Morgunblaðið - 20.10.1998, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 20.10.1998, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR PRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 47 í virðingu fyrir réttindum. Foreldr- ar áttu ekki lengur að þurfa að knékrjúpa til að fá lögbundna þjón- ustu og fatlaðir skyldu í auknum mæli fá að ráða lífí sínu sjálfir. En hugsjónir duga skammt. Til þess að koma á umbótum þarf víðtæka þekkingu á málefninu og refilstigum kerfisins, áræði og kjark tii að fylgja málum eftir. Rík af þeirri lífsreynslu hjartans sem dóttirin Ásdís Jenna hafði gefið henni lagði Asta af stað og nam áfram í glímunni við verk- efni líðandi stundar. Þekking henn- ar varð einstök svo og glöggskyggn- in og færnin við að sjá meginatriði hvers máls, auk þess sem hún bjó yfir hæfileika til að haga orðum sín- um þannig að þau hrifu. Framganga hennar vakti undrun og aðdáun okk- ar sem nutum þeirra forréttinda að vinna með henni. Asta gerði sér ljóst að fatlaðir þurfa sterka einstaklinga sér við hlið og var tilbúin að gefa þeim af styrk sínum, þó hún annars gæti verið viðkvæm og auðsærð. Dyggi- lega studd af eiginmanni og fjöl- skyldu sparaði hún aldrei kraftana, ekkert var í raun ómögulegt, engin hindrun þannig að henni yrði ekki rutt úr vegi. Hún var stjaman okkar á mannfundum í málefninu, heima og heiman, glæsilegur fulltrúi hvort heldur sem var í Norðurlandasam- starfi eða við stjórnvölinn á alþjóð- legri ráðstefnu í Reykjavík. I kring- um hana gerðust ævintýri sem ann- ars voru óhugsandi. Að taka þátt í þeim ævintýrum var ljúf skylda, bjartsýnin og dugurinn efldi okkur til dáða. Ekkert var smátt í kringum Astu. Hún var höfðingi heim að sækja, ör- lát jafnt á veraldargæði og vináttu. Vinátta okkar var afrakstur af starf- inu að málefnum fatlaðra, nokkurs konar kærkomin aukageta. Djúp vinátta og einlæg - og bæri á hana skugga hafði hvorug okkar viðþol fyrr en búið var að ná sáttum. Fyrir þá gjöf verð ég eilíflega þakklát. Asta mun lifa í hugum og hjörtum þeirra fjölmörgu sem nú gráta hana. Okkur sem unnum málefnum fatl- aðra verður minningin um hana leið- arstjama til nýrra sigra í hennar anda. Elskulegum eiginmanni Astu og bekkjarbróður okkar úr Mennta- skólanum á Akureyri færum við Hörður innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi og styrki bömin þeirra, Asdísi Jennu, Þorstein og Arnar, móðurina Ásdísi, tengdamóðurina Jennu og aðra ástvini. Það er erfitt að horfa fram á veginn án Ástu. Svanfríður Larsen. Því miður urðu kynni okkar Ástu ekki löng. Þrátt fyrir það gerði ég mér fljótt grein fyrir að þar fór harðdugleg baráttukona sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Þar til ég fluttist til útlanda vegna starfa minna bjuggum við Þorsteinn um tíma á heimili þeirra Ástu og Ást- ráðs og ég minnist þess með þakk- læti þegar þau buðu mig velkomna á heimilið með blómum og hlýjum orðum. Atvikin höguðu því þannig að ég var handan hafs þegar og eftir að Ásta fékk úrskurðinn um sjúk- dóminn sem nú hefur lagt hana að velli langt um aldur fram. Ég fylgd- ist þó því sem næst daglega með baráttu hennar og hvemig hún hélt striki sínu ótrauð. Aðdáunarvert er hvemig hún fársjúk mætti til þing- setningar og upphafs þings. Það sannfærði mig enn betur um þrek hennar, þrautseigju og dugnað. Nú þegar Ásta er gengin hafa margir misst mikils. Fatlaðir og þeir sem minna mega sín sjá nú á bak ötulum talsmanni en á vettvangi þeirra lét Ásta til sín taka um árabil svo að eftir verður munað. En ekki síst á þó fjölskyldan um sárt að binda. Ásta hefur nú verið leyst undan þraut og pínu. Hún hefur verið leidd að lendum þar sem hún má hvíldar njóta og kraftar hennar fá sín notið. Minningin um góða konu lifir. Björg Sæmundsdóttir. • F/e/ri minningargreinar um Ástu Bryndísi Þorsteinsdóttur bíða birtingar og munu birtast ( blaðinu næstu daga. + Ástkær eiginmaður minn, GYLFI HEIÐAR ÞORSTEINSSON, Hvannavöllum 8, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Seli, Akureyri, laugardaginn 17. október. Fyrir hönd aðstandenda, Hulda Karls. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN GUÐLAUGSSON, dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, lést laugardaginn 17. október. Hulda Björgvinsdóttir, Sigvaldi Hrafnberg, Guðlaug Lára Björgvinsdóttir, Bragi Brynjólfsson, Margrét Björgvinsdóttir, Sigurjón Stefánsson, Sigrún Björgvinsdóttir, Loftur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INDÍANA STURLUDÓTTIR frá Valhöll í Vestmannaeyjum, sem andaðist á dvalarheimilinu Flraunbúðum fimmtudaginn 15. október síðastliðinn, verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 24. október kl. 14.00. Friðþjófur Másson, Kjartan Másson og aðstandendur. + Hjartkær bróðir okkar, EIRÍKUR HALLDÓR EIRÍKSSON málari, Gnoðarvogi 52, sem lést mánudaginn 12. október, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. október kl. 13.30. Jón Eiríksson og systur. + JÓHANNESJÓHANNESSON listmálari, Háteigsvegi 42, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum mánudaginn 12. október, verður jarðsunginn frá Grens- áskirkju miðvikudaginn 21. október kl. 15.00. Sigrún Guðnadóttir, Kjartan Jóhannesson, Sigurður Jóhannesson, Egili Jóhannesson, Halla Jóhannesdóttir, Ingimar Sigurðsson, María Guðmundsdóttir, Sóley Reynisdóttir, Elín María Guðjónsdóttir, Andri Lárusson. Lokað Vegna útfarar forsetafrúarinnar, frú GUÐRÚNAR KATRÍNAR ÞORBERGSDÓTTUR, á morgun, miðvikudaginn 21. október, verða skrifstofur eftirtaldra stofnana sjávarútvegsráðuneytisins lokaðar til kl. 13.00: Hafrannsóknastofnun, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Fiskistofa, Skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuveganna. Lokað Vegna útfarar frú GUÐRÚNAR KATRÍNAR ÞORBERGSDÓTTUR verða stofnanir sem undir fjármálaráðuneytið heyra, lokaðar til kl. 13.00 á miðvikudag, ef þess er kostur. Fjármálaráðuneytið. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, AÐALSTEINN EGGERTSSON stórkaupmaður, Bauganesi 14, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. október kl. 13.30. Jónína S. Snorradóttir, Snorri Aðalsteinsson, Martha Sverrisdóttir, Eggert Aðalsteinsson, Guðrún E. Bjarnadóttir, Gunnar Aðaisteinsson, Guðbjörg Guðmundsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, JENS GUÐMUNDSSONAR fyrrv. skólastjóra, Reykhólum. Ebeneser Jensson, Eiríkur Jensson, Helgi Jensson og fjölskyldur. + Hjartans þakkir til allra þeirra, sem veittu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sonar okkar og bróður, STEFÁNS LÚÐVÍKSSONAR. Denise Lucile Rix, Halldór Erlendsson, Lúðvík Jóhann Ásgeirsson, Guðrún Berndsen og systkini. + Þökkum innilega öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og styrk við andlát og útför, ÍRISAR EGGERTSDÓTTUR, Heiðarholti 12, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkra- húss Suðurnesja og Landspítalans. Sigurður J. Guðmundsson, Einar Már Sigurðsson, Eggert B. Sigurðsson, Eygló Björg Óladóttir, Kristinn Þorsteinsson, bróðir, tengdaforeldrar og aðrir aðstandendur. + Þökkum innilega veitta samúð og hlýhug við andlát og útför, ÖNNU KRISTÍNAR HALLDÓRSDÓTTUR THOMSEN, frá Siglufirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 3-A á Hrafnistu í Reykjavík. * Ingvar Björgvin Jónsson, Hallmar Thomsen, Elna Thomsen, Leifur Sveinbjörnsson, Tómas Enok Thomsen, Sesselja Halldórsdóttir, Magnea Thomsen, Guðmundur Jón Sveinsson, Svala Sigríður Thomsen, Hreiðar Þórir Skarphéðinsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Lokað Svæöisskrifstofa málefna fatlaöra í Reykjavík verður lokuð frá kl. 14.00 þriðjudaginn 20. október vegna útfarar ÁSTU B. ÞOR- STEINSDÓTTUR alþingismanns. Miðvikudaginn 21. október er lokað til kl. 13.00 vegna útfarar FRÚ GUÐRÚNAR KATRÍNAR ÞORBERGSDÓTTUR forseta- frúar. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík. 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.