Morgunblaðið - 22.10.1998, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 22.10.1998, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fj ár lagafrum- varp samþykkt Washington. Reuters. OLDUNGADEILD Bandaríkja- þings samþykkti í gær fjárlagafrum- vörp, sem ná til þriðjungs útgjalda ríkisins og nema 500 milljörðum dala, andvirði 34.000 milljarða króna. Öldungadeildin samþykkti átta af 13 fjárlagafrumvörpum fyrir fjár- hagsárið, sem hófst 1. október, með 65 atkvæðum gegn 29. Áður hafði fulltrúadeildin samþykkt frumvörpin með miklum meirihluta atkvæða, 333 gegn 95. Þingið sendi Bill Clinton Bandaríkjaforseta frumvörpin til staðfestingar og ekkert er því nú til fyrirstöðu að þinginu verði slitið vegna kosninganna 3. nóvember þegar barist verður um þriðjung sætanna í öldungadeildinni og öll sæti fulltrúadeildarinnar. Bandaríska alríkið hefur verið rekið með tímabundnum lögum frá 1. október meðan embættismenn Clintons og leiðtogar repúblikana sömdu um fjárlögin. Báðir aðilar lýstu yfír sigri í samningaviðræðun- um; demókratar fögnuðu því að út- gjöld til mennta- og umhverfísmála voru aukin en repúblikanar glödd- ust yfír auknum framlögum til varn- armála og baráttunnar gegn glæp- um. Þingmenn kvörtuðu yfír því að þeir hefðu ekki fengið nægan tíma til að lesa frumvörpin en sögðust hafa ákveðið að samþykkja þau til að ekki þyrfti að loka bandarískum stofnun- um og fresta þingslitum, sem áttu að vera 9. þessa mánaðar. Vill mála bæinn bláan Óslö. Reuters. NORSKI listamaðurinn Bjprn El- venes hefur lagt til að heimabær hans, Sortland í Norður-Noregi, verði málaður blár áður en nýtt ár- þúsund gengur í garð. Tillaga listamannsins hefur fengið góðan hljómgrunn hjá bæjarbúum og embættismönnum, sem fjalla um hugmyndir að framkvæmdum í til- efni af aldamótunum. Elvenes vill mála hús og götur í bænum í mis- munandi bláum tónum og segir litinn hæfa bæ í Norður-Noregi. „Liturinn er kaldur og hvetur til umhugsunar, örvar menn til mildra, áhyggjulausra og stóískra lífsviðhorfa,“ segir hann. 10PA-PARLAMENTET PARLAMENT0 EUR0PE0 PARLAMENT0 EUR( OPÁiSCHES PARLAMENT PARLEMENT EUR0PEF.N EUR0PEES PARLEM QIIATR0 KOiNÖBOYAIO EUR00PAN PARLAMENTTl PARIEMENTO EURC ;0PEAN PARLiAMENT EUROPAP.ARLAMEN Reuters JOSÉ Maria Gil Robles, forseti Evrópuþingsins (í miðju) stýrir umræð- um á blaðamannafundi í Strassborg í gær, með Viktor Klima, kanzlara Austurríkis, sem er í forsæti ráðherraráðs ESB, sér á hægri hönd og Jaeques Santer, forseta framkvæmdastjórnar ESB á þá vinstri. Leiðtogafundur ESB framundan EMU ekki loka- takmark ESB Strassborg. Reuters. VIKTOR Klima, kanzlari Austur- ríkis, sem verður gestgjafi auka- fundar leiðtoga ESB um helgina, sagði í ávarpi til Evrópuþingsins í gær að hann vildi að út úr þessum leiðtoga- fundi kæmu skýr skilaboð til borg- ara ESB um að hin sameiginlega Evrópumynt, sem verður að veruleika með stofnun Efnahags- og myntbanda- lags Evrópu (EMU) um næstu ára- mót, væri ekki takmark í sjálfu sér. „í Poertschach (þar sem fund- urinn fer fram] mun það skýrt koma fram að sameiginlegur markaður og mynt er ekki Ioka- takmark Evrópusambandsins," sagði Kiima í árlegri stefnuræðu sem rfkissljórnarleiðtogi forystu- lands ráðherraráðsins á hverjum tíma flytur Evrópuþinginu. „Við verðum að ræða leiðir og tímaáætlun að því hvemig við styrkjum efnahagslegan stöðug- leika og atvinnu, styrkjum innra öryggi og almennt hlutverk ESB í heiminum," sagði hann. Klima tjáði þinginu að hann myndi hvetja Ieiðtoga ESB-ríkj- anna til að taka höndum saman um að skapa raunverulega sam- eiginlega utanrfkis- og öryggis- málastefnu til að hjálpa til við að viðhalda heimsfriðinum og til að nýta þann stöðugleika sem mynt- bandalagið mun hafa í för með sér til góðs fyrir alla heimsbyggð- ina. „Eg er sannfærður um að ESB mun þegar fram líða stundir þurfa á sterkari sameiginlegri ut- anríkis- og ör- yggismála- stefnu," sagði Klima. „Hún verður mikilvægt tæki til að stuðla að friði. Evrópa verður að verða sýnilegri út á við og tala með einni röddu.“ ESB verði lykilveldi á alþjóðavettvangi Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastjómar ESB, ávarpaði þingið einnig í gær. Hann tók undir orð Klimas. „Hér höfum við Evrópusamband (...) sem er stærsta viðskiptaveldi heimsins, stærsti gjafi þróunaraðstoðar heimsins. Samband með sameigin- legan markað (...) samband sem ríki standa að sem búa yfir óvið- jafnanlegri diplómatískri reynslu. En á hinn bóginn höfum við hér hnipið samband, sem á í erfiðleik- um með að tala einni röddu,“ sagði Santer. „Ég bið aðeins um eitt,“ sagði hann. „Að leiðtogar aðildarríkj- anna geri sér gp-ein fyrir þeim mikla mætti sem Evrópusamband- ið býr yfir og að þeir komi sér saman um að ákveða að verða lykilveldi á alþjóðavettvangi." EVRÓPA^ Alheimsálfan og heimur veirunnar MYINÍPLIST Listasafn ASÍ MÁLVERK INGA ÞÓREY JÓHANNSDÓTTIR Opið 14 til 18. Sýningin stendur til 26. október. INGA Þórey veltir fyrir sér ólíkum sjónarhornum á veröldina á sýningunni sem nú stendur í Lista- safni ASI. Þar fer mest fyrir mál- verkum sem birta eins konar hug- læga mynd af heimi veirunnar og annarra sjúkdómsvalda. Þar fara ógnvekjandi sjúkdómar: Afrísk svefnsýki, hundaæði og malaría. En í stórri innsetningu fyrir gafli sýningarsalarins víkkar Inga Þórey út sjónarhornið og sýnir heil lönd sem reyndar umbreytast í meðförum hennar í heimsálfur og jafnvel heilar reikistjörnur. Þar eru komin þau fjögur lönd þar sem Inga Þórey segist hafa dvalið fram að þessu: Island, Bretland, Hol- land og Austurríki. Smæð og stærð skipta gríðar- legu máli í skilningi okkar á ver- öldinni og ekki síst í því hvernig við upplifum listaverk og hvernig listaverk geta gert veröld okkar skil. Grikkir töldu reyndar til forna að stærð væri nauðsynlegur hluti af fagurfræði listanna. Þannig væri viðeigandi stærð jafn- mikilvægur þáttur í góðu listaverki og til að mynda góð hlutföll og feg- urðin sjálf. Stærð í þessum skiln- ingi miðast að sjálfsögðu við mann- legt sjónarhorn eða það sem við getum með góðu móti séð og áttað okkur á í samhengi við stærð okk- ar sjálfra. Þegar við reynum að átta okkur á öðrum hlutum þurfum við að beita táknrænum aðferðum, til dæmis að mæla vegalengdir milli landshluta í dagsferðum eða ummál frumu sem negatíft marg- feldi af þekktari stærðum á borð við metrann. I hvert skipti sem þessi stærð- arhlutföll eru rugluð gerist eitt- hvað undarlegt í veröld okkar. Þannig var það að píramítarnir og kólossósar voru taldir undur í fornöld því þeir voru svo stórir að það ögraði mannlegum skilningi. Á okkar tímum hafa slík undur birst okkur úr hinum smásæja heimi sem tæknin hefur gert okkur kleift að skoða. Okkur eru sýndar stækkaðar myndir af rykmaurum sem líta út eins og risastór og ógn- vekjandi skrímsli og sagt að þeir þeki milljónum saman hvern þuml- ung í heimkynnum okkar. Táknrænar aðferðir við að átta sig á þeim hlutum sem eru utan við venjulegan skilning okkar stærð- arinnar vegna hafa gegnt og gegna enn gríðarmikilvægu hlutverki. Þannig átti kortagerðin til að mynda mikinn þátt í að vekja áhuga manna á landkönnun og landafundum og það var í gegnum þessa táknrænu framsetningu að almenningur lét heillast af afrek- um þeirra sem héldu út í óvissuna í leit að nýjum formum og línum sem bæta mætti inn á kortin. Kort Ingu Þóreyjar lýsa reyndar hug- lægara mati á veruleikanum. Á fjóra hnetti sem svífa í sýningar- salnum hefur hún dregið myndir landanna fjögurra sem hún hefur dvalið í. Eitt land er á hverjum hnetti og vefur sig um allt yfír- borðið eins og gríðarstór heims- álfa, eins og frumheimsálfan sjálf áður en landrekið braut hana í sundur og aðskildi brotin með höf- um. Þannig mætast á einum hnett- inum Vestfírðir og Langanes, ekki ósvipað því sem Asía og Ameríka mætast við Beringsund á hefð- bundnari hnattlíkönum. „Það sem við þekkjum er veröld okkar öll; hvert land sem kynnumst er heill heimur,“ virðist Inga Þórey vilja segja okkur, en útfærsla hennar sýnir kannski fyrst og fremst hve frjór táknleikur af þessu tagi getur verið og hve auðug við erum af táknkerfum sem vinna má úr á þennan hátt. Sýning Ingu Þóreyjar er eins og hér sést afar skemmtileg um margt og til þess fallin að vekja áhorfendur til umhugsunar. Mál- verk hennar hér standa reyndar ekki endilega undir miklu ein og sér, enda er þeim greinilega frem- ur ætlað að vera hluti af heildar- framsetningunni, liður í stórri skýringarmynd við þær vangavelt- ur sem sýningin byggist á. Þær vangaveltur eru hins vegar afar at- hyglisverðar og einna helst mætti gera við það athugasemd að sýn- ingunni fylgi ekki betur unnin gögn til að hjálpa áhorfendum að nálgast þær, en í salnum býðst að- eins fjölritað blað með nokkrum stökum setningum. LEIRLIST ÓLÖF ERLA BJARNADÓTTIR Gryfjan í Listasafni ASÍ getur verið afskaplega skemmtilegt sýn- ingarrými þótt ekki sé þar mikið gólfpláss og þetta sannast á sýningu Olafar Erlu nú. Þótt hér sé um leir- listaverk að ræða nær hún að nýta vel háa veggi salarins og búa til sýn- ingu sem vel hefði getað sómt sér í töluvert stærri salarkynnum. Allt yfirbragð sýningarinnar er til fyrir- myndar, ekki bara nýting salarins, heldur fyrst og fremst sú næma til- fínning fyrir rými og hlutfóllum sem ræður samsetningu verkanna. Fonnrænt myndar sýningin eina heild og í verkunum kallast sömu formin á innan úr hlutunum og yfir í heildina. Það er tígulformið sem er viðfangsefni Ólafar Erlu, bæði í stórum veggmyndum samsettum úr leirstykkjum og í vösum sem hún sýnir og kallar Tígulker. Tígullinn er teygður femingur en hann hefur ýmsa merkilega flatarmálsfræði- lega og formfræðilega eiginleika sjálfur. Ólöf Erla raðar þessum tígulformum saman til að mynda flóknar heildir og umbreytir þeim í þrívíddarform á vandlega yfirveg- aðan hátt. Veggmyndirnar eru sjálf- ar tígullaga en þeim er raðað saman úr smærri tíglum sem rísa upp af veggnum eins og teygðir píramítar. Þannig er gefið til kynna að eitt form búi í öðru, að hver formræn útfærsla sé afleiðing af annarri og áhorfandinn fær þannig innsýn í þær rannsóknir sem liggja til grundvallar vinnu listamannsins. Enn merkilegri era þó Tígulkerin, eins og Ólöf Erla kallar þau. Þar hefur tíglasamsetningin verið unnin innan úr munstri á yfirborði hlutar- ins yfir í flóknari þrívíð form, fætur og oddmjóa toppa, en hvert atriði er þó enn sprottið af grunnforminu, tíglunum, og formréttri samsetn- ingu þeirra. Leirmunirnir á sýningunni eru viðarbrenndir, en þessi forna aðferð er nú aftur að verða vinsælli meðal leirlistamanna. Með henni má veita meira lífí í munina en næst þegar brennt er í ofni og áferðin verður í senn fjölbreyttari og áhugaverðari eins og sjá má á þessari skemmti- legu sýningu Ólafar Erlu Bjarna- dóttur. Jón Proppé Þingeyrarskóli ÁRIÐ 1997 var ein öld hðin síðan reglulegt skóla- hald hófst á Þingeyri við Dýra- fjörð. Hefur skólinn starfað óslitið síðan að einu ári undanskildu. Ekki er þetta stór skóli. Fyrsta árið voru nemendur 31, fækkaði síðan allmjög á tímabili, en eru nú 82 og hefur fækkað nokkuð á undanförn- um árum í samræmi við fækkun íbúa. I tilefni þessa aldarafmælis var ákveðið að efna til þessa rits. Tók Hallgrímur Sveinsson, fyrrum skólastjóri Þingeyrarskóla, að sér að draga saman heimildir og rita söguna. Verkefnið fékk hann um síðustu áramót og formáli er ritað- ur 15. maí þ.á. Ekki hefur því gefíst langur tími til verka og því ekki við að búast að um stórt rit sé að ræða, enda ekki til þess ætlast. Er og skemmst frá að segja, að ekki getur þetta talist samfelld saga, miklu fremur brot úr skólalífi, einstakar frásagnir og tals- verðar tölulegar upplýsing- ar. Býst ég varla við að rétt- mætt sé að saka höfund um það. Honum hefur verið naumt stakkur skorinn bæði um tíma og rúm. En mestu hygg ég þó að hafí valdið, að heimildir hafa verið ónógar og slitróttar. Ég þykist einmitt hafa tekið eftir því hversu þeir sem skólasögu rita eiga oft erfítt um vik vegna heimildaleysis. Er það raun- ar undarlegt, því að ætla mætti að óreyndu að skólamönnum væri öðrum sýnna um að halda til haga fróðleik um stofnanir sínar. Engin ástæða er til annars en ætla að Þingeyrarskóli hafi lengst- um verið hin mætasta stofnun, BÆKUR Skólasaga BARNASKÓLI Á ÞINGEYRI í 100 ÁR. Hallgrímur Sveinsson tók saman. Vestfirska forlagið. Hrafnseyri 1998, 108 bls. Hallgrímur Sveinsson enda bendir ýmislegt í frásögninni til að svo hafí verið. Lengi var skól- inn einungis tvær deildir og kenn- arar tveir að skólastjóra meðtöld- um. Festa hefur verið í skólastarf- inu. Einn skólastjórinn stýrði t.a.m. skólanum í yfir 40 ár og hinn kennarinn einn starfaði í 15 ár. Þá var annar skólastjóri í 22 ár og sá sem bókina ritar í 14 ár. Eins og áður getur er þetta lítið rit. Aðaltexti er einungis 75 bls. og er hann mikið brotinn niður af myndum. Síðustu tuttugu blaðsíð- ur bókarinnar eru eingöngu mynd- ir úr skólalífínu frá síðustu tíu ár- um. Vissulega era myndirnar bæði til prýði og gagns og mikil bókar- bót. Ég sakna þess að ekki skuli vera nafnaskrá í bókarlok. Slíkt ætti að vera fóst venja í heimildaritum. Þá er heimildaskrá allmjög ábótavant. Ég hefði t.a.m. gjarnan viljað vita hvaða rit það er, sem skráð er „Mannlíf og saga, 2. hefti“. Að öðra leyti er einkar smekk- lega gengið frá þessu riti. Það er prentað á vandaðan pappír, svo að myndir fara vel og fallega er það bundið í hörð spjöld. Sigurjón Björnsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.