Morgunblaðið - 20.10.1998, Side 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
*~h
3 Erfidrykkjur h
M H
h 1 1 a
H PERLAN H
H H
Sími 562 0200
uLIIIIIIIIIIj
Þegar andlát
ber að höndum
Útfararstofa kirkjugarðanna ehf.
Sími 551 1266
Allan sólarhringinn
LEGSTEINAR
Guðmundur
Jónsson
cr ~ F. 14.11. 1807 D. 21.3.1865
r Qraníl1
HELLUHRAUN 14
220 HAFNARFJÖRÐUR
SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629
SuðurlandsbrautlO
108 Reykjavík * Símí 553 1099
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skrcytingar fyrir öll tilefni.
ASLAUGK.
MA GNÚSDÓTTIR
tÁslaug K.
Magnúsdóttir
fæddist í Reykjavík
3. október 1941.
Hún lést á Landspít-
alanum aðfaranótt
laugardagsins 10.
október. Foreldrar
hennar voru hjónin
Ingibjörg L. Guð-
mundsdóttir, f. 1.8.
1923, d. 16.1. 1991,
og Magnús St. Daní-
elsson, f. 8.4. 1919.
Áslaug var elst af
sex systkinum.
Systkini hennar
eru: 1) Jórunn Ingibjörg, f. 6.9.
1944, gift Stefáni H. Stefáns-
syni. 2) Jón Sigurður, f. 20.11.
1946, kvæntur Kolbrúnu Vigg-
ósdóttur. 3) Arnhildur Sesselja,
f. 5.1. 1953, gift Jóni Guðbjörns-
syni. 4) Ingibjörg Lovísa, f. 26.8.
Margir gráta bliknuð blóm.
Beygja sorgir flesta.
An þess nokkur heyri hljóm,
hjartans strengir bresta.
Valta fleyið vaggar sér
votum hafs á bárum.
Einatt mæna eftir þér
augun, stokkin tárum.
Enginn getur meinað mér
minning þína’ að geyma.
Kring um höll, sem hrunin er,
hugann læt ég sveima.
3lóiwa búðirv
Öakðskom
v/ l-ossvotjsUifkjugarð
Stmi. 554 0500
ÚTFARARST OFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri
Sverrir Otsen,
útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlið 35 ♦ Síxni 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum
við ávallt íyrirliggjandi margar gerðir
legsteina og minnisvarða úr íslenskum
og erlendum steintegundum.
Verið velkomin til okkar eða
hafið samband og fáið myndalista.
SB S.HELGASON HF
ISTEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48, 200 KOP.,SIMI:557-6677/FAX:557-8410
1954, gift Sveini B.
Isebarn. 5) Sigríð-
ur, f. 18.6. 1956, gift
Magnúsi Karlssyni.
Aslaug giftist
Bergi Sólmunds-
syni, þau slitu sam-
vistum.
Áslaug fluttist til
Svíþjóðar með sam-
býlismanni sinum
Agnari Eide árið
1980. Slitu þau
samvistum. Fóstur-
sonur hennar er
Agnar E. Agnars-
son í sambúð ineð
Carina Persson.
Áslaug lærði hárgreiðslu og
starfaði við þá grein til margra
ára auk margra annarra starfa.
títför Áslaugar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Pú, sem heyrir hrynja tár,
hjartans titra strengi,
græddu þetta sorgarsár,
svo það blæði’ ei lengi.
Guð geymi þig.
Þinn
(Erla.)
pabbi.
Elsku systir okkar.
Með söknuði í hjarta langar okk-
ur til að kveðja þig með þessum
orðum.
Hve langt sem er á milli okkar og hversu
mjög sem lífið hefur breytt okkur,
þá eru tengsl okkar órjúfanleg.
Þú verður alltaf sérstakur hluti af lífi mínu.
(P.B.)
Megi guð geyma þig og varð-
veita.
Þín
systkini.
Elsku frænka.
Nú er komið að kveðjustund og
langar mig að minnast þín í fáum
orðum. Þótt langt hafí verið á milli
okkar fylgdist þú alltaf vel með
hvemig gengi hjá öllum hér heima.
Alltaf vildir þú allt fyrir okkur gera.
Það var sérstakt upplifelsi að koma
til þín í Kópavoginn og fá að gista í
stóra kóngarúminu eins og við köll-
uðum gestarúmið. Það var mikil eft-
ii-vænting hjá mér þegar ég 12 ára
fékk að fara með ömmu, afa og
Deddu frænku til þín í Svíþjóð og
var það ógleymanlegur tími. Einnig
þegar ég fór aftur til Svíþjóðar til
að vinna var ekkert sjálfsagðara en
að leyfa mér að gista og var stjanað
við mig á allan hátt. Áttum við ynd-
islegan tíma saman sem alltaf verð-
ur góður í minningunni.
Þegar ég gifti mig fyrir fjórum
árum var það mér dýrmætt að þú
gast verið viðstödd og deilt með
mér þessum stóra degi. Fyrir allar
minningamar sem þú skilur eftir vil
ég þakka, svo og allt sem þú gerðir
fyrir mig. Eg veit að nú ert þú kom-
in á betri stað þar sem amma hefur
tekið vel á móti þér og þér líður vel.
Eg kveð þig með ást og söknuði, þú
munt ávallt eiga stað í hjarta mínu.
Elsku afi, megi guð gefa þér styrk
og styðja þig í þinni miklu sorg.
Þín
Kristín.
Elsku Áslaug mín.
Mig langar að kveðja þig með
nokkrum orðum. Við tvær áttum
alltaf smá í hvor annarri, við voram
saman í langan tíma, samt svo stutt-
an. Ung að aldri var ég hjá þér og
alltaf með annan fótinn þar til ég
var fimmtán ára gömul.
Ég á margar og góðar minningar
bæði frá Islandi og Svíþjóð. Það var
alltaf gaman að hringja í þig og rifja
upp gamlar minningar og segja þér
hvað væri að gerast hjá mér.
Elsku Áslaug mín, ég á eftir að
sakna þín mjög mikið en ég veit að
nú ert þú komin á góðan stað þar
sem þér líður vel.
LILJA JONSDOTTIR
SÖEBECK
+ Lilja Jónsdóttir
Söebeck fæddist
á Bíldudal 7. nóvem-
ber 1901. Hún lést á
heimili sínu að Dal-
braut 27 hinn 11.
október siðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Halldóra
Magnúsdóttir, f.
12.10. 1869 á Felli í
Tálknafirði, d. 17.4.
1937 á Bíldudal, og
Níels Jón Sigurðs-
son, f. 9.6. 1859 á
Hofsstöðum í Gufu-
dalssveit, d. 4.3.
1921 á Bíldudal. Börn þeirra
önnur en Lilja eru: Hermann, f.
12.12.1891, d. 30.9.1974; Árni, f.
17.6. 1893, d. 1917; Helga, f.
25.12. 1894, d. 2.1. 1895; Magn-
ús, f. 6.2. 1900, d. 23.4. 1901;
Hildur, f. 10.12. 1903, d. 16.12.
1987; Vilborg, f
24.2. 1908, d. 27.11
1997; Magga, f. 1.8
1909, d. 2.6. 1911
Hólmfríður, f. 3.2
1911; Sigurður,
20.7. 1912, d. í sept-
ember 1990. Hinn
27. maí 1933 giftist
Lilja Óskari P.
Söebeck, f. á Hall-
dórsstöðum í
Reykjafirði á
Ströndum. Hann
lést 26. apríl 1997.
Óskar lauk prent-
námi 1926 í Prent-
smiðju Björns Jónssonar á Akur-
eyri og starfaði sfðan við prent-
iðn allan sinn starfsaldur. Lilja
og Óskar eignuðust ekki börn.
títför Lilju fer fram frá Ás-
kirkju í Reykjavík í dag, og hefst
athöfnin klukkan 15.
Lilja móðursystur mín er látin og
skorti hana aðeins tæpan mánuð í að
ná 97 ára aldri. Lilja fæddist og ólst
upp á Bíldudal við Amarfjörð og átti
til vestfirskra að telja í báðar ættir.
Á Bíldudal var mikið athafnalíf í
byrjun þessarar aldar. Uppistaðan
var stórútgerð á vegum Péturs
Thorsteinssonar og margháttuð
önnur umsvif sem henni fylgdu.
Bíldudalur var þá enginn smáræðis
útgerðarstaður, því þaðan voru gerð
út milli 10 og 20 þilskip. Auk útgerð-
ar rak Pétur brauðgerðarhús, sem
þá var nýlunda og einnig rak hann
verslun jafnframt því að gefa út
blaðið Amfirðing. Er Lilja var spurð
um uppvaxtarárin á Bíldudal, sagði
hún að fátt markvert væri um þau
að segja. Þau muni hafa liðið með
líkum hætti og algengt var hjá börn-
um sem uxu upp í sjávarþorpum í
byrjun aldarinnar. Árin liðu við leik
og störf og kannski ekki ávallt gott
að greina þar á milli, þegar maður
var á þessum aldri, sagði Lilja. Jón
faðir Lilju lést árið 1921, og hafði þá
starfað lengst af sem verkstjóri hjá
Pétri Thorsteinssyni. Á þessum
tíma var heldur farið að halla undan
fæti íyrir athafnalífmu á Bíldudal.
Eftir fráfall Jóns þyngdist róður
fjölskyldunnar og fóm þá sum eldri
systkinin til annarra landshluta til
starfa. Lilja fór á þessum tíma til
Hermanns bróður síns, sem var elst-
ur þeirra systkina og orðinn bóndi á
Yzta-Mói i Fljótum í Skagafirði.
Þangað flutti Hermann með fjöl-
skyldu sína frá Málmey á Skagafirði
ísa- og harðindaárið 1918. Lilja
dvaldist á Yzta-Mói við ýmis hús- og
sveitarstörf um eins árs skeið á búi
bróður síns. Næstu árin starfaði
Lilja sem vinnustúlka á heimili
Óskars Lámssonar kaupmanns,
sem bjó með fjölskyldu sinni á
Fjólugötunni í Reykjavík.
Þú barðist hetjulega fram að síð-
asta degi.
Ég kveð þig með sömu orðum og
þú kvaddir mig ætíð með: „Þúsund
kossar“.
Þín frænka
Jórunn Lovísa.
Elsku frænka. Okkur langar að
minnast þín með þessum orðum.
Þegar ég leit í augu þín
sá ég drauma þína og
von um betra líf fljúga framhjá.
Mig langaði að stöðva þá og gefa þér,
en það gat ég ekki.
Svo ég settist niður og horfði á þig
og hugsaði um lífið.
Eg beið eftir andardrættinum koma
og fara.
Svo opnuðust augu þín og þá sá
ég að draumur þinn hafði ræst.
Þú varst komin heim,
heim til okkar.
Ástar- og saknaðarkveðjur, guð
geymi þig.
Þínar frænkur
Jómnn Dögg og
Ingibjörg Ilildur.
Elsku Áslaug frænka mín.
Nú ertu farin frá okkur, en ég
veit að þér líður mun betur þar sem
þú ert núna. Núna ertu hjá ömmu
Lóu og hún mun ávallt gæta þín,
elsku Áslaug mín.
Ég mun aldrei gleyma deginum,
þegar þú gafst mér Todda trúð. Ég
svaf alltaf með hann og tók hann
alltaf með í öll ferðalög sem ég fór í
og geri enn.
Eg vil senda þér þetta litla vers
með miklum söknuði og þúsund
„knus og krám“.
Upp upp mín sál
og allt mitt geð.
Upp mitt hjarta og rómur með.
Hugur og tunga hjálpi til
herrans pínu ég minnast vil.
(H.P.)
Þín litla frænka
Svana Björk.
Hinn 27. maí 1933 giftist Lilja
Óskari Péturssyni Söebeck prent-
ara. Var Óskar á þessum tíma ný-
kominn frá Vesturheimi, en hann
fór til Kanada árið 1928 og starfaði
hjá Columbia Press er prentaði
Lögberg. Óskai' kemur aftur heim
um 1930 og starfaði fyrstu árin hjá
Herbertsprenti, en mestan hluta
starfsævinnar starfaði Óskar fyrir
Isafoldarprentsmiðju og Morgun-
blaðið. Óskar var þekktur fyrir
vandvirkni og samviskusemi í öllum
sínum störfum. Þau bjuggu sér fag-
urt heimili hér í borginni og bjuggu
lengst af á Snorrabraut 33. Þar sem
móðir mín Vilborg og Lilja voru
þær einu af systkininum sem fluttu
hingað suður til búsetu var alla tíð
mikill samgangur milli heimila for-
eldra minna og þeirra Lilju og
Óskars. Það er því margs að minn-
ast og fjölmörg voru þau skipti þeg-
ar tekið var í spil og mikið skemmt
sér og hlegið. Engin voru jól eða
aðrar stórhátíðir án þess að fjöl-
skyldurnar kæmu saman. Ekki var
þeim Lilju og Óskari barna auðið en
barngóð voru þau með eindæmum
sem við systkimn fengum öll að
reyna. Sem dæmi um hugulsemi
þeirra í garð barna má nefna að fyr-
ir fáeinum árum gáfu þau andvirði
íbúðar sinnar til Bamaspítala Hr-
ingsins. Um miðjan síðasta áratug
fluttu þau í þjónustuíbúðir fyrir
aldraða á Dalbraut 27. Þar leið þeim
vel og fengu þau einstaklega góða
aðhlynningu hjá starfsfólkinu. Vil
ég því nota þetta tækifæri fyrir
hönd okkar systkina, eftirlifandi
systur og annarra aðstandenda að
þakka starfsfólkinu á Dalbrautinni
fyrir einstakan hlýleik í allri aðstoð
og umönnun. Eftir að Óskar lést
eftir erfið veikindi 26. apríl á síðasta
ári, hrakaði heilsu Liiju bæði and-
lega og líkamlega og síðasta misser-
ið var henni erfitt. Eftir að Lilja
giftist sóttist hún ekki eftir starfi
utan heimilisins, heldur sinnti því
hlutverki sem hún kaus sér með
sæmd og virðingu.
Blessuð sé minning Lilju.
Guðmundur Aðalsteinsson.