Morgunblaðið - 20.10.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.10.1998, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ ’’ 44 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 ÁSTA BRYNDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR Það var ekki fyrr en löngu seinna sem Asta Bi-yndís ákvað að bjóða fram krafta sína í þágu Alþýðu- flokksins. Stundin sem hún valdi til þess lýsir henni vel. Þetta vai- á haustdögum árið 1994. Mannleg mistök og öndverðar kringumstæð- ur höfðu lagst á eitt um að þessum gamla flokki íslenskra jafnaðar- manna var vart hugað líf í næstu kosningum. Þá taldi Ásta Bryndís tíma til kominn að ganga fram fyrir skjöldu í þágu málstaðar, sem hún _ hafði unnað frá æskuárum. Eg held ég muni nærri orðrétt þau orð sem hún lét falla í einu af okkar fyrstu samtölum á því hausti: „Eg má ekki til þess hugsa að Al- þýðuflokknum verði komið á kné eins miklu góðu og hann hefur kom- ið í verk fyrir þá sem minnst mega sín í þessu þjóðfélagi. Við munum áreiðanlega þurfa á honum að halda áfram. Eg held við getum ekki án hans verið.“ Eg minnist þeirrar baráttu sem í hönd fór ávallt með gleði. Þegar allt virtist tapað gengum við út í stríðið með bros á vör. Við lögðum allt und- ir í fullvissu þess að eiga góðan mál- stað að sækja og verja. Við lögðum okkur öll fram í fullkominni sátt við 'r' að hlíta þeim dómi, sem aðrir teldu að lokum að við verðskulduðum. Niðurstaðan varð sú að við rákum af okkur slyðruorðið; réttum okkar hlut, þótt við gætum ekki að fullu bætt fyrir þann skaða, sem skamm- sýni og síngimi höfðu þegar valdið. Það var í þessu stríði sem við Bryndís, Asta og Astráður bund- umst órjúfanlegum vináttuböndum. Okkur Bryndísi var það happafeng- ur. Asta Bi-yndís og Astráður voru sjálfum sér lík. Þau reyndust í þessu --•stríði best þegar mest á reið, eins og þau hafa reynst öðrum allt sitt líf. Að leiðarlokum þökkum við Bryndís fyrir þá gæfu að hafa eignast vin- áttu þessara mannkostahjóna. Þau hafa kennt okkur meira en okkur e.t.v. grunar um, hvemig unnt er að lifa lífinu með reisn, en axla þær byrðar sem forsjónin hefur valið okkur, möglunarlaust. Guð blessi minningu Astu Bryn- dísar Þorsteinsdóttur. Jón Baldvin og Bryndís. Ótímabært fráfall Ástu B. Þor- steinsdóttur er harmsefni. Með henni er gengin valkyrja, gædd bar- j áttuhjarta fyrir málstað þeirra sem eiga undir högg að sækja. Það skal hér fullyrt að fáir aðrir hafí skilið eftir sig jafn djúp spor í réttinda- baráttu fatlaðra síðasta áratuginn og hún gerði. Verk hennar á því sviði munu lifa hana um ókomna tíð. Fötluð dóttir hennar, Ásdís Jenna, gaf henni þann eldrnóð sem til þurfti. Þá gjöf færði Ásta öðru fötl- uðu fólki á Islandi. Kynni mín af Ástu hófust fyrir tæpum áratug þegar við ásamt öðra góðu fólki komum að samningu nú- gildandi laga um málefni fatlaðra. Hún var þá formaður Þroskahjálp- ar, glæsilegur talsmaður fatlaðra, leiftrandi af hugsjón, af þekkingu og djúpu innsæi í reynsluheim umbjóð- enda sinna. Verkefnið var ekki auð- leyst því samræma þurfti ólík sjón- armið og finna jafnvægi á milli and- stæðra hagsmuna. Þá kom í ljós fé- lagslegur þroski hennar, greind, lip- urð og sáttíysi. Þannig náði hún málum fram, með þolinmæði, seiglu, rökfestu og því að missa aldrei sjón- ar á því sem mestu skipti. Þannig öðlaðist hún virðingu samstarfs- manna sinna og vináttu. Réttinda- gæsla fatlaðra, sjálfstæð búseta, lið- veisla - grandvallarhugtök nýrra laga - var öðrum fremur hennar framlag. Samræður okkar um þessi efni era á meðal hjartfólgnustu minninga minna úr félagsmálastarfí. Eg minnist sérstaklega samvera- stunda frá New York, AJlsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna í lok ára- tugar fatlaðra 1992, þar sem fjallað var um framtíðarsýn fatlaðs fólks um virka þátttöku í samfélaginu. J^Ásta drakk í sig ferskar hugmyndir en var ekki síður mikið í mun að við íslendingar legðum okkar af mörk- um til fatlaðs fólks víða um heim, sem býr við örbirgð og án nokkurra tækifæra til mannsæmandi lífs. Hún fylgdi því eftir þegar heim var kom- ið og það bar árangur eins og annað sem Ásta tók sér fyrir hendur. Rétt- lætiskennd hennar þekkti engin landamæri. Það kom mér ekki að óvörum að Ásta haslaði sér völl á vettvangi stjómmálanna. Eldur hugsjóna um réttlátt samfélag - samfélag fyrir alla - logaði í brjósti hennar. Eg man að hún leitaði hjá mér álits_ á því áður en hún tók þá ákvörðun. Eg fann fljótt að það var þó enga ákvörðun að taka, hennar hlutskipti var ráðið. Á vettvangi Alþingis nut- um við hennar í allt of skamman tíma. Eigi má sköpum renna. Glíma Ástu við hinn illvíga sjúkdóm ein- kenndist af kjarki og reisn eins og aðrar glímur sem hún háði í lífinu. Eftir stendur dýrmæt minning sem við þökkum fyrir. Ástráði og fjöl- skyldunni votta ég djúpa samúð. Bragi Guðbrandsson. Ævinni hefur oft verið líkt við vegferð. Að ná miðjum aldri er eins og að standa uppi á háu fjalli með útsýni til allra átta. Ásta B. Þorsteinsdóttir kleif mörg fjöll á ævinni því að hún sam- einaði það að vera baráttu- og hug- sjónakona. Barátta hennar féll lengst af í einn farveg: Að bæta lífs- gæði fatlaðra og sýna fram á að þeir ættu rétt á að njóta mannréttinda á borð við aðra í samfélaginu. Aldrei hvikaði hún frá þessari sannfæringu sinni. Slíkt er einkenni hugsjóna- mapna. Ásta var formaður Landssamtak- anna Þroskahjálpar í átta ár. Segja má að hún hafí verið sverð þeirra og skjöldur. I tvö ár hafði ég tækifæri til að fylgjast nóuý með henni í stjórn samtakanna. Ásta var glæsi- legur formaður með yfirburðaþekk- ingu á málaflokknum. Hún hafði kynnst nýjum hugmyndum um blöndun eða samskipan fatlaðra og ófatlaðra í Danmörku á áttunda ára- tugnum og síðar fylgst náið með nýjungum í þessum efnum, bæði með samstarfi við systrasamtök á Norðurlöndum og víðar og með víð- tækum lestri. Hún vildi gera sam- tökin og málaflokkinn sýnileg, skrif- aði greinar og flutti ræður og erindi hvenær sem tækifæri buðust. Fund- ir hennar í framkvæmdastjórn voru miklu lengri en ég hafði vanist á löngum félagsmálaferli. En samtök- in voru henni allt. Hún var kröfu- hörð við sjálfa sig og aðra. Aðeins það besta til handa fötluðum var nógu gott. Asta var góður ræðumaður sem sameinaði í málflutningi hörku stálsins og mýkt vatnsins. Menntun hennar og reynsla gerðu hana sterka. Hún þekkti heilbrigðiskerfið en taldi að foreldrar fatlaðra væru hinir eiginlegu sérfræðingar bama sinna. Þess vegna gæti stefnumótun í málefnum fatlaðra aldrei orðið raunsæ né spádómar um þörf á framtíðarúrræðum annað en hjóm án samráðs við hagsmunasamtökin, eins og hún komst að orði í tímarit- inu Þroskahjálp árið 1987 þá ný- kjörinn formaður. Allar sólarhrings- stofnanir skyldu lagðar niður og fundið frjálsara búsetuform, fötluð börn áttu að ganga í sama skóla og jafnaldrar þeirra í heimabyggð. Dóttirin, Ásdís Jenna, skyldi gera þessa draumsýn að veraleika: stúd- entspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, sjálfstæð búseta og há- skólanám. Leiðir okkar Ástu lágu íyrst sam- an haustið 1985 þegar ég gekk í For- eldrasamtök barna með sérþarfir, sem nú heita Foreldrasamtök fatl- aðra. Ég var þá borgarfulltrúi í Reykjavík. Fundurinn var haldinn í Kennaraháskólanum og Dóra S. Bjarnason tók á móti mér og fylgdi mér inn. Ég veit ekki á hverju ég átti von en ekki þessu. í herberginu sátu allmargar konur í kringum MINNINGAR langborð og hekluðu hjörtu, spjöll- uðu saman og hlógu. Þetta var fjár- öflunarleið samtakanna, því að brátt fóru jólin í hönd. Það var þá sem Ásta kom á móti mér og fagnaði mér innilega, hávaxin, björt yfirlitum, hárið óstýrilátt. Síðar tók við jóla- skemmtun félagsins í Lyngási og fræðslufundir ýmiss konar á nýju ári. Ég var komin inn í heim hinna fötluðu, heim sem var mér framandi. Þegar Ásta tók við formennsku í Landssamtökunum Þroskahjálp bað hún mig að setjast í ritstjórn tíma- ritsins Þroskahjálpar og síðar í svæðisstjórn um málefni fatlaðra í Reykjavík sem fulltrúi samtakanna. Það gerði ég með glöðu geði. Ásta var góð heim að sækja, frá- bær gestgjafi og gæti hafa verið veitingamaður á sælkerastað í Frakklandi. Ogleymanlegar era okkur Gunnari frábærar móttökur á heimili þeirra Ástráðs í Vástervik í Svíþjóð sumarið 1990. Máltíðin var engri lík þar sem hver rétturinn tók við af öðram og svo gómsætir að þeir bráðnuðu uppi í manni. Hún var næm á fólk og gjöful með af- brigðum. Ég hygg að hæfileikar Ástu B. Þorsteinsdóttur hafi notið sín best vorið 1994 þegar haldin var alþjóð- leg ráðstefna Sameinuðu þjóðanna hér á landi um málefni fatlaðra und- ir kjörorðinu „Eitt samfélag fyrir alla“. Ásta var framkvæmdastjóri ráðstefnunnar. Hún stóð sig frábær- lega í því starfi, þá naut sín vel framúrskarandi málakunnátta hennar og glæsileiki í framkomu. Þessi ráðstefna var tvímælalaust hápunkurinn á opinberum ferli hennar. - Einnig minnist ég Ástu á þingi NFPU, Norrænu samtakanna um málefni fatlaðra, á Álandseyjum voiáð 1995, þar sem hún þýddi ræðu Maríu Hreiðarsdóttur formanns Átaks við opnunina og ávarpaði full- tráa í lok þingsins í fjarveru for- manns NFPU. „Að hafa framtíðarsýn" nefnir hún síðasta leiðara sinn í tímaritinu Þroskahjálp 1995. Ekkert óttaðist hún meir en afturhvarf til fortíðar. í leiðaranum verður henni tíðrætt um hinar tuttugu og tvær grandvallar- reglur Sameinuðu þjóðanna sem að- ildarríkin hafa skuldbundið sig til að framfylgja í því skyni að bæta lífs- kjör fatlaðra og segir: „Þannig hef- ur hugmyndafræðin sem grandvall- aðist á samskipan eða blöndun vikið fyrir nýrri kröfu um fullt jafnrétti." Hinn 1. desember 1995 buðu Ásta og Ástráður til veglegs fagnaðar á heimili sínu á Seltjarnarnesi. Tilefn- ið var þríþætt, eins og stóð á boðskortinu, fullveldisdagurinn, að- ventan og 50 ára afmæli Ástu. Á þeim degi blasti framtíðin við henni. Hún hafði nú haslað sér völl á vett- vangi stjórnmálanna. Hana skorti hvorki áræði né færni til að takast á hendur ný verkefni. En nú hefur þessi glæsilega kona verið hrifin burt á besta aldri, á hátindi ferils síns. I Ragnars sögu loðbrókar segir frá Áslaugu sem átti að koma á fund Ragnars. Hún mátti hvorki vera klædd né óklædd, hvorki mett né ómett, hvorki ein né með mann sér til fylgdar. Áslaug leysti þessa þraut, enda gáfuð kona og úrræða- góð. Á sama hátt leysti Ásta þrautir sem fáir hefðu leikið eftir henni. Það er með miklum söknuði og þakkarhug sem við kveðjum Ástu B. Þorsteinsdóttur. Hún bjó yfir sér- stakri hlýju, mannkærleika og djúpri réttlætiskennd. En mestur er harmur Ástráðs, barnanna og Ásdísar móður hennar. Á sorgarstundu sendum við Gunnar þeim og öðram vandamönnum ein- lægar samúðarkveðjur. Gerður Steinþórsdóttir. Við þingmenn í þingflokki jafnað- armanna þökkum þann tíma sem við nutum samfylgdar Ástu B. Þor- steinsdóttur og söknum nú vinar í stað. Ásta B. Þorsteinsdóttir tók sæti á Alþingi í janúar sl. í kjölfar þess að Jón Baldvin Hannibalsson vék af þingi. Hún féll strax vel inn í hópinn og hafði gaman af því að með til- komu hennar í þingflokkinn skapað- ist jöfnuður kynja í hópnum sem ekki hafði áður þekkst í þingflokk- um á Alþingi. Ásta var talsmaður jafnréttis og félagshyggju og fyrir henni vora kjörorð jafnaðannanna, frelsi, jafnrétti og bræðralag, sjálf- sögð yfirskrift þeirra mála sem hún vildi vinna að á Alþingi. Hún bar hag þeh-ra sem höllum fæti standa í þjóðfélaginu mjög íyrir brjósti og vildi vinna að auknum réttindum þeirra. Þegar litið er yfir málin sem hún var að undirbúa að endurflytja á þessu hausti endur- spegla þau þennan ríka vilja: „Jafn- réttisstofnun fyiir fatlaða", „Um- boðsmaður sjúklinga“ og „Réttar- staða íbúa á hjúkrunar- og dvalar- heimilum". Vegna veikindanna vannst henni ekki tími til að flytja þessi mál en við vinir hennar og fé- lagar í þingflokki jafnaðarmanna munum halda merkinu á lofti og bera málin hennar fram í þinginu í haust. Við kynntumst í Ástu einstakri baráttukonu sem háði ójafna bar- áttu við erfiðan sjúkdóm og tókst á við hann með sama óbilandi kjarki og æðraleysi og einkenndi allt henn- ar lífsstarf. Hetjuleg barátta hennar verður okkur þingmönnunum ógleymanleg. Að leiðarlokum þakk- ar þingflokkur jafnaðarmanna Ástu góða samfylgd. Við kveðjum hana í virðingu og þökk og biðjum fjöl- skyldu hennar guðsblessunar á þessum erfiða tíma. Þingflokkur jafnaðarmanna. Fram á síðasta dag tráði ég á kraftaverkið. Að eins og oftast áður tækist Ástu hið ómögulega. En gagnvart dauðanum erum við öll lít- ils megnug og það sannreynum við nú þegar við syrgjum Ástu B. Þor- steinsdóttur við ótímabært lát henn- ar. Mennimir biðja en Guð ræður. Þegar ég að undanförnu hef hugs- að til Ástu meira en endranær hefur mér orðið ljóst, sem ég vissi reyndar áður, að þau voru mörg kraftaverkin sem gerðust í kringum hana sjálfa, í lífshlaupi hennar og ævistarfi. Ásta fékk meira áorkað en flestir sem ég hef þekkt, vegna þess að hún trúði heitt á réttlátan málstað. Það sem meira var, hún fékk aðra til að trúa með sér og hreif þá með sér til góðra verka og samstöðu. Þar á ég einkum við málefni fatlaðra, sem segja má að hún hafi helgað öll sín fullorðinsár, allt frá því að hún fyrir 28 árum eignaðist Ásdísi Jennu og hóf að berjast fyrir lífsgæðum henn- ar. Síðar varð sú barátta málstaður allra fatlaðra. Ásta sneri þannig sorg og erfiðleikum upp í sigur- göngu. Sú barátta varð þannig lán margra, bæði fatlaðra, foreldra þeirra og annarra aðstandenda, en líka okkar hinna sem urðum þeirra forréttinda aðnjótandi að fá að vera þátttakendur í þessari lífssýn og og hugsjónabaráttu. Það var lán mitt að kynnast Ástu þegar við báðar tókum þátt í nefndastarfi í Landssamtökunum Þroskahjálp fyrir um 15 áram. Ég varð fyrir miklum áhrifum af henni og reyndar öðram mæðrum fatlaðra bama. Það varð m.a. til þess að ég valdi mér líf þeirra sem viðfangs- efni, þegar ég skrifaði mastersrit- gerð mína um mæður mikið fatlaðra barna. Ásta varð ásamt nokkrum öðrum íslenskum mæðrum þátttak- andi í ritgerðinni minni. Þær gáfu mér hlutdeild í lífi sínu, sorg og sigrum. Svo lengi sem ég lifi mun ég minnast þess efniviðs sem Ásta sendi mér til Englands þennan vet- ur. Mér fannst þá og finnst enn að ég hafi í raun aldrei fengið dýrmæt- ari gjöf, sem ég hef aldrei getað full- þakkað né endurgoldið nema kannski með vináttu minni og vænt- umþykju, því upp frá þessu urðum við Ásta einlægar vinkonur. Seinna urðum við nánar samverkakonur hjá Þroskahjálp í fjögur viðburðarík ár, sem voru í senn skemmtileg, átakamikil og ógleymanleg. Hvern dag síðan hef ég saknað þessara ára og alls þess góða samferðafólks á þeirri vegferð, en þó mest Ástu, þegar við hættum að hittast og tala saman á hverjum degi eins og áður. Það var vitanlega Ásta sem setti kúrsinn og var við stjórnvölinn sem sá stefnufasti formaður sem hún var. Víst var um það að þar var eng- in lognmolla á ferðinni og lítið gert með úrtölufólk þegar mannréttinda- mál fatlaðra vora annars vegar, enda urðu líka margir draumar að veraleika á áram Ástu sem formað- ur Landssamtakanna Þroskahjálp- ar. Við fórum víða saman þessi ár, bæði innanlands og utan, og alltaf var ég jafn stolt af Ástu, því hvar- vetna vakti hún eftirtekt fyrir glæsi- leik, skörangsskap, rökfestu og hug- sjónaeld. Ásta var hinn fæddi leið- togi og það hlutverk fórst henni líka best úr hendi. Hún var að því leyti lík Hallgerði langbrók að engin vildi hún „hornkerling vera“. Það átti því ekki sérstaklega vel við Ástu að vera í einhverjum „aukahlutverk- um“ svo sem eins og að vera í stjómarandstöðu á Alþingi, jafnvel þótt hún gerði það vel, eins og allt annað sem hún tók sér fyrir hendur. Ég, eins og margir sem þekktu Ástu vel, vonaðist eftir þeim degi að hún fengi þann sess í stjómmálum sem hæfði henni, við stjórnvöl sem tryggði henni möguleika til góðra og mikilla verka. Hún setti vissulega spor á samtíð sína en hefði henni enst líf og heilsa er ég þess fullviss að það hefði skipt sköpum fyrir þjóðina. Fáa hef ég þekkt sem vora slíkir dugnaðarforkar og Ásta eða hafa komið öllu því í verk, sem hún áorkaði. Henni einni var lagið að stunda vinnu sína, halda stórveislu, semja ræður og sinna vinum og fjöl- skyldu allt í senn, en láta ekki þar við sitja heldur leggja á sama tíma á ráðin um næstu stórviðburði. Það var ekki allra að ganga í takt við hana, en einhvem veginn tókst henni að láta samverkafólki finnast það vera með og gera gagn. Ásta átti líka fleiri vini og kunn- ingja en nokkur sem ég þekki en samt virtist hún alltaf hafa pláss fyrir fleiri, bæði undir vængnum, í faðminum og sér við hlið. Það sást líka best þegar hún veiktist hversu margir vildu leggja henni lið með góðum óskum og fyrirbænum. Þó var það þannig að hún huggaði fremur okkur hin en öfugt og a.m.k. var það svo í okkar samskiptum. Einnig í alvarlegum veikindum sín- um og aðsteðjandi dauða var hún svo sterk að hún sannfærði mig um að lífið væri sterkara en dauðinn, hafi ég efast um það eitt andartak. Enda mun Ásta lifa áfram, í verkum sínum að eilífu og í hug okkar og hjarta sem þótti vænt um hana og áttum vináttu hennar, svo lengi sem við lifum. Ásta fór ekki varhluta af sorgum og mótlæti, en lífið var henni þó að flestu leyti gott. Hún var úr traustri og samheldinni fjölskyldu, sem henni þótti afar vænt um. Hún átti t.d. móður sem elskaði hana og hlúði að henni allt fram á síðasta dag. Hún eignaðist þann besta mann sem hugsast gat, sem elskaði hana, virti og dáði að verðleikum frá fyrstu stundu. Ekki síst bjó Ásta við barnalán, sem er kannski mesta lán sem hlotnast getur nokkurri konu. Bömin hennar þrjú era öll framúr- skarandi fólk, góðar og vel gerðar manneskjur sem bera foreldrum sínum gott vitni og munu færa mál- stað hennar áfram í lífi sínu og verk- um, hvert á sínu sviði. 011 stöndum við nú, fjölskylda, vinir og samverkafólk, hnípin og syrgjum Ástu og veltum jafnvel fyr- ir okkur hvernig lífið geti haldið áfram án hennar. En þegar við hugsum til vináttu og verka þessar- ar stórbrotnu konu hlýtur gleðin yf- ir lífi hennar að verða sorginni yfir- sterkari. Með fordæmi sínu sannaði hún okkur svo ekki verður um villst, að lífið er þrátt fyrir allt sterkara en dauðinn. Við Ingólfur og börnin okkar sendum Ástráði, Arnari, Ásdísi Jennu, Þorsteini Hreiðari og Ásdísi móður Ástu og öllum öðrum ástvin- um hennar okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu Ástu B. Þor- steinsdóttur. Lára Björnsdóttir. Erfiðu sjúkdómsstríði Ástu Bryn- dísar Þorsteinsdóttur, systurdóttur minnar, er lokið. Hún háði stutta en harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Þessi sterka kona, sem átti svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.