Morgunblaðið - 22.10.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.10.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 15 LANDIÐ Minjasafn Austurlands hyggur á framkvæmdir næsta vor að Litla-Bakka í Hróarstungu Kirkja frá upphafi kristni endurbyggð á Geirsstöðum Vaðbrekku, Jökuldal - Ákveðið hefur verið að endurbyggja kirkju og túngarð frá upphafi kristni sem stóð á Geirsstöðum í landi Litla-Bakka í Hróars- tungu á Norðurhéraði. Fram- kvæmdaraðili við endurbygg- ingu kirkjunar verður Minja- safn Austurlands en verkið verður ijármagnað að miklu leyti af sjóðum Evrópubanda- lagsins í gegnum sjóð sem kenndur er við Rafael, en sá sjóður styrkir verkefni á vegum menningarmála í Evrópu. Rústirnar á Geirsstöðum eru frá um 980 samkvæmt rann- sókn sem Steinunn Kristjáns- dóttir, fyrrverandi safnstjóri, stjórnaði. Rústirnar standa saman af kirkju, skála og tún- garði sem allt er frá sama tima. Þarna mótar einnig fyrir fleiri byggðarleifum innan garðs sem ekki hafa verið skoðaðar, en Geirsstaðir voru til skamms tíma beitarhús frá Litla-Bakka. Endurbygging kirkjunnar fellur undir samstarfsverkefni átta landa sem Minjasafn Aust- urlands er aðili að. Samstarfs- löndin eru Island, Irland, Bret- land (Skotland), Danmörk, Finnland, Italía, Slóvakía og Þýskaland. Yfírskrift verkefnis- ins er varðveisla og endurgerð gamalla bygginga úr viði. Rafael leggur til starfskrafta við hleðslu og fl., einnig teikn- ingar og tæknivinnu ýmiskonar og verkfæri sem verða smíðuð á vfldngaverkstæði í Danmörku sem snn'ðar verkfæri frá þeim tíma sem kirkjan var upphaf- lega byggð. Fjármögnun af minjasafnsins liálfu verður í formi styrkja frá opinberum að- ilum, svo sem rfld og sveitarfé- lagi, ásamt því að leita til fyrir- tækja og einstaklinga. Gömul verkfæri notuð Nú nýverið var hér á ferð hópur fólks frá samstarfslönd- unum að kynna sér verkefnið. Hópurinn kynnti sér starf minjasafnsins ásamt sérverk- efni þessara aðila um endur- byggingu kirkjunnar á Geirs- stöðum. Lögð voru á ráðin um vinnuaðferðir, en reynt verður að nota sem mest verkfæri frá sama tíma og kirkjan var í upphafí byggð og ákveðið að Guðjón Kristinsson frá Dröng- um annaðist hleðslu kirkjunn- ar. Hópurinn fór í skoðunar- ferð á gamla bæjarstæðið á Geirsstöðum í landi Litla- Bakka auk þess sem farið var að Hafrahvömmum, Laugavöll- um og bærinn á Sænautaseli var skoðaður. Að sögn Jóhönnu Bergmaim, safnstjóra Minjasafns Austur- lands, leist hópnum vel á að- stæður við verkefnið og var ákveðið að endurreisa kirkjuna heima við bæ á Litla-Bakka, við aflagða rétt, en sá staður er við vegamót og þar er þessi kirkju- bygging betur staðsett en á Geirsstöðum, sem eru umluknir rnýri nokkuð norður af bæjar- húsum á Litla-Bakka, og nokk- ur kostnaður og rask myndi hljótast af vegagerð þangað heim að auk þess sem Geirs- staðir eru nokkuð úr Ieið. Lifandi starfsemi í kirkju og skála Jóhanna hefur þá framtíðar- sýn að skálinn verði endur- byggður í framhaldi af bygg- ingu kirkjunnar og túngarðs um býlið, og komið verði upp lifandi starfsemi í kirkju og skála þar sem fólk verði klætt upp á að víkingasið og haldinn verði þar viðeigandi búsmali. Gestir og gangandi geti fengið þar nokkra innsýn í líf fólks og fénaðar frá þessum tíma í upp- hafí kristni á Islandi. Jóhanna segir að hafíst verði handa um endurbygginguna næsta vor og lokið við að byggja kirkjuna og túngarðinn haustið 1999. MorgunblaðiS/Sigurður Aðalstcinsson HOPURINN stillti sér upp til myndatöku á bæjarhellunni á Sænautaseli, sem er endurbyggður torfbær frá þessari öld. mm Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason BRÆÐURNIR Gísli, Einar Kári og Þorgeir Kristóferssynir kátir á svip fyrir fram húsið Bjarg sem þeir eru að endurbyggja ásamt frænda sínum Ólafi Gíslasyni úr Skáleyjum. Gamla Fergusoninn hafa þeir einnig gert upp og nota til ferða í Flatey. Endurgerð gam- alla húsa í Flatey heldur áfram Stykkishólmur - Miklar breyting- ar hafa orðið á gömlu húsunum í Flatey á Breiðafírði síðustu 20 árin eða svo. Hvert húsið af öðru hefur verið gert upp og fært til fyrra horfs. Nú er mjög gaman að koma líI Flateyjar og ganga um gamla þorpið og virða fyrir sér húsin sem hafa verið endurgerð og minna á forna frægð. Eigendur þeh-ra hafa lagt mikinn metnað í að vanda til verksins. Flestir sem hafa ráðist í það þrekvirki að endurbyggja húsin eiga rætur sínar að rekja tO eyjar- innar og dvelja þar nú á sumrin. Og enn er verið að. Nú eru það bræð- urnir Gísli, Þorgeir og Einar Kári Kristóferssynir sem hafa keypt húsið Bjarg ásamt móðurbróður sínum Olafi Gíslasyni. Þeir eiga ættir að rekja til Skáleyja, en þar ólst móðir þeirra, Olína Gísladóttir, upp. Með kaupum á húsinu vilja þeir fikra sig nær upprunanum. Húsið Bjarg í Flatey var byggt árið 1897 og er því 100 ára gamalt. Það var orðið mjög illa farið er þeir tóku við því og nær ónýtt. Þeir urðu því að byggja það upp frá grunni. Þær eru nokkrar vinnuhelgarnar sem þeir hafa dvalið í Flatey. Lag- færingarnar utanhúss eru að mestu búnar og stefna þeir félagar á að Ijúka verkinu á næsta ári. Opna kosningaskrifstofu í dagrflmmtudaginn 22. okt., kl. 17:30 að Kirkjulundi 8, Garðabœ Skrifstofan er ígulu blokkinni fyrir ofan heilsugœsluna. Aðkoma erfrá Vífilstaðavegi. Lítið við til skrafs og ráðagerða og leggið hönd á plóginn. Opiðfrá 17-19 alla virka daga ogfrá 15-18 um helgar. Lengur þegar þarf. Símar565-9370 og 565-9371. Heitt á könnunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.