Morgunblaðið - 22.10.1998, Page 47

Morgunblaðið - 22.10.1998, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ _____AÐSENPAR GREINAR_ Hverfíslögregla er framfaraskref! LOGREGLAN í Reykjavík hefur nú sett á fót sérstaka hverfalöggæslu í Reykjavík og er það hið merkasta framtak. Það sýndi sig þegar sérstök hverfislög- gæsla var rekin í efri hverfum Reykjavíkur- borgar, að borgarar og fyi'irtæki kunnu vel að meta það að hafa „sína menn“ í hverfinu. Menn sem fólkið þekkti og treysti til að takast á við staðbundna lög- gæsluþörf. Kaupmannasamtök Islands hafa átt mjög gott samstarf við lögregluna um margra ára skeið, og á síðasta ári var m.a. efnt til for- varnarsamstarfs er laut að því að haldin vora mörg námskeið fyiTr verslunai-fólk og stjómendur versl- ana um vamir og viðbrögð við hnupli og ránum. Mörg hundrað manns sóttu þessi námskeið, og má telja víst að þetta hafi strax nýst þátttak- endum í daglegum störfum og stuðl- að að fækkun umræddra atvika. Verzlunannannafélag Reykjavíkur átti jafnframt aðild að þessu sam- starfi. Tekið var saman fræðsluhefti um málið sem notað var á námskeið- unum og víðar. Þetta vakti áhuga annars staðar á landinu, og héldu KaupmannasamtöMn m.a. fund í Reykjanes- bæ í samstarfi við lög- regluna þar um sama eftii. Lögreglan í Reykjavík sMpulagði jafnframt þessu áfalla- hjálp fyrir verslunar- fólk og aðra sem lenda í áfollum eins og vopnuð- um ránum. Þetta var fyllilega tímabær ráð- stöfun því endurtekm rán í sölutumum og verslunum leiddu glöggt í ljós hvílík þörf er íyrir sérhæfða að- stoð við fómarlömb slíkra atburða. Kaupmannasamtök íslands hafa með formlegum hætti fyrr á þessu ári lýst sig reiðubúin til áframhald- andi samstarfs við lögregluna í Reykjavík um forvarnarstarf er varðar verslunina. Engar ákvarðan- ir hafa verið teknar um þetta, en samtöMn hafa fylgst með aðdrag- anda hverfalöggæslunnar sem áður er getið, og hvatt kaupmenn á svæðinu til að sækja kynningar- fundi um hana. SamtöMn hafa áður á fundum með lögreglunni hvatt til þess að lögreglumenn líti við í versl- unum, renni augum yfir helstu ör- yggismál þar og bendi á augljósa galla eða atriði sem betur mega fara. Oft er gestsaugað, einkum sér- Hvötin til að stinga nið- ur penna nú, segir Sig- urður Jónsson, er fyrst og fremst ánægja með stofnun hverfislöggæsl- unnar, sem hlýtur að vekja vonir um öflugri forvarnir og löggæslu. þjálfaðra gesta, fundvísara á slík at- riði en þeirra sem daglega ganga þar um. Kaupmannasamtökin von- ast til að hin nýja hverfislögregla muni einmitt huga að þessum og fleiri atriðum í forvamarskyni. Hvötin til að stinga niður penna nú er fyrst og fremst ánægja með stofnun hverfislöggæslunnar, sem hlýtur að vekja vonii- um öflugri for- varnir og löggæslu. Ef vel tekst til má ætla að víðar verði sami háttur upp tekinn til hagsbóta fyrir borg- arana og atvinnulífið. Kaupmanna- samtök Islands lýsa sérstakri ánægju með framtakið, árna hverf- islöggæslufólMnu heilla og vonast til að fljótlega megi merkja árangur af starfi þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka Islands. Jónsson FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 47 y- Helgarferð til London 29. okt. frá kr. 29.900 Við höfum nú tryggt okkur viðbótargistingu á sértilboði hinn 29. október. Flora-hótelið, sem er staðsett rétt hjá hinni þekktu ráðstefnumiðstöð Earls Court, rétt við lestarstöðina sem gengur inní hjarta London. Öll herbergi með sjónvarpi, síma og baði. Móttaka opin allan sólarhringinn. Bókaðu meðan enn er laust. Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð 29. okt._ Verð kr. 29.990 Sértilboð 29. október, Flora-hótelið, 4 nætur í 2ja manna herbergi. Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600. www.heimsferdir.is islenskir fararstjórar Heimsferða tryggja þér örugga þjónustu í heimsborginni Flugsæti 2 fyrir 1 til London Verð kr. 14.550 Flugsæti til London með flugvallar- skatti. Ferð frá mánudegi til fimmtu- dags, 26. okt. 2. og 9. nóv. Flugsæti kr. 21.900. Skattur kr. 3.600x2= 7.200. Samtals kr. 29.100. Á mann kr. 14.550. www.mbl.is Fólk treystir Renault Mégane. * ’ Hann er öruggasti bíllinn á markaðnum í sínum flokki. Hann hlaut hæstu einkunn, fjórarstjörnur, í öryggisprófunum hjá NACP. Veldu öryggi - veldu Renault Mégane. RENAULT HÆSTA EINKUNN f ÖRYGGISPRÓFUNUM HJÁ NACP Samevrópskt verkefni fjölda fýrirtækja og stofnana um árekstraprófanir bifreiða á Evrópumarkaði. Ármúli 13 • Sfmi 575 1200 • Söludeild 575 1220 www.fia.com %

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.