Morgunblaðið - 20.10.1998, Page 53

Morgunblaðið - 20.10.1998, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 53 Rauði krossinn Námskeið á vegum Reykjavíkurdeildar REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross Islands gengst fyrir nám- skeiði fyrir aimenning í október og nóvember. Einnig verður haldið barnfóstrunámskeið fyrir nemendur fædda 1984-86. Námskeið um slys á börnum, for- varnir og skyndihjálp verður haldið 21. og 22. otkóber kl. 20-23. Nám- skeiðið er öllum opið. Námskeið í sálrænni skyndihjálp verður haldið 28. október og 3. nóv- ember kl. 19-23. Námskeiðið er ætl- að almenningi, 15 ára og eldri. Nám- skeiðið er byggt upp á fyrirlestrum, umræðum og hópvinnu. Barnfóstrunámskeið Vegna mikillar eftirspurnar mun deildin einnig gangast fyrir barn- fóstrunámskeiði fyrir nemendur fædda 1984-1986, en þessi námskeið hafa hingað til einungis verið haldin á vorin. Námskeiðið verður haldið 2., 4., 9. og 11. nóvember kl. 18-21. Leiðbeinendur eru leikskólakennari og hjúkrunarfræðingur. Reykjavíkurdeildin heldur einnig námskeið í almennri skyndihjálp fyrir 15 ára og eldri. Að námskeið- inu loknu fá nemendur skírteini sem hægt er að fá metið í ýmsum skól- um. Næsta námskeið hefst 22. októ- ber. Námskeiðið verður haldið í Fákafeni 11. Þeir sem hafa áhuga á að sækja námskeiðin geta skráð sig hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands. Klúbbur matreiðslumanna kynntur í Kringlunni Á EFRI hæð Kringlunnar verður kynning þriðjudaginn 20. október kl. 15-18 á Klúbbi matreiðslumeistara. Þar verða til sýnis réttir sem ís- lensku landsliðskokkarnir munu mæta með í heimsmeistarakeppnina Expo Gast í matreiðslu í Lúxemborg 6.-13. nóvember nk. Þetta er í fyrsta sinn sem slík sýning er sett upp á íslandi, að þvi er segir í fréttatil- kynningu. U ndirbúningur landsliðsmannanna hefst í Matreiðsluskólanum okkar, Bæjarhrauni 16, kl. 3 aðfaranótt 20. október. Haldinn verður matarbazar þar sem félagai' úr Klúbbi mat- reiðslumeistara koma með ýmsa rétti og selja til styi-ktar félaginu. FRÉTTIR Myndir frá Grænlandi ALPAKLÚBBURINN og íslensk- grænlenska félagið Kalak efna til myndasýningar í Háskólabíói í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30. Á sýningunni segja fjórir hópar frá leiðöngrum sínum til Grænlands í máli og myndum en allir voru þeir farnir á þessu ári. Þorsteinn Hannesson sýnir frá gönguskíðaferð um Diskó-flóa, Nuussuaq-skagann og Uummannaq- fjörð, Jökull Bergmann sýnir frá klifurferð á fjallið Ulamertorsuaq við Ketilsfjörð, Anna María Geirs- dóttir sýnir frá gönguskíðaferð yfir Grænlandsjökul og Ari Benedikts- son og Pjetur St. Arason sýna frá kajakferð um Scoresby-sund. Ráðstefna um úðavítamín RÁDSTEFNA á vegum Karemor Int. verður haldin í kvöld, þriðju- dag, kl. 19.30 á Hótel Loftleiðum og framhaldið á morgun, miðvikudag, kl. 18. í fréttatilkynningu segir m.a.: „Þar sem allnokkuð hefur verið fjallað um munnúða í fréttum að undanförnu, skal það tekið fram að Karemor Int. hefur einkaleyfi á framleiðslu vítamína og bætiefna í úðaformi. Allar þær tegundir sem seldar eru á íslandi undir merkjum Karemor hafa verið samþykktar af Lyfjaeftirliti ríkisins." Dagbók Háskóla Islands RÖNG dagbók birtist sl. sunnudag í blaðinu. Um leið og beðist er velvirð- ingar á mistökunum birtist sú rétta, fyrir þriðjudag og miðvikudag: Dagbók Háskóla Islands dagana 20.-24.október. Allt áhugafólk er vel- komið á fyrirlestra í boði Háskóla ís- lands. Dagbókin er uppfærð reglu- lega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Þriðjudagur 20. október: Gunnar Karlsson flytur erindi sitt: ,jUsaga og félagssaga", á hádegis- verðarfundi Sagnft-æðingafélagsins. Fundurinn hefst kl. 12.05 í fundarsal á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu. Miðvikudagur 21. október: Helgi Tómasson, viðskipta- og hagfræðideild HI, mun flytja erindi á málstofu Viðskipta- og hagfræði- deildar. Erindið nefnist: „Priee Valu- ation of Stocks under Inft-equent Trading", og hefst kl. 16.15 á kaffi- stofu 3. hæð í Odda. Námskeið á vegum Endurmennt- unarstofnunar HI: 19. og 20. okt. kl. 13-17. Hlutbund- in netforritun - Grunnur. Kennai'i: Heimir Þór Sverrison, verkfræðing- ui' hjá Teymi hf. 19.-21. okt. kl. 8.30-16. Verkefna- stjórnun (Project Management) sem stjórnunaraðferð í venjulegum verk- efnum fyrirtækja. Kennari: Tryggvi Sigurbjarnarson, ráðgjafai-verk- fræðingur. 19. og 21. okt. kl. 13-16. Samskipti við og framkoma í fjölmiðlum. Kenn- ari: Olöf Rún Skúladóttir, fréttamað- ur. Mán. 19. okt.-7. des. kl. 20.15-22 (8x). Gullöldin í grískri heimspeki. Kennari: Þorsteinn Gylfason, pró- fessor. Mán. 19. okt.-16. nóv. kl. 17.30- 19.30 (5x). Excel97 fyrir fjármála- fólk. Kennari: Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur og lektor HI. 20. okt. kl 9-16. Forvarnir gegn átröskun. Umsjón: Helga Hannes- dóttir, barna- og unglingageðlæknir. Kennari: Prófessor Jan Rosenvinge. Fer fram á ensku. 20., 21., 23. og 26. okt. kl. 9-12. Vefsmíðar 2. Þróaðra HTML og myndvinnsla. Kennari: Gunnar Grímsson vefmeistari hjá this.is og IO - InterOrgan gunnarthis.is - http://this.is - http://this.is/io 20. okt. kl. 16-19.30. Skattskyldar tekjur og frádráttarliðir einstaklinga og rekstraraðila. Kennari: Ingvar J. Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Skattstjóranum í Reykjavík. Þri. 20. okt.-24. nóv. kl. 20.15-22 og lau. 7. nóv. kl. 13-17 (7x). Alls 16 klst. Hlutur Ira og Skota í uppruna og menningu Islendinga. Kennarar: Helgi Þorláksson, sagnfræðingm', Hermann Pálsson, fv. prófessor, Ad- olf Friðriksson, fornleifafræðingur, Orri Vésteinsson, fornleifafræðing- ur, Alfreð Ái'nason, erfðafræðingur, og Gísli Sigurðsson, íslenskufræð- ingur. Umsjón: Gísli Sigurðsson, sér- fræðingur á Stofnun Árna Magnús- sonar. 20. okt. kl. 15-19. Mat á verðmæti fyrirtækja og rekstrareininga. Kennari: Davíð Björnsson forstöðu- maður á fyrirtækja- og stofnanasviði Landsbanka Islands hf. 20. okt. kl 9-16. Agi og hegðunar- mótun leikskólabarna. Kennari: Þór- katla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur. Rjúpan og loftnetið Málþing um unglinga í vanda MÁLÞING um unglinga í vanda verður haldið laugardaginn 24. október kl. 9-16.30 í Biblíuskólan- um við Holtaveg. Á málþinginu verður skyggnst inn í veruleika unglinga á höfuð- borgarsvæðinu og leitað leiða til að koma til móts við þá. Málþingið er ætlað starfsmönn- um og sjálfboðaliðum kirkjunnar og kristilegra félaga og öðrum sem áhuga hafa á þessu efni. I pallborðsumræðunum verður rætt um efnið: Imynd og fyrir- myndir. Að koma til móts við ung- linga. Kirkjan og unglingurinn. Verð kr. 2.000, kaffi og matur innifalið. Hádeg*isfyrir- lestur sagn- fræðinga GUNNAR Karlsson, prófessor í sagnfræði, heldur fyrirlestur í boði Sagnfræðingafélags íslands sem hann nefnir „Alsaga og einsaga". Fundirnir verða haldnir í Þjóðar- bókhlöðunni á 2. hæð í hádeginu, kl. 12.05-13, og er hluti af fyrirlestrar- öð Sagnfræðingafélagsins sem nefnd hefur verið: Hvað er félags- saga? Fyrirlestur Gunnars er sá tí- undi í röðinni og eru allir áhuga- menn um sagnfræði velkomnir á fundinn. Fyrirlestrar þeir sem fluttir verða á hádegisfundum félagsins í vetur eru haldnir í samvinnu við Rannsóknarstofu í kvennafræðum. Fundarmenn geta fengið sér mat- arbita í veitingasölu Þjóðarbókhlöð- unnar og neytt hans meðan á fund- inum stendur. Málstofa á Bifröst ÞORGEIR Örlygsson, prófessor við Háskóla Islands, flytur fyrir- lestur á málstofu Samvinnuháskól- ans miðvikudaginn 21. október kl. 15.30, í hátíðarsal Samvinnuháskól- ans á Bifröst. Fyrirlesturinn fjallar um hlutverk Tölvunefndar á næstu öld. AÐALMYNDIN með grein Morg- unblaðsins um veiðiálag á rjúpna- stofninum á blaðsíðu 10 síðastliðinn sunnudag kom illa út úr tækni- vinnslu og verður því birt hér að nýju. I myndartexta á sunnudaginn var þess getið að loftnet senditækis sæist skaga undan fiðri á baki rjúp- unnar, en eigi að síður var þar ekk- ert loftnet að sjá. Eiga menn nú að geta séð loftnetið sem um ræðir og varð til þess að myndin valdist til birtingar með þessu tiltekna efni. Er beðist velvirðingar á mistökunum. LEIÐRETT Fríkirkjan Vegurinn, ekki Fríkirkjan í Reykjavík FYRIR mistök var sagt í laugar- dagsblaði að boðað væri til fundar í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld, þriðjudagskvöld. Hið rétta er að fundurinn er í Fiíkirkjunni Vegin- um. Kl. 21 er boðað til safnaðarfund- ar í kirkjunni með Michael Cotten og öldungum. Beðizt er velvirðingar á mistökunum. Nafn féll niður I umfjöllun um fitusnauðar mjólk- urafurðir á bls. 31 sl. laugardag, féll niður nafn Birgis Guðmundssonar framkvæmdastjói'a Mjólkurbús Flóamanna. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Þingsályktunartillaga ekki afgreidd I greinaflokknum Landið og ork- an sunnudaginn 11. október sl. var ranghermt að þingsályktunartillaga um framtíðarskipan raforkumála hefði verið samþykkt á síðasta lög- gjafarþingi. Tillagan hefur ekki hlot- ið afgreiðslu þingsins, og verður tek- in aftur upp á þessu þingi. Morgun- blaðið biðst velvirðingar á þessu. Úr dagbók lögreglunnar í Reykjavík Tíðindalítil helgi HELGIN gekk vel hjá lögreglu. Hefðbundið annríki var að kvöld- og næturlagi en gekk að mestu tíð- indalítið fyrir sig. Ökumenn voru ekki allir tilbúnir að glíma við fyrstu hálkuna og voru 44 árekstr- ar tilkynntir lögreglu. Þá vora 50 ökumenn kærðir vegna hraðakst- urs og 11 vegna ölvunar við akstur. Málefni barna og unglinga Haldið var uppi eftirliti með því að börn og ungmenni væru ekki úti við eftir lögbundinn útivistartíma. Farið var um flest hverfi borgar- innar og nokkrum börnum ekið heim, á lögreglustöð eða í athvarf þangað sem þau voru sótt af for- ráðamönnum. Fram kom að for- eldrar taka mikinn þátt í því að fylgja þessum reglum eftir og var áberandi að í nokkrum hverfum voru mjög margir foreldrar á „röltinu". Slík þátttaka foreldra er til fyrirmyndar og er lögreglu mjög mikilvæg aðstoð við eftir- fylgni útivistarreglna. Börnum var vísað frá Tjörninni þar sem þau voru að leik, en ísinn þar er alls ekki nægjanlega traust- ur til að hægt sé að fara út á hann. Umferðarmálefnin í næstu viku verður sérstakt átak lögregluliða á Suðvesturlandi 1 umferðarmálum. Að þessu sinni verður lögð áhersla á akstur við gatnamót, notkun stefnuljósa, ljósabúnað ökutækja, gangandi vegfarendur og notkun endur- skinsmerkja. Umferðarmálin eru nær alltaf fyrirferðarmest þegar dagbók lög- reglunnar er skoðuð eftir helgar og erujiar yfirleitt fjölbreytt verk- efni. Á laugardag var áberandi hversu margir árekstrar urðu þeg- ar borgarbúai' fengu sýnishorn af vetrarveðri. Á föstudagsmorgun 16.-18. október var lögreglu tilkynnt að bifreið hefði verið stolið þar sem hún stóð ólæst með lyklum í á Seltjarnar- nesi. Borgarar fundu bifreiðina skömmu síðar þar skammt frá og hafði þá ölvaður maður komið sér þægilega fyrir í aftursæti hennar. Borgararnir vísuðu manninum á brott en hann var síðan handtek- inn skömmu síðar af lögreglu og fluttur á lögreglustöð. Maðurinn sem var talsvert ölvaður veitti mikla mótspyrnu við handtökuna, kenndi til í hendi og var því fluttur á slysadeild. Við leit á honum á lögreglustöð fundust á honum ætl- uð fíkniefni. Af þessu tilefni eru ítrekuð skilaboð frá lögreglu um að borg- arar skilji ökutæki sín ekki eftir í gangi með verðmætum í. Þá var ekið á gangandi vegfar- anda á Flókagötu við Snorrabraut að morgni föstudags. Ekki urðu al- varleg meiðsli. Ökumaður bifhjóls datt í hjóli sínu á Lækjargötu á sunnudags- kvöld. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Líkamsmeiðingar Ráðist var að manni í Tryggva- götu að morgni laugardags og jion- um veittir áverkar í andliti. Árás- armaður var handtekinn og fluttur í fangahús. Tvær konur á fertugsaldri tók- ust á í Tryggvagötu að morgni sunnudags. Karlmaður bættist síð- an í hópinn og veitti annarri þeirra áverka með vasahnífi. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglu- stöð en konan flutt á slysadeild til aðhlynningar. Ymis verkefni Á laugardag stöðvuðu lögreglu- menn einstakling sem var að ferja hluti í keiTU aftan í bifreið. í kerrunni voru ýmis rafmagnstæki sem eru ætlað þýfi. Ökumaðurinn, bifreiðin og kerran voru flutt á lög- reglustöð. Við leit fundust meðal annars ætluð fíkniefni. Á sunnudag barst lögreglu til- kynning um að menn væru með skotvopn í Öskjuhlíð. Lögreglu- menn fóru á staðinn og kom í ljós að þarna voru menntaskólanemar að kvikmynda. Þeir höfðu skot- vopn sem reyndist forngripur en samt nothæft vopn. Engin leyfi voru fyrii'liggjandi og vopnið hafði einnig verið tekið án heimildar frá eiganda. Piltarnir voru fluttir á lögreglustöð og hald lagt á skot- vopnið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.