Morgunblaðið - 20.10.1998, Síða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÁSTA BRYNDÍS
ÞORSTEINSDÓTTŒ
fjölskyldu. Alltaf fór maður ríkari af
hennar fundi. Það sem henni tókst
að afreka í lífmu er meira en mörg-
um tekst á langri ævi. Stundum lifði
Asta lífínu svo hratt að það var eins
og hún skynjaði að tíminn væri
naumur og mörgu þyrfti að koma í
verk.
Höfðingslund Astu var einstök. I
Hofgörðum voru haldnar margar
glæsiveislur og ekkert til sparað.
Stundum varð maður orðlaus og
hugsaði: „Ætlar hún aldrei að spara
neitt til efri áranna?" en Guði sé lof
. , fyrir að það gerði hún ekki.
Heimili þeirra ber vott um næma
tilfínningu fyrir fegurð og fáguðum
smekk. Svona var manneskjan sjálf,
gegnumheil og vönduð, yst sem
innst. Þar voru engin gerviefni, takk
fyrir!
Fyrir rúmum áratug stofnuðum
við, sjö vinkonur sem allar unnu við
hjúkrun, fjölskyldufélag. Eins og
svo margt annað var það Astu að
þakka að félagið varð til. Félagið
hefur styrkst og dafnað. Við höfum
öll fundið það hve vináttan er dýr-
mæt ekki síst þegar sorgin knýr
dyra. Söknuðurinn er óendanlega
sár að missa hana svona langt um
aldur fram.
Þegar Ásta ákvað að leggja Al-
þýðuflokknum lið, en jafnaðar-
mannastefnan var henni hjartfólgin
alla tíð, er mér til efs að fólk allt þar
á bæ hafí áttað sig á hvílíkt hnoss
þeir voru að hreppa. Því miður
vannst henni allt of skammur tími tii
að sanna sig á því sviði.
Síðastliðið sumar, þegar sólin
skein sem skærast, vorum við sem
best iylgdumst með baráttu hennar
við illvígan sjúkdóm farin að trúa
því að kraftaverk væri að gerast,
svo mikill var lífsviljinn og ábyrgðin
fyrir því mikla starfi sem hún var að
byrja að takst á við. Henni tókst á
undraverðan hátt að mæta helsjúk
við setningu Alþingis nú í haust. Það
lýsir vel manngerð hennar því í
huga hennar var það að gefast upp
ekki til. Islenska þjóðin hefur misst
mikið við fráfall Astu. Vinir hennar
syrgja sárt bestu vinkonu sína. Það
eru fáir sem eignast svo náinn og
góðan vin sem tók svo ríkan þátt í
lífi og velferð okkar og aldrei brást.
Ásta fékk þá ósk uppfyllta að fá
að deyja heima í faðmi sinnar elsku-
legu fjölskyldu. Aðdáunarvert var
að horfa upp á þann dugnað og
styrk, sem móðir hennar, Ásdís,
sýndi við hlið dóttur sinnar á þess-
um þungbæra tíma.
Guð gefí Ástráði, börnum þeirra,
móður hennar og ástvinum öllum
styrk til að takast á við þessa miklu
sorg.
Kristín Árnadóttir,
Einar Sindrason.
Þegar Ásta B. Þorsteinsdóttir tók
þriðja sæti á framboðslista Alþýðu-
flokksins í Reykjavík við alþingis-
kosningarnar vorið 1995 var hún
löngu orðin landsþekkt kona. Hún
var þekkt og mikils metin innan
stéttar sinnar sem mjög hæfur
hjúkrunarfræðingur með skurð-
stofuhjúkrun sem sérgrein. Hún var
þekkt sem einn af allra dugmestu og
atorkusömustu hjúkrunarstjómend-
um við Landspítalann, stærsta
sjúkrahús landsins. Framar öðru
var hún þó Iandskunn sem stjómar-
maður og síðan formaður Lands-
samtakanna Þroskahjálpar og einn
ötulasti baráttumaður fyrir heill og
hamingju fatlaðs fólks, sem þetta
land hefur átt. Sjálf hafði hún ásamt
með fjölskyldu sinni gengið í gegn-
um þá eldraun að þurfa að berjast
við erfíða fotlun dótturinnar Ásdísar
Jennu. Sú barátta, að brjótast inn
fyrir múra alvarlegrar líkamlegrar
fótlunar til þess að finna þar frjóan
og greindan huga og leiða hann síð-
an út um þessa sömu múra til móts
við ljósið og lífið, er slíkt þrekvirki
fyrir alla þá, sem hlut eiga að máli,
að því verður ekki með orðum lýst.
Þá skortir ekki styrkinn, þolgæðið
og einbeitnina, sem slíka baráttu
geta háð til sigurs. Það baráttuþrek
i sýndi Ásta B. Þorsteinsdóttir til
hinstu stundar. Kjarkurinn bognaði
ekki uns sjálf hún brast í bylnum
stóra seinast.
Það var því enginn liðléttingur
sem skipaði sér í raðir frambjóð-
enda Alþýðuflokksins vorið 1995.
Flokkurinn átti þá í miklum erfíð-
leikum og sætti sterkum andbyr.
Liðveisla Ástu B. Þorsteinsdóttur
hefði undir öllum kringumstæðum
verið flokknum mikils virði. Við
þessar aðstæður var liðsinni hennar
okkur ómetanlegt.
Náið samstarf okkar Ástu hófst
svo haustið 1996 þegar ég var kjör-
inn formaður Alþýðuflokksins og
hún varaformaður. Ekki hafði sam-
vinna okkar lengi staðið þegar mér
var ljóst hvílíkt gull af manni þessi
manneskja var. Þekking hennar á
heilbrigðismálum, málefnum fatl-
aðra og þroskaheftra og innileg
samúð hennar með þeim, sem minna
máttu sín, komu mér ekki á óvart.
Eigi heldur dugnaður hennar og
skörungsskapur. Miklu sjaldgæfara
er að eignast samstarfsmann þar
sem heilindin og trygglyndið eru
slík, að þar fellur aldrei fölskvi á.
Slíkur samstarfsmaður var Ásta. í
hörpu hennar hljómaði aldrei falsk-
ur strengur. Hún var vissulega vin-
ur vina sinna og studdi þá, en
óhreinlyndi átti hún aldrei til og
hana tók það sárt teldi hún sig verða
vara við slíkt í fari annarra.
Um sl. áramót urðu tímamót í lífi
Ástu B. Þorsteinsdóttur. Þá tók hún
sæti á Alþingi eftir að Jón Baldvin
Hannibalsson hafði horfíð til ann-
arra starfa. Ásta bjó sig þá undir
nýjan kapítula í lífí sínu, hugðist
hverfa frá fyrri starfsvettvangi og
helga sig stjórnmálum. Hún gekk til
móts við nýjan vinnustað af mikilli
tilhlökkun og hugðist þar beita sér
fyrir heill og velferð þess fólks, sem
minnst má sín í samfélaginu, með
aðferðum löggjafans. Þar vildi hún
stokka upp spilin og gefa upp á nýtt.
Nýta mikla reynslu sína og þekk-
ingu til að finna varanleg úrræði
eins og þau, sem aðeins lagasetn-
ingavaldið getur veitt.
Aðeins fáum vikum síðar gripu
grimm örlögin fram fyrir hendurnar
á henni. Án þess að hún kenndi sér
nokkurs annars meins en þróttleys-
is, sem var óvenjulegt hjá þessari
annars svo þrekmiklu konu, leitaði
hún læknishjálpar og greindist þá
með sjúkdóm þann, sem aðeins
rösku hálfu ári síðar varð henni að
aldurtila. Ég gleymi því ekki þegar
hún sagði mér frá sjúkdómsgrein-
ingunni. Það var hvorki brotin né
buguð manneskja, sem frá því
greindi, heldur kona, sem var stað-
ráðin í því að berjast. Þessi hugur,
þessi þrotlausi kjarkur, einkenndu
allan hennar sjúkdómsferil. Þegar
meðferð skilaði ekki tilætluðum ár-
angri snerust hugsanir hennar ekki
um það, sem liðið var, heldur um
næstu lotu.
Lotumar hennar Ástu urðu
margar. Stundum skein vonin
skært. Svo rökkvaði aftur. Smátt og
smátt dró af henni. Þó vildi hún
ávallt sinna skyldustörfum sínum.
Fyrir flokkinn. Á Alþingi. Ekki gef-
ast upp. Farin að heilsu sat hún
þingsetningarfund Alþingis og síð-
asta fund sinn í þingflokki jafnaðar-
manna. Hjá þessari gerðarlegu og
glæsilegu dugnaðarkonu var nú að-
eins óbilaður kjarkurinn.
Síðast kom hún til fundar á Al-
þingi þriðjudaginn 13. þ.m. Hún sat
í stólnum sínum í þingsalnum
nokkra stund og var síðan flutt heim
á sjúkrabeðinn aftur. „Nú get ég
ekki meira,“ sagði hún þá við fólkið
sitt. Nokkrum dögum síðar var Ásta
B. Þorsteinsdóttir liðið lík.
Fjölskylda Ástu, vinir hennar og
vandamenn vonuðu alltaf, að hún
myndi hafa sigur í baráttu sinni við
illvígan sjúkdóm. Sjálf háði hún bar-
áttu sína þannig, að hún átti skilið
að sigra, og fjölskylda hennar, vinir
hennar og flokkurinn hennar gerðu
allt sem unnt var að gera til þess að
styðja hana í baráttunni. Én það
dugði ekki til. Hennar stríð reyndist
vera dauðastríðið, sem enginn getur
unnið.
Áfram lifa minningarnar um
mæta og góða manneskju, sem skil-
aði góðu starfí og veitti mörgum
gleði, hamingju og skjól. Alþýðu-
flokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur
Islands kveður nú varaformanninn
sinn og þingmann með söknuði.
Sjálfur kveð ég minn nánasta sam-
starfsmann, traustan og heilan sam-
herja. Allt Mþýðuflokksfólk sendir
fjölskyldu Ástu B. Þorsteinsdóttur
einlægar samúðarkveðjur. Öll höf-
um við mikið misst, en líka svo
margs góðs að minnast.
Sighvatur Björgvinsson,
form. Alþýðuflokksins
- Jafnaðarmannaflokks íslands.
Mér er þungt um hjarta er ég
sest niður og skrifa kveðjuorð um
Ástu B. Þorsteinsdóttur. Hún er
enn svo sterk og vakandi í vitund
minni, mér finnst að síminn hljóti að
hringja á hverri stundu, hún spyrji
mig frétta, spjalli um hvernig hún
ætli að taka á þeim máium sem hún
bar svo mjög fyrir brjósti. Ég veit
að ég á eftir að sakna hennar og vin-
áttu hennar lengi. Ásta var ákaflega
sterkur persónuleiki sem tókst á við
verkefnin sem henni voru falin af
áræði og festu. Hún naut ástríkis
fjölskyldu sinnar og fjölskylduna
bar oft á góma í samræðum við
hana. Stærsta hlutverkið sem hún
tókst á við var fótlun einkadóttur-
innar, Ásdísar Jennu. Það vanda-
sama móðurhlutverk hefur eflaust
mótað hana sem persónu og lífs-
skoðunina sem birtist í öllu sem hún
fékkst við.
Við Ásta kynntumst í pólitísku
starfí um réttindamál fatlaðra og ég
hreifst strax af baráttugleði hennar
og eldmóði. Hún hafði sterka rétt-
lætiskennd og afdráttarlausar skoð-
anir á hvernig þjóðfélag hún vildi
vera með í að skapa, hún vildi bæta
hag þeirra sem áttu undir högg að
sækja. Eftir að samstarf okkar hófst
í Alþýðuflokknum þróuðust góð
kynni okkar yfir í vináttu sem varð
mér dýrmæt. Það var gaman að
vinna með Ástu. Hún hafði ákveðna
framtíðarsýn, var vökul og hug-
myndarík, en fyrst og fremst var
hún góður félagi og vinur. Fatlaðir,
aldraðir og sjúkir voru hópar sem
hún bar fyrir brjósti. Þessum hóp-
um helgaði hún lífsstarf sitt, sem
hjúkrunarfræðingur, í stjórn
Þroskahjálpar í áratug og þann
stutta tíma sem hún sat á Alþingi
íslendinga.
Ásta var mikil félagsmálamann-
eskja og tók að sér mörg vandasöm
verkefni á þeim vettvangi. Ég minn-
ist sérstaklega undirbúnings að ráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna um mál-
efni fatlaðra sem haldin var hér á
landi í árslok 1997, ekki síst að
frumkvæði hennar. Þetta var al-
þjóðleg ráðstefna um grundvallar-
reglur Sameinuðu þjóðanna í mál-
efnum fatlaðra og Bent Lindquist,
umboðsmaður fatlaðra hjá Samein-
uðu þjóðunum, kom hingað til að
kynna reglurnar. Það var alltaf að-
dáunarvert hvernig hún gekk til
verka og hvernig henni tókst að
hrífa fólk með sér. Orðin „ég get
ekki“ eða „þetta er ekki hægt“ voru
ekki til í orðaforða Ástu.
Þegar hún kom fyrst inn á þing
sem varamaður fann maður glöggt
styrkinn af félagsmálareynslu henn-
ar, enda gekk hún til starfa sinna á
Alþingi með sömu röggsemi og ein-
kenndi önnur félagsmálastörf henn-
ar. Ég hlakkaði til að fá hana í þing-
flokkinn þegar ljóst varð að Jón
Baldvin hyrfi af þingi. Við sáum
báðar fram á skemmtilegan og
áhugaverðan tíma saman í þinginu, í
flokksstarfinu og í kosningabaráttu
á vetri komandi. En hún hafði að-
eins setið örfáar vikur á Aiþingi
þegar hún fékk vægðarlausan úr-
skurð um illvígan sjúkdóm. Ásta
tókst á við þennan sjúkdóm af reisn
og æðruleysi. Við sem fylgdumst
með dáðumst að þeim sálarstyrk
sem hún sýndi í þeirri baráttu. Eftir
síðasta uppskurðinn var hún veikari
en áður og þurfti hjólastól til að
komast ferða sinna. Hún mætti
samt í þingsetninguna og hún mætti
til þings í vikunni áður en hún lést.
Hún gerði okkur félögum sínum
auðvelt að umgangast veikindin.
Hún fékk okkur til að trúa að hún
myndi sigra í þessu einvígi. Eftir
hverja þolraun mætti hún til starfa
keik og bjartsýn. Þannig var það
líka nú í lokin, hún brosti sínu fal-
lega bjarta brosi og sagðist verða
komin á fætur í vikulokin en við vit-
um núna að hún vissi betur.
Hún lagði sig alla fram í þágu
hugsjónar og var góður liðsmaður.
Hún naut mikils trausts í Alþýðu-
flokknum og tók þar að sér ýmis
trúnaðarstörf. Hún skipaði þriðja
sætið á lista flokksins í Reykjavík í
síðustu kosningum, var kosin vara-
formaður flokksins fyrir tveimur ár-
um og endurkjörin fyrir þremur
vikum. Hún tók nokkur skipti sæti
sem varamaður á Alþingi áður en
hún tók við þingsæti og ávann sér
sess í þingflokki jafnaðarmanna.
Þingflokkur jafnaðarmanna hefur
misst góðan félaga og öflugan tals-
mann við fráfall hennar.
Góð vinkona er kölluð bui-t langt
um aldur fram. En hún hefur víða
skilið eftir sig spor og hennar verð-
ur lengi minnst fyrir mannkosti. Við
sem eftir stöndum þökkum Ástu
góða samfylgd. Það var mannbæt-
andi að kynnast henni og vinátta
hennar var mér mikils virði.
Ég færi Ásdísi móður hennar,
Ástráði, Arnari, Þorsteini, Ásdísi
Jennu og öðrum í fjölskyldunni
mína dýpstu samúð.
Rannveig Guðniundsddttir.
Haustið kom snögglega í ár og
allt of fljótt. Það kólnaði og dimmdi
yfir í síðustu viku og blójnin fölnuðu
skjótt á einni hélunótt. Ásta B. Þor-
steinsdóttir, alþingismaður og fyrr-
verandi formaður Landssamtak-
anna Þroskahjálpar, lést, aðeins 52
ára að aldri. Fráfall Ástu kom eins
og reiðarslag yfu- alla þá sem
þekktu til hennar en hún hafði
barist hetjulegri baráttu við erfiðan
sjúkdóm um nokkurt skeið. Ásta var
hjúkrunarfræðingur að mennt og
starfaði á því sviði en samhliða því
tók hún virkan þátt í félagsmálum
og vann ötullega að málefnum fatl-
aðra.
Ásta var kjörin í stjórn Þroska-
hjálpar árið 1983 og var formaður
samtakanna frá 1987 til 1995. Hún
gegndi enn fremur mörgum öðrum
trúnaðarstörfum fyrir samtökin
bæði á innlendum og erlendum vett-
vangi. Hún átti m.a. sæti í nefndum
sem endurskoðuðu lög um málefni
fatlaðra 1992 og 1996, var í skóla-
stjórn Þroskaþjálfaskóla Islands, í
stjórn Nordiska Námnden fór
Handikappfrágor og Norrænna
samtaka foreldra fatlaðra auk
margs annars.
Ásta var gædd óvenju ríkum for-
ystuhæfileikum og næmi á mann-
lega þáttinn í lífi hvers og eins og
var því skjótt leitað til hennar um
forystu í Landssamtökunum
Þroskahjálp. Hún sinnti for-
mennskunni af lífi og sál og var eld-
huginn í baráttu fyrir rétti og hags-
munum fatlaðra á íslandi. Hún átti
sér framtíðarsýn fyrir fatlað fólk á
Islandi þar sem grundvallaratriðið
var jöfn mannréttindi allra í samfé-
lagi án aðskilnaðar. Hún vann hik-
laust og af réttsýni og einlægni að
umbótum fyrir fatlaða og kynnti
málin oft á nýjan hátt og frá nýju
sjónarhorni og vann þeim fylgi á
þann hátt. Ásta sigldi ekki alltaf
lygnan sjó í baráttumálum sínum
heldur lét verkin tala og þá sannað-
ist að sýn hennar á málefnin var
rétt og árangur náðist.
Þekking hennar á samfélagsmál-
um var mjög mikil og það er ekki of-
sagt að hún var einstakur sérfræð-
ingur um allt sem varðaði málefni
fatlaðra og var jafnan fús að miðla
af þeim brunni. Hún hafði búið er-
lendis um árabil og fluttí með sér
dýrmæta reynslu og þekkingu sem
hún kunni að nýta og kynnti fyrir
öðrum til að vinna málefnum fatl-
aðra brautargengi.
Landssamtökin Þroskahjálp efld-
ust og styrktust mjög undir hennar
stjórn og átti hún veigamikinn þátt
í mótun stefnu samtakanna enda
var hún óþreytandi við að kynna
nýjar hugmyndir og vinna þeim
fylgi. Samtökin standa í mikilli
þakkarskuld við Ástu fyrir fórnfúst
starf hennar og þau munu halda
áfram að njóta afraksturs þess um
ókomna tíð þar sem hún lagði und-
irstöður að svo mörgu sem byggja
má á. Hún ávann sér traust og virð-
ingu samstarfsfólks síns og því kom
ekki á óvart að henni var treyst til
setu á Alþingi íslendinga. Það er
ekkert launungarmál að fatlað fólk
á Islandi hafði miklar væntingar til
hennar á nýjum starfsvettvangi
sem var mikilvægari en allt annað
sem hún hafði starfað að áður. Þörf-
in á að kynna málstað fatlaðra er af-
ar brýn og við vissum að hún mundi
standa undir væntingum okkar og
halda áfram baráttunni enda verk-
efnin ótæmandi. En haustið í lífi
Ástu kom alltof fljótt og því fékk
mannlegur máttur ekki breytt.
Missir aðstandenda Ástu er mikill
og þeir sem minnst mega sín á Is-
landi hafa misst einn sinn besta og
öflugasta málsvara. Fyiár hönd
stjórnar Landssamtakanna Þroska-
hjálpar votta ég fjölskyldu hennar
og öði’um aðstandendum dýpstu
samúð.
Guðmundur Ragnarsson,
formaður Landssamtakanna
Þroskahjálpar.
Kveðja frá Öryrkjabandalagi
Islands
Með söknuð í sinni er sönn og
hugdjörf baráttukona kvödd. Hún
Ásta var sannarlega ein þeirra sem
átti eld í hjarta, hún tendraði líka
sama bjarta baráttueldinn í annarra
hjörtum. Hún átti þor og þrek til
þess að fylgja háleitri hugsjón eftir,
hiklaus og óvílin háði hún baráttuna
fyrir bættum kjörum fatlaðra,
fremst í forystu með það æðsta
mark og mið að tryggja jafnrétti í
reynd á öllum samfélagssviðum.
Það gneistaði af gleði baráttunnar
þegar Ásta flutti sitt meitlaða mál
og mátti sú eða sá undarlegur vera
sem ekki hreifst með. Henni þótti
tæpast nokkur áfangi nógu góður,
að lokamiði einu yrði að stefna og
hún átti hreinskilni og hugrekki til
að segja ævinlega það sem henni í
brjósti bjó. Sem formaður Þroska-
hjálpar markaði hún meginlínur og
það sem meira var fylgdi fast eftir
hverju einu svo langt sem frekast
var unnt. Um leið var hún hlý og
einlæg og átti létt með að slá á leik-
andi strengi góðvildar og glettni, þó
aldrei væri af alvöru málstaðarins
slegið. Við munum Ástu bezt frá
sameiginlegum vettvangi barátt-
unnar, þar sem hún lagði sig alla
fram eins og annars staðar og það
munaði heldur betur um liðsemd
hennar í orðum sem athöfnum. í
formannstíð hennar var sameigin-
lega að mörgu mætu verki unnið og
oft dáðumst við að því hversu
óþreytandi Ásta var í öllum sínum
gjörðum, hún kunni einfaldlega ekki
að liggja á liði sínu, hún gaf ríkulega
af sér og dró hvergi af sér. Það gu-
staði oft af henni og um hana en hún
átti til að bera þann persónuleika,
festu og einlægni sem allir virtu og
mátu. Sagan mun sýna og sanna
hversu beitt barátta hennar og
framsýn forysta markaði í raun djúp
spor og varanleg í framfarasögu
fatlaðra, þroskaheftra þó fyrst og
fremst. Á kveðjustund er klökkum
huga þakkað fyrir einkar kær kynni,
fyrir fórnfúsa liðveizlu, fyrir að
halda merkinu svo hátt á lofti
hversu sem vindar blésu, fyrir að
vera sönn manneskja mikilla af-
bragðseiginleika allra helzt. Kjark-
ur hennar og kraftur í hinztu hrin-
unni er öllum aðdáunarefni.
Öryrkjabandalag íslands færir
innilegar þakkir fyrir farsæla sam-
fylgd áranna sem og allar góðar
ánægjustundir með henni Ástu.
Héðan eru sendar einlægar samúð-
arkveðjur til eiginmanns, barna og
annarra ástvina sem hafa svo mikið
misst. í valinn er fallin svo alltof
fljótt foi-ystukona að upplagi sem
eðli, sem aldrei brást neinu því sem
henni var fyrir trúað. Uppskera
hennar var ærin og ávaxtanna mun
lengi notið. Birta vongleði og and-
ans auðlejgð voru einkenni hennar
alla tíð. Astu Bryndísar Þorsteins-
dóttur minnumst við af miklum hlý-
hug og heitri þökk fyrir það sem
hún var.
F.h. Öryrkjabandalags íslands,
Helgi Seljan.