Morgunblaðið - 22.10.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 29
ERLENT
Miðasala í Háskólabíói
NORRÆN KVIKMYNDAHATIÐ
r
Sinfóníuhljómsveit Islands
Tónleikar í Háskólabíói
laugardaginn 24. október kl. 17:00
Hljomsvertarstjori:
Gúnter Buchwalt
III
5 “690691" 160005'
SMÁKÖKUR FYRIR
SMÁFÓLKIÐ
FLJÓTLEGT KONFEKT
GÓMSÆTTÁN
SYKURS
JÓLALÍKJÖR
TRIFFLi
MUNNBITAKÖKUR
ÖÐRUVISI
BRAUÐTERTUR
án Bandaríkjamanna en slíkum að-
gerðum yrði samt sem áður stýrt af
Atlantshafsbandalaginu (NATO) en
þannig að aðildarríki ESB myndu
láta heri sína í té og halda yfirstjórn
yfir gerðum þeirra. „Tryggja yi'ði
að nýtt fyrirkomulag væri ekki
dragbítur á NATO,“ var haft eftir
Blair. „Við erum ekki að ræða um
að kippa fótunum undan NATO.
NATÓ verður áfram algerlega
nauðsynlegt og sannkallaður horn-
steinn varnarstefnu okkar.“
Blair benti hins vegar á að
Kosovo-deilan hefði gert mönnum
ljóst að ESB yrði að geta beitt sér
með markvissari hætti. „Við verð-
um að vera reiðubúin til að ræða af
meiri hugmyndaauðgi og festu
hvernig við sinnum hlutverki okk-
ar,“ sagði Blair sem lagt hefur
áherslu á að Bretland taki forystu á
vettvangi Evrópustjórnmála.
Hugmyndin um evrópskt varnar-
samstarf er hins vegar umtalsverð
breyting á utanríkisstefnu Breta og
talin líkleg til að ala á ótta um að
ríkisstjórn Verkamannaflokksins sé
hlynntari meiri Evrópusamruna en
fullti'úar hennar hafa hingað til vilj-
að viðurkenna.
Efnisskrá:
Bretar ljá máls á sér-
evrópskum varnarher
London, París. Reuters, The Daily Telegraph.
GEORGE Robertson, varnarmála-
ráðherra Bretlands, sagði i gær að
Evrópa þyrfti á sérevrópskum
varnarher að halda til að geta tekið
á sínum vandamálum án aðstoðar
Bandaríkjamanna. Hefur ráðherr-
ann þar með tekið undir stuðning
Tonys Blairs, forsætisráðherra
Bretlands, við aukið varnarhlutverk
Evrópusambandsins (ESB). Fögn-
uðu frönsk stjórnvöld þessari
stefnubreytingu Breta í gær.
Sagði Robertson í samtali við
BBC-útvarpsstöðina að Bretar
væru alls ekki að ljá máls á evr-
ópskum fastaher heldur að Evrópu-
ríkin kæmu varnarmálum sínum í
þann farveg að þeim væri kleift að
taka á vanda eins og þeim sem að
hefur steðjað í Kosovo-héraði í Jú-
góslavíu, sambandsríki Serbíu og
Svartfjallalands, án þess að vera
háð þátttöku og aðstoð Bandaríkj-
anna eða Kanada.
Haft var eftir Blair í dagblöðum í
gær að Bretland væri nú í fyrsta
sinn reiðubúið til að samþykkja að
ESB taki að sér varnarhlutverk
sem fælist í því að aðildarlöndin
störfuðu í sameiningu að hernaðar-
aðgerðum, bæði þegar stilla þarf til
friðar en ekki síður þegar standa
þarf að árásum. Mun Blair leggja
fram tillögur þessa efnis á sérstök-
um fundi leiðtoga ESB-landanna
sem haldinn verður í Austurríki um
helgina.
NATO áfram hornsteinn
breskrar varnarstefnu
Er hugsunin sú að með þessu
væri hægt að láta til skarar skríða
Bandamenn Laurents Kabila
INNLIT í ELDHÚS
BÖKUR OG
ÁVAXTABRAUÐ
Lögbroti
tekið sem
hetjudáð
Zagreb. Reuters.
EMBÆTTISMENN í Króatíu
rannsökuðu í gær hvort bankakona
nokkur hefði brotið lög um banka-
leynd með því að skýra dagblaði frá
innstæðum eiginkonu Franjo Tu-
djmans forseta. Margir Króatar líta
hins vegar á konuna sem hetju og
telja að rétt hafi verið af henni að
greina frá innstæðunum.
Ankica Leped, fimmtug starfs-
kona banka í Zagreb, sagði dagblað-
inu frá því að forsetafrúin hefði lagt
tæpa hálfa milljón marka, andvirði
20,5 milljóna ki-óna, inn á banka-
reikning á sínu nafni síðustu tvö ár-
in og ætti níu reikninga til viðbótar í
sama banka.
Konan á yfir höfði sér allt að fimm
ára fangelsisdóm fyrir að rjúfa
bankaleyndina en leiðtogar stjórnar-
andstöðunnar og fjölmiðlarnir fögn-
uðu framtaki hennar og lýstu henni
sem hetju. Ólíklegt er talið að hún
verði sótt til saka þar sem hún nýtur
ANKICA Tudjman, eiginkona
forseta Króatíu, drekkur
kampavín á kosningafundi í
fyrra, skömmu áður en eigin-
maður hennar var endurkjör-
inn forseti.
mikils stuðnings meðal almennings.
Forsetafrúin stjórnar góðgerðar-
samtökum í þágu barna og tekjur
hennar eru ekki taldar miklar. Tu-
djman sagði nýlega í yfirlýsingu um
eignir fjölskyldunnar að það eina
sem forsetafrúin ætti væri bfll.
Sinfóníuhljómsveit íslands
Háskólabíói við Hagatorg
Sími: 562 2255
Fax: 562 4475
Nánari upplýsingar á sinfóníu-
vefnum: www.sinfonia.is
KaffSbok Geslgjalans fylgir köluiblaðinu
Uppáhaldsuppskriftin • Eftirréttir • Kökur og vín • Smákökur • Konfekt
KOKUBLAÐ
SEX EINSTAKLINGAR
GEFA UPPÁHALDS-
UPPSKRIFT
ÞORRI VELUR VIN
MEÐ KÖKUM OG
EFTIRRÉTTUM
-
Charles Chaplin:
Borgarljós
Her sendur
gegn skæru-
liðum í A-Kongó
Harare. Reuters.
BANDAMENN Laurents Kabila,
forseta Kongós, í sunnanverðri Af-
ríku hétu í gær að senda heriið
gegn skæruliðum í austurhluta
landsins. Var þáð niðurstaða fund-
ar, sem þeir héldu í Harare, höfuð-
borg Zimbabwe.
Robert Mugabe, forseti
Zimbabwe, sagði eftir fund með
þeim Jose Eduardo dos Santos, for-
seta Angola, og Sam Nujoma, for-
seta Namibíu, að ákvörðunin um
aukinn hernað gegn skæruliðum í
Kongó hefði verið nauðsynleg, jafnt
fyrir landsmenn sjálfa sem fullveldi
ríkisins.
Hermenn frá sex Afríkuríkjum að
minnsta kosti hafa tekið þátt í átök-
unum í Kongó og margir óttast, að
þau geti komið allri Mið-Afríku í bál
og brand. Hafa fyrrnefnd þrjú ríki
sent þúsundir hermanna þangað og
mikinn vopnabúnað en uppreisnar-
menn, sem eru af tutsi-ættbálknum,
njóta hins vegar stuðnings ætt-
bræðra sinna í Rúanda og einnig
stjórnvalda í Uganda.
Málamiðlun hafnað
Til fundarins í Harare var boðað
eftir að uppreisnarmenn höfðu unn-
ið mikla sigra á herliði
Kongóstjórnar og bandamanna
hennar og meðal annars náð á sitt
vald bænum Kindu. Kemur sam-
þykktin í raun í veg fyrir hugsan-
lega málamiðlun í deilunni, að
minnsta kosti í bráð, og hún mun
trúlega auka enn á ágreininginn,
sem er með þeim Mugabe og Nel-
son Mandela, forseta Suður-Afríku.
Hann hefur lagt áherslu á friðsam-
lega lausn.
Uppreisnarmenn f Kongó ráða nú
austurhlutanum, um þriðjungi
landsins en allt er það helmingi
stærra en Vestur-Evrópa. Gerðu
þeir lítið úr Hararefundinum og
kváðust vera að styrkja varnir sínar
við Kindu.