Morgunblaðið - 22.10.1998, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ
18 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998
Vönduð
dagatöl og jólakort
í miklu úrvali.
Sérmerkt fyrir þig
Nýjar víddir
í hönnun og útgáfu
Snorrabraul 54 ©561 4300 Q 561 4302
GurfíUf er kröftugur drykkur sem býr yfir
miklu og hressandi ávaxtabragði og er ríkur
að kalki og C-vítamíni. Uppistaðan er mysa
en í henni eru öll helstu bætiefni mjólkurinnar.
GofpUfer góður á íþróttaæfinguna,
í skólann, fjallið, bíltúrinn og bústaðinn.
FAÐU ÞER EINN - DAGLEGA #
mm
vorur
í mi
úrvali
Kringlunni 7, sími 5 88 44 22
NEYTENDUR
Morgunblaðið/Golli
MARGRÉT ásamt nemendum sínum við matargerðina.
Nýru eru herra-
mannsmatur
EKKI er óeðlilegt að taka mið af
því við eldamennskuna að árstíð-
unum fjórum fylgja mismunandi
fersk matvæli. Engum blandast
heldur hugur um að haustið er
tími sláturgerðar og innmatar af
ýmsu tagi. Eftir sláturgerðina
ætti því að hvetja neytendur til að
velta því fyrir sér hvernig hægt er
að nýta innmatinn með mismun-
andi hætti.
Margrét Sigfúsdóttir, nýráðinn
skólastjóri Hússtjórnarskólans í
Reykjavík, Sólavallagötu 12, féllst
á að gefa neytendasíðunni nokkr-
ar nýrnauppskriftir enda eni nýru
bæði hollur og góður matur. Ekki
þarf heldur að óttast að buddan
kvarti því að fátt er jafnódýrt í
innkaupum og fersk nýru (um 100
kr. kg.)
Margrét sagðist að sjálfsögðu
vera búin að taka slátur með nem-
endum sínum. Eins og á öðrum
myndarlegum heimilum var held-
ur ekki látið þar við sitja heldur
útbúin lifrakæfa og írysti til jóla
og áfram mætti telja. Nemend-
urnir læra ekki aðeins að matbúa í
skólanum heldur ýmsa aðra iðju í
tengslum við hússtjórn, t.d. nær-
ingarfræði og neytendafræði, og
tekur námið eina önn. Skóladagur-
inn er frá kl. 8.15 á morgnana til
kl. 16.30 á daginn og engar frímín-
útur. Fyrir námið fást 25 einingar
eða á við rúma önn í öðrum fram-
haldsskólum. Nú eru nemendur 21
og enn laus pláss eftir áramót.
Einn strákur er í skólanum og
dvelst hann á heimavistinni uppi á
lofti. Þar er pláss fyrir 15 nemend-
ur. Nemendur í skólanum eru á
aldrinum 17 til 26 ára.
Lambanýru frá Chile
6 lambanýru
1 poki frosnar baunir
Kynning
á nýju snyrtivörulínunni
SENSAI
CELLULAR PERFORMANCE
í Andorru, Strandgötu 32,
í dag og á morgun.
Snyrtisérfræðingur
verður með
húðgreiningartölvuna
og veitir faglega
ráðgjöf.
Kanebo
150 g sveppir
100 g skinka
______________3 msk olía__________
__________1 saxaður laukur________
_______16 búnt söxuð steinselja
_____________Vi dl hvítvín________
Vi dós tómatsósa úr dós, t.d.með
hvítlauk og skinkusalt og pipar
2 harðsoðin eqq
Látið sveppina krauma í hluta
af olíunni. Bætið lauknum við og
látið krauma með sveppunum í um
2 mínútur. Hellið tómatsósu út í
og látið sjóða í 2 til 3 mínútur.
Himnuhreinsið nýrun og skerið í
sneiðar. Kryddið með salti og pip-
ar, snöggsteikið í olíu og setjið í
pott með sósunni. Hellið hvítvini,
baunum og steinselju saman við
og látið sjóða í um 4 mínútur.
Setjið í skál og skreytið með
harðsoðnum eggjabátum og
skinkustrimlum.
Gamaldags nýru -
bragðbætt
8-10 lambanýru______
4 msk. hveiti
salt og pipar
______________olía____________
___________1 V2 dl vatn_______
____________16 dl rjómi______
___________10 sveskjur_______
___________2 gulrætur_________
Hreinsið nýrun og skerið í
tvennt. Veltið upp úr hveiti með
salti og pipar og steikið á pönnu.
Vatni og rjóma er hellt út í og því
næst sveskjum og bituðum gulrót-
um. Soðið í 10 til 15 mínútur og
bragðbætt með sherry.
Flamberuð nýru
_________8-10 lambanýru
___________2 msk smjör______
1 msk olía _______
2-3 msk koníak eða brandy
_______2-3 tsk franskt sinnep
____________1 dl rjómi_____
___________salt oq pipar
Hreinsið nýrun, skerið í sneiðar
og kryddið með salti og pipar.
Steikið í feitinni á lágum hita,
koníaki hellt á og kveikt í. Rjóm-
anum hellt á pönnuna ásamt sinn-
epi, suðan látin koma upp, bragð-
bætt.
Nú ætti hagsýnum neytendum
ekki að vera neitt að vanbúnaði
við matargerðina enda ætti fersk-
ur innmatur að fást í verslunum
vel fram í næsta mánuð.
Kjúklinga-
tilboð á af-
mæli Fjarð-
arkaups
HALDIÐ verður upp á 25 ára af-
mæli Fjarðarkaups um helgina.
Einn liður í hátíðarhöldum í til-
efni afmælisins er kjúklingaútsala
í dag. Seld verða 10 tonn af frosn-
um kjúklingi fyrir 387 kr. kg.
Oskjur með jarðarberjum eru
seldar á 85 kr.
Gísli Sigurbergsson sagði að
raunverulegur afmælisdagur
verslunarinnar hefði verið 7. júlí
sl. Vegna anna í versluninnni hafí
hins vegar ekki gefist tími til að
halda upp á tímamótin fyrr en nú.
Öllum viðskiptavinum Fjarðar-
kaups verður boðið upp á af-
mælistertu í versluninni á
fimmtudag og föstudag. í bíl á
planinu fyrir utan verslunina
verða pylsa, kók og ís seld á 50 kr.
samtals.
Afmælisblaði Fjarðarkaups
með fjöldanum öllum af tilboðum
verður dreift í hús á markaðs-
svæði verslunarinnar í 30.000 ein-
tökum.