Morgunblaðið - 20.10.1998, Qupperneq 60
-* 60 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Hrafn Gunnlaugsson Sunnudagur í sveitinni
Sagan komin aft-
ur í kvikmyndir
EVRÓPSKA kvikmyndaakademían
og Soros-stofnunin í New York
bauð Hrafni Gunnlaugssyni, kvik-
myndagerðarmanni og leikstjóra, á
málstofu um kvikmyndir um síðustu
helgi í Austurríki undir yfirskrift-
inni „Sunnudagur í sveitinni“.
Fyrst á heimili Zanussi
Fyrst var efnt til málstofu af
þessu tagi árið 1995. Þá var gest-
gjafinn pólski leikstjórinn Krzysztof
Zanussi sem býr í grennd við Var-
sjá. Ari síðar fór málstofan fram á
heimili ítalska leikstjórans Er:
manno Olmi í Bassano del Grappa. í
fyrra var svo hist á heimili Henn-
ings Carlsens í Kaupmannahöfn og
var málstofan haldin í Evrópska
kvikmyndaskólanum í Ebeltoft.
A þessu ári fór málstofan fram á
heimili framleiðandans Michaels
von Wolkensteins í Gmunden við
Traunsee í Austurríki. Þangað
mættu tíu ungir kvikmyndagerðar-
menn frá jafn mörgum löndum sem
áttu það sameiginlegt að hafa gert
eina til tvær kvikmyndir.
Fjörugar umræður
En hvaða menn voru þetta?
„Þremur meðlimum kvikmynda-
akademíunnar er boðið í hvert
skipti og eru það leikstjóri, fram-
leiðandi og dreifíngaraðili," segir
Hrafn Gunnlaugsson. „Þarna voru
einnig ungir leikstjórar frá Frakk-
landi, Belgíu, Þýskalandi, Búlgaríu,
Georgíu, Króatíu, Englandi, Grikk-
landi, Mongólíu og Hvíta-Rúss-
landi.“
UNGLEG
Á AUGABRAGÐI
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Hrafn Gunnlaugsson
Og hvað var rætt í málstofunni?
„Þessir ungu leikstjórar eru fyrst
og fremst að hitta einhverja eldri í
faginu og spyrja þá spjörunum úr,“
segir Hrafn. „Ég sýndi kafla úr
þeim myndum sem ég hef gert og
þeir sýndu mér úr sínum myndum.
Svo skiptust menn á skoðunum og
það sköpuðust fjörugar umræður. -
Þetta var mjög skemmtilegt."
Boðið á dularfulla staði
Lærðirðu eitthvað áþessu?
„Ég var nú í kennarahlutverk-
inu,“ svarar Hrafn. „En það er rétt
að maður lærir alltaf á að hlusta á
ungt fólk. Þetta er eins og tennis.
Maður gefur boltann og fær hann
aftur. Að sama skapi fékk ég ýmsar
skemmtilegar hugmyndir.
En það sem stóð upp úr voru
heimboð til Sofíu í Búlgaríu og
Morgunblaðið/Ásdís
FRÁ tökum á Myrkrahöfðingjanum,
Tbílísí í Georgíu. Þetta eru h'klega
einu forréttindin sem fylgja kvik-
myndaleikstjórn. Ef vel gengur er
manni boðið á dularfulla staði. Ynd-
islegast var að vera boðið á kvik-
myndahátíð í Alexandríu í Grikk-
landi með Hin helgu vé á sínum
tíma. Þar þótti myndin jafnvel enn
djarfari en japanska myndin Veldi
tilfinninganna þótti hér á landi. En
ég hlakka til að fara til Tbfíísí."
Hvert stefna ungir kvikmynda-
gerðarmenn í Evrópu?
„Það sem mér fannst mjög
skemmtilegt er að sagan virðist
vera að koma aftur í kvikmyndina,
- að segja sögu. Þetta hefur verið
hálfgert vídeóflipp undanfarin ár
og maður var alveg hættur að
botna í sögunni. Allt var lagt upp
úr því að hafa myndina hátimbraða
og heimspekilega. Mér fínnst
virðingin fyrir því að geta sagt
sögu svo allir skilji vera farin að
dúkka upp aftur.
Upp úr 1968 voru aðallega gerðar
pólitískar myndir þar sem allir vildu
frelsa heiminn. Upp úr 1980 kom
einhver bylgja þar sem kvikmyndir
áttu helst ekki að líkjast kvikmynd-
um. En nú er sagan komin í hring.
Þess vegna hafði þetta unga fólk
áhuga á myndum á borð við Hrafn-
inn flýgur, Óðal feðranna og Hin
helgu vé. Allt eru þetta tiltölulega
skýrar sögur.“
Myrkrahöfðingi
eftir áramót
Hvernig gengur vinna við
Myrkrahöfðingjann ?
„Ég er núna að vinna að því að
klippa myndina.“
Og hvenær verður myndin frum-
sýnd?
„Einhvern tíma upp úr áramótum.
Maður má ekki flýta sér of mikið.
Það getur rýrt gæði myndarinnar."
Þú klippir þá myndina sjálfur?
„Já, ég hef alltaf klippt mínar
myndir sjálfur."
„Er það?“ segir blaðamaður
hugsi, en fær ekki að klára hugsanir
sínar.
„Svo á ég eftir að semja tónlist-
ina,“ segii- Hrafn.
„Nú, semurðu hana líka?“ spyr
blaðamaður og fær ekki leynt undr-
un sinni.
„Já, ég hef hingað til búið til drög
að tónlistinni og fengið tónskáld til
að vinna úr þeim. En tæknin er
orðin þannig að maður getur allt
eins klárað þetta sjálfur,“ segir
Hrafn. Að því búnu kveður hann
enda nóg af verkefnum framundan
og Tbílísí handan sjóndeildar-
hringsins.
MYNDBÖND
/
A vegum
úti
Á flótta
(Black Cat Run)
S |i e n n u iii v n il
★★
Framleiðandi: Bobby Shriver. Leik-
stjóri: D.J. Caruso. Handritshöfund-
ur: Frank Darabont. Kvikmyndataka:
Bing Sokolsky. Aðalhlutverk: Patrick
Muldoon, Amelia Heinle og Jake Bus-
ey. (90 mín.) Skífan, október 1998.
Bönnuð innan 16 ára.
Á FLÓTTA er dæmigerð mynd
sinnar tegundar og nægir að líta á
hulstrið til að sjá um hvað er að
ræða, þ.e. stíl-
færða spennu-
mynd með tar-
antínsku ofbeldi
og blúsuðum gít-
arleik í bakgrunni.
Sagan hefst í
smábæ í Arizona,
þar sem lágstétt-
arpilturinn
Johnny Del
Grimsson verður fyrir aðkasti lög-
regluyfíiwalda fyrir að eiga í sam-
bandi við dóttur lögreglustjórans í
óþökk hans. Þegar flóttafangar
myrða lögreglustjórann og taka
stúlkuna sem gísl fellur Johnny
undir grun. Hefst þá eltingaleikur
á vegum úti, þar sem Johnny eltir
ræningjana og lögreglan Johnny.
Margt er ágætlega gert í mynd-
inni, en hér er ekkert nýtt á
ferðinni. Stíll, atburðarás og per-
sónusköpun (einn glæponinn er t.d.
geðtruflaður kynferðisglæpamað-
ur) era gamlar tuggur. Þótt hand-
ritið sé víða heimskulegt næst fram
góður hasar og ætti að þjóna kröf-
um blóðþyrstra spennufíkla ágæt-
lega.
Heiða Jóhannsdóttir
$uaoi-N
CHANCl:
Anti-WRINKLE
Under-Eye Smoother
wfi
00'
Insionliy romovos
CuWn*“-a'»atWiWd»s
look yeas Yo,m
Fæst í flestum apótekum
Myndsaumur
Sérmerktar
HÚFUR OG
HANDKLÆÐI
Afslátturtil
15. nóvember.
myndalista.
Fáið sendan
Hellisgata 17 220 Hafnarfjörður
Sími 565 0122
www.if.is/myndsaumur
BÍÓIN í BORGINNI
Sæbjörn Valdimarsson/ Arnaldur Indriðason
Hildur Loftsdóttir
BÍÓBORGIN
A Perfect Murder kkk
Peningar og framhjáhald trylla
ástarþríhyrninginn. Ur því verður
fín spennumynd sem sífellt vindur
uppá sig og kemur skemmtilega á
óvart.
The Horse Whisperer ★★★!4
Falleg og vel gerð mynd á allan hátt,
sem lýsir kostum innri friðar í sam-
hljómi við náttúruna og skepnur.
Töfrasverðið ★★
Warner-teiknimynd sem nær hvorki
gæðum né ævintýrablæ Disney-
mynda.
Hope Floats ★★14
Þekkilegt fjölskyldudrama og átaka-
mikið á stundum. Gena Rowlands
stelur senunni.
SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA
Primary Colors ★★★Í4
Nichols og May eiga stórkostlegan
dag, kvikmyndagerð þeirra eftir
metsölubók um kosningabaráttu
Clintons (leynt og ljóst), er fyndin,
dramatísk og skynsamleg innsýn í
ósvifna valdabaráttu og mannlega
bresti á æðstu stöðum. Magnaður
leikhópur túlkar litríkar persónur.
Ein besta mynd ársins.
Kærður saklaus ★★
Sæmilegasta skemmtun, gerir grin
að bíómyndum dagsins. Það þarf
giæinilega Leslie Nielsen í þessar
myndir. Daprast flugið eftir hlé.
A Perfect Murder kkk
Peningar og framhjáhald trylla
ástarþrihyrninginn. Ur því verður
fín spennumynd sem sífellt rúllar
uppá sig og kemur skemmtilega á
óvart.
Dagfinnur dýalæknir ★★14
Skemmtilega klúr og hressileg út-
gáfa af barnaævintýrum Loftings
öðlast nýtt líf í túlkun Eddir Murp-
hys og frábærri tölvuvinnu og tal-
setningu.
Töfrasverðið kk
Warner-teiknimynd sem nær ekki
gæðum né ævintýrablæ Disney-
mynda.
Mafía! k'A
Oft brosleg en sjaldan hlægileg
skopstæling á Mafíumyndum (eink-
um Guðfóðurnum og Casino), eftir
Jim Abrahams, höfund Airplane og
Naked Gun, sem nær ekki flugi að
þessu sinni.
The Mask ofZorro ★★1/2
Húmorískt og dramatískt ævintýri
um þróttmiklar hetjur sem er mest í
mun að bjarga alþýðunni frá yfirboð-
urunum vondu. Banderas og Zeta-
Jones eru glæsilegai- aðalpersónur.
Godzilla ★★!/■
Ágætt þrjúbíó fyrfr alla aldurshópa.
Skrímslið sjálft vel úr garði gert en
sagan heldur þunnildisleg.
Lethal Weapon 4 ★★1/2
Gaman, gaman, hjá Gibson og
Glover og áhorfendur skemmta sér
með.
HÁSKÓLABÍÓ
Primary Colors ★★★1/2
Nichols og May eiga stórkostlegan
dag, kvikmyndagerð þeiira eftir
metsölubók um kosningabaráttu
Clintons (leynt og ljóst), er fyndin,
dramatísk og skynsamleg innsýn í
ósvífna valdabaráttu og mannlega
bresti á æðstu stöðum. Magnaður
leikhópur túlkar litríkar persónur.
Ein besta mynd ársins.
Smáir hermenn -k-k'/z
Allt fer á annan endann þegar stríðs-
leikföng fara á stjá. Hugvitsamlega
gerð og skemmtileg lítil stríðsmynd.
Dansinn kk'/i
Nett og notaleg kvikmyndagerð
smásögu eftir Heinesen um af-
drifaríka bráðkaupsveislu í Færeyj-
um á öndverðri öldinni. Skilur við
mann sáttan.
Björgun óbreytts Ryans kkkk
Hrikaleg andstríðsmynd með
tráverðugustu hernaðarátökum
kvikmyndasögunnar. Mannlegi þátt-
urinn að sama skapi jafn áhrifaríkur.
Ein langbesta mynd Spielbergs.
Talandi páfagaukurinn Paulie kk
Skemmtilega samsettur leikhópur
með Tony Shaloub í fararbroddi
bjai'gar miklu í einkennilegri mynd
um dramatískt lífshlaup páfagauks.
Gallinn sá að myndin er hvorki fyrir
börn né fullorðna.
Sporlaust ★★★
Skemmtileg mynd þar sem sam-
félagslega hliðin er áhugaverðari en
glæpasagan.
KRINGLUBÍÓ
Kærður saklaus kk
Sæmilegasta skemmtun, gerir grín
að bíómyndum dagsins. Það þarf
greinilega Leslie Nielsen í þessar
myndir. Daprast flugið eftir hlé.
A Perfect Murder ★★★
Peningar og framhjáhald trylla
ástarþríhyrninginn. Úr því verður
fín spennumynd sem sífellt vindur
uppá sig og kemur skemmtilega á
óvart.
The Horse Whisperer kkk'Æ
Falleg og vel gerð mynd á allan hátt,
sem lýsfr kostum innri friðar í sam-
hljómi við náttúruna og skepnur.
Töfrasverðið ★★
Warner-teiknimynd sem nær hvorki
gæðum né ævintýrablæ Disney-
mynda.
LAUGARÁSBÍÓ
Species llkk
Skrímsli úr geimnum vill leggja und-
ir sig jörðina með þvi að dreifa sæði
sínu sem víðast. Mynd í anda Alien
sem höfðar til frumhvata mann-
skepnunnar.
The Mask ofZorro kk'A
Húmorískt og dramatískt ævintýri
um þróttmiklar hetjur sem er mest í
mun að bjarga alþýðunni frá yfirboð-
urunum vondu. Banderas og Zeta-
Jones eru glæsilegar aðalpersónur.
Sliding Doors kk'h
Frískleg og oft frumleg og vel
skrifuð rómantísk gamanmynd um
þann gamla sannleika: Lífíð er eitt
stórt ef.
REGNBOGINN
Kærður saklaus kk
Sæmilegasta skemmtun, gerir grín
að bíómyndum dagsins. Það þarf
greinilegas Leslie Nielsen í þessar
myndir. Daprast flugið eftfr hlé.
Dagfinnur dýalæknir kk'A
Skemmtilega klúr og hressileg út-
gáfa af barnaævintýrum Loftings
öðlast nýtt líf í túlkun Eddir Murp-
hys og frábærri tölvuvinnu og tal-
setningu.
Phantom kk
Bíóútgáfa sögu eftir Dean Koontz
fer ágætlega af stað en hrakar eftfr
því sem á líður. Peter O’Toole
óvæntui’ gestur.
The X Files kk'A
Ágæt afþreyingannynd en dregur of
mikinn dám af sjónvarpsþáttunum.
Vantar sjálfstætt líf.
Blómálfarnir k
Fallega gerð mynd um fallega
„sanna“ sögu en virkar vart fyrir
börn.
STJÖRNUBÍÓ
Hinn eini sanni Howard Spitz kk
Kelsey Grammer á góða spretti sem
mannleysa sem skrönglast inná rétta
bylgjulengd með hjálp lítillar telpu.
Grínið dettui’ of oft niður í hæga-
gang sem skrifast á leikstjórnina.
The Mask ofZorro kk'?2
Húmorískt og dramatískt ævintýri
um þróttmiklar hetjur sem er mest í
mun að bjarga alþýðunni frá yfirboð-
urunum vondu. Banderas og Zeta-
Jones eru glæsilegar aðalpersónur.