Morgunblaðið - 22.10.1998, Síða 34

Morgunblaðið - 22.10.1998, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 MORGUN BLAÐIÐ LISTIR Martin Isepp heldur „meistara- námskeið“ PÍANÓLEIKARINN og stjómand- inn Martin Isepp, heldur „Meistara- námskeið“ (master class) á vegum Söngskólans í Reykjavík, fyi-ir söngvara og píanó- leikara dagana 24.-29. október kl. 11-18 daglega. Námskeiðið fer fram í Tónleikasal Söngskólans SMARA, Veghúsa- stíg 7. Virkir þátttakendur era nemendur á efri stigum og í framhaldsdeild skólans ásamt píanóleikurum en námskeiðið er einnig opið til áheym- arþátttöku og fer skráning fram á skrifstofu Söngskólans. Tónleikar í Egilsstaðakirkju TÓNLEIKAR verða í Egilsstaða- kirkju á morgun, föstudag, kl. 20. Efnisskrá er flutt af kennurum og nemendum skólans, blönduð söng og hljóðfæraleik. Tónlistarskólinn á Egilsstöðum stendur fyrir þessum tónleikum sem verða einu sinni í mánuði í vetur. Gunnar Ingi- bergur sýnir í Lóuhreiðri í LÓUHREIÐRI stendur yfir sýn- ing Gunnars Ingibergs Guðjónsson- ar á vatnslitamyndum. í fréttatilkynningu segh’ að Gunn- ar sé aðallega þekktur fyrir olíumál- verk sin. Hann hefur haldið fjöl- margar sýningar hér á landi. Sýningin, sem er sölusýning, stendm' til 15. nóvember. Nýjar bækur • TÖÐUGJÖLD er ljóðabók eftii■ Sverri Pálsson, fyrrverandi skóla- stjóra á Akureyri. Ljóðin eru flest frumsamin, þó eru fáein þýdd úr er- lendum málum. Þetta er önnur ljóðabók höfundar. Hin fyrri, Slægjur, kom út árið 1994 og er uppseld, seg- ir í fréttatilkynn- ingu. Eftir Sverri liggja að auki nokkrar lausmáls- bækm’, einkum um söguleg efni, svo og þýðingar. Höfundur gefur bókina út sjálfur og er hún til sölu hjá honum. Bókin er 120 bls. í Royal-broti og vönduðu bandi. Verð: 1.900 kr. Sverrir Pálsson Martin Isepp jáaaÍÉÉy Y jrj ■ wf': ISjaw / raHm 1 * / ÆBhs J i Éfi FINNSKI kammerkórinn Dominante frumflytur nýtt kórverk eftir Misti Þorkelsdóttur á tónleikum í kvöld. Frumflytja íslenskt kórverk í kvöld HÉR á landi er nú staddur fínn- nski Kammerkórinn Dominan- te. Kórinn hefur þegar komið fram þrisvar undanfarna daga, við guðsþjónustu í Langholts- kirkju, á tónleikum í Skálholti og á þriðjudaginn tróðu kórfé- lagar óvænt upp í SundJauginni í Laugardal. Lokatónleikar kórsins verða í Langholtskirkju í kvöld og verður þar m.a. frumflutt nýtt íslenskt kórverk, Iuibilate, eftir Misti Þorkels- dóttur sem hún samdi sérstak- lega fyrir kórinn í tilefni Is- landsfararinnar. A efnisskránni í kvöld eru einnig tvær móttett- ur eftir J.S. Bach og kórverk eftir Jean Sibelius, Toivo Kuula (d.1918) og samtímatónskáldið Einojuhani Rautavaarra. Stjórnandi kórsins, Seppo Murto, segir um verk Mistar að það sé samið við biblíutexta á latinu, og kórinn hafi iagt á það áherslu að fá samið fyrir sig verk eftir íslenskt tónskáld til að frumflytja hér á landi. „Þetta er afskaplega hljómfag- urt verk, hefðbundið með trúar- legum blæ, og þrátt fyrir naum- an tíma til æfinga þá hefur það gripið okkur sterkum tökum,“ segir Seppo Murto. Um tilurð samstarfs við tónskáldið segist hann að þeim hafi verið bent á Misti og þegar verkið barst þeim í hendur hafi þau svo sannarlega ekki orðið fyrir von- brigðum. „Það er sérstök ánægja að flytja nýtt verk eftir svo ungt tónskáld og geta með þeim hætti lagt íslenskri tónlist lið.“ Dominante kórinn er bland- aður kammerkór, skipaður rúmlega 60 nemendum við Tækniskólann í Helsinki og er vel þekktur í Finnlandi og víð- ar. Kórinn hefur m.a. starfað með Finnsku óperunni, Finnsku útvarpshljómsveitinni, Fflharm- óníusveit Helsinki og Lahti sin- fónmnni. Stjórnandinn Seppo Murto er organisti við Dóm- kirkjuna í Helsinki og kennir orgelleik við Sibeliusarakadem- íuna. Snjólaug Guðmundsdóttir Listvefnað- arsýning í Borgarnesi Borgarnesi. Morgunblaðið. SNJÓLAUG Guðmundsdóttir opnar sýningu á vefnaði og flóka í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgar- nesi á morgun, laugardag. Snjólaug er fædd árið 1945, hún lauk vefnaðarkennaraprófi frá Myndlista- og handíðaskóla Is- lands árið 1965 og kenndi síðan vefnað við Hússtjórnarskólann að Varmalandi í 9 ár. Síðastliðin 12 ár hefur Snjólaug unnið við vefnað og handverk. Hún hefur komið sér upp vinnustofu að Brúarlandi á Morgunblaðið/Theodór VERKIÐ „Sólarlag við hafið“ eftir Snjólaugu Guðmunds- dóttur. Mýrum þar sem hún býr. Snjólaug hefur haldið sýningu á skartgrip- um úr skeljum og munum úr flóka og tekið þátt í nokkrum hand- verkssýningum. Þetta er fyrsta vefnaðarsýning Snjólaugar og verður sýningin op- in alla virka daga frá kl. 13-18 til laugardagsins 28. nóvember nk. Við opnun sýningarinnar syngur Dagný Sigurðardóttir við undir- leik Steinunnar Amadóttur. Skínandi norðurljós TONLIST I rt n ó KAMMERTÓNLEIKAR Musica antiqua flutti tónlist eftir Dario Castello, Salomone Rossi, Matt- hew Locke, Georg Friedrich Hándel, Johan Ilelmich Roman og Georg Philipp Telemann. Þriðjudagskvöld kl. 20.30. HLJÓÐLÁT sindi'a norðurljósin, og hljótt er um hina árlegu Norður- ljósahátíð sem nú er haldin í fjórða sinn. Það var svalt og dimmt í sal Iðnó á Norðurljósatónleikum Musiea antiqua á þriðjudagskvöldið, og í dimmbláu sviðsbakinu geisluðu þrjár hvítar ijósrákir rétt eins og til að undirstrika tilefnið. Á efnisskrá voru verk eftir þekkt og óþekkt tónskáld frá sextándu, sautjándu og átjándu öld, og sérstakur gestur hópsins var Ann Wallström frá Svíþjóð, sem oft hefur komið hingað til lands til að spila á sumartónleikum í Skálholti. Aðrir félagar Musica antiqua sem léku á þessum tónleikum voru blokk- flautuleikarinn Camilla Söderberg, Snorri Snorrason lútuleikari, Guð- rún Óskarsdóttir semballeikari og Sigurður Halldórsson sellóleikai'i. Nafn Darios Castellos er ekki tamt í munni á tuttugustu öld. Þetta ítalska tónskáld starfaði í Markúsar- kirkjunni í Feneyjum einhvern tíma um 1600 og samdi „nútímaverk" í stile moderno. Sónata hans sem hér var leikin var snoturt samtal sópran- flautu og fíðlu. Flautan leiddi, fiðlan var endurómur af henni, og fylgi- röddin, semball og teorbolúta, fylgdi þétt eftii'. Þetta var þokkafull músík og ákaflega fallega spiluð. Sónata Rossis er frá svipuðum tíma og verk Castellos. Hér var það fiðlan sem leiddi leikinn en ten- órflautan íylgdi. Þau Snorri og Guð- rún vora fallega samstillt í fylgiradd- arhlutverkinu og þær Ann Wall- ström og Camilla léku létt og leik- andi og algerlega afslappað og áreynslulaust. Seinni þáttur verksins var líflegur dans og feiknavel spilað- ur. Svíta eftir Locke, frá miðri sautj- ándu öld, hljómaði næst. Verkið ber tileinkunina „For Several Friends" - til nokkurra vina - og bendir það til þess að það hafi verið samið til heimabrúks. Frábær leikur Camillu Söderberg á altflautuna lyfti verkinu sannarlega upp úr allri meðal- mennsku heimilisiðnaðarins. Camilla býr yfir ótrúlega blæbrigðaríku lit- rófi í tón og styrk, og kann fullkom- lega að nýta það til að laða fram músíkina í tónlistinni. I svítu Lockes örlar líka á breytingum á hinu hefð- bundna hlutverki fylgiraddarinnar - sérstaklega í Allemande-þættinum, þar sem semballinn gerist óvænt þátttakandi í melódískri framvindu verksins í keðju við flautuna. Eftir hlé var komið fram á átjándu öldina í músíkvali - og stóru nöfnin leystu þau minni af hólmi. Sónata í c- moll eftir Georg Friedrich Hándel, fyiár blokkflautu, fiðlu og fylgirödd, er firna skemmtilegt verk, og hefst á kunnuglegu stefi sem Hándel notaði í fleiri verkum sínum. Varla getur nokkur láð honum það - stefið er fal- legt. Leikur Musica antiqua var mjög góður í sónötu Hándels - jafn og fallegur og jafn stresslaus og þýð- ur og fyrr. Sigurður Halldórsson átti virkilega góðan leik í allegroþættin- um, þar sem fylgiröddin fær vera- lega að láta til sín taka. Ann Wallström lék Assaggio a violino solo, einleiksverk eftir landa sinn Johan Helmich Roman, sem í dag er metinn sem eitt mesta tón- skáld Svía fyrr og síðar. Músíkalskur leikur hennar var hrífandi; laus og léttur bogi og fallegur tónn sköpuðu fínan flutning; lokaþátturinn, suttur dans í þjóðlagastíl, var sérstaklega eftirminnilegur. Lokaverkið á efnisskránni var Sónata eftir Telemann; elegant tón- smíð sem var flutt með sama glans og annað á þessum tónleikum. Skilin milli hlutverka hljóðfæranna eru hér að leysast upp, og fylgiröddin orðin mun virkari þátttakandi í framvindu tónlistarinnar. Andstæður milli íhug- ulla þátta númer eitt og þrjú og hraðra þátta númer tvö og fjögur voru ítrekaðar með einstaklega lýrískum og syngjandi leik i eitt og þrjú gegn mjög bröttum og hröðum leik í hinum þáttunum. Leikur Musica antiqua var frábær, en á eng- an er hallað þótt Camilla Söderberg verði nefnd aftur sem sannkölluð stjarna á Norðurljósafestingunni. Bergþóra Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.