Morgunblaðið - 20.10.1998, Side 49

Morgunblaðið - 20.10.1998, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 49 + Einar Sigurjóns- son, fæddist 7. janúar 1920 í Vest- mannaeyjum. Hann lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 14. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru lijónm Sigurjón Olafsson, f. 17.1. 1894 á Núpi, V-Eyja- Qallahreppi, og kona hans, Guðlaug Ein- arsdóttir, f. 27.9. 1892 á Raufarfelli, A-Eyjafjallahreppi. Eftirlifandi eigin- kona Einars er Hrefna Sigurðar- dóttir, f. 20. 7. 1916 á Siglufirði. Þau gengu í hjónaband 18. des- ember 1943. Þau eignuðust tvo drengi: Óskar, f. 7.2. 1945, kvæntur Kötlu Magnúsdóttur, og Óskírður, f. 13.5. 1955, d. 15.5 sama ár. Einar vai' vélstjóramenntaður, Einar Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Isfélags Vestmannaeyja hf., var einn af þeim framsýnu mönnum sem markað hafa djúp spor í atvinnulífí í Vestmannaeyj- um. Við andlát Einars Sigurjóns- sonar hverfur af sjónarsviðinu sá síðasti af fulltrúum þeirrar kynslóð- ar sem hélt um stjórnvölinn í frysti- húsunum í Eyjum á fyi-rihluta sjö- unda áratugar þessarar aldar. Þess- ir menn áttu það allir sameiginlegt að hafa komist áfram í lífinu með mikilli vinnu og eljusemi og verið í fararbroddi í uppbyggingu fyrir- tækjanna. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Einari Sigurjónssyni allnáið eft- ir að ég hóf störf hjá sameiginlegum fyrirtækjum frystihúsanna fjögurra í Eyjum fyrir liðlega tveim áratug- um. í starfi mínu þurfti ég æði oft að leita ráða hjá Einari. Víðtækri starfsreynslu eins og hans til sjós og lands og mikilli þekkingu á hvers konar vélbúnaði var óvíða fyrir að fara í jafn ríkum mæli. Eins og flestir ungir menn í Eyjum á þeim tíma vann Einar við störf sem tengdust útgerð og fiskvinnslu. Langri skólagöngu var ekki fyrir að fara, en hann tók vélstjórapróf sem átti eftir að nýtast honum mjög vel á lífsleiðinni. Eftir nokkuiTa ára sjómennsku hóf hann útgerð v/b Sigurfara VE ásamt Óskari heitn- um Ólafssyni, skipstjóra frá Garð- stöðum í Eyjum. Jafnframt komu þeir upp eigin saltfiskverkun og ráku hana samhliða útgerðinni í all- mörg ár. Samstarf þeirra gekk vel og var vel haldið um reksturinn til sjós og lands. Þegar rekstur ísfélags Vest- mannaeyja hf. var endurskipulagð- ur árið 1956 og teknir inn nýir hlut- hafar 1 útgerð, var leitað til Einars og hann beðinn að veita fyrirtækinu forystu. Það var ekki létt verk, því ísfélagið hafði um árabil átt í mikl- um rekstrarerfiðleikum. Það tókst að snúa dæminu við og nokkrum ár- um síðar var ísfélagið komið í hóp öflugustu fyrirtækja í sjávarútvegi hér á landi. Þar lögðu margir hönd á plóginn, ekki síst starfsfólkið og þeir hluthafar sem komu inn í reksturinn á sama tíma og Einar. I eldgosinu á Heimaey árið 1973 þurfti meðal annars að flytja alla starfsemi fyrirtækja frá Eyjum. ís- félagsmenn voru ekki lengi að- gerðalausir eftir að komið var upp á land. Fljótlega festu þeir kaup á frystihúsinu á Kirkjusandi í Reykjavík og ráku það þar til flutt var heim á ný ári síðar. Þessar að- gerðir miðuðu meðal annars að því að þjóna sem best viðskiptabátum og starfsfólki fyrirtækisins. Það hefur þurft áræði og kjark til þess að ráðast í þessa fjárfestingu á þessum miklu örlagatímum í sögu Eyjanna. Á sama hátt var ekki beð- ið með að flytja starfsemina ný til Eyja og strax og mögulegt var að loknu eldgosinu. Þegar Einar tók að nálgast sjö- nam einnig við íþróttaskólann í Haukadal 1939 og tók minna fiski- mannapróf við Stýri- mannaskólann í Reykjavík 1943. Hann var vélstjóri til sjós hjá öðrum í byrjun starfsferils síns eða til 1945 en réðist þá í bátskaup með félögum sínum og stunduðu þeir út- gerð og fiskverkun til 1956 en þá hóf Einar störf lijá ísfé- lagi Vestmannaeyja og varð framkvæmdasljóri frá 1957 til 1987. Einar sat í stjórnum nokk- urra fyrirtælga tengdra sjávar- útvegi, lengst þó í stjórn Sölu- miðstöðvar Hraðfrystihúsanna. títför Einars fer fram frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. tugt lét hann að störfum fyrir ísfé- lagið, en tók þá að sér tímabundið starf fyrir Lifrarsamlag Vest- mannaeyja. Hann var þá stjórnar- formaður samlagsins og þekkti mjög vel til rekstursins. Þá var Ein- ar um langt árabil í stjórn og um tíma stjórnarformaður í Stakki hf., en félagið rak fiskþurrkunarhús í Eyjum um langt árabil. Einnig átti hann sæti í stjóm SÍF um tíma og í stjórn SH um margra ára skeið. Eftir að Einar lét af störfum fyrir tæpum áratug varð samband okkar óreglulegi’a. Þegar ég starfs míns vegna þurfti að leita upplýsinga um ákveðna þætti í þróun ýmissa greina fiskvinnslu og útgerðarsögu í Eyjum leitaði ég oft til hans. Kom ég þar ekki að tómum kofunum. Sérstaklega minnist ég heimsóknar til hans og Hrefnu, eiginkonu hans, fyrir liðlega fjórum árum. Þar sát- um við drjúgan tíma og fórum yfir það sem á dagana hafði drifið hjá honum og þeim ágætu hjónum. Fyrir liðlega mánuði heimsótti ég Einar á Sjúkrahús Vestmannaeyja. Hann var þá farinn að heilsu og gerði sér grein hvert stefndi en var þrátt fyrir það sáttur við lífið. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa átt þess kost að kynnast Einari Sigur- jónssyni. Að leiðarlokum sendi ég fjölskyldu og ættingum Einars inni- legar samúðarkveðjur og bið þeim blessunar guðs. Arnar Sigurmundsson. Látinn er í Vestmannaeyjum Ein- ar Sigurjónsson framkvæmdastjóri. Með nokkrum orðum vil ég minn- ast Einars, en leiðir okkar lágu fyi'st saman um eða uppúr 1950. Þá annaðist hann um verklegan rekst- ur Stakks hf. við fiskþurrkun, sam- hliða störfum við eigin útgerð og fiskverkun sem hann rak í félagi við Oskar Olafsson skipstjóra á ms. Sigurfara VE. En þeir ásamt öðrum útgerðarmönnum keyptu og yfir- tóku rekstur ísfélags Vestmanna- eyja árið 1956. Eftir að Einar tók við rekstri ísfélagsins tókst með okkur gott samstarf þar sem við skiptumst á skoðunum og miðluðum á milli okkar reynslu og þekkingu, jafnframt því sem góður vinskapur myndaðist á milli okkar. Samhliða störfum sínum valdist Einai' til stjórnunarstarfa í hinum ýmsu fyrirtækjum og félögum sem tengdust sjávarútvegi, bæði í Vest- mannaeyjum og einnig hjá stóru sölusamtökunum í Reykjavík. Hann sat í stjórn SH til fjölda ára svo og um árabil í stjórn Sölustofnunar lagmetis og SIF. í Eyjum sat hann í stjórn Sam- frosts, Samtogs, Stakks, Lifrarsam- lags Vestmannaeyja og Vinnuveit- endafélags Vestmannaeyja, og var um árabil stjórnarformaður þessara fyrirtækja. En aðalstarfið var að sjálfsögðu í fyrirtækinu hans, ísfé- laginu, þar sem hann ávallt bar hag þess og afkomu fyrir brjósti. Einar ávann sér velvild og virð- ingu starfsfólks síns og samstarfs- manna jafnt innan fyrirtækisins sem utan. Einar var mjög handlag- inn og hafði gaman af að fást við og fjalla um allt er að vélbúnaði laut, hann var bæði hugsjóna- og hug- vitsmaður og mörgum hugmyndum sínum kom hann til framkvæmda í fyrirtæki sínu. Eftir að Einar hætti störfum tók hann sér fyrir hendur m.a. að gera líkön af fiskibátum, þar sem best mátti sjá handlagni hans, því þeir bátar sem hann gerði eru listasmíð. Með söknuði kveð ég góðan vin og samferðamann, en mestur er þó söknuður Hrefnu, eiginkonu hans og sonar, tengdadóttur og fjöl- skyldna hans, svo og Óla, bróður Einars. Við Helga vottum ykkur öllum dýpstu samúð okkar. Stefán Runólfsson. í dag verður borinn til moldar frá Landakirkju í Vestmannaeyjum Einar Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri ísfélags Vestmannaeyja hf. Með honum er horfmn af sjónar- sviðinu merkur fulltrúi þeirrar kyn- slóðar sem gerði frystiiðnaðinn á Is- landi að stórveldi og skapaði grund- völl þess að hægt er að lifa menn- ingarlífi á íslandi. Líf Einars Sigurjónssonar var svipað og annarra ungra manna í Vestmannaeyjum á fyiTi hluta þess- arar aldar. Eftir að skólagöngu lauk tók lífsbaráttan við. Lífsbaráttan í Vestmannaeyjum hefur ávallt verið tengd sjónum, að draga björg í bú úr fangi Ægis. Um tima rak hann útgerð 1 félagi við Óskar Ólafsson skipstjóra frá Garðstöðum og þar var Einar vélstjóri. Mér er sagt að það hafi verið farsælt samstarf og horfði ég á vináttu þeirra á meðan báðir lifðu. Seint á árinu 1956 urðu þáttaskil í lífi Einars. ísfélag Vestmannaeyja hf. hafði átt við mikla rekstrarerfið- leika að etja. Útgerðarmenn 10 báta í Vestmannaeyjum tóku höndum saman um endurreisn þessa hálfrar aldar gamla frystihúss með því að kaupa þar hlutafé og leggja upp afla af bátum sínum. Ný stjórn var kjör- in og forstjóri var ráðinn Einar Sig- urjónsson. Þá eins og oft síðar lentu erfiðleikar fyrirtækja í Vestmanna- eyjum á borðum Útvegsbankans í Vestmannaeyjum. Líklegt er að úti- bústjóri Útvegsbankans í Vest- mannaeyjum, Baldur Ólafsson, hafi átt einhvem þátt í þeirri lausn að útgerðarmennirnir sameinuðust um endurreisn ísfélagsins. Eitt er þó víst að Baldur sagði við útgerðar- mennina að best væri að Einar Sig- urjónsson yrði forstjóri. Og svo varð. Einar gengdi því starfi á far- sælan hátt í 30 ár. Á þeim árum urðu verulegar breytingar í vinnslu og sjósókn. I starfi sínu horfði Ein- ar framávið. Oft ræddum við Einar starfsemi ísfélagsins og var það mjög fræðandi fyrir mig. Hann var ekki að sýta það sem miður fór, hann vildi læra af erfiðleikum og nýta það sem aðrir höfðu gert vel. Einar var merkilegur stjórnandi, hann fylgdist vel með sínum rekstri, tók ákvarðanir og fylgdi þeim eftir. Þar sem hann taldi sig ekki hafa vit á ráðfærði hann sig við aðra og var ófeiminn við það. Þetta gerði Einar að góðum stjórnanda. Isfélagið var góður vinnustaður, margir störfuðu þar lengi og aðrir höfðu viðdvöl á meðan á námi stóð og komust þeir til nokkurs þroska þar. Ég átti gott sumar í ísfélaginu árið 1969 og það voru okkar fyrstu kynni. Áratug síðar flutti ég búferlum til Vestmannaeyja. Alltaf fannst mér Einar stoltur af því að útibústjóri Útvegsbankans hafði unnið hjá hon- um. Með okkur tókst vinátta, sem hélst til loka. Við vorum ekki alltaf á sama máli og minnti Einar mig oft á það og glotti við en ég tók til vama. Forstjórinn varð stundum að vera harður í horn að taka en undir bjó ljúfur og góður maður. Svo var líka heima fyrir. Þar bjó frú Hrefna honum fallegt heimili og veitti hon- um af manngæsku sinni og hjarta- hlýju. Einar fylgdist með högum mínum og dætra minna. Hann sagði mér stoltur af Ástu „litlu“ sonar- dóttur sinni en hún hafði litið til með dætmm mínum. Ég kveð Ein- ar Sigurjónsson með virðingu og þökk fyrir samfylgdina, farðu vel, vinur. Ég flyt frú Hrefnu konu hans samúðarkveðjur minar sem og Ósk- ari syni hans og fjölskyldu. Guð geymi Einar Sigurjónsson. Vilhjálmur Bjarnason. Einar Sigurjónsson forstjóri lést hinn 14. október síðastliðinn, þá langt kominn með 78. aldursárið. Sem lítil stelpa dvaldi ég flest sumur hjá þeim Hrefnu og Einari. Þessar ferðir til Eyja era í hávegum hafðar og kemur það til af höfðings- skap og samspili þeirra hjóna. Þær eru í minningunni sem ævintýri sem ekki er hægt að lesa í bók heldur verður að upplifa af eigin reynslu. Hann hafði til að bera léttleika og hlátur sem lífgaði upp á fólk. Hann var í einstökum tengslum við Eyj- arnar, bæði liðna tíð og daglegt líf, en jafnframt fróðleiksfús og vildi vita það sem gerðist fyrir utan hans heimabyggð. Einar hafði sérstakan hæfileika að heilla lítinn stelpu- hnokka með líflegum sögum um Eyjarnar. Að kvöldi dags var gjarnan’farið í bfltúr. Einar var stórútgerðarmað- ur og fiskurinn, útgerðin og hafið var hans líf og yndi. Ferðinni var því gjarnan heitið niður á bryggju þar sem Einar ræddi málin við sjó- mennina sem vora í höfn. Síðan var tekinn smákrókur og fallbyssan (nú undir hrauni) skoðuð. Þá fylgdu auðvitað óteljandi sögm- af ferðum Tyrkja og Eyjabúa sem nauðugir fylgdu þeim. Þar voru einnig sagðar sögur af landnámsmönnunum, Ingólfi og Hjörleifi, og eltingaleik Ingólfs upp Heimaklett eftir þræl- umog niðurlögum þeirra. Á leiðinni inn í Dal (Herjólfsdal) var litið eftir peyjum að spranga í klettunum. Þegar þangað var kom- ið var horft á kletta á sjó og landi. Þar skörtuðu Hani og Hæna og lengra í burtu Þrídrangar og Eini- drangur. Nær landi var leitað að „Fíl í bjargi". Allir þessir staðir gáfu tilefni til mikilla vangaveltna og þreyttist Einai' þar aldrei að koma með nýjar sögur og stað- reyndir sem hægt var að velta fyrir sér. Förinni var síðan haldið í átt að Stórhöfða, gjarnan spáð svolítið í veðrið og hvort þar væri til nóg þang í söl. Ef kyrrt var í veðri var jafnvel keyrt rólega upp brattan Stórhöfðann, reynt á minnið og rifjuð upp nöfnin á eyjunum suður af Heimaey. Þá var líka fræðst um fugla og fuglafang, nýjar eyjar (Surtsey) og klifur og kofa á óbyggðum eyjum. Að lokum var haldið heim að hvfla lúin bein eftir viðburðaríkan dag. Með árunum fækkaði ferðunum til Eyja en þó hélst alltaf samband- ið við Hrefnu og Einar. Þau áttu þá til að hringja til útlanda þar sem ég hef verið við nám til að fylgjast með gangi mála og til að segja frá börnum og barnabörnum. Þrátt fyrir alvarleg veikindi í sumar bar Einar sig vel og það kom jafnvel glampi í augun þegar minnst var á fiskinn. Við samhryggjumst nánustu fjöl- skyldu Einars. Það voru forréttindi að hafa kynnst slíkum manni sem Einar var. Megi hann hvíla í friði. Hrefna og fjölskylda. Lokað Tryggingastofnun ríkisins verður lokuð í dag, þriðjudag 20. októ- ber, frá kl. 14.00 vegna jarðarfarar ÁSTU B. ÞORSTEINSDÓTTUR, fyrrverandi alþingismanns. Einnig verður lokað á miðvikudag 21. október vegna jarðarfarar frú GUÐRÚNAR KATRlNAR ÞORBERGSDÓTTUR til kl. 13.00. Tryggingastofnun ríkisins. Lokað Frá forsætisráðuneytinu Stjómarráð íslands verður lokað fyrir hádegi og til kl. 13.00 mið- vikudaginn 21. október 1998 vegna útfarar forsetafrúarinnar, FRÚ GUÐRÚNAR KATRÍNAR ÞORBERGSDÓTTUR. í forsætisráðuneytinu, 19. október 1998. Lokað Vegna útfarar ÁSTU B. ÞORSTEINSDÓTTUR, alþingismanns og fyrrverandi formanns Landssamtakanna Þroskahjálpar, verður skrifstofa félagsins lokuð í dag, þriðjudaginn 20. október, frá kl. 14.00. Styrktarfélag vangefinna. Lokað Vegna útfarar ÁSTU B. ÞORSTEINSDÓTTUR, alþingismanns og fyrrverandi formanns Landssamtakanna Þroskahjálpar, verður skrifstofa samtakanna lokuð i dag, þriðjudaginn 20. október, en tekið er á móti minningargjöfum allan daginn í síma 588 9390. Landssamtökin Þroskahjálp. Lokað Vegna útfarar GUÐRÚNAR KATRÍNAR ÞORBERGSDÓTTUR, forsetafrúar, verða skrifstofur embættisins lokaðar fyrir hádegi miðvikudaginn 21. október nk. og til kl. 13.00. Sýslumaðurinn í Reykjavík. Lokað Félagsmálaráðuneytið verður lokað frá kl. 14.00 í dag vegna útfarar ÁSTU B. ÞORSTEINSDÓTTUR, alþingismanns. Félagsmálaráðuneytið. EINAR SIGURJÓNSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.