Morgunblaðið - 22.10.1998, Síða 46
46 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Það mun hafa verið
seint á 18. öld að hug-
takið einkaleyfi kemur
íyrst íyrir í rituðu mali
(Minnisverð tíðindi, Is-
lenska Landsuppfræð-
ingar-Félag: Leirár-
görðum, 1796-1808).
En fyrsta frumvarp um
einkarétt til uppfinn-
inga hér á landi var
flutt árið 1875. Það
nefndist „Frumvarp til
laga um einkarétt á Is-
landi“. Frumvarp þetta
var fellt en tekið aftur
upp í breyttri mynd ár-
ið 1877 og náði þá sam-
þykki þingsins (Saga
Alþingis, V bindi, 1956). Frumvarp-
ið hlaut ekki náð fyrir augum kon-
ungs. - Árið 1919 var lagt fram á
Alþingi frumvarp til laga um einka-
leyfi. Það varð ekki útrætt á þinginu
og var lagt fyrir Alþingi að nýju
1920 með allmörgum breytingum.
Enn varð töf á þvþ að frumvarpið
fengi afgreiðslu. Arið 1922 var
frumvarpið svo lagt fram að nýju
með smávægilegri breytingu og
hlaut afgreiðslu þingsins. Lögin, nr.
12/1923, giltu nær óbreytt í 68 ár
eða til ársloka 1991.
Þegar kemur fram á þessa öld
sýna heimildir að mönnum er orðið
tamt að nota hugtakið einkaleyfi í
þeirri merkingu sem það fékk síðar
í lögum. Árið 1917 flutti Guðmund-
ur M. Waage, sjómaður í Reykjavík,
fróðlegt erindi í Iðnfræðaklúbbi
Reykjavíkur sem hann _ nefndi
Verndarbréf og einkaleyfi. I þessu
erindi kemur einka-
leyfishugtakið fyrir í
öllum þeim samsetn-
ingum sem það er not-
að enn þann dag í dag.
Þar er t.d. að finna
einkaleyfislög, einka-
leyfisvernd, einkaleyf-
isumsókn, einkaleyfis-
kröfu, einkaleyfisveit-
ingu, einkaleyfisskjal,
einkaleyfisskrá og ým-
is fleiri.
í Orðabók Menning-
arsjóðs er aðeins ein
merking tilfærð á hug-
takinu einkaleyfi: „for-
réttindi (einkaréttur)
til að framleiða (selja)
e-ð.“ í Orðabók Blöndals (útg. 1922-
24) er á hinn bóginn tilgreind
tvenns konar merking: „1. (forrjett-
indi) Privilegium, 2. (til að framleiða
eða selja e-ð) Enerett, Patent."
Ruglingi boðið heim
I ekki færri en 13 lögum, sem sett
voru á tímabilinu 1921-1996, kemur
hugtakið einkaleyfi fyrir í annarri
merkingu en þeirri sem það hefur í
lögum um einkaleyfi. Það vekur
óneitanlega athygli að meðan frum-
varp til fyrstu einkaleyfalaganna var í
deiglunni setti Alþingi ,;Lög um
einkaleyfi handa Háskóla Islands til
útgáfu almanaks“ (nr. 25/1921). Að
hugtakið einkaleyfi skyldi með þess-
um hætti hafa verið tekið upp í heiti
laganna má e.t.v. telja vangá því að
það er hvergi notað í sjálfum laga-
textanum. Fyrsta grein laganna
hljóðar svo: „Háskóli Islands skal
Nógu torvelt er að rata
um „kerfíð“, þótt menn
séu ekki leiddir í gildr-
ur með villandi hugtök-
um, segir Gunnar Gutt-
ormsson í síðari grein
sinni í tilefni umfjöllun-
ar um miðlægan
gagnagrunn.
hafa einkarétt til þess að gefa út og
selja eða afhenda með öðram hætti
almanök og dagatöl á Islandi.“ Sama
verður ekki sagt um lög um Hitaveitu
Reykjavíkur sem áður er vitnað til,
en í 1. grein laganna er raunar einnig
talað um „...einkarétt til þess að selja
heitt vatn“. Og þegar sett vora lög
um Happdrætti Háskóla íslands (nr.
13/1973) rúmri hálfri öld eftir að skól-
anum var veittur einkaréttur til út-
gáfu almanaks þá er dómsmálaráð-
herra heimilað „að veita Háskóla Is-
lands einkaleyfi til rekstrar happ-
drættis...". í Orkulögum nr. 58/1967
er jöfnum höndum talað um einkarétt
og einkaleyfi. Þar kemur líka fyrir
hugtakið einkaleyfisumsókn (32. gr.).
Og undarlegt er að rekast á hugtakið
einkaleyfisgjald í lögum um Rann-
sóknarráð Islands (nr. 61/1994). -
Hér verður látið staðar numið við til-
vitnanir af þessum toga. (Allar letur-
breytingar í tilvitnuðum lagagreinum
era gi’einarhöfundar.)
Það má vera lagasmiðum til máls-
bóta að í einum 10 lögum sem sett
voru á tímabilinu 1923-1995 er hug-
takið sérleyfi ráðandi. Og í a.m.k. 6
hliðstæðum lögum, sem sett era
1970-1996, er hugtakið rekstrarleyfi
komið til sögunnar og notað um
einkarétt í sama skilningi og sér-
leyfi. - Þess má geta að hvorki í lög-
um um vörumerki né lögum um
hönnunarvernd er notað hugtakið
einkaleyfi heldur talað um „einka-
rétt á vörumerki" og „einkarétt til
hönnunar".
Hvað er það sem
veldur ruglingi?
Ymsum kann að þykja það smá-
munasemi að amast sé við því að
hugtökin einkaleyfi, sérleyfi og
rekstrarleyfi séu notuð jöfnum
höndum um öll einkaréttindi og
jafnvel á víxl í sama lagabálki til
blæbrigða. Svo skemmtileg sem slík
tilbreyting er þá býður hún heim
ruglingi og er lítill greiði við al-
menning. Mörgum er vissulega ljós
munurinn annars vegar á einkaleyfi
sem veitt er samkvæmt einka-
leyfalögum og hins vegar sérleyfi
eða rekstrarleyfi sem háð era sam-
þykki Alþingis. En hafa verður í
huga að þeir eru líka margir sem
ekki hafa sérþekkingu í þessum efn-
um en eru samt að glíma við úr-
lausnir á ýmsum tæknilegum
vandamálum og það oft með sæmi-
legum árangri. Fyrir einstaklinga í
þessum hópi skiptir miklu máli að
hlutimir heiti sínum „réttu“ nöfn-
um, að einkaleyfi sé einkaleyfi (með
öllum þess kostum og göllum) og
önnur hugtök séu notuð um einka-
réttindi af öðra tagi.
Svo árangursríkt sem það er oft
að leita að upplýsingum á Netinu þá
á sá sem leitar þar í íslenska laga-
safninu, t.d. að orðinu „einkaleyfis-
umsókn", ekki að þuifa að velta
vöngum yfir því hvort Orkustofnun
taki við einkaleyfisumsókn ellegar
hvort Rannsóknarráð íslands taki
við einkaleyfisgjöldum (sbr. áður-
nefndar tilvitnanir). Og sá sem
heyrt hefur hugtakið einkaleyfi í
umræðum um miðlægan gagna-
grunn á ekki að þurfa að ómaka sig
við að hringja í Einkaleyfastofuna
til þess að spyrjast fyrir um það
hvort stofnunin hafi afskipti af veit-
ingu „einkaleyfis" á gagnagrunnin-
um. Nógu toi'velt er að rata um
„kerfið" þótt menn séu ekki leiddir í
gildrur af þessu tagi með villandi
hugtökum.
Orðgnótt tungunnar
er ekki uppurin
Hér hefur beint og óbeint verið
gefið í skyn að hugtakið einkaleyfi
sé svo rækilega brennimerkt vernd
á tæknilegum uppfinningum að það
megi heita „frátekið" eða ónothæft
til annars brúks. Ekki má þó skilja
gi'einarhöfund svo að meina beri
mönnum að nota einkaleyfi í óeigin-
legri merkingu um forréttindi (sam-
anber orðabók Blöndals), segja t.d.
við kunningja sinn: „Þú hefur nú
ekkert einkaleyfi á því að láta ljós
þitt skína.“
„orð áttu enn eins og forðum/mér
yndið að veita“, kvað Jónas. Orða-
forði íslenskunnar er engan veginn
tæmdur þótt menn sitji á sér að tala
um einkaleyfi t.d. þegar rætt er um
rekstrarleyfi fyrir miðlægum
gagnagrunni. Hugtakið einkaréttur
er góðu heilli enn laust til afnota
sem almennt heiti enda víða notað í
lögum. - Það skyldi þó ekki vera að
flutningsmenn frumvarps til laga
um einkaleyfi, sem varð að lögum
1923, hafi einmitt haft það í huga að
óskynsamlegt væri að nota jafnal-
mennt hugtak og einkaréttur (sem
notað var í frumvarpinu frá 1875)
um þau réttindi sem felast í einka-
leyfi.
Höfundur er forstjóri
Einkaleyfostofunnar.
Um notkun hugtaks-
ins einkaleyfis
Gunnar
Guttormsson
^NOHA
Fást í bygginBavörm/erslunum um land allt.
Bmnaslongur
frá Noregi
Vlðurkennd brunavöm
Fáanlegar með og án skáps
Heildsöludreifing:
■MÁrTu Smiðjuvegi 11.Kópavogi
Sími 564 1088. fax 564 1089
Forsætisráðherra erfíður
öldruðum og öryrkjum
www.mbl.is
Það er ekki stórmann-
legt, segir Albert Jen-
sen, að þykjast ekki sjá
það sem er manni til
skammar.
að sé í raun ágætur maður og
skemmtilegur, hefur skellt á skyn-
semina og það góða í sér sjálfum.
Það getur enginn verið svo skyni
skroppinn, að hann sjái ekki órétt-
lætið og hörkuna sem snúið er að
öryrkjum.
Háttvirtum ráðherranum fannst
öryrkjar minna myndarlega á sig
þegar þeir komu saman á Austur-
velli við þingsetningu. En hefur
hópurinn vakið háttvirtan ráðherr-
ann til skilnings? Verður sama
áhugaleysið fyrir kjörum þessa
fólks og sami leikurinn að meining-
arlausum orðum? Er allur skilning-
ur hans hjá þeim sem völdin og
auðinn hafa? Ef svo er, getur ráð-
EG Skrifstofubúnaður ehf.
Ármúla 20 sími 533 5900 fax 533 5901
EKKI veit ég hvort
háttvirtum forsætis-
ráðherra, Davíð Odds-
syni, er sjálfrátt í af-
stöðu sinni til aldraðra
og öryrkja. Á baksíðu
Morgunblaðsins 6.
október er haft eftir
honum að öryrkjar hafi
ekki orðið útundan í
góðærinu; þeir hafi
notið góðs af auknum
kaupmætti vegna
hærri bóta og lágrar
verðbólgu þótt þeir
hafi ekki hlotið sömu
hækkanir og þeir hóp-
ar sem mest hafa borið
úr býtum vegna launa-
skriðs. Hann sagði að til skoðunar
væri að draga úr eða afnema skerð-
ingu á bótum til öryrkja vegna
tekna maka.
Eftir lýsingum sem koma víða úr
samfélaginu, lokar háttvirtur ráð-
Tölvumiðstöóin er á hjóium
með útdraganlegri plötu fyrir
lyktaborð og mús. í henni fer
vel um alla fylgihlutí tölvunnar
og allartengingar eru
adgengilegar að aftan.
Tövumiðstöðin er spónlögó í
beyki eða kirsuberjavid.
Samtols stgn
12,943
Albert
Jensen
heirann á flest sem
honum líkar ekki og
það fyrst, sem er
stjórn hans til hneisu
og ber málefni aldr-
aðra og öryrkja trú-
lega hæst. Mér er nú
ljóst, að háttvirtur ráð-
herrann veit að öryrkj-
ar eru varnarlausastir
allra gagnvart ranglát-
um stjórnvöldum, sem
vita að af þessum hópi
stafar þeim engin
hætta hvernig sem
hann er lítilsvirtur og
kúgaður.
Það er ekki stór-
mannlegt að þykjast
ekki sjá það sem er manni til
skammar og ég tala nú ekki um að
finnast það í lagi.
Eg hélt lengi vel að afstaða hátt-
virts ráðherranns til öryrkja
byggðist á misskilningi vegna
þekkingarleysis hans á fólki svo
fjarri eigin lífsstíl. En nú sé ég að
háttvirtur ráðherrann, sem ég held
herrann ekki sagst vera í góðum
málum.
Að sumu leyti er háttvh-tum for-
sætisráðherranum vorkunn þó
skilningur hans á lífsmunstri hins
raunveralega öryrkja sé ekki uppá
marga fiska. Öllum sem vilja, hlýt-
ur að vera ljóst að í stjórnmálum
neyðast menn til að leika með í allri
alvörunni. I borgarstjórnartíð
sinni, á degi fatlaðra, vann hr. borg-
arstjóri Davíð Oddsson verk sín í
hjólastól. Þetta var virðingai'verð
viðleitni til að setja sig inn í þeirra
líf og skilja.
Eg vildi að ég gæti sannfært
háttvirtan ráðherrann um sannleik-
ann, en þennan dag sá hann í mesta
lagi toppinn á ísjakanum.
Eg vildi að ég fengi háttvirtan
ráðherrann til að kynna sér það
lífsmunstur sem fjöldi öryrkja fæð-
ist til, slasast eða veikist. Þeir sem
fæðast með klofinn hrygg, eða eru
mænuskaðaðir að öðra leyti verða
að neita sér um flest sem líkamlega
heilbrigðu fólki er eðlilegt og er
sjálfsagt. Margt af þessu fólki
kemst ekki í og úr rúmi hjálpar-
laust, ekki á salerni, ekki í ferðalög,
ekki í bað og margt af því getur
ekki borðað sjálft eða burstað í sér
tennurnar. Hjólastóllinn er óað-
skiljanlegur förunautur hvar sem
er og hvert sem farið er. Á sjúkra-
húsum eru lamaðir oftar en aðrir
og verða að vera í stöðugri sjúkra-
þjálfun því hreyfingarleysið skaðar.
Það er ekki von að háttvirtur ráð-
hen-ann viti hvað það þýðir þegar
vöðvar manna styttast og rýrna og
hendur og fætur byrja að kreppast.
En hvað sem veldur hugsunarleysi
ráðherrans í málefnum öryrkja, er
það ekki við hæfi að maður í svo
stóra embætti sem forsætisráð-
herra, tali af svo miklu þekkingar-
eða skeytingarleysi um þá sem erf-
iðast eiga í þjóðfélaginu.
Ef háttvirtur ráðherrann leggur
það á sig af heilum hug, að kanna
kjör öryrkja, gæti verið að augu
hans opnuðust og hann sæi að nóg
er á þá lagt þó ekki sé þeim att út í
ölmusulíf.
Höfundur er byggingameistari.