Morgunblaðið - 22.10.1998, Side 42

Morgunblaðið - 22.10.1998, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Leti njóti sannmælis „ Við eigum víst líka að meðtaka kvað vinnufíklarnir séu mikilvœgir; án þeirra færi allt á hvolf Málið er að vegna þeirra er margt á hvolfi. Þeir slíta sér út fyrir aldur fram og munu síðar leggjast með ofurþunga á heilbrigðiskerfið sem er þegar að sligast. “ OFT hefur verið borið ómaklegt lof á lygina en minna hefur borið á því að hæfileg leti nyti sannmælis hér á landi. Auðvitað er það rétt að taumlaus leti er ein af dauða- syndunum og Adam og Evu var refsað fyrir erfðasyndina með því að skikka þau til að vinna fyrir brauðinu í svita síns andlit- is. En þeim var ekki skipað að gerast meðvitundarlausir vinnu- þrælar sem gleyma öilum öðrum gildum í lífínu. VIDHORF Eftir Kristján Jónsson Hvað er meira hrífandi en viti borinn maður sem liggur afslapp- aður uppi í sófa og gerir ná- kvæmlega ekki neitt og þá meina ég ekkert? Hann hoi-fír ekki einu sinni á sjónvarp vegna þess að þá ætti hann ekki lofið skilið. Sjónvarpsgláp getur reynt á kraftana, hver horfir og hlustar á fulltrúa hagsmunasamtaka í fréttatímum án þess að fá álagseinkenni? Stundum veitti ekki af áfallahjálp. Málið snýst um að læra listina sem Suðurlandabúum er eigin- leg. Þeir vita hvernig íhugun og skynsamlegt vit eru afkvæmi þess að slaka á og láta hugann reika í algeru tiigangsleysi, án þess að nokkur græði eða tapi á þ\ú krónu. Ódrepandi dugnaðarforkar fá hins vegar aldrei nóg, þeir finna sér alltaf einhverjar þarfir til að fullnægja og þurfa því meiri tekjur, engu skiptir hvað þeir eiga mörg fótanuddtæki, bíla eða lystibáta. Þeir eru einhver þyngsti baggi sem nokkurt sam- féiag getur setið uppi með, svona þegar allt er tekið með í reikn- inginn. En fyrirtæki auglýsa eft- ir fólki og taka enn fram að „næg eftirvinna“ sé í boði. Hluti af grunnmúruðum hugsunar- hætti þjóðarinnar er að óeðlileg vinnufíkn sé ekki til. „Maður hefur bara aldrei tíma til að líta upp,“ andvarpa streitt- ir vinnufiklarnir og horfa á mann biðjandi augum. Við eigum víst að dást að þeim og þakka þeim fyrir að leggja svona mikið á sig. Af hverju megum við hin ekki dást að okkur sjálfum fyrir að neita að vera með í kapphlaup- inu, neita að skaffa meira? Bankastjórinn á að vísu engin orð yfir skuldastöðuna mína en það er nú einu sinni hluti af starfinu hans að vanda um við fólk. Við eigum víst líka að með- taka hvað vinnufíklarnir séu mikilvægir; án þeirra færi allt á hvolf. Málið er að vegna þeirra er margt á hvolfi. Þeir slíta sér út fyrir aldur fram og munu síðar leggjast með ofurþunga á heilbrigðiskerfið sem er þegar að sligast. Þeim er hampað fyr- ir að vera betri fyrirmyndir æskunnar en við, þessir sí- þreyttu vesaiingar. Þá gleymist að vinnuhetjurnar vanrækja oft fjölskyldu sína og valda þannig félagslegum vandamálum sem síðan verður að leysa með skattfé. Hæfileg vinnuleti væri betri. Harðduglegur sauðfjárbóndi er vakinn og sofinn yfir grasbít- unum sínum sem eru að blóð- naga hálendið en sá lati gerir gróðrinum minna ógagn. Tog- araskipstjórinn sem sést ekki fyrir og skrapar miðin í nafni dugnaðarins, er hann áreiðan- lega þjóðhagslega hagkvæmur og fyrirmynd annarra sjómanna? Hæfileg vinnuieti væri betri. Það er sama hvað dæmin eru himinhrópandi, íslenskar hefðir koma í veg fyrir að við sjáum annað en kostina við að vera sí- fellt að. Hvort eitthvert gagn er að puði og endalausri yfírvinnu er allt annað mál og fáir hafa áhuga á að velta því fyrir sér. Arðsemin af yfii*vinnunni dásam- legu er nánast engin að mati hagfræðinga enda hafa þjóðirnar umhverfis okkur reynt að sporna við óhóflegum vinnutíma. Þeim finnst að meira vinni vit en strit. Lýsingar erlendra gesta sem hingað slæddust fyrir hálfri annarri öld eða enn fyrr benda til þess að forfeður okkar hafi haft annan hátt á og er það und- arlegt hvað við sveiflumst alltaf öfganna á milli í lífsháttum. Þar segir frá því að karlarnir í þorps- nefnunni Reykjavík hafi yfirleitt hímt undir húsvegg á daginn, snússað sig og muldrað öðru hverju eitthvað um veðrið. Sjald- an gaf á sjó og konurnar sáu um það sem gera þurfti á heimilinu. Og hvað með fólk til sveita, þar sem þorri þjóðarinnar bjó? Eg held að við gerum okkur yfir- leitt ranghugmyndir um sveita- lífið í gamla daga. Vissulega þurfti að vinna mikið yfir hásum- arið við sauðburð og heyannir en á veturna voru húsbændur í vandræðum með að finna eitt- hvað handa vinnuhjúunum til að dudda sér við. En nú er öldin önnur og við þurfum frekar á því að halda að hér starfi öflug deild i Alþjóða- samtökum vinnufíkla. Mér skilst að hún sé varla starfhæf hér, þeir eru allir of tímabundnir til að sinna félagsstörfum. Skuggahliðarnar á vinnudýrk- uninni eru ekki allar augljósar. Hvers vegna erum við Islend- ingar svona fljótir að tileinka okkur alls konar tækninýjungar en oft árum eða áratugum á eft- ir grannþjóðunum að skynja nýjan hugsunarhátt sem tekur mið af breyttum aðstæðum? Kannksi er það vegna þess að við gefum okkur ekki nægan tíma til að hugsa máiin til enda. Við rösum oft um ráð fram og komum síðan haltrandi á eftir öðrum þjóðum, þurfum að kyngja því að aðrir hugsi fyrir okkur og hafi jafnvel vit fyrir okkur þegar við þurfum að taka afstöðu til grundvallaratriða í breyttum heimi. Þetta er orðinn langur og erf- iður pistill, svitinn bogar af mér. Þetta er orðið nóg. Er kjördæmamálið að klúðrast? Vilhjálmur Þorsteinsson NYVERIÐ voru kynntar opinberlega hugmyndir nefndar forsætisráðherra um jöfnun vægis atkvæða landsmanna í þing- kosningum. Hér er um að ræða mikilsvert málefni sem varðar grundvöll lýðræðis og mannréttinda í land- inu. Núverandi fyrir- komulag er meingall- að, sem kemur til dæmis fram í því að á þessu kjörtímabili eru rúmlega þrefalt fleiri kjósendur á bak við hvern þingmann Reykvíkinga en Vestfirðinga, og tvöfalt fleiri að baki hvers þing- manns Norðurlands eystra en vestra. Megintillögu nefndar for- sætisráðherra er ætlað að jafna at- kvæðavægið með því að fækka kjördæmum úr átta í sex. Hin nýju kjördæmi verða mun jafnari að kjósendafjölda en nú er. Meðal annars leggur nefndin til að núver- andi Reykjavíkurkjördæmi verði skipt í tvennt. Þá verður öllu land- inu utan höfuðborgarsvæðisins skipt í aðeins þrjú kjördæmi, og verður eitt þeirra, Suðurkjördæmi, geysivíðfeðmt. Skemmst er frá því að segja að þessi tillaga veldur miklum von- brigðum. Þar kemur margt til. Ríghaldið er í skiptingu landsins í kjördæmi, að því er virðist aðeins sjálfrar sín vegna. Suðurkjördæm- ið er til dæmis svo stórt að öll rök um nauðsyn landfræðilegrar ná- lægðar þingmanna við kjósendur verða hjákátleg. Jöfnun atkvæðavægis þrátt fyrir hinar róttæku breytingar er ekki meiri en svo, að kjósandi í Norð- vesturkjördæmi hefur 1,8 atkvæði fyrir hvert atkvæði í Suðvestur- kjördæmi. Reykvíkingar eiga að ímynda sér, án þess að nokkur hafi um það beðið, að hagsmunir þeirra í lands- málum deilist í þrennt eftir því hvort þeir búa í austurbæ, vestur- bæ eða á Kjalarnesi. Þingmenn hvers kjördæmis myndu augljós- lega líta svo á í störfum sínum og í kosningabaráttu að þeir þyrftu að höfða sérstaklega til „sinna“ kjós- enda í „sínu“ hverfi. Þá eflist allt í einu hagsmunabarátta milli borg- arhverfa sem enginn er að óska eftir og er á skjön við þá staðreynd að borgin er eitt sveitarfélag. Samkvæmt hug- mynd nefndarinnar verða kjördæmamörk í Reykjavík fiutt milli gatna fyrir hverjar þingkosningar eftir því hvernig byggðin dreif- ist. Þannig gæti íbúi við Sogaveg upphaf- lega tilheyrt Austur- bæjarkjördæmi, en síð- an Vesturbæjarkjör- dæmi í næstu kosning- um, og svo hugsanlega flust aftur milli kjör- dæma ef ný hverfi byggjast upp vestan Elliðaáa. Ef umrædd- ur Sogavegsbúi væri virkur í stjórnmálastarfi einhvers flokksins þyrfti hann væntanlega að segja sig úr flokksfélagi annars kjördæmisins, ganga í sambærilegt Kjósandi í Norðvestur- kjördæmi, segir Vil- hjálmur Þorsteinsson, hefur 1,8 atkvæði fyrir hvert atkvæði í Suð- vesturkjördæmi. félag í hinu og byrja þar frá grunni að „vinna sig upp“! Það sama ætti við um alla þá sem flyttu milli hverfa borgarinnar. Það sér hver maður að þessar tilfæringar endur- spegla engan raunveruleika og mæta engum þörfum öðrum en kerfisins sjálfs. I þjóðfélagi nútímans á Islandi standa einfaldlega engin haldbær rök til þess að skipta landinu í kjördæmi í Alþingiskosningum. Staðreyndirnar tala sínu máli. Ibú- ar landsins eru aðeins um 270 þús- und. Samgöngur hafa stórbatnað, bæði á vegum og með hvers kyns fjarskiptum og fjölmiðlun. Flest staðbundin verkefni stjórnvalda hafa verið flutt til sveitarfélaga, sem sífellt verða stærri og öflugri. Og það veitir ekki af að við róum öll í sama báti þegar kemur að verkefnum Alþingis, mikilvægustu úrlausnarefnum samfélagsins í nú- tíð og framtíð. Allt ber þetta að sama branni: Þjóðin á að kjósa þingmenn sína sameiginlega, til að gæta hags- muna heildarinnar, en ekki sér- hagsmuna á grundvelli búsetu. Tíð- arandinn hefur einfaldlega breyst /INNLENT Endurbætur í S u ð u rgötu gar ð i Á NÆSTUNNI má gera ráð fyrir nokkru raski í kirkjugarð- inum við Suðurgötu vegna fram- kvæmda og eru aðstandendur og aðrir sem leggja leið sína í garðinn beðnir að virða truflanir sem af því kunna að hljótast til betri vegar, segir í fréttatil- kynningu. Þar segir ennfremur: „Kirkju- garðar Reykjavíkurprófasts- dæma hafa ákveðið að ráðast í það að skipta um jarðveg í hluta af stígum Suðurgötukirkju- garðs, endurnýja vatns- og raf- lagnir og setja upp öryggis- og eftirlitskerfi í garðinum. Það er vonast til þess að þess- ar framkvæmdir geti orðið upp- haf að frekari endurbótum í garðinum en þær eru orðnar mjög aðkallandi. Lagfæra þarf mörg leiði og endurnýja það sem skemmst hefur. Komist endur- bótaáætlun í framkvæmd verður leitast við að Suðurgötukirkju- garður haldi sínum sérkennum. Allar lagfæringar verða unnar í samráði við skipulagsnefnd kirkjugarða, Þjóðminjasafn, borgarminjavörð og aðra þá að- ila sem málið varðar.“ frá því þegar þingmenn voru kosn- ir af heimamönnum til skæklatogs og pots fyrir sína hönd á sameigin- legum en fjarlægum vettvangi Al- þingis. Haft var eftir forsætisráðherra í nýlegu blaðaviðtali að hugmyndin um að gera landið að einu kjör- dæmi „hentaði okkur [Islending- um] ekki“ og að hún væri hvergi notuð. Þetta er hvort tveggja rangt. Það fyrirkomulag getur hentað fámennri þjóð eins og okk- ur afar vel eins og áður var rakið. Þá er það svo að kosið er til þings í Hollandi og Israel í einu kjör- dæmi, og eru þó báðar þjóðirnar vitaskuld verulega fjölmennari en Islendingar. I Hollandi er fyrir- komulagið jafnframt þannig að önnur (smærri) deild hins tvískipta þings landsins er kosin af sveitar- stjórnarmönnum. Þeir geta kosið hvern sem er og þingmenn deild- arinnar þurfa hvorki að vera sveit- arstjórnarmenn né frá tilteknum svæðum. I reynd er þessi deild nokkurs konar „lávarðadeild" og ónæmari fyrir „popúlisma" en stærri deildin, sem kosin er í al- mennri kosningu. Þarna gæti hugsanlega verið á ferð eftir- breytniverð skipan mála, sem hefði í för með sér ákveðna teng- ingu á milli Alþingis og sveitar- stjórnarstigsins. Sá vísi maður Benjamín H.J. Ei- ríksson hefur í blaðagrein mælt gegn því að gera landið að einu kjördæmi. Rök hans eru þau að landslistar flokkanna yrðu ákveðn- ir á flokksskrifstofum án þátttöku hins almenna kjósanda, sem þá réði í raun litlu um það hverjir yrðu þingmenn. Því er til að svara að valfrelsi milli frambjóðenda á lista eða jafnvel milli lista er sjálf- stætt úrlausnarefni og formlega óháð því hvort kjördæmi eru eitt eða fleiri. Það er ekkert því til fyr- irstöðu að leyfa tiltölulega rúmt val milli einstaklinga á iandslistum, þannig að prófkjör og kosning færu í einhverjum mæli fram sam- tímis. Á hinn bóginn mætti skylda stjórnmálasamtök til prófkjörs sem færi fram á undan sjálfum kosningunum. I hinu áðurnefnda hollenska kerfi hefur kjósandinn talsvert vald til að umraða og breyta lands- listanum sem hann kýs, og reyndin er sú, að sá réttur er notaður og hefur iðulega áhrif á niðurstöðuna. Valdi flokkanna má því auðveld- lega setja þau takmörk sem menn óska og auka valfrelsi kjósenda í sama mæli, hvort sem kosið er í einu kjördæmi eða fleirum. Hið yfii-vofandi klúður í kjör- dæmamálum sýnir að þingmenn eru í erfiðri stöðu þegar þeir reyna að koma sér saman um það hvernig þeir sjálfir skuli kosnir á þing. Gera á öllum sérhagsmunum til geðs í útvatnaðri málamiðlun sem verður hvorki fugl né fiskur. Nóg er að hugmynd sé „umdeild“, þ.e. ekki að skapi einhverra fárra, til þess að hún sé lögð til hliðar þrátt fyrir eðliskosti. Þetta verk- lag getur viðgengist í almennum dægurmálum, en dugar hvergi í svo mikilvægu máli sem undir- staða sjálfs lýðræðis Islendinga er. Það væri dapurlegt að missa af því tækifæri sem nú býðst til að slá margar flugur í einu höggi og gera landið allt að einu kjördæmi. Og þá sérstaklega ef þjóðin verður í stað- inn að sætta sig við það óefni sem nú stefnir í. Höfundur er hugbúnaðarhönnuður og áhugnmaður um kjördæmamál og lýðræði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.