Morgunblaðið - 20.10.1998, Page 46

Morgunblaðið - 20.10.1998, Page 46
'r 46 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Elskulegur bróöir okkar, BENEDiKT SKÚLASON, Danmörku, áður til heimilis í Stillholti 8, Akranesi, lést á Friðriksbergsjúkrahúsinu í Kaupmanna- höfn laugardaginn 17. október. Systkini hins látna. » t Ástkær eiginmaöur minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KJARTAN ÁSGEIRSSON, Bjarmalandi, Garði, andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn 15, október. Útför hans fer fram frá Útskálakirkju laugar- daginn 24. október kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Marta Guðrún Halldórsdóttir, Kristjana H. Kjartansdóttir, Jóhannes S. Guðmundsson, Ásgeir Kjartansson, Sólveig Björk Gránz, Þorvaldur Kjartansson, Jóhanna S. Sigurvinsdóttir, Jóhanna A. Kjartansdóttir, Gísli L. Kjartansson, Ólafur Þór Kjartansson, Álfhildur Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur maðurinn minn og faðir okkar, ÓLAFUR MAGNÚSSON fyrrum starfsmaður Kirkjugarða Reykjavíkur, Engihjalla 11, Kópavogi, er látinn. Jóhanna Jónsdóttir, Bragi Ólafsson, Ásta Þóra Ólafsdóttir og aðrir ástvinir. t Ástkær dóttir mín, systir, mágkona, fóstur- móðir og frænka, ÁSLAUG K. MAGNÚSDÓTTIR, Kötlufelli 3, áður til heimilis i Svíþjóð, verður jarðsett frá Dómkirkjunni í dag, þriðju- daginn 20. október, kl. 13.30. Magnús St. Daníelsson, Jórunn I. Magnúsdóttir, Jón S. Magnússon, Arnhildur S. Magnúsdóttir, Ingibjörg L. Magnúsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Agnar E. Agnarsson, Stefán H. Stefánsson, Kolbrún Viggósdóttir, Jón Guðbjörnsson, Sveinn Isebarn, Magnús Karlsson, Carína Persson og frændsystkini. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS VALGEIRS ILLUGASONAR, Reykjahlíð 1, Mývatnssveit. Guðrún Jakobsdóttir, Kristjana Ó. Valgeirsdóttir, Mark Kr. Brink, Matthildur H. Valgeirsdóttir, J. Valgerður Valgeirsdóttir, Guðmundur St. Sigurðsson, Guðrún María Valgeirsdóttir og barnabörn. Lokað Ríkisfjárhirslan verður lokuð miðvikudaginn 21. októbertil kl. 13.00 vegna jarðarfarar GUÐRÚNAR ÞORBERGSDÓTTUR, forsetafrúar. ÁSTA BRYNDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR hélst það uns hún vegna kjörgengis- reglna samtakanna lét af for- mennsku 1995. Á þessum árum var margt að gerast í málefnum fatlaðra hér á landi og erlendis og reið á miklu fyrir samtök þeirra, að fylgst væri með og haldið fast um tauma í hagsmunabaráttu fatlaðra að ekki dytti úr seglum sá meðbyr sem mál- efni þeirra höfðu notið frá því að lög um aðstoð við þroskahefta voru sett 1979. I því efni gegndu samtök þeirra, Þroskahjálp og Öryrkja- þandalagið, lykilhlutverki og þó að um skeið hefði verið nokkur þústur milli þeirra komst á samstarf og í því starfí átti Ásta mikilvægan hlut. Annað sem hafði mikla þýðingu fyr- ir samtökin var samstarfíð við syst- ursamtökin á Norðurlöndum sem skapaði möguleika til þess að kynn- ast lykilfólki í þessum löndum sem gat miðlað af reynslu þjóða sinna og gefið upplýsingar og góð ráð um meðferð mála, árangur og afleiðjng- ar breytinga og nýrrar stefnu. Ásta var fulltrúi Þroskahjálpar í þessu samstarfi og sinnti því af alúð og naut trausts og virðingar allra er með henni unnu. Þess urðu fljótt varir þeir sem hittu að máli þá er- lendu menn sem höfðu kynnst starfí hennar eða unnið með henni á þeim vettvangi. Ekki má heldur láta óget- ið hins mikilvæga hlutverks er hún sinnti sem fulltrúi Þroskahjálpar í margvíslegu nefndarstarfi á vegum hins opinbera þar sem hún fylgdi fast fram sjónarmiðum samtakanna og eigin skoðunum á rétti fatlaðra og annarra sem halloka höfðu farið í lífsbaráttunni. Alls staðar þar sem reifa þurfti málefni fatiaðra eða túlka stefnumál Þroskahjálpar var Ásta hinn sjálf- sagði málsvari, sem við félagar hennar treystum og vorum stolt af vegna glæsileika hennar, yfírburða- þekkingar og frábærra hæfileika til að koma sjónarmiðum sínum og skoðunum á framfæri með þeim hætti að eftir væri tekið. Hún gerði miklar kröfur um virðingu og jafn- rétti fatlaðra og ætlaðist til mikils af félögum sínum og samstarfsfólki, en þó gerði hún fyrst og síðast kröfur til sjálfrar sín. Það sem hún lagði til var vel gi'undað. Allt sem hún lét frá sér fara í ræðu eða riti var vandlega undirbúið, skýrt og skorinort og bar þess glöggt vitni að stefna hennar og skoðanir voru byggð á hugsjón; trú á og von um betri heim og feg- urra mannlíf ekki síst fyrir þá sem höllustum fæti standa. Því miður á framkvæmd slíkra hugsjóna erfítt uppdráttar í okkar markaðsvædda þjóðfélagi. Hún bjó yfír miklum þrótti og sterkum vilja, sem entist allt til hins síðasta, en átti í ríkum mæli þá ljúf- mennsku og hlýju, sem nær frá hjarta til hjarta og hún hafði þrosk- að í löngu staifí með sjúku fólki og sköpuðu henni einstæða hylli hjá þeim fötluðu einstaklingum, sem vegna saklausrar einlægni skynja muninn á þeirri alúð sem innra býr og hinni er ytra hangir. Við leiðarlok koma upp í hugann minningar um fjölmargar ánægju- stundir er við er sátum í stjórn Þroskahjálpar áttum þar sem Ásta var allt í senn, eftir því hvað við átti hverju sinni; leiðtogi í fararbroddi fylkingar sem treystir foringja sín- um, glaðvær félagi, þegar stund gafst til að gleðjast og létta sér upp, og traustur og úrræðagóður ráð- gjafi, sem á uppörvandi hátt studdi samstarfsmenn til verka, þegar glímt var við vandasöm verkefni. Við þær minningar er gott að una, þegar sorg og eftirsjá sækir að. Við Eygló sendum Ástráði eigin- manni hennar, börnunum þremur, aldraðri móður og öllum öðrum er sakna og syrgja Ástu B. Þorsteins- dóttur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Snorri Þorsteinsson. Ásta Binna var eins og sólin, hvar sem hún skein, hlýjaði hún okkur hinum í fjölskyldunni með nærveru sinni, lífsgleði og krafti. Við nutum geislanna, íylltumst orku, gleði og hugmyndum. Hún hafði ríka réttlætiskennd, mátti ekkert aumt sjá, þá var hún boðin og búin að leggja sitt af mörk- um, þrátt fyrir oft og tíðum mikið annríki. Lítilmagninn hafði eignast sinn málsvara. Sólin á svo auðvelt með að bræða ísinn. Sagt er að við fáum til baka það sem við leggjum inn í lífið öðrum til handa. Þá hlýtur himnabankinn að greiða henni háa vexti. Nokkrar myndir koma upp í huga mér er ég hugsa til hennar. Þegar við vorum litlar í garðinum hjá ömmu og_ afa, þar sem ég leit hug- fangin á Ástu Binnu sem mér fannst svo falleg og mikil skvísa, enda að- eins eldri. Myndin af henni á leið til Ameríku sem skiptinemi, í fallegri ullarkápu, en einmitt í gegnum þau samtök hitti hún ástina sína, hann Ástráð. Við fögnuðum fímmtugsaf- mæli hennar á Hofgarðinum, það var afmæli engu líkt. Töntuboðið í vor, sem var einstaklega ljúft og eft- irminnilegt. Ennþá hélt hún í stelpuna í sjálfri sér. Eitt sinn las ég speki eftir þekkt- an trúboða, þar sem hann setti mennina í þrjá hópa, einum hópnum líkti hann við árabáta, öðrum við seglbáta, og enn öðram við vélbáta. En þeir síðastnefndu hefðu kraftinn innanborðs og gætu haldið áfram lífsins göngu sama hvemig viðraði. Þannig var Ásta Binna. Svo skyndilega dró ský fyrir sólu og viðraði ekki vel, vágestur hafði bankað uppá, sem ekkert gat lækn- að. Ásta Binna með þennan hreint ótrúlega kraft innanborðs hélt áfram að sinna sínum verkum, af svo einstakri kostgæfni að okkur hin skorti orð. „Það má ekki gefast upp,“ sagði hún við mig. Það vantar kannski dugnaðarfork hjá Guði, til að vinna eitthvert verk- efni sem þarfnast einurðar og alúð- ar. Þegar ég kvaddi Ástu Binnu frænku mína í hinsta sinn, allavega í þessari jai’ðvist, þar sem hún lá í rúmi sínu, skinu sterkir sólargeislar inn um gluggann og lýstu upp her- bergið. Einn geislinn hafði haldið áleiðis til Sólarlandsins. Við hin að- eins ráfum um, sorgmædd og leitum svara. En við erum líka fullviss um að vel verður tekið á móti henni. Ég bið Guð að styrkja Ástráð, Arnar, Ásdísi Jennu, Þorstein Hreiðar og Öddu fóðursystur og fjölskyldur þeirra. Mig langar í lok- in að senda ykkur línur, en höfund- inn þekki ég ekki. „Þó ég sé látinn harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauð- ann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig hald- ið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, þá lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífíð gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu." Rósa Matthíasdóttir. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast, þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. (Friðrik Œ Þórleifsson.) Þessar ljóðlínur lýsa vel okkar kæru vinkonu sem nú er kvödd með miklum söknuði. Leiðir okkar lágu saman þegar á þrettánda árinu. Við urðum fljótt þrjár vinkonur sem héldum hópinn, áttum samleið í gegnum unglingsár- in, innan skátahreyfingarinnar, er- lendis og eftir heimkomu með börn og bura. Við höfum kosið að minnast ung- lingsáranna, þar sem aðrir munu minnast seinni ára. Margs er að minnast frá þessum áram. Kraftur Ástu og dugnaður kom fljótt í ljós og leiðtogahæfileik- ar hennar leyndust engum í skáta- starfi sem öðra. Alltaf var hún pott- urinn og pannan í skátaútilegunum. Við áttum því láni að fagna að pabbi hennar átti rauðan pallbfl og aldrei þreyttist hann á að þeysa með okk- ur á pallinum með allt okkar haf- urtask á hin ýmsu skátamót og úti- legur. Að því kom að skátabúningarnir okkar vora komnir með flest þau merki og snúrur sem hægt var að ná, en ekki vildi Ásta láta þar við sitja og hvatti okkur til að fara með sér í 50 km göngu, til að bæta einu merkinu enn við. Héldum við til Þingvalla og hófum gönguna þaðan. Þegar í Mosfellssveitina kom var mikill fögnuður þegar við sáum pabba hennar og mömmu koma á móti okkur færandi heitt kakó. Síð- ustu kflómetrarnir voru erfiðir, enn á ný dreif Ásta okkur áfram, tak- markinu var náð. Þau urðu mörg markmiðin sem Ásta náði á alltof stuttri ævi, setti sér og sínum og hvatti aðra til að ná og framundan lágu enn önnur markmið. Þegar að tilhugalífinu kom stund- uðum við Borgina og Glaumbæ af miklu kappi og Ásta kynntist Ást- ráði, eftirlifandi manni sínum. Oft sköruðust vaktir sem hjúkranar- nemi við öll hennar áform, en af ótrúlegri elju kom hún miklu í verk. Ásta var stolt af mannsefninu sínu og ótrúlega oft gat hún komið nafni hans að í almennu spjalli og skipti þá engu um hvað var rætt. Svo komu árin sem Ásta var í Árósum, Edda í Skövde og Guð- björg Elín í Kaupmannahöfn, en alltaf var sambandið jafn náið og kært. Seinna sóttum við svo heim glæsi- legt heimili Ástu og Ástráðs við hin ýmsu tækifæri við sérstaklega höfð- inglegar móttökur. Með Ástu er gengin stórmerk og góð kona langt fyrir aldur fram sem við komum til með að sakna mikið. Erum við ekki einar um það, en sár- ast er það fyrir Ástráð, Ásdísi, móð- ur hennar og börnin þrjú og fjöl- skyldur þeirra. Við ásamt fjölskyld- um okkar sendum innilegar samúð- arkveðjur. Megi Guð styrkja og styðja ykkur öll. Gef dánum ró, en hinum líkn er lifa. Edda Hjaltested og Guðbjörg Elín Daníelsdóttir. Okkur langar til að minnast Ástu með örfáum orðum. Hún hefur lengi barist fyrir málefnum fatlaðra og skarað framúr meðal jafningja sinna. Við þökkum henni fyrir allar þær ánægjulegu stundir sem við höfum átt með henni undanfarin ár. Hún hefur reynst okkur bæði stoð og stytta. Við viljum votta fjölskyldu hennar og aðstandendum okkar dýpstu samúð á erfiðri stundu. Fyrir hönd Átaks, félags þroska- heftra, María Hreiðarsdóttir, John M. Doak, Jón Líndal, Þórey Rut Jóhannesdóttir og Hreinn llafliðason. Þeim sem á sér hugsjónir um betri og réttlátari heim og trúir því að honum megi breyta reynist erfitt að slíta sig frá verkefnum lífsins. Okkur sem eftir lifum er brotthvarf slíks einstaklings sérstakt harms- efni. Ásta B. Þorsteinsdóttir hafði haslað sér völl á nýjum vettvangi og þrátt fyrir stutta veru hennar á Al- þingi mátti sjá að hún vildi vinna að mannréttindum sjúkra, aldraðra og fatlaðra. Verkefnin þar vora í rök- réttu framhaldi af ævistaifí hjúkr- unarfræðingsins og ekki síður af ómetanlegu staifí hennar að málefn- um fatlaðra. Svo samofið er nafn Ástu því málefni og sögu Landssam- takanna Þroskahjálpar að í hugum okkar samherja hennar og vina verður þetta tvennt vart aðskilið. Við fögnuðum velgengni hennar í stjórnmálum og fannst hún með vissum hætti okkar þingmaður. Ásta var einstök baráttukona sem með glæsileik sínum og einarðri framgöngu gaf samtökunum nýja reisn. Umbætur á lagabókstaf dugðu henni ekki, hún vildi breyta úreltu hugarfari og aumingjagæsku

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.