Morgunblaðið - 22.10.1998, Síða 39
38 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 39
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
F JARFESTIN GAR
LÍFEYRISSJÓÐA
ÞAÐ ER einstaklega ánægjulegt, hve íslenzka lífeyr-
issjóðakerfið hefur eflzt undanfarin ár. Eignir þess
námu alls 353 milljörðum króna í lok ársins 1997 (307
milljörðum í árslok 1996) og höfðu vaxið á árinu um
12,8% að raungildi miðað við hækkun neyzluverðsvísi-
tölu. Raunávöxtun þessara eigna lífeyrissjóðanna var
8,1% á árinu en 7,9% að frádregnum rekstrarkostnaði.
Afkoman hefur því verið ágæt á síðasta ári, sem gefur
eigendum þeirra von um bættan lífeyri í framtíðinni.
Alls voru starfandi 57 lífeyrissjóðir á síðasta ári, þar
af ellefu séreignasjóðir. Þeim hefur fækkað um 22 frá
ársbyrjun 1992 vegna sameiningar í hagræðingarskyni.
Raunávöxtun lífeyrissjóðanna hefur verið góð síðustu
árin og numið nálægt 7%, sem er tvöfalt meira en oftast
er miðað við í útreikningum á skuldbindingum þeirra.
Þetta hefur þýtt, að margir lífeyrissjóðir hafa getað
hækkað greiðslur til sjóðfélaga og horfur eru á, að svo
geti orðið áfram næstu árin haldist raunávöxtun á eign-
um há. Það er reyndar bráðnauðsynlegt, því lífeyrir er
yfirleitt mjög lágur og dugar oft ekki til framfærslu.
Fjárfestingarstefna lífeyrissjóða getur ráðið úrslitum
um afkomu sjóðfélaganna. Mikla varúð þarf því að sýna
í áhættusömum fjárfestingum og alls ekki má tefla af-
komu lífeyrisþeganna í tvísýnu. Það takmarkar hins
vegar möguleika á hæstu ávöxtun, sem fylgir áhættu-
mestu fjárfestingunum. Síðustu árin hefur sú breyting
orðið í fjárfestingarstefnu lífeyrissjóðanna, að þeir hafa
í vaxandi mæli keypt verðbréf og hlutabréf í innlendum
fyrirtækjum. Það hefur gefizt vel til þessa almennt séð.
Með auknu frelsi í gjaldeyrisviðskiptum hafa margir líf-
eyrissjóðir einnig fest fé í erlendum verðbréfum og
hlutabréfum. Um síðustu áramót nam erlend verðbréfa-
eign lífeyrissjóðanna 25,6 milljörðum króna og hafði
þrefaldast á árinu. Sjálfsagt er fyrir lífeyrissjóðina að
kaupa erlend verðbréf til að dreifa áhættu sinni og leita
góðrar ávöxtunar. Ætíð verður þó að hafa í huga, að
sveiflur eru miklar á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum
og hræringarnar þar að undanförnu í kjölfar efnahags-
þrenginga í Asíu, Rússlandi og víðar eru sönnun þessa.
Verðsveifiur á alþjóðlegum mörkuðum geta því haft í
för með sér mikið tap ekki síður en mikinn ávinning.
Því má ekki gleyma.
VÍSIR AÐ SAMKEPPNI
f ORKUMÁLUM
NOKKUR teikn eru nú á lofti um að samkeppni geti
farið vaxandi í framleiðslu raforku og nýtingu jarð-
hita hér á landi. Hitaveita Suðurnesja hefur áhuga á að
ráðast í raforkuframleiðslu. Nágrannasveitarfélög
Reykjavíkur hafa lýst yfir áhuga á samstarfi við Suður-
nesjamenn um bæði hitaveitu og nýtingu jarðvarma til
raforkuframleiðslu. Þannig geta bæði Landsvirkjun,
sem framleiðir nú 93% allrar raforku á landinu, og
Hitaveita Reykjavíkur, sem séð hefur nágrannabyggð-
unum fyrir heitu vatni, misst spón úr aski sínum ef
þessi áform ganga eftir.
Þá hefur Hitaveita Reykjavíkur nú hafið fram-
kvæmdir við raforkuver á Nesjavöllum. Einnig má
nefna áhuga Norðlendinga á að reisa 150 megawatta
virkjun við Þeistareyki. í samtali við Morgunblaðið fyrr
í mánuðinum sagði bæjarstjórinn á Akureyri að bæði
Hitaveita Suðurnesja og Hitaveita Reykjavíkur hefðu
nú áform um raforkuframleiðslu og ástæðulaust væri að
Akureyringar sætu eftir.
Þessi dæmi sýna að miklar breytingar eru framundan
í orkumálum. Enn er hins vegar eftir að móta stefnu af
hálfu stjórnvalda um það með hvaða hætti þær breyt-
ingar skuli eiga sér stað. Meðal annars þarf að taka af-
stöðu til þess hvernig deila eigi út aðgangi að orkulind-
um og hvort greiða beri fyrir nýtingarrétt. Mestu skipt-
ir þó að kostir frjálsrar samkeppni nýtist til þess að
bæta þjónustu og lækka orkuverð hjá a.m.k. stórum
hluta landsmanna.
HÁSKÓLINN Á AKUREYRI
Morgunblaðið/Magnús Reynir
HÁSKÓLINN á Akureyri mun hafa yfir að ráða um 8.000 fermetra húsnæði á háskólasvæðinu við Sólborg þegar framkvæmdum við allar nýbygging-
ar verður lokið og er miðað við að nemendur verði um 750 talsins.
Framkvæmdir að hefjast
við fyrstu nýbyggingarnar
Skref verður stigið 1
starfí Háskólans á Akur-
eyri er framkvæmdir
hefjast við fyrstu ný-
byggingar skólans. Þor-
steinn Gunnarsson há-
skólarektor segir að
þetta séu merk tímamót
í sögu Háskólans á
Akureyri því þetta eru
fyrstu byggingarnar sem
hannaðar eru sérstak-
---------------------7-
lega fyrir háskólann. I
samantekt Margrétar
Þóru Þórsdóttur kemur
fram að í nýja húsinu
á að vera kennsluhús-
næði á alls um tvö
þúsund fermetrum.
HÁSKÓLATORG, rannsóknarhús til vinstri, aðalinngangur og hátíðarsalur fyrir miðju.
BJÖRN Bjarnason mennta-
málaráðherra tekur fyrstu
skóflustunguna að nýbygg-
ingum Háskólans á Akur-
eyri á morgun, föstudag, og á eftir
kynna stjórnendur og hönnuðir líkan
og teikningar af nýju háskólabygg-
ingunum. Framkvæmdir við jarð-
vinnu hefjast svo í kjölfarið og á þeim
að ljúka 1. desember næstkomandi.
„Þetta eru merk tímamót í sögu
Háskólans á Akureyri því þetta eru
fyrstu byggingarnar sem hannaðar
eiu sérstaklega fyrir háskólann, en
með þessu hafa stjórnvöld sýnt að
Háskólann á Akureyri á
að byggja myndarlega
upp í nútímalegu húsnæði
sem hæfír metnaðarfullu
háskólastarfi,“ sagði Þor-
steinn Gunnarsson há-
skólarektor. Gat hann þess að undir-
búningur vegna byggingafram-
kvæmda við háskólann væri mjög
vandaður, en hann hófst með arki-
tektasamkeppni á árinu 1996 og frá
þeim tíma hefur forsögn og hönnun
staðið yfir.
Tillaga Glámu-Kíms arkitekta í
samvinnu við Ólaf Tr. Mathiesen
arkitekt var valin til úrfærslu að lok-
inni samkeppni og er hún grundvöll-
ur allra framkvæmda háskólans.
Fullbyggð miðar tillagan að því að öll
starfsemi háskólans verði að Sólborg
í íúmlega 8.000 fennetra húsnæði og
gert ráð fyrir 750 nemendum.
Kennsluhúsnæði á Sólborg
forgangsverkefni
Fyrsti áfangi hönnunar var endur-
bygging og innrétting húsnæðis
Bókasafns Háskólans á Akureyri að
Sólborg og fóru framkvæmdir fram
fyrri hluta síðasta árs. í byrjun
þessa árs heimilaði menntamálaráð-
herra hönnun á öðrum áfanga, en í
meginatriðum er þar um
að ræða kennsluhúsnæði
auk vinnuaðstöðu fyrir
kennara og skrifstofur.
Kennsluhúsnæðið er
þrjár álmur með átta al-
mennum kennslustofum, sérhæfðu
kennsluhúsnæði í hjúkrun og iðju-
þjálfun auk hópherbergja. Álmurnar
leggjast .allar að gangi sem tengir
saman allt húsnæði háskólans. Á
ganginum eru setustofur og opin
rými til viðveru og sýningarhalds.
Þorsteinn sagði að hönnun þessa
áfanga yrði lokið um næstu áramót
og hægt yrði að bjóða verkefnið út í
janúar á næsta ári. Kostnaður við
áfangann er áætlaður um 250 millj-
ónir króna, en í frumvarpi til fjár-
laga næsta árs eru 60 milljónir
króna ætlaðar til verksins. Leggur
Þorsteinn áherslu á að þessum
áfanga verði lokið á næstu 2-3 árum.
Ástæðan fyrir því að byrjað er á
kennsluálmum er sú að sögn rektors
að mikilvægt er að nemendur fá góða
aðstöðu til kennslu og náms og teng-
ist þannig bókasafni og þeirri mið-
lægu þjónustu sem er á Sólborg. Nú
fer kennsla fram á fjórum stöðum
víðs vegar um bæinn. „Það er for-
gangsverkefni að taka eins mikið af
kennsluhúsnæði hér á Sól-
borg í notkun og fjárhag-
ur leyfir," sagði Þorsteinn
en gera má ráð fyrir að sú
starfsemi sem nú fer fram
í Þingvallastræti flytjist
fyi-st þangað, þ.e. heilbrigðis- og
kennaradeildir.
Rannsóknarhús, skrifstofur
og fyrirlestrasalir
Næstu áföngum er skipt í þrennt,
byggingu rannsóknarhúss, skrifstof-
ur og þjónusturými og fyrirlestrasali.
Rannsóknarhúsið verður þriggja
hæða hús, um 2.000 fermetrar að
stærð og myndar austurhlið háskóla-
torgs. Þar verða rannsóknar- og
kennslurými auk kennslustofa og
þykir háskólamönnum nauðsynlegt
að það rísi sem fyrst enda slík bygg-
ing undirstaða fyinr öflugt rannsókn-
ar- og þróunarstarf Háskólans á
Akureyri. Þegar kennslu- og rann-
sóknarstofur verða tilbúnar flyst öll
kennsla á háskólasvæðið við Sólborg
og þarf þá að endurnýja aðstöðu fyrir
starfsfólk, en loks má nefna að bygg-
ing fyrirlestra- og samkomusalar
þykir mikilvæg fyrir heildaruppbygg-
ingu háskólasvæðisins. Ráðgert er að
tveir fyrirlestrasalir verði við háskól-
ann, annar 250 fermetrar
að stærð og hinn 210 fer-
metrar og verður hægt að
opna á milli þeirra og
mynda þannig einn stóran
hátíðar- og ráðstefnusal
sem rúmar um 500 manns í sæti.
Staðsetning Háskólans á Akur-
eyri, í miðju Akureyrarbæjar, býður
að sögn rektors upp á skemmtilegt
samspil bygginga og þeirrar starf-
semi sem þar fer fram. Utivistar-
svæði umhverfis Sólborg býður upp
á fjölmarga möguleika og telur Þor-
steirm að háskólasvæðið verði þegar
fram í sækir áberandi einkenni bæj-
arins.
Starfsemin
á 8.000
fermetrum
Kostnaður
áætlaður
250 millj.
V axtalögin gera ekki
ráð fyrir „vísitölugólfí“
MEGA lánveitendur verð-
tryggðra lána tryggja sig
með einhverjum hætti
gagnvart lækkun vísitölu.
Þessar spurning vaknar eftir að fram
kom að til væru skuldabréf á mark-
aði með skilmálum um „vísitölugólf‘,
þ.e.a.s. að vísitala sem miðað væri við
yrði aldrei lægri en grunnvísitala,
þ.e. vísitalan þegar bréfið var gefið
út. Er þar um að ræða skuldabréf
sparisjóðanna þótt auðvitað kunni
fleiri slík bréf að fytárfinnast. í
skuldabréfum bankanna er hins veg-
ar ekki slíkt gólf og því vafalaust að
verðtryggingin miðast alfarið við
hreyfingar vísitölunnar hvort sem
þær eru upp eða niður. Eftir því sem
næst verður komist er fyrirmyndin
að slíkum skilmálum sem í bréfum
sparisjóðanna í
spariskírteinum
ríkissjóðs sem
byrjað var að gefa
út á sjöunda ára-
tugnum. Þá er
reyndar aðstaðan
sú að almenningur
er í sporum lán-
veitandans og nýt-
ur góðs af skyldi
vísitala lækka nið-
ur fyrir grunnvísi-
tölu. Málið horfír
öðruvísi við þegar
um skuldabréfa-
form útlánsstofn-
ana er að ræða,
því þá er almenn-
ingur í hlutverki
skuldarans og
spurningar vakna
um sanngirni og
eðlilega viðskipta-
hætti.
Skilmálar um „vísitölugólf ‘ í lánasamn-
ingum geta vart talist ósanngjarnir í
skilningi laga. Hins vegar er að mati
Páls Þórhallssonar vafamál hvort vaxta-
lögin heimili slík frávik frá almennum
reglum um tilhögun verðtryggingar.
Þessar spurningar eru þó ekki mjög raun-
hæfar því þrátt fyrir minnkandi verðbólgu
er erfitt að ímynda sér aðstæður þar sem
reyndi að marki á vísitölugólf af þessu tagi.
Vísitala neysluverðs frá 1994
(Hét áður framfærsluvísitala)
maí 1988=100
19 9 4
19 9 5
19 9 6
19 9 7
1998
okt.
Vart raunhæf
spurning
Þessar spurningar eru auðvitað
ekki mjög raunhæfar því þótt vísitala
eigi það til að lækka á stuttu tímabili
þá er tilhneigingin til lengri tíma
alltaf sú að hún hækki (sjá meðfylgj-
andi línurit). Vísitölugólf þýðir ekk-
ert annað en að vísitalan sem höfuð-
stóll miðist við fari ekki niður úr því
sem var þegar bréf var gefið út, fari
sem sagt ekki niður úr grunnvísitölu.
Hafi vísitalan hækkað síðan getur
hún auðvitað lækkað, skuldurum til
hagsbóta alveg niður að gólfínu.
Grunnvísitala eldri bréfa er auðvitað
langt fyrir neðan það sem vísitalan
er í núna og því útilokað að á þetta
reyni. Eins er það skilyrði verð-
ti'yggingar að lán sé til nokkurra ára
(fimm ára frá og með 1. janúar 1998)
og það er auðvitað afar ósennilegt að
vísitala muni lækka þegar svo langt
tímabil er skoðað.
En varðandi bréf sem verið er að
gefa út um þessar mundir geta samt
fræðilega séð risið álitamál. Hugsum
okkur verðtryggt skuldabréf til fímm
ára gefið út um mitt ár 1998. Vanskil
verða á fyrsta gjalddaga og lánveit-
andi gjaldfellir alla skuldina sam-
kvæmt heimild í bréfinu. Frá útgáfu-
degi fram að gjaldfellingu hefur við-
miðunai’vísitalan lækkað. Þá vaknar
sú spurning hvernig reikna eigi út
hina gjaldfelldu skuld. Getur þá skipt
máli hvort tekið er tillit til lækkunar
viðmiðunarvísitölunnar, -------------
því ef það er ekki gert, ef Nýtt fyrlr ís-
gólf er á vísitölunni, verð- lendingum að
ur fjárhæðin hærri en ella verðlag ,ækki
sem skuldannn þarf að
gi’eiða.
Eins og fram hefur komið hjá tals-
manni sparisjóðanna er skilmála um
vísitölugólf ekki beitt af þeirra hálfu
þótt hann sé til staðar í lánsskjalinu.
Það tengist væntanlega því að allar
útlánsstofnanir notast við þjónustu
Reiknistofu bankanna þegar staða
útlána þeirra er reiknuð út. I forriti
Reiknistofu bankanna er ekki neitt
gólf á vísitölunni og það væri heil-
mikil fyrirhöfn að fara að setja síkt
gólf inn fyrir hvert og eitt bréf sem
reiknað væri út.
En burtséð frá raunhæfri þýðingu
spurningarinnar, fá slík ákvæði stað-
ist? Fengi það staðist að lántakandi
bæri hallann af því þegar vísitalan
hækkar en nyti þess ekki þegar vísi-
talan lækkar, nema niður að vissu
marki? Svarið sem hin heilbrigða
skynsemi býður er það að vissulega
standist slík ákvæði. Hér á landi sé
samningsfrelsi, sá gerningur sem
býr að baki skuldabréfi sé ekkert
annað en samningur, sem mönnum
sé frjálst að útfæra að vild. Skrifi
lántakandi undir skuldabréf með
fyri'greindum skilmálum þá sé hann
bundinn við það eins og hvern hann
löggerning.
Ófrávíkjanleg ákvæði
vaxtalaga
Málið er samt ekki alveg svona
einfalt. Samkvæmt lögum er ekki
heimilt að verðtryggja fjárhagslegar
skuldbindingar að vild. Skilyi'ði verð-
tryggingar koma fram í V. kafla
vaxtalaga nr. 25/1987. Þessum kafla
var bætt inn í vaxtalögin með lögum
nr. 13/1995. Forsagan var sú að í
tengslum við gerð nýrra kjarasamn-
inga á almennum vinnumarkaði gaf
ríkisstjórnin yfirlýsingu hinn 21.
febrúar 1995 um að verðtrygging
fjárskuldbindinga yrði framvegis
miðuð við vísitölu framfærslukostn-
aðar en ekki lánskjaravísitölu. Þá
yrði unnið úr því að draga úr verð-
--------- tryggingu í áfóngum. í
kjölfarið voru sett lög nr.
12/1995 um neysluverðs-
vísitölu og lög nr. 13/1995
_________ sem áður er getið. í 21.
gi'. þeirra segir að vísitala
neysluverðs sem sem Hagstofa ís-
lands reiknar og birtir tilteknum
mánuði gildi vegna verðtryggingar
sparifjár og lánsfjár næsta mánuð á
eftir.
Þetta þýðir auðvitað að höfuðstóll
verðtryggðrar skuldar lækkar ef
vísitalan lækkar, að minnsta kosti á
meðan ekki er skýrlega kveðið á um
annað. En ef skýrlega er kveðið á um
gólf vísitölunnar, er slíkt bindandi?
Það fer eftir því hvort viðkomandi
ákvæði vaxtalaganna eru frjávíkjan-
leg eða ekki, hvort megi sem sagt
semja um önnur verðtryggingarkjör
eður ei. I 3 gr. vaxtalaga nr. 25/1987
kemur fram að ákvæði II. og III.
kafla laganna um ákvörðun vaxta séu
frávíkjanleg. Af því virðist mega
draga þá ályktun að aðrir kaflar lag-
anna, þ.á.m. 5. kaflinn um verðtrygg-
ingu, séu ófrávíkjanlegir þannig að
ekki megi semja sig undan þeim.
Þetta bendir til þess að ákvæði um
vísitölugólf standist ekki vegna þess
að menn hafa einfaldlega ekki heim-
ild til að semja um hvernig þeir hagi
verðti'yggingu. Ef menn kjósa að
verðti'yggja og binda lánsfjárhæð við
vísitölu þá verði þeir að fylgja vísitöl-
unni hvort sem hún lækkar eða
hækkar. Sérstaklega á þetta við um
banka og sparisjóði, sbr. það sem
segir í athugasemdum með frum-
varpi því sem varð að lögum nr.
13/1995. Þar segir að með frumvarp-
inu sé ekki verið að skerða mögu-
leika innlánsstofnana til að stofna til
verðtryggingarsamninga að svo
miklu leyti sem það sé heimilt á
grundvelli meginreglunnar um
samningafrelsi. „Það er hins vegar
ljóst að þegar þessir aðilar gera
verðti-yggða samninga verða þeir að
vera í samræmi við þau skilyrði sem
fram koma í frumvarpi þessu,“ segir
þar.
Sanngirni
Það má líka velta því ___________
fyrir sér í þessu sambandi
hvert sé eðli verðtrygg-
ingar. Verðtrygging af
hálfu lánveitanda hlýtur
að fela það í sér fyrst og
fremst að verið sé að tryggja tiltekna
raunávöxtun. Með vísitölubindingu
auk vaxtaákvæðis næst það mark-
mið, sama þótt vísitalan hrapi, að því
gefnu að vísitalan endurspegli raun-
verulegt verðmæti viðkomandi fjár-
hæðar sem verðti’yggð er. Vísitölu-
gólf, ef á það reynir nokkurn tímann,
leiðir því til aukaávöxtunar fyrir lán-
veitandann, sem á lítið skylt við verð-
tryggingu.
Skilmála um
vísitölugólf
ekki beitt
Það hafa ekki síður vaknað spurn-
ingar um hvort ákvæði þessi teldust
ósanngjörn þannig að víkja mætti
þeim til hliðar á gi'undvelli 36. gr.
laga um samningsgerð, umboð og
ógilda löggerninga nr. 7/1936 (samn-
ingalaganna). Þar er að finna heim-
ildir til að víkja til hliðar samnings-
skilmálum sem samdir eru einhliða
af öðrum aðilanum, stríði þeir gegn
góðum viðskiptaháttum og raski til
muna jafnvægi milli réttinda og
skyldna samningsaðila, viðskiptavini
í óhag en gagnaðila, sem hefur at-
vinnu af samningsgerð sem þessari, í
hag.
Til þess að meta þetta yi’ði vænt-
anlega að skoða hvaða kostir stóðu
lántakandanum til boða þegar um
lánið var samið í upphafi. Væntan-
lega er það svo að
annaðhvort geta
menn tekið óverð-
tryggð lán með til-
tölulega háum
vöxtum eða verð-
tryggð lán með
lægri vöxtum.
Þegar verðbólga
er lítil og vísitölur
hækka lítið, þ.e.
við þær aðstæður
þegar reynt gæti á
vísitölugólf, er
væntanlegra hag-
stæðara að hafa
tekið verðtryggð
lán. Lántakendur
standa því betur
að vígi heldur en
ef þeir hefðu tekið
óverðtryggð lán
jafnvel þótt vísi-
tölugólfið væri
virkt.
Á hitt er einnig að líta að algeng
eru í langtímaskuldbindingum
ákvæði um breytilega vexti, þ.e.a.s.
lánveitandi hefur einhliða heimild til
að hækka vextina frá því sem kveðið
er á um í lánsskjalinu. Þetta eru
auðvitað mun „ósanngjarnari"
ákvæði heldur en ákvæði um vísi-
tölugólf. Samt teljast slík ákvæði
væntanlega heimil samkvæmt 36.
gr. samningalaganna. Skýringin er
sú að 36. gr a-d sem þetta varðar er
byggð á tilskipun Evrópubandalags-
ins um ósanngjarna skilmála í neyt-
endasamningum (93/13/EB). Þeirri
tilskipun fylgir listi yfir dæmigerða
skilmála sem teljast ósanngjarnir.
Sérstaklega eru þar undanskildir
skilmálar í lánasamningum um ein-
hliða rétt lánveitanda til að breyta
vöxtum að því tilskildu reyndar að
skuldari geti þá sagt samningi strax
upp. Væntanlega ber að skilja þetta
svo að lántaki hafi þá rétt til að
greiða skuld strax upp og leita láns-
fjár annars staðar á hagstæðari
kjörum.
Fyrst slík ákvæði eru heimil þá er
vandséð að ákvæði um vísitölugólf
séu það ekki. Þau geta að vísu hugs-
anlega við einhverjar aðstæður sem
enn hafa ekki komið upp hér á landf*
fært lánveitendum aukaávöxtun mið-
að við það sem menn ætluðu í upp-
hafi, en því gætu lánveitendur hvort
eð er náð með því að hækka breyti-
lega vexti.
Niðurstaðan er því sú að skilmálar
um gólf vísitölubindingar
séu líklega ekki ósann-
gjarnir í skilningi 36. gr.
samningalaganna. Hins
vegar verður að draga í
efa að þeir standist
ákvæði vaxtalaga um verðtryggingu
lánsfjár og eiga þeir því vart rétt á
sér. Þó má ekki gleyma því að þetta
álitamál er frekar óraunhæft. Bæði
þurfa að koma upp nokkuð sérstakar
aðstæður til þess að á slíka skilmála
gæti reynt. Auk þess hefur komið
fram hjá talsmanni sparisjóðanna, en
svona ákvæði eru til dæmis í skulda-
bréfum þeirra, að skihnálunum sé _
alls ekki beitt. *