Morgunblaðið - 20.10.1998, Síða 33

Morgunblaðið - 20.10.1998, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 33 Leggur ballett- skóna á hilluna DAVID Greenall hef- ur ákveðið að leggja ballettskóna á hilluna og verður sýning ís- lenska dansflokksins fimmtudaginn 22. október sú síðasta sem hann tekur þátt í. Hann hefur starfað með Islenska dans- flokknum frá 1992 og dansar eitt af aðal- hlutverkunum í verki Jiri Kyliáns, Stool Game, í þessari íyrstu uppfærslu sýningarársins. David stundaði list- dansnám meðal annars við West Street Ballet School og London Contemporary Dance School. Hann hefur meðal annars dansað með Rambert Dance Company, Adventures in Motion Pictures Dance Company í Bretlandi og Ballet Theatre í Vínarborg, en með þeim hefur hann farið í sýn- ingarferðalög um Evrópu. David stofnaði Listdans- flokk æskunnar en auk þess kennir hann við Listdans- skóla íslands. Hann hefur samið og stjórnað íjölmörgum dansverkum og má þar nefna verkið Carpe diem sem Is- lenski dansflokkur- inn flutti haustið 1994 auk þess sem hann samdi dans- verk og stjórnaði þegar Jóhann- esarpassía Bachs var flutt í Langholts- kirkju á páskum 1995 og tekin upp fyrir Sjónvarpið. Þá hefur David unnið fyrir Sinfóníuhljóm- sveit íslands, íslensku óperuna og sett upp Oklahoma fyrir Söng- skóla Reykjavíkur. David samdi verkin Tilbrigði sem íslenski dansflokkurinn flutti í mars 1996 og Konan á klettinum horfir, sem flutt var í mars 1997. David Greenall -----.---------------——— m 'í ' f" • YFIRLITSMYND af sýningu Haraldar Jónssonar. „NÆR og íjær“, eftir Terje Risberg. Norskar noktúrnur MYM)LIST Ilafnarborg GRAFÍK TERJE RISBERG Opið alla daga nema þriðjudaga frá 12-18. Aðgangseyrir 200 kr. Til 26. október. í HAFNARBORG gefur að líta viðameiri og metnaðarfyllri gi-afík- listasýningu en sést hefur hér á landi í talsverðan tíma. Listamaður- inn er norskur, Terje Risberg, og hann sýnir verk sín í öllum sölum Hafnarborgar. Allar myndirnar eru unnar með svokallaðri mezzótintu- aðferð, og prentaðar með tveimur sandblásnum plötum. Myndimar eru óvenjulega stórar, sérstaklega af messótintu að vera, en sú aðferð er yflrleitt notuð við smágerðar og fínlegar myndir. Myndefni Risbergs er norska strandlandslagið, vatnsborð, firðir undir næturhimni, þar sem þögnin og kyrrðin ríkja. Myndirnar eru all- ar á breiddina og byggjast á lárétt- um línum, sumar varla meira en ör- mjó ljósrák, þar sem stjömur sindra við sjóndeildarhringinn. Það er hinn flosmjúki, húmblái litur rökkursins sem er allsráðandi. Messótintan er einmitt sú aðferð sem er notuð innan grafíklistar til að fá fram samfelldan dökkan flöt og Risberg notar mismunandi blek á plötunum til að fá fram enn meiri dýpt og mýkt í litinn. Risberg notfærir sér tæknina til hins ýtrasta til að ná fram ná- kvæmlega þeim áhrifum sem hann sækist eftir. Verkin bera vott um frábæra tækni og handbragð, samt sem áður verður tæknin sem slík aldrei í fyrirrúmi, heldur er hún fullkomlega aðlöguð myndefninu. Maður getur því ekki annað en dáðst að því hversu vel hefur tekist að samþætta þau myndrænu áhrif sem hann nær fram þeirri aðferð sem hann beitir. Fyrir utan hvað myndirnar eru stórar þá er ekkert óvenjulegt eða nýstárlegt á ferð- inni; það er ekki verið að reyna að gera eitthvað annað úr grafíklist- inni en er henni eiginlegt. Það við- horf hefur verið útbreitt meðal grafíklistamanna að ef grafíklistin á að halda sínu meðal listgreina þá verður hún að þróast og breytast, hún verður að leita nýrra leiða og vera ekki bundin af hefðbundinni tækni og handbragði. Aftur á móti hjá Risberg er viðhorfið allt annað, hann tekur listgreininni eins og hún er - hvers vegna að breyta því sem hefur reynst vel og er gott? Það merkilega er að þetta virðist ganga upp. Myndir hans eru engan veginn „gamaldags" eða íþyngt af fortíðarþrá. En það kann einnig að stafa af því að sú tilfinning sem þær reyna að tjá er tímaleysið, sú eilífa nútíð sem við finnum frammi fyrir óravíðáttu og þögn náttúr- unnar, sem tilheyrir hvorki fortíð né framtíð. Vel er vandað til sýningarinnar í alla staði og henni fylgir vel útbúin sýningarskrá. Enginn áhugamaður um grafíklist ætti að láta hana framhjá sér fara. ^ Gunnar J. Arnason .-24. OKTÓBER Það sem er en sést ekki MYNDLIST Gallerí Sævars Karls, Bankastræti BLÖNUUU TÆKNI IIAKALUUK JÖIVSSUIV Til 28. október. Opið á verslunartíma. ALLT frá því að evrópsk mynd- list fór að sveigja af leið þeirra klassísku hátta sem Forn-Grikkir höfðu mótað, Rómverjar haldið í heiðri og ítalir endurreisnartímans fært í fræðilegan og skipulegan búning hefur almennur misskilning- ur blómstrað í allri umræðu um íyr- irbærið. I staðinn fyrir að spyrja og dæma svo, reyndu gagnrýnendur að byggja hripleka dóma sína á ein- hverri fyrirframgefmni vissu um það sem fyrir augu bar. Mælistika þeirra var í flestum tilvikum hinn akademíski kvarði klassísks raun- sæis. Þannig komst á kreik þjóðsagan um að þessi eða hinn listamaðurinn væri að reyna að ná einhverju (sem venjuleg sjón gæti ósköp auðveld- lega miðað út án þess að tilraunin endaði í óskapnaði). Haraldur Jóns- son hefur ábyggilega ekki farið var- hluta af því rausi en fyrir honum er list allt annað en akademísk fmgrafimi. Eins og allir sannir, skapandi menn beinir Haraldur sjónum að því sem ekki hefur verið kannað né sýnt en hrærist og bær- ist þó ákafar en öll afskorin potta- blóm og ávextir. Við getum að hætti Milan Kundera kallað það hina óhjákvæmilegu, óumdeilanlegu og ósýnilegu veröld sem öllu ræður. Líkt og allir landsmenn veit Har- aldur að til eru Hvalfjarðargöng, en honum eiu hugstæðari enn merki- legri, mikilvægari og snöggtum stæn-i göng sem við gleymum gjarnan; göngin gegnum höfuðið milli hlustanna; göng blóðsins, sem við köllum æðar; og hin óendanlegu göng sem myndast þegar tveir speglar endurvarpa takmarkaleysi rýmisins. Séu þessi göng ekki í lagi skapast svimi og okkur verður of ómótt til að skynja Hvalfjarðar- göngin, hversu stór, mikilvæg og voldug sem þau eru. Með þessum einföldu ábendingum er eins og Haraldur vilji ítreka hve auðveld- lega okkur yfirsést tilveran og um- hverfið og hitt, að ákvarðanir okkar um stærð, smæð, mikilvægi eða lífs- nauðsyn eru harla þokukenndar. En hvernig má annað vera? Við sjáum aldrei sjúkdómana sem draga okkur til dauða; einungis af- leiðingar þeirra. Við vitum ekki hvernig gigt lítur út, geðveiki, krabbamein, kólesteról né hinar ýmsu eggjahvítueitranir. Þegar til er óendanlegur míkrókosmos, sem nær öllu ræður um blessun okkar og bölvun, en við vitum ekki hót hvernig lítur út, hví ætti þá Harald- ur að hanga við þá akademísku upp- dráttarsýki að bregða eilítið breyttu ljósi á yfirborð appelsínunnar er þeir gerðu í aldanna rás Durer, Chardin, Braque, eða Jón Stefáns- son? Væri ég að bættari, eða þú les- andi góður? Það held ég varla. Halldór Björn Runólfsson miðvikudag f i m m tu d a g föstudag I a u g a rda NÝJAR VÖRUR með sérstökum afslætti 20%-50%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.