Morgunblaðið - 20.10.1998, Síða 31

Morgunblaðið - 20.10.1998, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 31 Flóttamaðurinn Leslie Nielsen Evrópu um fjögurra ára skeið og gefur nærmyndir af menningu þeirra og sögnum. Hinn vel þekkti og verðlaunaði barnabókahöfundur Jill Platon Walsh verður á mælendaskrá, en undanfarið hefur hún fengið at- hygli fyrir að ljúka skáldsögu Dorothy Sayers: „Thrones Dom- inations". Wals fæst raunar einnig við að skrifa krimma, sem þykja „hlýleg púsluspil“ samkvæmt dag- skrárblaði bókastefnunnar, en sá fyrsti, „The Windham Case“, kem- ur út í sænskri þýðingu nú í haust. andra Brawn er hér kynnt sem persónugervingur band- aríska draumsins og Mary Higgins Clark sem stórmeistar- ynja spennusögunnar, en frá nágrannalandinu Noregi mætir hin kunna Anne Holt til leiks, með bókina „I lejonets gap“ á sænska haustmarkaðnum. Þá mun Neil Jordan væntanleg- ur frá Irlandi, öllu heimsfrægari í kvikmyndaheiminum, með Óskar í farangrinum fyrir besta handrit 1993 (The Crying Game). Hann hóf rithöfundaferil sinn með smá- sagnasafninu „Night in Tunisia“ 1976. Síðan kom skáldsagan „The Past“ 1980, „Dream of a Beast“ 1983 og „Sunrise with Sea Monst- er“ 1994, sem nú er komin út hjá bókaforlaginu Brombergs undir titlinum „Tidvatten". Neil Jordan mun koma fram í samtali við Stephen FaiTan-Lee á laugardag- inn og ræða um starf sitt sem rit- höfundur og kvikmyndagerðar- maður. A mælendaskrá ljóðskálda eru „grand old man“ frásagnarljóðsins (the narrative poetry), Louis Simp- son, fæddur á Jamaíku 1923, og hinn þýski Uwe Timm, sem kom fram sem pólitískt ljóðskáld 1971, að okkar norrænu ljóðskáldum óg- leymdum, þar á meðal Tua Fors- stöm, sem hlaut Norrænu bók- menntaverðlaunin fyrir ljóðasafnið „Efter att ha tillbringat en natt bland hástar". í hinu svonefnda Herbergi fyrir ljóð eða „Rum för poesi“ munu Ijóðskáld lesa úr verkum sínum frá morgni til kvölds í fjóra daga, eitt tekur við þá annað þagnar. Islenskir höfundar sem taka þátt í pallborðsumræðum eru Arni Bergmann, Matthías Johannessen, Ólafur Gunnarsson og Hallgi’ímur Helgason. Ólafur og Hallgrímur munu koma fram fímmtudaginn 22. október á vegum Máls og menning- ar og Forlagsins. I dagskrárblaði stefnunnar eni þeir kynntir sem tveir þeirra nútímahöfunda Islands sem njóta hvað mestrar athygli og þeir eigi það sameiginlegt að hafa notað höfuðborgina sem sögusvið skáldsagna, til að spegla goðsagnir velferðar- og neytendasamfélags- ins. Tröllakirkja Ólafs, um arki- tektinn Sigurbjöm, hefur eins og kunnugt er verið til- nefnd til ýmissa verðlauna, en enski titillinn er Troll’s Cathedral. Hallgrímur, sem á þrjár skáldsög- ur að baki, er kynntur sem lista- maður, gagnrýnandi með meiru og sagður einskonar „enfant terrible" í íslenska menningarlífínu. Rit- stjóranum Sven Hallonsten er falið að leiða samtalið um listsköpum, borgina og skriftina. Arni Bergmann og Matthías Jo- hannessen koma fram laugardag- inn 24. október á vegum Máls og menningar og Hörpuútgáfunnar. Pallborðsumræðurnar nefnast „Is- land i dikt och verklighet" og stjórnandi er Lars-Áke Engblom fyrrverandi forstjóri Norræna hússins í Reykjavík. I kynningar- texta er sagt að þeir hafi frá ólík- um sjónarhólum gefið tóninn í hinu hugmyndafræðilega og menningar- lega samtali seinustu áratugi, og greint er frá ritstjóraferli hvors um sig. Báðir voru tilnefndir till Norrænu bókmenntaverðlaunanna 1998, Matthías fyrir ljóðasafnið „Vötn þín og vængur" og Ami fyrir sögulegu skáldsöguna „Þorvaldur víðförli". KVIKMYIVDIR Itfóhöl 1 in og Bfóburgin Kærður saklaus „Wrongfully Accused" ★★ Leikstjóri, framleiðandi og handrits- höfundur: Pat Proft. Aðalhlutverk: Leslie Nielsen, Kelly LeBrock, Michael York og Richard Crenna. PAT Proft var lengi samstarfs- maður Jim Abrahams og David Zuckers sem hvað lengst hafa náð í gerð skopstælingamynda og hefur lært sitt fag við gerð fjölda slíkra á undanfórnum tveimur áratugum. Hann stendur einn á bak við skop- stælinguna Kærður saklaus eða „Wrongfully Accused“, sem er ágæt- lega heppnuð framan af en dalar nokkuð efth’ hlé. Hún er talsvert betri en síðasta skopstæling, Mafía Jane Austen, sem maður hélt að boðaði endalok þessara mynda. Proft hefur sýnt að enn er eitthvað líf eftir. Kannski er skilyrði að gamanleik- arinn Leslie Nielsen fari með aðal- hlutverkið svo myndir af þessu tagi heppnist en hans var sárt saknað í Mafíunni. I Kærður saklauS leikur hann heimsfrægan fiðluleikara sem lendir í bragðvondu hvað eftir annað allt eftir því hvaða myndir Proft kýs að skopstæla. Af mörgu er að taka en eins og heitið bendir til er rauði þráð- urinn mynd Harrison Ford, Flótta- maðurinn. Nielsen gerir það sem hann gerir best; leikur aðalhetjuna jafn frábærlega utangátta og hún er hjólbeinótt í öllum þeim ai’agrúa þekktra atriða sem Proft grínast með. Nielsen hefur fyrir löngu komið sér upp svipbrigðum sem eiga ein- staklega vel við þegar heimurinn virðist vera að hrynja í kringum hann (iðulega af hans völdum) og bera vitni um algera og rótgróna heimsku. Með önnur hlutverk fara Kelly LeBrock og Michael York og Ric- hard Crenna, sem stælii’ ákafann í Tommy Lee Jones í Flóttamannin- um og gefur undurfurðulegar skip- anir í allar áttir labbandi hringi í kringum sjálfan sig. Proft leitar að sumu leyti allt aftur til dýrðardaga „Airplane“ myndanna eftir skopi og tekst oft mjög skemmtilega upp í fyrri helmingi myndarinnar. Sér- staklega eru orðaleikirnir kunnug- legir. Hann gerir grín að ótalmörg- um myndum allt frá „Mission: Impossible" til „Titanic" og fær mann til að hlæja eina ferðina enn að vitleysunni. Eftir því sem líður á myndina tapar hann dampi og bröndurunum fækkar og það dregur úr kraftinum. Eitt af því sem gleymist þegar kreditlistinn birtist og áhorfendur streyma út, er að margm- góður brandarinn leynist á listanum og ættu áhugasamir að sitja sem fastast þar til hann hefur runnið yfir tjaldið. Arnaldur Indriðason tmSSSgMM FordTransit 10-15 manna Verð ffá 2.538.000 kr. Transit fólksflutningabíll a Greið leið inn, nóg pláss, góð sæti, öryggisbelti fyrir alla og sérhver hlutur á réttum stað. Þetta eru þeir kostir sem gera Ford að rétta bílnum þegar farmurinn er fólk. Útkoman er þægindi og öryggi, jafnt fyrir ökumann sem farþega. Allir kostir við fjármögnun eru fyrir hendi, þ.á.m. rekstrarleiga. Nýttu þér þjónustu sölumanna okkar við að finna rétta bílinn og útbúa hann eftir þínu höfði. Brimborg-Þórshamar Tryggvabraut 5, Akureyri sími 462 2700 Bílcy Búðareyri 33, Reyðarfirði sími 474 1453 Bctri bílasalan Bílasala Kcflavíkur Hrísmýri 2a, Selfossi Haftiargötu 90, Keflavík sími 482 3100 sími 421 4444 Tvisturinn Faxastlg 36, Vcstmannaeyjum sími 481 3141 Ford Econoline Club Wagon 12-15 manna Verð frá 2.998.000 kr. BRIMBORG FAXAFENI 8 • SÍMI 515 7010

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.