Morgunblaðið - 20.10.1998, Page 30

Morgunblaðið - 20.10.1998, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Bókastefnan í Gautaborg að hefjast Hvað er hægt að búast við að finna? Börn og unglingar og menningararfurinn verða helstu þemu Bókastefnunnar í Gautaborg í ár. Kristín Bjarnadóttir skrifar að sem dæmi um umræðuefni séu stefnan sem leikhús og predikun sem bókmenntagrein og einnig megi nefna kreppu kirkjunnar. Katherine Isabel Jill Paton Paterson Fonseca Walsh FJÓRTÁNDA Bókastefnan í Gautaborg verður dagana 22.-25. október næstkom- andi. Tvö helstu þemu bókastefn- unnar í ár verða „Börn og ungling- ar“ og „Menningararfurinn". Áhersla er annars vegar lögð á bókmenntir fyrir börn og unglinga og hinsvegar á bækur og umræður um málefni ungmenna frá ýmsum sjónarhólum. Menningararfmum verða væntanlega gerð skil í pall- borðsumræðum sögulegra bók- mennta og heimildarverka sem og umræðum um kirkjunnar mál. Rætt verður m.a. um Guðsmyndir í aldarlok og „Messan sem leikhús - og predikun sem bókmenntagrein" er dæmi um titil á umræðufundi. Þar er spurningin hvort kreppa kirkjunnar sé listræn kreppa og stefnt er saman guðfræðingi, dra- maturg og rithöfundi til að ræða svörin. Þriðja þema stefnunnar er „hið góða og hið vonda“. Samtímis og í samvinnu við bókastefnuna stendur yfir safn- messa „Nordiska Museimássan" þar sem komast má í snertingu við „menningararfinn“ (amk. með aug- unum), á annan hátt en bækur og orð bjóða uppá. Hin fjögurra daga stefna til húsa í Svenska Mássan býður uppá dag- skrá með leiklistar- og tónlist- arívafi, skipulögð mannamót með á þriðja hundrað pallborðsumræðum og upplestrum, samhliða sjálfri sýningunni. Samkvæmt fréttabréfi stefnunnar er hátt á fimmta hund- rað manns á mælendaskrá og aðeins fáir verða því nefndir hér, en alnetsnotendum má benda á heimasíðuna www.bok-bibliotek.se eðal þekktra höfunda sem eru væntanlegir eru Katherine Paterson og Uri Orlev, en bæði hafa hlotið H.C. Andersen-verðlaunin, sem eru veitt annað hvert ár síðan 1956 og oft kölluð Nóbelsverðlaun barna- bókmenntanna. Katherine Pater- son býr og starfar í Bandaríkjun- um, en er fædd í Kína. Bækur hennar eru þýddar á 22 tungumál og sögusviðið er ýmist Kína, Band- aríkin eða þá Japan þar sem hún hefur einnig dvalið og starfað. Hún hefur tvisvar hlotið Newbery-heið- ursmerkið ög í ár hlaut hún H.C. Andersen-verðlaunin meðal annars fyrir tæran stíl med dramatískum áhrifum og fyrir „ævinlega að ljá lesendum sínum framtíðarvon". Uri Orlev býr í Jerúsalem, flutt- ist þangað frá Palestínu, en er fæddur í Póllandi. Reynsla hans frá gyðingahverfi í Varsjá, 20 mánaða dvöl í fangabúðunum Bergen-Belsen, búsetu í Palestínu eftir heimsstyrjöldina síðari og af lífinu á „kibbutz", myndar bak- grunn í mörgum bóka hans. Uri Orlev, sem skrifar á hebresku fyrir börn og unglinga, sem og fullorðna, hefur verið þýddur á mörg tung- umál. Svíar búa enn ekki svo vel að eiga eina einustu bók eftir hann á sínu máli. Á alþjóðlegum vettvangi hefur hann hlotið ýmsar viður- kenningar, þar á meðal H.C. And- ersen-verðlaunin 1996. Marita Conlon-McKenna, ein- hver vinsælasti barnabókahöfund- ur Irlands, mun koma og einnig Lesley Beake, sem er fædd í Skotlandi, en fluttist 16 ára gömul með foreldrum sínum til Suður-Af- ríku. Marita Colon-McKenna nýtur vinsælda í heimalandinu bæði fyrir raunsæjar lýsingar á samtímanum og fyrir sögulegar frásagnir. Hún hefur tekið til umfjöllunar hung- urtímabil 19. aldarinnar á Irlandi og er sögð hafa fengið hugmyndina að „Children of the Famine", fyrstu bók sinni í sögulega bóka- flokknum, þegar hún heyrði út- varpsþátt er greindi frá nafnlausri barnagröf frá hungurtímabilinu. Leiðið hafði fundist undir hvítþyrnatré. Lesley Beake er sögð skrifa bæði frá sjónarhóli inn- angarðs- og utangarðsfólks í Suð- ur-Afríku. Sögupersónur hennar eru bæði svartar og hvítar, hún skrifar um unglinga og byggir oft á raunvei-ulegum atburðum. Lesley hefur einnig búið í Namibíu og Austurlöndum nær, og sögusvið bókarinnar „Song of the Bee“ er meðal Namibíufólks. Dagskrá fóstudagsins inniheldur bæði sænska leiksýningu byggða á þeirri bók og umræðufund með höfundinum. Að pallborðsumræðum með fjórum ofangreindum höfundum hverjum fyrir sig, standa samtökin IBBY (International Board on Books for Young People) sem stofnuð voi-u í Zúrich 1953 til að stuðla að dreif- ingu góðra bamabókmennta og starfa nú í 64 löndum. „Hvert hefur veröldin farið?“ eru fimmtu pall- borðsumræðumar á þeirra vegum tú að fjalla um ládeyðuna sem þyk- ir ríkja í útgáfu innlendra og þó einkum þýddra barna- og ung- lingabóka eftir langt blómaskeið Svía á því sviði. Wolf Erlburch, þýski teiknarinn, sem er þekktur um víða veröld fyr- ir myndskreyttar barnabækur, verður hins vegar gestur bóka- stefnunnar á vegum Goethe-stofn- unarinnar. Erlburg hóf feril sinn sem auglýsingateiknari og um skeið teiknaði hann fyrir blöð eins og Esqume og Stem, en fyrir rúm- um áratug tók hann til við að skrifa og skreyta bamabækur sem hafa náð vinsældum langt út fyrir Evr- ópu, m.a. í Japan, Bandaríkjunum, Kóreu, Mexíkó og Filippseyjum. Meðal innlendra höfundna barna- og unglingabóka sem taka þátt að þessu sinni eru Ulf Stark, Gunnilla Bergström, Anna Höglund, Mats Wahl, Viveca Larn, Jens Ahlbom, Annika Thor, Per Nilsson, Maj Bylock, Sören Olsson og Anders Jacobsson. Á tveggja daga dagskrá, fimmtu- dag og fóstudag, með pallborðsum- æðum í samvinnu við Mennta- miðstöð Gautaborgar (Utbildnings- centmm) munu höfundar fræðibóka um böm og unglinga taka til máls. ar verða á ferðinni uppeldis- fræðingar, kennarar, félags- fræðingar, sálfræðingar og bamalæknar. Rætt verður um menningu, mótun unglinga og um góða og vonda feður í „föðurlausu samfélagi". Um fullorðnu mann- eskjuna sem við þykjumst sjá glitta í í hverju barni og sköpum þannig væntingar, eða eram eins og kennarinn og sálfræðingurinn Per Naroskin orðar það í bókartitli sínum, með vísun í Proust á sænsku: „Pá spaning efter den vuxna mánniskan". Annar sál- fræðingur, Bengt Grandelius, sem talar um aðhald og takmörk sem skilyrði fyrir því að geta vaxið og þörf bams fyrir leikreglur, er höfundur bókar sem hann nefnir „Att sátta gránser - ett vilkor för váxande“. Að læra fyrir skólann eða lífið, nefnast pallborðsumræðui’ á veg- um félags þjófélagsfræðikennara, þar sem Ove Semhede dósent í félagsvísindum talar um sjálfs- myndarsköpun unglinga og lífsstíl þeirra í nútíma samfélagi þar sem skólinn er ekki lengur með einka- leyfi á þekkingu og þar sem engin einföld svör gilda um hvað er rétt og rangt, gott og vont. Sören Léven mun tala um skólann sem er að breytast, sterkari gæðameðvit- und kennara og aukna ábyrgð nemenda. Ásamt Roger Ellmin hefur hann skrifað bók sem er nýútkomin og nefnist „Skapa 2000- talets skola“. kapandi tvítyngi, eða „Kreativ tvásprákighet", nefnist tveggja daga ráð- stefna í samvinnu við Finna 22.-23., þar sem einkum er höfðað til kenn- ara og skólastjóra. Þar verður rætt um tvítyngda menntun í Svíþjóð með reynslu Finna til hliðsjónar og leitað svara við spurningum einsog: Gæti bráarsmíðin milli tungumála verið betri? Og hvemig túlka þeir höfundar veraleikann sem hafa alist upp í umhverfi þar sem töluð era tvö tungumál? Einnig ber að nefna röð af pallborðsumræðum um 68, fertug saga um ungt fólk, saga sem í dag hlýtur að tilheyra menningararfinum. mræðufundir um ævisögur er nokkuð sem trálega mun vekja forvitni, ekki síst vegna komu tveggja breskra úrvalshöfunda í þeirri grein: Claire Tomalin og Michael Holroyd. Claire Tomalin, sem er fædd í London 1933 og hlaut menntun sína í enskum bókmenntum í Cambridge, hefur meðal annars starfað sem bókmenntalegur rit- stjóri hjá New Statesman og Sunday Times. Fyrsta ævisaga hennar fjallaði um breska braut- ryðjandann Mai-y Wollstonecraft (1759-1797), „The life and death of Mary Wollstonecraft“. Síðan hefur hún skrifað um Shelley, Katherine Mansfield, leikkonuna Dora Jord- an og um „ósýnilega vinkonu" Dic- kens: Nelly Ternan. Nýjasta ævi- saga hennar er „Jane Austin - A Life“. Michael Holroyd, sem einnig er innfæddur Lundúnabúi (1935), hefur verið nefndur „heimsins dáð- asti ævisagnaritari" og þungamiðj- an fyrir þá aðdáun liggur í þrem stórverkum: Um Lytton Strache (1880-1932), sem kvikmyndin Carr- ington (með Emmu Thompson) m.a. byggist á, um listamanninn August John og um George Bem- hard Shaw. Claire og Michael munu koma fram fóstudaginn 23. okt. og tala um listina að skrifa ævilýsingar. Aðrar greinar á sama tré eru þegar skrifað er um ævi samtíma- fólks og jafnvel þegar skrifað er í fyrstu persónu eintölu. Pall- borðsumræður um „Egið í bók- menntum - tál eða veraleiki“ era á dagskrá fimmtudagsins. Þar er Svíunum Jan Myrdal og Lars Vargö, rithöfundi, þýðanda og Jap- ansfræðingi, ætlað að gera „éginu“ skil, með hliðsjón af því sem í bandarískum bókmenntavísindum er vinsælt umræðuefni og nefnist „self writing". Hugmyndafræðileg skrif Jan Myrdals í ferðasöguformi era vel þekkt fyrirbæri og eins vöktu sjálfsævisöguleg verk hans athygli á sínum tíma (ekki síst fyrir þá mynd sem hann gaf af foreldr- um sínum sem voru Gunnar og Alva Myrdal) allt frá „Barndom" sem kom út 1982 til „Tolv pá det trettonde" 1989. óhanna, ekki frá Örk, en frá Moltuberjalandinu, er hún líka kölluð: Sara Lidman, sem fæddist í stórhríð aðfaranótt gamlársdags 1923 í Missentrásk, Jöm, og sem sló þegar í gegn með fyrstu skáldsögu sinni, „Tjárda- len“, 1953 og tók upp sjálfsævisögulegan heimildarstíl í „Hjortronlandet" (Moltuberjaland- ið) 1955. Hún verður önnur aðalpersónan í pallborðsumræðum 24. undir titlinum „Sara - i liv och text“. Hin aðalpersónan er ritari samnefndar bókar: Birgitta Holm, dósent í bókmenntum og kvenna- fræðum við Uppsala háskóla, sem er þekkt fyrir rannsóknir sínar og fyrirlestra og fyrir verk eins og „Fredrika Bremer och den borgerliga romanens födelse“ 1981 og „Selma Lagerlöf och ur- sprangets rornan" 1984. Meðal þekktra sænskuskrifandi þátttak- enda, sem kynna bækur sínar eru einnig P.O. Enquist, P.C. Jersild, Kerstin Thorvall, Jan Guillou, sem nú kynnir fyi-sta bindið af sögu- legri skáldsögu frá krossferðatím- anum, „Vágen till Jerasalem", og Marie Hermanson, sem vakti fyrst athygli með göldróttu smásagna- safni um götóttan veraleika 1986, „Det finns ett hál i verkligheten", endursagði söguna um Mjallhvít (með öllum persónum í fyrstu per- sónu eintölu) og hefur vakið áfram- haldandi athygli með sögum sínum og leikritum. „Musselstranden“ nefnist nýútkomin skáldsaga henn- ar. Þá kemur leikskáldið, barna- bóka- og krimmahöfundurinn Henning Mankell, með „Beráttelse pá tidens strand - en bok om Af- rika“, sem Ordfront gefur út. Hann mun einnig kynna unglingabók sína, „Resan till várldens ánde“, fjórðu og síðustu bókina í bóka- flokki sem Rabéen & Sjögren gefa út. Pallborðsumræður um heim- speki eru á dagskrá föstu- dagsins, með sænsku heim- spekingana Ulla Holm og Torbjörn Tánnsjö á mælendaskrá, svo og Staffan Carlshamre, sjónvarps- tjörnu haustsins í fræðsluþáttum um heimspeki. Til umræðu er: Að hverju leitum við í heimspekinni? Og hvað er hægt að búast við að finna? Bókaforlagið Lindelöws á heið- urinn af þvf framtaki að gefa út safn frásagna eftir innflytjendur, undir titlinum „Det nya Landet". Safnið geymir 44 sögur eftir jafn- marga höfunda bæði þekkta og óþekkta. Fjórir fulltráar þeiraa verða gestir bókastefnunnar: Clet- us Nelson Nwadike frá Nigeríu, Tuija Nieminen Kristofersson frá Finnlandi, Patricia Lorenzoni, sem á móður frá Brasilíu, og Nicola Kolovs, fædd í Svíþjóð en foreldr- arnir grískir. Væntanlegt umræðu- efni er m.a. listin að búa við fleiri ólíkar menningararfleiðir og tung- umál og eiga rætur í fleira en einu, ef ekki móðurmáli þá fósturmáli. Þrír rómansk-amerískir höfundar era væntanlegir: Ana Maria Shua frá Argentínu, Nélida Pinon frá Brasilíu og Mario Monteforete Toledo frá Guatemala, en þau eiga öll sinn þátt í smásagnasafni rómansk-amerískra höfunda, sem er nýkomið út á sænsku. Annað árið í röð munu gyðingar halda sína ráðstefnu á bókastefnunni, en þeir verða einnig með dagskrá á svonefndu Jewish Comer. Sígaunarnir, sem voru á leið frá Indlandi til Evrópu á ár- unum 900-1100, gera engar kröfur um eigið land. Því hefur heimsráð þeirra, „Romani Union“, sem stofnað var 1978, slegið því föstu að þeir eiga heima þar sem þeir eru og búa hvert svo sem land- ið er. I okkar „vestri" eru Aust- urríki og Finnland þó einu löndin sem hafa viðurkennt sígauna sem þjóðarbrot og gefið þeim rétt til kennslu á tungumáli sínu, romani. Gustaf Vasa hélt á sínum tíma að þeir væra njósnarar og árið 1560 bannaði erkibiskup Laurentius Petri prestum að „skíra börn þeirra og jarða lík þeirra". Árið 1617 mæltu kirkjunnar menn með því að sígaunum yrði vísað úr landi, samkvæmt sænsku Nationalencyklopedin. Upp úr miðri okkar öld gerðist rihöfundur- inn Ivar Lo-Johansson talsmaður þess að sígaunum leyfðist að lifa í landinu samkvæmt eigin menning- arhefðum. I dag mun Rúmenía vera það land þar sem hvað stærst- ur hópur sígauna á heima, en þar lifðu margir af sem þrælar furst- anna í um 400 ár. Brot úr sögu og menningararfi þeirra er að finna í bók sem hefur vakið athygli, og er eftir bandarísku blaðakonuna Isa- bel Fonscea. Hún kemur á bóka- stefnuna og segir frá en forlagið Ordfront gefur bókina út undir titl- inum „Begrav mig stáende - zig- enema och deras resa“. Isabel, sem er fædd í New York, menntuð í Oxford og býr í London, fylgdist með sígaunum í fyrrum Áustur-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.