Morgunblaðið - 20.10.1998, Síða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
Ljóska
i
þetta ersd $tur>dum hetc/ <ega& <]
au/nastL brancfirs I þes$i Qnujtarþ{£u/s q etí) ty
Qrö sem e&Aet ) »!■ ^ h/eqio a3hveq'a y—^ t
nokkrusfaru,
heurtJ
i H&qið exð h uerfu
sem er'!
Ferdinand
Smáfólk
WE HAVETOEAT FA5T
BEFORE THE HYEMA5
COME TO TRT TO TAKE
AWAY THE KILL..
INCIPENTALLT, IF
YOU'RE WORRIEP ABOUT
HYENA5,THEREAREN'T
ANY AROUND HERE.. _
ir
PIP HOV LOOK
INTHETREE57
H-b
Af hverju eru hundar
svona fljótir að éta?
Við verðum að vera fljótir að
éta áður en hýenurnar koma
og reyna að taka bráðina frá
okkur...
Meðal annarra orða, ef þú
hefur áhyggjur af hýenum,
þá eru engar hér um slóðir.
Gáðir þú upp í trén?
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
SIGRIJN Pétursdóttir og Aðalheiður
Siguijónsdóttir í hlutverkum sínum.
Líf á fjölunum
Frá Sigrúnu Pétursdóttur:
f.h. Leikfélagsins
Snúður og Snælda.
EG VAR að enda við að lesa grein-
ina „Aldraðir æringjar11, sem Orri
Páll Ormarsson skrifar um leikritið
Maður í mislitum sokkum eftir Arn-
mund Backman. Þar segir systir
höfundar „það yndislega tilfínningu
að fylgjast með Manni í mislitum
sokkum lifna við á fjölunum (letur-
br. mín). En um leið tregablandin,
þar sem Arnmundur lifði ekki til að
sjá drauminn rætast.“ Nú vill svo til
að leikfélagið Snúður og Snælda
naut þeirra einstöku forréttinda að
fá þetta verk í hendurnar í fyrra-
haust eftir að það hafði legið
óhreyft í Þjóðleikhúsinu um langan
tíma. Við urðum að sjálfsögðu hrifín
og hamingjusöm með þetta
skemmtilega verk og ekki síður
þakklát að fá að verða fyrst til að
vinna að því í samstarfí við höfund-
inn. Við frumsýndum svo Mann í
mislitum sokkum 1. febrúar sl. og
sýndum það 29 sinnum við góða að-
sókn. Samlestur var heima hjá höf-
undi og hann kom til okkar á æfing-
ar og á sýningar, fullur áhuga og
gleði yfir að sjá þessar skemmtilegu
persónur lifna við á fjölunum. Við-
kynning, samstarf og öll samskipti
við Arnmund var okkur öllum sér-
stök ánægja. Þegar sýningum lauk
tilkynnti hann okkur í Leikfélaginu
Snúð og Snældu, að hann væri svo
ánægður með samstarfið við okkur
að hann væri byrjaður á öðru leik-
riti sem hann ætlaði okkar leikhópi
og það héti „Nú væri fínt að jarða
mömmu“.
Snúður og Snælda sendir leikur-
um Þjóðleikhússins bestu kveðjur
og óskar þeim til hamingju með
sýninguna og óskar þeim sömuleiðis
góðs gengis og langra lífdaga í
Mislitu sokkunum, en rétt skal vera
rétt.
F.h. Leikfélagsins Snúðs og
Snældu,
SIGRÚN PÉTURSDÓTTIR.
Á heljarslóð
Frá Þorsteini Guðjónssyni:
PÁLL Pétursson, félagsmálaráð-
herra, sagðist á Alþingi 12. okt. ekki
hafa séð fyrir þá holskeflu eitur-
lyfjaaukningar, sem varð meðal
reykvískra unglinga í sumar er leið.
Hann hélt jafnvel að enginn, endur-
tek enginn, hefði séð þetta fyrir.
Hann talaði reyndar ekki um þetta
fyrr en hann var spurður gagngert í
þingsal.
Við þessu er í fyrsta lagi það að
segja, að þeir sem skipuleggja eit-
urlyfjasöluna hljóta að hafa séð
þetta fyrir. Þeir menn vita það, sem
allir hljóta að vita, að þegar kemur
að því að taka í taumana, er þjóðfé-
lag okkar gersamlega máttlaust.
Viðleitnin til að stinga inn „sölu-
mönnum" eftir á, dregur skammt.
í grein sem ég fékk birta í „Bréf-
um“ 13. júní sl. minntist ég á
skýrslu sænska lögreglumannsins
um ótrúlega mikla neyslu meðal
unglinga í ekki stærri borg en
Reykjavík, og síðan bætti ég við:
„Hversvegna það veldur ekki mestu
uppnámi, að þessi vitneskja hefur
skapast, heldur hitt, að frá henni
skuli vera sagt, er með því kynleg-
asta af mörgu kynlegu, sem við hef-
ur borið ..."
Málið var þaggað niður. Málið um
skýrslu sænska lögreglumannsins
var gersamlega þaggað niður. En ef
einhver færi að rannsaka - og segja
frá - hverjir það voru sem þögguðu
niður, og hversvegna, þá mætti bú-
ast við að örlaði á einhverju, sem
enn meiri ástæða þætti til að þagga
niður.
Hverskonar vesalingar eru Is-
lendingar orðnir? Þeir láta kvelja
lífíð úr unglingunum við nefíð á sér,
aðeins til þess að geta þjónað þeirri
hræsnisreglu, að málin séu við-
kvæm og ekki megi tala um þau.
Rekið slóð eiturlyfjagróðans - millj-
arðar! - í gegnum fjármálakerfín og
vitið hvað þið finnið.
ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON,
Rauðalæk 14, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fyigir fyrirvari hér að lútandi.