Morgunblaðið - 22.10.1998, Síða 31

Morgunblaðið - 22.10.1998, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 31 Ummæli fyrrverandi fréttafulltrúa Bandaríkjaforseta um framferði forsetans vekja athygli ERLENT McCurry segir „heimsku \egt“ framferði Clint- ons afar „gremjulegt“ Boston, St. Paul. Reuters, Daily Telegraph. MIKE McCuiry, fyrrverandi fréttafulltrúi Hvíta hússins, varði í fyrrakvöld ummæli sín, þess efnis að Bill Clinton Bandaríkjaforseti væri „afar hæfileikaríkur leiðtogi" en að „heimskulegt framferði hans í einkalífinu væri mjög gremjulegt“, sem hann lét falla í umræðum að lokinni framsögu er hann hélt í Pittsburgh á mánudag. Sagði hann við blaðamenn í Boston á þriðjudag að vart gæti það talist óeðlilegt að hann lýsti von- brigðum sínum þegar maður, sem hann hefði haft takmarkalausa trú á, hagaði sér eins og Clinton gerði í Lewinsky-málinu. Hefur McCurry ekki áður fjallað svo frjálslega um tíð sína í Hvíta húsinu. Ummæli sem höfð voru eftir Col- in Powell, fyrrverandi leiðtoga bandaríska heraflans, á þriðjudag vekja einnig athygli en hann sagði að Clinton hefði „orðið sjálfum sér og embætti sínu til skammar". Joe Lockhart, arftaki McCurrys í emb- ætti, vildi aðspurður ekki gera of mikið úr ummælum Powells. „Ég er frjáls“! McCurry, lét fyrir skömmu af embætti blaðafulltrúa Hvíta hússins eftir þriggja ára störf og er nú á fyrirlestraför um Bandaríkin eftir að hafa eytt umtalsverðum tíma síð- asta árið í að verja framferði Clint- ons Bandaríkjaforseta í kvennamál- um. Aðspurður hvernig tilfínning það væri að hafa sagt skilið við Hvíta húsið hoppaði McCurry af kæti, baðaði út öngum og hrópaði „loksins er ég frjáls“! McCun-y segist muna eftir því að hafa séð Monicu Lewinsky á ráfi.um Hvíta húsið en að hann hefði enga hugmynd haft um að hún ætti vin- gott við forsetann. Segist McCurry jafnframt hafa forðast að ræða beint við Clinton um Lewinsky-mál- ið eftir að það kom upp. Óttast McCurry að Lewinsky-málið hafi sett varanlegan blett á forsetatíð Clintons og að nafn forsetans yrði um alla framtíð tengt kynlífs- hneykslinu í Hvíta húsinu. Ekki er talið líklegt að Clinton sé ýkja ánægður með ummæli blaða- fulltrúa síns fyri-verandi en The New York Times greindi frá því í gær að leiðtogar bandaríska hersins hefðu nú varað alla undirmenn sína í hernum við því að láta falla gagn- rýnisorð um forseta Bandaríkjanna, og gætu hermenn átt refsingu í vændum hlíti þeir ekki viðvörun- inni. Paula Jones reynir að fá mál sitt tekið upp að nýju Paula Jones fór í fyrradag fram á það við áfrýjunardómstól að mál hennar gegn Clinton yrði tekið upp að nýju, en Jones hefur sakað Clint- on um kynferðislega áreitni. Hlýddu dómarar á vitnisburð og er úrskurðar nú beðið. Minni líkur virðast nú á því að lögfræðingar þeirra Clintons og Jo- nes nái samningum í málinu eftir að Clinton hafnaði boði lögfræðinga Jones um að málið yrði látið niður falla léti forsetinn af hendi gi'eiðslu upp á 2 milljónir Bandaríkjadala, tæplega 140 milljóinir ísl. króna. Vilja réttarhöld yfir Pinochet í Bretlandi London, Madrid. Reuters. BRESKIR þingmenn hvöttu ríkis- stjórnina til þess í gær að tryggja, að Augusto Pinochet hershöfðingi og íyrrverandi einræðisherra í Chile yrði dreginn fyrir lög og dóm hvað sem liði væntanlegri framsalskröfu Spánverja. Líklegt er, að ýmis sam- tök og einstaklingar höfði sérstakt mál á hendur Pinochet en í Chile hefur handtaka hans valdið miklum skjálfta í stjórnmálum landsins. Pinochet var handtekinn fyrir síð- ustu helgi í London þar sem hann hafði gengist undir uppskurð á baki en Tony Blair, forsætisráðheira Bretlands, leggur á það áherslu, að það hafi ekki verið gert að undirlagi ríkisstjómarinnar, heldur vegna kröfu spænskra dómara. Mannrétt- indanefnd breska þingsins, sem er skipuð 150 mönnum úr öllum flokk- um, vill hins vegar, að réttað verði yfir Pinochet hvemig sem fer með spænsku framsalskröfuna. Spænska stjórnin ekki í veginum Búist er við, að í næstu viku muni fjölskipuð nefnd spænskra dómara skera úr um hvort dómarinn Baltasar Garzon hafi lagalega heim- ild til að draga Pinochet fyrir rétt en sumir efast um það og segja, að Spænsk dómara- nefnd sker úr um réttmæti framsalskröfu í næstu viku lögsaga hans nái ekki til glæpa, sem framdir séu utanlands. Garzon vitn- ar aftur á móti til spænskra laga, sem heimila lögsókn vegna „glæpa gegn mannkyni" hvar sem þeir eru framdir. Þótt spænska ríkisstjórnin sé andvíg handtöku Pinochets ætlar hún að styðja kröfu um framsal verði niðurstaðan sú en það mun skýrast í næstu viku eins og fyrr segir. Handtaka Pinochets hefur ekki aðeins valdið pólitískri spennu í Chile og á Spáni, heldur einnig í Bretlandi. 31 þingmaður Verka- mannaflokksins og frjálslyndra demókrata hefur lagt fram ályktun þar sem handtöku Pinoehets er fagnað en 11 þingmenn íhaldsflokks- ins og Sambandssinna á Norður-ír- landi hafa lagt fram breytingartil- Sækja Tale- banar Bin Laden til saka? Washington. Reuters. TALEBANAR, sem ráða ríkjum í meginhluta Afganistans, eru, að sögn sendifulltrúa þeirra í Banda- ríkjunum, reiðubúnir til að leiða Osama Bin Laden, sem grunaður er um hryðjuverk, fyrir rétt í Afganistan geti fulltrúar Banda- ríkjastjómar lagt fram haldgóðar sannanir fyrir aðild hans að hryðju- verkum. Bandaríkin hafa krafist þess af stjórnvöldum í Afganistan að þau framselji Bin Laden þannig að hægt verði að sækja hann til saka fyrir aðild að sprengjutilræðunum í Kenýa og Tanzaníu í sumar. Sagði Abdul Hakeem Mujahid hins vegar í samtali við The Washington Post að margir í Afganistan álitu Bin La- den hetju fyrir frækilega fram- göngu hans í stríðinu við Sovétríkin á níunda áratugnum og að aukin- heldur væru ekki í gildi samningar milli Talebana og stjórnvalda ann- arra landa um framsal. Sagði Mujahid að fæstir Afgana lögu við ályktunina þar sem breska ríkisstjómin er hvött til að verða við óskum stjómvalda í Chile og leyfa Pinochet að snúa heim. Alyktanir af þessu tagi eru raunar aldrei ræddar á þingi og em í eðli sínu aðeins yfir- lýsing um hug þingmanna. Fellur stjórnin? Hægriflokkarnir tveir í Chile hafa lagt ágreiningsmál sín á hill- una og sameinast í stuðningi við ki’öfu hers og stjórnar um að Pin- ochet verði látinn laus en leiðtogar vinstriflokkanna hafa hvatt stjórn- ina til að hafa engin afskipti af mál- inu. Er mikil undiralda í chilískum stjórnmálum vegna þessa máls ug hugsanlegt, að það verði ríkisstjórn- inni, samstjórn mið- og vinstri- flokka, að falli. f : / 1 ff .— '■ J _________________ " Reuters STUÐNINGSMENN Pinochets mótmæltu handtöku hans úti fyrir sendiráði Spánar í Santiago í Chile í fyrradag. Meðal þeirra var þessi unga kona, sem sýndi hug sinn til herhöfðingjans með því að kyssa mynd af honum. tryðu því að Bin Laden hefði staðið að baki hryðjuverkunum í Kenýa og Tanzaníu en að Talebanar væru samt sem áður alls ekki ánægðir með veru Bins Ladens í Afganistan og að hann væri í öruggri gæslu þeirra. Gætu Bandaríkjamenn sannað aðild hans að umræddum hryðjuverkum myndu Talebanar að sjálfsögðu leiða Bin Laden um- svifalaust fyrir dómstóla í Afganistan. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar gerðu í gær lítið úr sáttatóninum sem lesa má úr orðum Mujahids og sögðust vilja að Talebanar létu verkin tala. „Talebanar finna fyrir þeim alþjóðlega þrýstingi sem fylgir því að halda hlífiskildi yfir hryðju- verkamanni. I viðleitni til að friða Vesturveldin vilja þeir láta líta svo út sem þeir séu sveigjanlegir. En yfirstjórn Talebana er í reynd mikill bandamaður Bins Ladens,“ sagði ónefndur heimildarmaður The Was- hington Post. *$G£‘ 1 \ . :. Reyknesingar Við opnum kosningaskrifstofu fyrir Kristján Pálsson alþingismann á morgun, föstudag, " kl. 17 í Hamraborg 5, Kópavogi. m* ■ Súkkulaði og kleinur Allir velkomnir > / 1 • | j ^ ' JT tf |j í jí I m gjt'v í|| PŒmMBbM j|.*j 1 1 [ | 1; iy.. ( VJ JM 1 I * | [ J Skrifstofurnar í Hamraborg 5, Kópavogi, og Hafnargötu 37a, Reykjanesbæ, verða opnar dag- lega frá kl. 17-21 virka daga og kl. 11-13 um helgar. 1 ' jjj’OiJsj urJ jjíjJí | . í. ' ■ f. .1. , Kosningasímar: 4217202 og 5643492 Heimasíða: www.kristjan.is [ ■ ; Stuðningsmenn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.