Morgunblaðið - 20.10.1998, Page 61

Morgunblaðið - 20.10.1998, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 61 Stutt Jón Viðar a nyjum vettvangi ► “ÉG GEF fyrir tækni,“ segir Margrét Vilhjálmsdóttir. „Eg gef fyrir þráð,“ segir Hrefna Jónsdóttir. „Og fyrir hvað gefur þú, Jón Viðar?“ spyr Hjálniar Hjálmarsson, stjórnandi leik- hússportsins. „Skemmtun," svarar Jón Viðar Jónsson, formaður dómnefndar, og stekkur ekki bros á vör. Þannig hófst Leikhússport í Iðnó um síðustu helgi. Hjálmar gefst ekki upp og spyr Jón Viðar: „Hvernig líst þér á kvöldið?" „Bærilega." Eftir því sem líður á kvöldið lyftist þó brúnin á Jóni Viðari og gefur hann sigurliðinu Spuna 2000 fullt hús stiga fyrir skemmtana- gildi í einu atriðinu. Þá var hópurinn að svara áskor- uninni „besta stórslysaatriðið" og ákvað að leika atriðið í stíl nútíma- balletts. Áhorfandi úr salnum valdi titilinn frumlega „Titanic“. Ingrid Jónsdóttir átti stórleik sem stefni skipsins og Sveinn Geirsson sem risavaxinn ísjaki. Aðrir í sigur- liðinu voru Stefán Jónsson liðs- stjóri og Vala Þórsdóttir. Skúli Gautason fékk áminningu dómara fyrir ósiðlegt orðbragð og var utan leiksviðs í tvær mínútur með ruslakörfu á höfðinu. Næsta leikhússport verður mánu- dagskvöldið 28. október og verður tdkynnt innan skamms hver verð- ur gestadómari, en hingað til hafa þeir m.a. verið Sigurður Sigur- jónsson og Gx'sli Rúnar Jónsson ásamt Jóni Viðari. Það er komið hlé og Jón Viðar er spurður hvermg honum lítist á seinni hálfleik. „Það getur ekki versnað ...“ Slurpinn fær rós í hnappagatið ►Á MÁLÞINGI norrænu heimild- ar- og stuttmyndahátíðarinnar Nordisk Panorama lét kvikmynda- gerðarmaðurinn Mai-k Cousins, sem stjórnar kvikmyndaþættinum Moviedrome á BBC og var áður framkvæmdastjóri Kvikmynda- hátíðarinnar í Edinborg, fögur orð falla um íslensku stuttmyndina Slux-pinn & Co. Cousins byrjaði á því að telja upp nokkrar stuttmyndir og þegar kom að Slurpanum sagðist hann þegar hafa dáðst að myndinni. „Alveg frá upphafi ... geislaði þessi íslenska mynd af sjálfstrausti." Hann sagði að hún væri einna best stílfærð á hátíðinni. „Myndin er ein óklippt taka eins og stuttmyndir bandaríska framúr- stefnuleikstjórans Michaels Snow. A móti kemur að hún er samofin til- finningu Freds Astaire og Cyds Charisse. Slurpinn & Co. er nánast einstök. Maður grípur andann á lofti í þessari einu töku, eins og alltaf í löngum tökum. Þetta er fyrsta verk „cinephiliu", löngunai-- innar eftir kvikmyndum, sem ég hef séð. Og hún gerir nokkuð sem er fátítt; maður verður jafn meðvitað- ur um það sem fi-am fer bakvið myndavélina og fyrir framan.“ FOLK í FRÉTTUM SUSAN Miska og Gréta Ólafs- dóttir gerðu heimildarmynd um Brandon Teena. Saga Brandon Teena í kvikmynd HILLARY Swank, sem lék í mynd- unum „The Next Karate Kid“ og „Buffy the Vampire Slayer“, hefur tekið að sér aðalhlutverkið í mynd- inni „Take It Like a Man“. Drew Barrymore er einn af fi-amleiðend- um myndarinnai-. Tökur hefjast í október og fjallar myndin um konu frá Nebraska sem lifði lífi sínu sem karlmaður og átti kærustur. Hún mætti miklum fordómum og var að lokum myi-t. Heimildamyndin Saga Brandon Teena, sem fjallar um sömu konu, er sýnd í kvikmyndahúsum vestanhafs um þessai- mundir. Leik- stjórar hennar eru þær Gréta Ólafs- dóttir og Susan Miska. Hún var valin besta heimildamyndin á Kvikmynda- hátíðinni í Berlín í vetur. Coppola tapar 4,5 milljarða skaðabótum ÞAÐ ER skammt stórra högga á milli hjá bandaríska kvikmynda- leikstjóranurn Francis Ford Coppola. Honum vorix dæmdir 6 milljarð- ar króna í skaðabætur í júlí siðastliðnum frá kvikmyndaver- inu Wanier Brothers á þeim for- sendum að kvikmyndaverið hefði hindrað hann í að gera leikna kvikmynd um spýtukarlinn Gosa. Var það dæmt til að greiða 1,5 milljarða króna skaðabætur fyrir að uppfylla ekki samninginn og 4,5 milljarða króna fyrir að meina öðrum samstarf við Coppola á þeim forsendum að hann væri samningsbundinn þeim. Nú í vikunni breytti hæstiréttur í Los Angeles dómnum í 20 millj- óna dollara skaðabætur vegna þess að engin merki hefðu verið um að framkoma kvikmyndavers- ins, þegar það hindraði samstarf Coppola við önnur fyrirtæki, hefði verið glæpsamleg. Báðir aðilar ætla að áfrýja og segist Coppola gei'a ráð fyrir að það taki tvö ár að fá endanlegan úrskurð í málinu. Mikið af nýjum vörum Apaskinnsjakkarnir komnir aftur eterna —EXCEUENT— femi GARÐURINN -klædirþigvel Otrúlegur heimur vísmdanna I hverju tölublaði Lifandi vísinda getur þú lesið fjöldann allan af skemmtilegum og spennandi greinum úr heimi vísindanna. Greinarnar eru skrifaðar af fagmönnum og myndskreyttar með myndum teknum af bestu ljósmyndurum heimsins. Eins fylgja oft teikningar sem skýra jafnvel flóknustu hluti á einfaldan hátt. Þrjú tölublöð Lifandi vísinda og gullfallegt úr, færð þú á ótrúlegu verði aðeins kr. 1.795.- I Hringið núna í síma 881 2061 - 881 206

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.