Morgunblaðið - 22.10.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.10.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 29 ERLENT Miðasala í Háskólabíói NORRÆN KVIKMYNDAHATIÐ r Sinfóníuhljómsveit Islands Tónleikar í Háskólabíói laugardaginn 24. október kl. 17:00 Hljomsvertarstjori: Gúnter Buchwalt III 5 “690691" 160005' SMÁKÖKUR FYRIR SMÁFÓLKIÐ FLJÓTLEGT KONFEKT GÓMSÆTTÁN SYKURS JÓLALÍKJÖR TRIFFLi MUNNBITAKÖKUR ÖÐRUVISI BRAUÐTERTUR án Bandaríkjamanna en slíkum að- gerðum yrði samt sem áður stýrt af Atlantshafsbandalaginu (NATO) en þannig að aðildarríki ESB myndu láta heri sína í té og halda yfirstjórn yfir gerðum þeirra. „Tryggja yi'ði að nýtt fyrirkomulag væri ekki dragbítur á NATO,“ var haft eftir Blair. „Við erum ekki að ræða um að kippa fótunum undan NATO. NATÓ verður áfram algerlega nauðsynlegt og sannkallaður horn- steinn varnarstefnu okkar.“ Blair benti hins vegar á að Kosovo-deilan hefði gert mönnum ljóst að ESB yrði að geta beitt sér með markvissari hætti. „Við verð- um að vera reiðubúin til að ræða af meiri hugmyndaauðgi og festu hvernig við sinnum hlutverki okk- ar,“ sagði Blair sem lagt hefur áherslu á að Bretland taki forystu á vettvangi Evrópustjórnmála. Hugmyndin um evrópskt varnar- samstarf er hins vegar umtalsverð breyting á utanríkisstefnu Breta og talin líkleg til að ala á ótta um að ríkisstjórn Verkamannaflokksins sé hlynntari meiri Evrópusamruna en fullti'úar hennar hafa hingað til vilj- að viðurkenna. Efnisskrá: Bretar ljá máls á sér- evrópskum varnarher London, París. Reuters, The Daily Telegraph. GEORGE Robertson, varnarmála- ráðherra Bretlands, sagði i gær að Evrópa þyrfti á sérevrópskum varnarher að halda til að geta tekið á sínum vandamálum án aðstoðar Bandaríkjamanna. Hefur ráðherr- ann þar með tekið undir stuðning Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, við aukið varnarhlutverk Evrópusambandsins (ESB). Fögn- uðu frönsk stjórnvöld þessari stefnubreytingu Breta í gær. Sagði Robertson í samtali við BBC-útvarpsstöðina að Bretar væru alls ekki að ljá máls á evr- ópskum fastaher heldur að Evrópu- ríkin kæmu varnarmálum sínum í þann farveg að þeim væri kleift að taka á vanda eins og þeim sem að hefur steðjað í Kosovo-héraði í Jú- góslavíu, sambandsríki Serbíu og Svartfjallalands, án þess að vera háð þátttöku og aðstoð Bandaríkj- anna eða Kanada. Haft var eftir Blair í dagblöðum í gær að Bretland væri nú í fyrsta sinn reiðubúið til að samþykkja að ESB taki að sér varnarhlutverk sem fælist í því að aðildarlöndin störfuðu í sameiningu að hernaðar- aðgerðum, bæði þegar stilla þarf til friðar en ekki síður þegar standa þarf að árásum. Mun Blair leggja fram tillögur þessa efnis á sérstök- um fundi leiðtoga ESB-landanna sem haldinn verður í Austurríki um helgina. NATO áfram hornsteinn breskrar varnarstefnu Er hugsunin sú að með þessu væri hægt að láta til skarar skríða Bandamenn Laurents Kabila INNLIT í ELDHÚS BÖKUR OG ÁVAXTABRAUÐ Lögbroti tekið sem hetjudáð Zagreb. Reuters. EMBÆTTISMENN í Króatíu rannsökuðu í gær hvort bankakona nokkur hefði brotið lög um banka- leynd með því að skýra dagblaði frá innstæðum eiginkonu Franjo Tu- djmans forseta. Margir Króatar líta hins vegar á konuna sem hetju og telja að rétt hafi verið af henni að greina frá innstæðunum. Ankica Leped, fimmtug starfs- kona banka í Zagreb, sagði dagblað- inu frá því að forsetafrúin hefði lagt tæpa hálfa milljón marka, andvirði 20,5 milljóna ki-óna, inn á banka- reikning á sínu nafni síðustu tvö ár- in og ætti níu reikninga til viðbótar í sama banka. Konan á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm fyrir að rjúfa bankaleyndina en leiðtogar stjórnar- andstöðunnar og fjölmiðlarnir fögn- uðu framtaki hennar og lýstu henni sem hetju. Ólíklegt er talið að hún verði sótt til saka þar sem hún nýtur ANKICA Tudjman, eiginkona forseta Króatíu, drekkur kampavín á kosningafundi í fyrra, skömmu áður en eigin- maður hennar var endurkjör- inn forseti. mikils stuðnings meðal almennings. Forsetafrúin stjórnar góðgerðar- samtökum í þágu barna og tekjur hennar eru ekki taldar miklar. Tu- djman sagði nýlega í yfirlýsingu um eignir fjölskyldunnar að það eina sem forsetafrúin ætti væri bfll. Sinfóníuhljómsveit íslands Háskólabíói við Hagatorg Sími: 562 2255 Fax: 562 4475 Nánari upplýsingar á sinfóníu- vefnum: www.sinfonia.is KaffSbok Geslgjalans fylgir köluiblaðinu Uppáhaldsuppskriftin • Eftirréttir • Kökur og vín • Smákökur • Konfekt KOKUBLAÐ SEX EINSTAKLINGAR GEFA UPPÁHALDS- UPPSKRIFT ÞORRI VELUR VIN MEÐ KÖKUM OG EFTIRRÉTTUM - Charles Chaplin: Borgarljós Her sendur gegn skæru- liðum í A-Kongó Harare. Reuters. BANDAMENN Laurents Kabila, forseta Kongós, í sunnanverðri Af- ríku hétu í gær að senda heriið gegn skæruliðum í austurhluta landsins. Var þáð niðurstaða fund- ar, sem þeir héldu í Harare, höfuð- borg Zimbabwe. Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, sagði eftir fund með þeim Jose Eduardo dos Santos, for- seta Angola, og Sam Nujoma, for- seta Namibíu, að ákvörðunin um aukinn hernað gegn skæruliðum í Kongó hefði verið nauðsynleg, jafnt fyrir landsmenn sjálfa sem fullveldi ríkisins. Hermenn frá sex Afríkuríkjum að minnsta kosti hafa tekið þátt í átök- unum í Kongó og margir óttast, að þau geti komið allri Mið-Afríku í bál og brand. Hafa fyrrnefnd þrjú ríki sent þúsundir hermanna þangað og mikinn vopnabúnað en uppreisnar- menn, sem eru af tutsi-ættbálknum, njóta hins vegar stuðnings ætt- bræðra sinna í Rúanda og einnig stjórnvalda í Uganda. Málamiðlun hafnað Til fundarins í Harare var boðað eftir að uppreisnarmenn höfðu unn- ið mikla sigra á herliði Kongóstjórnar og bandamanna hennar og meðal annars náð á sitt vald bænum Kindu. Kemur sam- þykktin í raun í veg fyrir hugsan- lega málamiðlun í deilunni, að minnsta kosti í bráð, og hún mun trúlega auka enn á ágreininginn, sem er með þeim Mugabe og Nel- son Mandela, forseta Suður-Afríku. Hann hefur lagt áherslu á friðsam- lega lausn. Uppreisnarmenn f Kongó ráða nú austurhlutanum, um þriðjungi landsins en allt er það helmingi stærra en Vestur-Evrópa. Gerðu þeir lítið úr Hararefundinum og kváðust vera að styrkja varnir sínar við Kindu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.