, og raunsanna mynd af heimi bama í sjávarþorpi," segir í kynningu. Loks er svo að nefna bókina „101 vestfírsk þjóðsaga“ eftir Gísla Hjartarson, ritstjóra á ísafírði. Hér er um gamanmál að ræða í þjóð- sagnastíl, þar sem fjöldinn allur af Vestfírðingum, þekktum og óþekkt- um, kemur við sögu. Morgunblaðið/Golli GUÐRUN Ingimarsdóttir syngur á tónleikum í Hafnarborg. Allt litróf raddar- innar í ljóðasöng „í ÓPERUNNI getur maður falið sig svo mikið í búningnum og í hlutverkinu en þegar ljóðasöngur er annars vegar verður maður að sýna allt litróf raddarinnar og það er miklu viðkvæmara - en óskaplega inikil áskorun," segir sópransöngkonan Guðnin Ingi- marsdóttir, sem heldur tónleika í Hafnarborg annað kvöld, mið- vikudagskvöld, kl. 20.30, ásamt Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara og Áshildi Haralds- dóttur flautuleikara. Á efnisskránni eru m.a. söngverk eftir Scarlatti, Schubert, Brahms, Strauss, Mozart, Atla Heiini Sveinsson og Hjálmar H. Ragnarsson. „Þetta eru portrett- tónleikar með blandaðri efnisskrá. Við byrjum með sólókantötu eftir Scarletti fyrir sópran, flautu og pianó, þá koma ljóð, þýsk og ís- lensk, og svo endum við á aríum,“ segir Guðrún en henni þykir vel við liæfi að sýna ákveðna breidd í efnisvali á þessum fyrstu opinberu tónleikum sínum í Reykjavík eftir að hún lýkur námi. Þær stöllur voru með tónleika í Borgarneskirkju á sunnudags- kvöld og þar var Guðrún á heima- velli, ef svo má segja, því hún er frá Hvanneyri í Borgarfirði. Hún segir það óskaplega gaman að koma heim og syngja fyrir sveit- ungana - og aðra. Guðrún stundaði nám við Söng- skólann í Reykjavík undir hand- leiðslu Elínar Öskar Óskarsdóttur og lauk þaðan prófi árið 1992. Þá hélt hún til Lundúna þar sem hún sótti einkatíma hjá prófessor Vera Rozsa um tæplega tveggja ára skeið en árið 1995 hóf hún framhaldsnám við einsöngvara- deild tónlistarháskólans í Stutt- gart hjá hinni heimsþekktu koloratursöngkonu Sylviu Geszty og lauk þaðan prófi á liðnu vori. Guðrún hefur meðfram námi tekið þátt í fjölda óperuupp- færslna. Hún söng t.d. hlutverk Romildu f Xerxes eftir Handel á Llantilio Crosseny tónlistarhátíð- inni í Wales og Despinu í Cosi fan tutte með Fílharmóníuhljómsveit- inni í Baden Wiirtemberg, en það hlutverk söng hún einnig á tón- listarhátíðinni í Bad Hersfeld í Þýskalandi. Meðal annarra ópeiu- hlutverka sem Guðrún hefur sungið eru Gréta í Hans og Grétu, Blondchen í Entfuhrung aus dem Serail og Titania í Álfadrottningu Purcells. Hún liefur einnig komið fram á fjölda tónleika og ber þar hæst uppfærslu á Carmina Burana í útvarpssalnum í Frank- furt með pólsku útvarpshljóm- sveitinni í Kattowitz, þar sem Guðrún hlaut sérstakt lof gagn- rýnenda fyrir söng sinn. Þá kein- ur hún reglulega fram með Jo- liann Strauss hljóinsveitinni í Wiesbaden. Guðrún tekur enn- fremur virkan þátt í flutningi kirkjutónlistar og sem dæmi um tónverk sem hún hefur sungið má nefna Sköpunina eftir Haydn, Requiem eftir Fauré og Mozart, Jólaóratórfu og kantötur Bachs. „Síðastliðin þrjú ár hef ég mest verið að fást við óperutónlist en eftir að ég lauk skólanum er ég farin að vinna meira að annars- konar tónlist líka; kirkjutónlist og ljóðasöng," segir Guðrún. I augna- blikinu kveðst hún mjög upptekin af eldri tónlist og Bach er henni mjög kær. „Það gefur mér mjög mikið að syngja ljóð en það er miklu erfiðara og viðkvæmara en óperuformið. Það er mjög erfitt að syngja Bach vel,“ segir hún. Aðspurð um hvað sé næst á dagskrá hjá henni þegar hún heldur aftur utan segist Guðrún m.a. vera að fara að syngja Requiem eftir Mozart í Stuttgart. „Svo syng ég einsöng f verki eftir Arvo Part og er að undirbúa Frauenliebe und - leben eftir Schumann og jólatónleika með gítar. Síðan verð ég að halda áfrain að syngja fyrir og kynna mig,“ segir hún. Hvað framtíðina varðar kveðst hún ætla að halda öllum möguleikum opnum. Hún segir tækifærin mörg í Þýska- landi, vissulega togi Island alltaf í hana en því miður sjái hún ekki fyrir sér að geta lifað á söngnum hér.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.