Morgunblaðið - 20.10.1998, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 20.10.1998, Qupperneq 68
Atvinnutryggingar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Héldu á tindinn "* í nótt ÍSLENSKU fjallgöngumennii'nir úr björgunarsveitinni Fiskakletti í Hafn- arfirði lögðu til atlögu við tind Ama Dablam í nótt og hafa náð takmarki sínu í morgun ef áætlun þeirra hefur staðist. Síðdegis í gær var erfiðasti hluti leiðarinnar að baki. Frá þriðju og jafnframt síðustu búðum héldu fjall- göngumennirnir af stað á tindinn kl. 12 á miðnætti í nótt og áttu þá ófama leið, sem tekur 4-6 klukkustundir, á tind Ama Dablam. Með í forinni er Nick Kekos leiðangursstjóri, sem vai- aðstoðarleiðangursstjóri í Everest- leiðangrinum í fyrra, og Ang Babu sem var shirdar, æðsti maðurinn í hópi sherpa, í sama leiðangri. „Þegar á toppinn er komið er leiðin aðeins hálfnuð því leiðin niður þykir oft 61450311 en uppleiðin. Það er vegna þess að menn nota oft allt sitt þrek til að komast á toppinn. Þegar þangað er komið verður spennufall og þreyt- an biýst út en allir eru strákarnir í góðu formi þannig að þetta ætti ekki að koma að sök,“ segir í nýjasta skeyti úr grunnbúðum. ---------------- V erslunarmanna- félag Arnessýslu Dró sér fe með ólög- mætum hætti FJÁRMAL Verslunarmannafélags Amessýslu eru nú til sérstakrar skoðunar þar sem komið hefur í ljós og verið staðfest að formaður félags- ins hefur tekið sér fé úr sjóðum félagsins með ólögmætum hætti. Hefur formaðurinn látið af störfum vegna þessa máls. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, for- maður Landssambands íslenskra verslunarmanna, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. Málið er til meðferðar á vettvangi verslunarmannafélagsins og hefur verið ákveðið að boða til aðalfundar í félaginu. Verður fundurinn væntan- lega haldinn um miðja næstu viku. Morgunblaðið/Kristj án Naglarnir settir undir nyrðra TÖLUVERT snjóaði á Akureyri um helgina og urðu fjölmörg umferð- aróhöpp af þeim sökum, enda margir bfleigendur enn á sumar- dekkjunum. Á sunnudag skráði lögi-eglan níu árekstra og þegar komið var vel fram á gærdaginn hafði lögreglan skráð fjögur umferðaróhöpp til viðbótar. Ekki urðu nein slys á fólki í þessum óhöppum en töluvert eignatjón. Það snjóaði bæði aðfara- nótt sunnudags og aðfaranótt mánudags og þegar bæjarbúar héldu út í gærdaginn var um 10-15 cm jafnfallinn snjór í bænum. Á dekkjaverkstæðum bæjarins var mikið um að vera og þar biðu margir bfleigendur eftir því að geta skipt yfir á vetrardekkin. Verktakar í tækjaleit fyrir RTJV Gestirnir villtu á sér heimildir KONA, sem tók nýlega með sér sjónvarpstæki til landsins frá Italíu, fékk fyrir skemmstu heimsókn til sín í Breiðholtið um kvöld. Gestimir kváðust vera starfsmenn Félagsvísindastofnun- ar Háskóla Islands. Þeir báðu kon- una að taka þátt í skoðanakönnun og varð hún við því. „Starfsmenn Félagsvísinda- stofnunar" spurðu konuna hverrar gerðar sjónvarpstæki hennar væri og hver væri eigandi þess. Hún svaraði spurningunum skilmerki- lega í þeirri trú að verið væri að vinna að gerð könnunar af ein- hverju tagi. Þegar mennirnir höfðu skráð svör hennar niður á blað sneru þeir því við og kom þá í ljós að það var merkt innheimtu- deild Ríkisútvarpsins. Þeir báðu konuna að lesa blaðið yfir og skrifa undir. Réttur tilgangur mannanna var því að leita að óskráðum sjón- varpstækjum en ekki að gera skoðanakönnun. Pétur Matthíasson, yfirmaður í innheimtudeild Sjónvarpsins, segir að þetta séu vinnubrögð sem stofn- unin hafi barist gegn. Stofnunin ráði verktaka til þess að sinna leit að óskráðum tækjum á íslenskum heimilum. Pétur sagði að viðbrögð inn- heimtudeildarinnar yrðu þau að ítreka enn á ný að þetta mætti ekki gerast. „Við erum reyndar að skoða tækjaleitarmálin í heild sinni og erum með í undirbúningi að setja harðari reglur, sem þeir sem sinna þessu starfi verða að fylgja. En þetta hefur verið vandamál og við höfum reynt að bregðast við því. Þetta eru alls ekki vinnubrögð sem við líðum,“ sagði Pétur. Formaður launanefndar sveitarfélaga segir óánægju vegna hækkana kennara TL Erfitt að sjá hvort samningar við starfsmannafélög halda FORMAÐUR launanefndar sveitarfélaga segir launahækkanir sem einstök sveitarfélög hafa veitt kennurum í kjölfar hópuppsagna valda mikilli óánægju hjá starfsmönnum sveitarfélaga sem eru í starfsmannafélögum og verkalýðs- félögum. Telur hann erfitt að segja til um hve lengi samningar við starfsmannafélögin muni halda og veltir því fyrir sér hvort sveitarfélögin eigi að hætta því að koma fram sem einn aðili við kjara- samninga við grunnskólakennara. Launanefnd sveitarfélaga hélt kynningarfund fyrir sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi um helgina og fyrirhugaðir eru sams konar fundir á öðrum svæðum á næstunni. Karl Björnsson, bæjarstjóri Árborgar, formaður launanefndar- innar, segir að tilgangur fundanna sé að kynna starfsemi nefndarinnar en þó aðallega að heyra sjónarmið sveitarstjórnarmanna í þeim sveit- arfélögum og samtökum sem veitt hafa nefnd- inni umboð til kjarasamningagerðar. I erindi sínu á fundinum fór Karl yfir stöðu mála og rifjaði upp að í síðustu kjarasamningum hefði verið samið við starfsmannafélög um 16% launahækkun á sama tíma og kjarasamningar leikskólakennara skiluðu þeim 27% hækkun og samningar við grunnskólakennara leiddu til 36% launahækkunar. Þó væru kennarar enn í kjara- samningaviðræðum og sumir hefðu fengið viðbót. Hann sagði að þetta ylli mikilli óánægju hjá þeim starfsmönnum sveitarfélaganna sem eru í starfs- mannafélögum og almennum verkalýðsfélögum. „í ljósi þessa er erfitt um það að segja hve lengi samningur við starfsmannafélögin muni halda og hversu raunhæf þessi samvinna sveitarfélaganna um starfsmatið er. Einnig er ljóst að veik eru orðin þau bönd sem halda saman Samfloti tutt- ugu bæjarstarfsmannafélaga og launanefndin hefur samið við eins og um einn aðila væri að ræða.“ Hann sagði að sveitarfélögin yrðu að gera sér grein fyrir næstu verkefnum og viðbrögðum af hálfu nefndarinnar. „Við hljótum að spyrja okkur um það hvort sveitarfélögin eigi eða yfirleitt geti verið í miðlægu samstarfi um gerð kjarasamn- inga við kennarafélögin eða ekki. Menn segja einnig að sú undarlega staða sem menn eru nú í gagnvart kennurum hefði ekki getað komið upp ef verkefnið væri enn í forsjá ríkisins. Menn spyrja hvort það geti virkilega reynst svo að sveitarfélögin ráði ekki við að taka yfir frá ríki svo umfangsmikil og viðkvæm verkefni sem launamál gi'unnskólans eru,“ sagði Karl. Hann sagði einnig nauðsynlegt að ræða hvort halda ætti áfram með starfsmatið, hvort Samflotið svo- kallaða væri á enda og hvort allar kjarasamn- ingaviðræður væru aftur á leiðinni heim í hérað. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Pítsur send- ar upp á fjall SJÁLFBOÐALIÐAR, sem unnu við uppsetningu á mastri nýrrar skíðalyftu á Seljalandsdal við ísafjörð á sunnudag, fengu óvæntan glaðning þegar pítsur og kók bárust upp með kláfferj- unni sem notuð var við verkið. Mastrið sem unnið var við er í um 600 m hæð og var steypa flutt upp með kláfferju í sflói, alls um 700 m leið. Mennirnir urðu að vonum fegnir þegar eitt- hvað annað en eintóm steypa barst upp með ferjunni og gæddu sér á pítsunum. Það var Steinþór Friðriksson, veitingamaður á Pizza 67 á Isafirði, sem sendi veitingarnar þegar hann frétti af svöngum sjálfboðaliðum í steypuvinnu í sex stiga frosti og trekki uppi í efstu fjallufsum. Steypuvinnan tók um ellefu klukkustundir og gekk vel miðað við aðstæður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.