Morgunblaðið - 22.10.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.10.1998, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Biskup Islands f minningarræðu um Guðrúnu Katrfnu Þorbergsdóttur . ' „ ' Morgunblaðið/Golli ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Islands, fylgdi kistu forsetafrúarinnar að líkbflnum. Til hægri við hann er Svanhildur Dalla. Til vinstri er Guðrún Tinna og Erla fyrir aftan hana. Þóra er fyrir aftan forsetann og aðrir aðstandendur. Stilling og reisn í stríðinu stranga Morgunblaðið/Árni Sæberg VIGDIS Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti íslands, Hall- dóra Eldjárn, fyrrverandi forsetafrú, og Sigurbjörn Ein- arsson biskup voru meðal kirkjugesta. Morgunblaðið/Árni Sæberg MEÐAL þeirra sem sendu forsetanum blómakrans var Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna. Morgunblaðið/Ásdís HALLGRÍMSKIRKJA var þétt setin. Fremst sitja nánar vinkonur forsetafrúarinnar. HÉR fer á eftir minningarræða biskups íslands, herra Karls Sig- urbjörnssonar, við útför Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forseta- frúar í gær. Vaktu minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vakir þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Skáldið Snorri Hjartarson yrkir um haustið: Söjál eru lauftn í loftsölum trjánna, blika, hrapa íhaustkaldriró. Virðist þó skammt síðan við mér skein, græn angan af opnu brumi. Dagar mannsins eru sem grasið, grasið sem visnar, blómin sem fölna, laufið, sem fellur á foldu, og aftur verður mold. Eins eru dagar manns- ins, þeim er stefnt frá móð- urskauti til moldar. Hvaða huggun er í því fólgin að minnast þess? Er ekki allt tal um fegurð haustsins, um lauf, sem falla, um haust- kalda ró svo grátlega mein- ingarlaust þegar ástvinur á í hlut? En orð Drottins stendur stöðugt eilíflega og þessi stund og staður boðar það orð og játar þá trú og fagnar þeirri von sem á því orði byggir, það er Kristur, frels- arinn krossfesti og upprisni. „Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey“. Þannig hafa Islendingar sungið kynslóð eftir kynslóð við næstum hverja gröf. Við munum syngja það hér á eftir. Þannig hefur okkar þjóð ját- ast lífinu, augliti til auglitis við afl dauðans. Við heyrðum áðan orð Jesú frá kveðju- stund andspænis hryllingi þjáningar og dauða. Hlustum eftir því hvað þar er sagt. Afl dauðans er svo ægilegur og yfirþyrmandi leyndardómur, sjálfur Drottinn er vanmegna, lýtur í lægra haldi fyr- ir honum, það segir krossinn. En leiðir jafnframt í ljós í árdags- birtu upprisunnar: Drottinn sigr- ar alla neyð, hann er sterkari en dauðinn og hann yfirgefur þig aldrei. Þú sem líður, þú sem syrgir, Drottinn er hjá þér í neyðinni, hann fínnur til með þér, hann líður með þér, hann umvefur þig elsku sinni. Með honum er líkn í hverri raun og tári manns. Undir dýpstu djúpum neyðarinnar, ber höndin hans hlý og mild og englarnir hans góðu. Og Guð snýr böli til blessun- ar, reisir líf af dauða. Eins og danska skáldið Kaj Munk segir: Slíkur er máttur hins alvalda að hann getur tekið bölið í greip sina og kreist það svo að úr því drjúpi blessun. Og þetta hafa þau fundið forfeð- ur okkar og mæður, kynslóð eftir kynslóð í samfylgd trúar og bænar með Kristi. Og þess vegna gátu þau sagt og sungið með kökkinn í hálsinum og tárvot augun: „Dauði, ég óttast eigi, afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti’ eg segi: Kom þú sæll þá þú vilt.“ Með Kristi er þjáningin ekki afl upplausnarinnar heldur fæðingar- hríðir, fæðingarhríðir upprisunnar. Og í birtu hennar er sérhvert tár þerrað af hvörmum, mildri mund kærleikans. Og þar, í þeirri birtu fáum við að sjá aftur þau, sem við unnum og dauðinn tók, og þá munu hjörtu okkar fagna og enginn tekur fögnuðinn frá okkur að eilífu. Guðrún Katrín Þorbergs- dóttir þekkti ung sorg og söknuð, hún var bam að aldri er hún missti föður sinn, Þor- berg Friðriksson. Hann var einn hinna fjölmörgu íslend- inga sem hlutu hina votu gröf. En hún minntist þess og dáði af hvílíkri reisn og kjarki móðir hennar, Guðrún Bech, tókst á við sorgina og bjó bömin sín út í lífið. Og það var henni dýrmæt fvrirmynd og styrkur. Og á baksviði missis og sorgar voru bemskuminningar hennar bjartar og hlýjar og gleðirík- ar. Guð blessi minningu for- eldranna og þau öll, sem hún Guðrún Katrín unni, og vom henni gleði og gæfa í lífi. Guðrún Katrín lét til sín taka á sviði þjóðmálanna. Hún sat í bæjarstjórn um árabil, hún stýrði fjölmenn- um launþegasamtökum, hún bar umhverfismál fyrir brjósti og hag og kjör al- mennings. Þjóðminjar og saga vora henni hjartfólgin og ást hennar á landinu, sögu þess og lífi þjóðar henni hjartagróin. Og ævina alla vora aðstæður sjómanna henni hugstæðar. Samfylgd þeirra Ólafs Ragnars Grímssonar ein- kenndist af gagnkvæmri virð- ingu, hlýju og ást. Og dætram sínum Érlu og Þóru og Döllu og Tinnu, tengdasyni og niðj- um var hún umhyggjusöm móðir, tengdamóðir og amma. Þau voru gæfa hennar og gleði mest og dýrmætast þakkarefni. Hugir okk- ar era hjá ykkur, umfram allt, ykk- ur sem mest hafið misst. Við biðj- um Guð að blessa ykkur, hugga og styrkja. Guðrún Katrín var virt og dáð af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.