Morgunblaðið - 20.10.1998, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTOBER 1998 45
margt óunnið, varð að beygja sig
undir það ofurafl sem hún mætti.
Þeir eru margir sem missa mikið
við fráfall Ástu frænku minnar. Hún
lét sig varða mál þeirra sem minnst
mega sín. Við frændfólkið áttum
góðan vin í henni. Henni sem okkur
þótti svo undur vænt um.
Yfir hörpunni
hlýt ég að vaka,
uns vitjar mín sá,
er við skal taka,
ungmennið fagra
og ennisbjarta,
sem hvílir í leiðslu
við landsins hjarta
og ljóð þess nemur.
Hann kemur. Hann kemur.
Pá rís ég úr sæti,
læt söðla hestinn,
sátturviðdauðann,
blessa feðranna
fomu tungu
og faðma gestinn,
bendi honum
á bekkinn auðan
og byrðina þungu.
Hann skal lífið
og hörpuna erfa.
Mitt er að hverfa.
(Davíð Stef.)
Eg votta eiginmanni hennar,
börnum, móður, tengdamóður,
systkinum og okkur öllum sem þótti
svo vænt um hana, innilega samúð.
Guð blessi minningu Ástu Bryndís-
ar Þorsteinsdóttur.
Margrét Eyjólfsdóttir.
Það kólnaði skyndilega í veðri á
dánardegi Ástu B. Þorsteinsdóttur.
Það var eins og sumar viki fyt'ir
vetri þegar ekki naut lengur við
þeirrar hlýju og orku sem jafnan
stafaði af Astu og hún gaf svo örlát-
lega af. Og nú fínnst mér blása
naprari vindar en áður um götuna
okkar.
Fjölskyldan mín átti því láni að
fagna, í ágústbyrjun 1994, að flytj-
ast í nágrenni við þau Ástu og Ást-
ráð á Seltjarnamesi. Nokkur hús
skildu að í sömu götu. Við þekktum
dálítið til þeirra áður og þegar við
settumst að í nágrenni við þau á
Hofgörðum kynntu þau okkur fyrir
sínum einstaka vinahóp og buðu
okkur velkomin með útbreiddum
faðmi. Otti okkar við norðanvinda á
Nesinu varð fljótt að engu fyrir
sannfæringarkrafti Ástu, sem sagði
að hvergi væri betra að búa, en
þetta væri náttúrulega ekki staður
fyrir þá sem kynnu ekki að meta
ferskt loft.
Á fjórum árum höfum við átt
margar góðar stundir saman og
kynnst mannkostum Ástu, glæsi-
leik, hlýju og gestrisni. Þar fór kona
sem ótrauð vann í annarra þágu og
tók sjálfviljug á sig byrðar sam-
ferðafólks. Hún var glæsileg kona,
hvort heldur hún gekk prúðbúin til
veislu eða fór stígvélaklædd um
garðinn sinn að hlúa að blómum og
trjáplöntum. En fyrst og síðast var
Ásta falleg af verkum sínum og
hjartalagi. Hún gaf ki-afta sína í
þágu fatlaðra og annarra sem eiga
undir högg að sækja og barðist fyrir
bættum kjörum þeirra og rétti.
Þeim verður vandfundinn annar
eins baráttumaður.
Með Ástu B. Þorsteinsdóttur er
fallinn kvenskörungur. Ég þakka
fyrir að hafa fengið að kynnast
henni og verð henni ævinlega þakk-
lát fyrir þá vinsemd sem hún sýndi
mér og mínum. Við vottum Ástráði,
bömum þeirra þremur og vanda-
mönnum öllum innilegustu samúð.
Kristín Ingólfsdóttir.
Ásta með krabbamein. Orðin límd
í undirmeðvitund mína. Þessi
hrausta unga kona. Hörkudugleg,
klár, umfram allt besta sál sem ég
hef kynnst.
Minningarnar streyma fram í
huga mér. Ég minnist sérstaklega
þess tíma sem við áttum heima sam-
an í Árósum. Þar naut ég þeirrar
gæfu að kynnast henni og hennar
fjölskyldu.
Ásta var ósérhlífin með alveg ein-
staka persónutöfra, hún mátti aldrei
vera að því að hugsa um sjálfan sig
heldur alltaf um aðra.
Deyr fé,
deyja frændr,
deyr sjalfr it sama;
En orðstírr
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getr.
(Hávamál.)
Sindri Einarsson.
Nálægð þín vakti bjartar sveiflur
andrúmslofthetju
með fagrahvel undir brámána
sem skoraði sjálfa þjáninguna á hólm.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Steinninn í brekkunni minni er
mikill uppáhaldssteinn. Ég veit að í
honum býr álfkona og hún er vin-
kona mín. Á vorkvöldum jafnt sem
sumamóttum nýt ég þess að sitja á
steininum, teyga í mig heilnæmt
fjallaloftið og láta hugann reika. Um
leið fylgist ég með því hvemig gróð-
urinn vex og dafnar. Brekkan er um
margt sérstæð, reyndar finnst mér
hún bæði margslungin og ótrúleg.
Gróðurinn neðst er fremur lágvax-
inn og ungur. Hann krefst þess að
vel sé að honum hlúð. Með áburðar-
gjöf, þolinmæði, umhyggju og natni
teygja litlu angarnh’ sig upp úr
moldinni fullir trúnaðartrausts. í
brekkunni miðri er bjarkarlundur.
Þegar ég fór að fylgjast með björk-
unum átján fyrir þrjátíu og fjóram
áram, vora þær ungar og börkurinn
á þeim viðkvæmur. Ég vissi að þær
höfðu komið hver úr sinni áttinni,
fullar eftii’væntingar að takast á við
sitt nýja hlutskipti. Ofar í brekkunni
tekur við gisnari gróður, malarflák-
ar á milli og klappir efst. Jarðvegur-
inn er þarna bæði íýr og lítill en
með skilningi, hlýju og hjálp getur
gróðurinn staðið langt fram á haust.
Brekkan mín, litskrúðuga, sem
ávallt hefur logað á haustin, hefiir
grátið undanfarið. Grátið vegna
þess að ein af björkunum hennar,
Ásta, er dáin. Fyrir nokki-um áram
stóðu þær líka svona hnípnar og
grétu af því að Linda var dáin.
Ég sit á steininum mínum og lítið
er um svör við þeim spurningum
sem leita á. Svör við því hversvegna
Ástu var ætlað að hverfa svo fljótt í
ljósið. Ásta hafði alla tíð ríka rétt-
lætiskennd. Réttur einstaklingsins,
hvar sem hann stóð í brekkunni,
skyldi virtur. Hvort þú varst snauð-
ur, fatlaður eða sjúkur. Allir áttu
sinn rétt. Trú sannfæringu sinni
barðist hún fyrir hugsjónum sínum,
full eldmóðs og funa. Við hinar stóð-
um hjá, dáðumst að viljastyrk henn-
ar, áræðni og krafti. Hjúkrun: starf
hugar, hjarta og handar, var það
starf sem við völdum okkur. Eðlis-
kostir Ástu komu þar vel í ljós.
Hvort heldur var að hjúki-a veiku
bami, starfa á skurðstofu eða stýra
stóra sjúkrahúsi, allt leysti hún af
hendi með sömu heilindum og dugn-
aði. Baráttumálum Þroskahjálpar
stýrði hún einnig styrkri hendi.
Brautryðjandi nefnist sá er á undan
gengur og ryður braut, slíkur var
Asta, eldhuginn sem aldrei gafst
upp. Við sögðum hana hafa þing-
mannsblóð í æðum, enda dreif hún
sig í pólitík. Alþingi íslendinga fékk
því miður allt of stutt að njóta
starfskrafta hennar, sama má segja
um Alþýðuflokkinn, en þar gegndi
Ásta varaformennsku.
Eldhuginn Ásta reis þó hæst síð-
ustu sjö mánuði á tímum þar sem
hver holskeflan af annan-i reið yfir
fjölskylduna. Reiðarslagið er mikið
fyrir hvern þann sem fer „hinum
megin“ við heilsulínuna, það þekkja
þeir best er hafa reynt. Flestir kom-
t
Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÓSKAR J. SIGURÐSSON
frá Búlandi,
Vestmannaeyjum,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum mándaginn 19. okt.
Jarðarförin auglýst síðar.
Björg S. Óskarsdóttir, Peter Kvaran,
Guðmundur Ó. Óskarsson, Ágústa Sigurðardóttir,
Magnús Matthíasson, Guðlaug Þ. Guðmundsdóttir,
Ragnheiður Matthíasdóttir, Guðmundur Brandsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartkær faðir minn, tengdafaðir, afi og
langafi,
HÖGNIPÉTURSSON
frá Ósi,
Bolungarvík,
lést á Sjúkrahúsi (safjarðar að morgni mánu-
dagsins 19. október.
Guðmunda Ó. Högnadóttir, Jón M. Egilsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
ÞÓRDÍSAR BENEDIKTSDÓTTUR
frá Smáhömrum.
Björn H. Karlsson,
Elínborg Karlsdóttir,
Guðbrandur Björnsson,
Karl Þór Björnsson,
Eiríkur Helgason,
Þórdis Helgadóttir,
Karl Matthías Helgason,
Steinunn Helgadóttir,
og barnabarnabörn.
Matthildur Guðbrandsdóttir,
Helgi Eiríksson,
Helga Halldórsdóttir,
Unnur María Rafnsdóttir,
Friðrik S. Kristinsson,
íris Björg Eggertsdóttir,
Sæþór H. Þorbergsson
ast þó innan tíðar „réttum megin“,
aðrir ekki. Hjá þeim er bai’átta upp
á líf og dauða hafin. Enginn heyr
slíka baráttu einn. Ásta átti eigin-
mann, böm, tengdaböm, móður og
tengdamóðui’, ásamt vinkonum og
vinum er stóðu sem klettar henni
við hlið en baráttan var engu síður
hennar. Virðing fyi-ir mannhelgi og
ótrúlegur viljastyrkur einkenndu
allar hennar gjörðir meðan á hildar-
leiknum stóð. Við, sem stóðum
álengdar, hrifumst með. Þegar ég sá
Ástu fyrst, fyrir þrjátíu og fjóram
áram, fylgdi henni mikil reisn, hún
var foringi og sem slík tókst hún á
við veikindi sín. Með sömu reisn
kvaddi hún síðan þetta líf.
Deyr fé,
deyja frændur,
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Ur Hávamálum.)
Á sama hátt mun orðstír Ástu lifa.
Um nótt er gott að trúa á ljósið. í
sorgarmyrkrinu sem nú umlykur
okkur er þakklæti efst í huga. Þakk-
læti fýrir að hafa átt vináttu Ástu og
samfylgd. Skarð er fyrir skildi í
hjúkran á Islandi. Við hollsysturnar
sendum Ástráði og fjölskyldunni
allri okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Ástu Bryn-
dísar Þorsteinsdóttur.
Sigþrúður Ingimundardóttir.
>*.
Myrkur haustmorgunn þeytti
kraparegni á gluggann, þegar ég
lauk upp blaðinu á þriðjudaginn og
las þar andlátsfregn vinar míns og
samstarfsmanns til margra ára,
Ástu B. Þorsteinsdóttur alþingis-
manns og fyrrverandi fonnanns
Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Hughrif þessa augnabliks gátu nátt-
úraöflin ekki áréttað skýrar. Áreið-
anlega er ég ekki sá eini sem fundið
hefur tilfinningu reiði, sorgar og
vanmættis gagntaka sig við þessa
fregn. Eflaust á það ekki síst við um \ .
þá sem minnst mega sín og hafa
takmarkaða getu að bera hönd fyrir
höfuð, þegar réttur þeirra er fyrir
borð borinn, að þeim fmnist sem
gustur hrímkalds hausts fari um þá
við andlát Ástu.
Kynni okkar hófust haustið 1985,
er hún tók sæti í stjóm Þroska-
hjálpar. Hún vann sér fljótt athygli
og virðingu fyrir mikla þekkingu,
grandvallaðar skoðanir og skelegg-
an málflutning og þegar kjósa átti
nýjan formann 1987 naut hún ein-
huga stuðnings til þess starfs og
SJÁ NÆSTU SÍÐU
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÁSDÍS HAFLIÐADÓTTIR,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn
17. október sl.
Nína K. Gunnarsdóttir,
Linda B. Gunnarsdóttir,
Lilja Magnúsdóttir,
Hafliði Gísii Bjarnason,
Ægir Þór Bjarnason,
Bergrós Björk Bjarnadóttir,
Ásdís Hafliðadóttir.
Bjarni Þorgrímsson,
Brynja B. Garðarsdóttir,
Gunnar Áki Hjálmarsson,
Elías Arnar Hjálmarsson,
Haukur Hafliði Hjálmarsson,
t
Systir okkar og frænka,
NANNA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Hruna, Ólafsvík,
Austurbergi 38, Reykjavík,
andaðist á heimili sínu laugardaginn
17. október sl.
María H. Guðmundsdóttir,
Guðrún A. Guðmundsdóttir,
Guðmundur Guðmundsson
og systkinabörn.
t
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HÓLMFRÍÐUR LÁRA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Skeljagranda 8,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum aðfaranótt föstudags-
ins 16. október sl.
Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, Sigurvaldi Rafn Hafsteinsson,
Björgvin Þór Björgvinsson, Helga Eiríksdóttir,
Sævar Örn Björgvinsson, Sigurey Agatha Ólafsdóttir,
Georg Bjarnason
og barnabörn.
«
Menntamálaráðu-
neytið — Auglýsing
í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur menntamálaráðu-
neytið beint því til stofnana á stjórnsýslusviði þess að þær hafi
lokað til kl. 13.00 eftir því sem tök eru á, miðvikudaginn 21. októ-
ber, vegna útfarar GUÐRÚNAR KATRÍNAR ÞORBERGSDÓTTUR,
sem gerð verður frá Hallgrímskirkju kl. 11.00 þann dag. Þá er
mælst til þess að kennsla verði felld niður til kl. 13.00.
Menntamálaráðuneytið,
19. október 1998.