Morgunblaðið - 22.10.1998, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 22.10.1998, Qupperneq 54
54 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HÁKONÍA JÓHANNA PÁLSDÓTTIR + Hákonía Jó- hanna Pálsdótt- ir fæddist á Hamri á Barðaströnd 4. ágúst 1907. Hún lést á sjúkrahúsi Patreksíjarðar 24. mars siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Stóra- Laugardalskirkju 4. apríl. Móðir mín var sam- vinnuþýð og myndar- leg kona, vildi öllum vel, tók málstað þeirra er minna máttu sín, og vildi gera gott úr öllu. Þetta verða fátækleg orð frá mér, aðrir hafa gert þeim betur skil. Mér þótti svo óskaplega vænt um hana mömmu og bar mikla virðingu fyrir henni. Virðingu sem við vorum báðar meðvitaðar um, en þannig var líka tíðarandinn í þá daga. Heimilið var svo myndar- og snjrrtilegt. Þar undi hún mamma sér við heimilisstörfin og uppeldið, kenndi okkur stúlkunum að prjóna og sauma, hlustaði á útvarpssögur og leikrit og las góðar og skemmti- "* legar bækur. En það var líka mikill gestagangur á heimilinu sem jafn- framt var kirkjustað- ur. Þá kom jafnan prestur og kór fyrr á árum heim í stofu og þáði nýbrennt og mal- að kaffi sem mamma útbjó ásamt heima- bökuðum kökum. Kök- um sem mér eru minn- isstæðar fyrir hve fal- lega bakaðar þær voru, þó engin væru nútímatækin. Það var sama hvort drengimir hennar eða stúlkumar fóm að heiman, alltaf bað mamma Guð að vera með okkur og var sorgmædd yfir því að við færam og að hljótt yrði í húsinu á eftir. Ávallt var þó haldið heim á sumrin til að taka þátt í búskapnum með mömmu, pabba og Skúla föðurbróð- ur. Hlutverk móður minnar var þá mest í eldhúsinu, því margir voru munnamir. Alltaf vorum við því feg- in er hún kom með kaffið út á tún, kallaði hópinn saman og sagði okk- ur nýjustu veðurfréttir og annað fróðlegt. Eftir að barnabömin komu til sögunnar var iðulega farið í sveitina til ömmu og afa á sumrin. Á vetuma var glaðst yfir pökkunum úr sveit- inni sem í vora peysur og sokkar sem amma hafði prjónað í vélinni sinni. Yfir þessu gátu börnin glaðst fram eftir öllum aldri. Svo liðu árin og búskapurinn fór smám saman minnkandi. Tímamir breyttust og aldurinn færðist yfir. Skúli frændi lést og bragðið var búi. Gömlu hjónin fluttust í þorpið, en við afkomendurnir reynum enn eftir bestu getu að halda býlinu við og gera það að sælureit fjölskyldunnar, þar sem okkur gefst þá kostur á að ganga að grafreit forfeðranna. Hópurinn hennar mömmu stækk- aði og var kominn í fimmta lið. Hún mundi öll nöfnin, þó komin væra á annað hundrað, og vandist þeim vel. Vísu gerði hún um hvem nýjan af- komanda sem goldin var með frétt- um og myndum, sem nú eru varð- veittar. Þú náðir níutíu áram mamma mín og er ég svo óskaplega þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig svo lengi á meðal vor og án langrar sjúkra- legu. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Mér kenndi móðir mitt að geyma hjarta trútt, þó heimur brygðist. Þaðan er mér kominn la-aftur vináttu; Astin ótrauða, sem mér aldrei deyr. Þín dóttir, (Benedikt S. Gröndal) Jóna. ARNBJORG GUÐLA UGSDÓTTIR + Arnbjörg Guð- laugsdóttir var fædd í Stóra-Laug- ardal 17. júní 1930. Hún lést á sjúkra- húsi Patreksfjarðar 19. ágúst síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Patreksijarðar- kirkju 29. ágúst. Minningin lifir í hjarta mínu er ég horfi tÖ baka til fyrri ára, er ég var send til Öddu stóru systur minnar, þá unglingur, og átti að létta undir með henni er hún var að eignast sín fyrstu böm. Eg var nú ekki farin að huga mikið að eldamennsku né öðrum heimilisstörfum, en hafði nú séð undirstöðuatriðin hjá móður okkar. Þetta var þó reynt eftir bestu getu með aðstoð hennar góða eiginmanns, sem lét ekki sitt eftir liggja með góðum ráðum og léttleika. Var þetta heilt ævintýri fyrir mig, sem fékk þama að fara úr sveitinni í kaupstaðinn. Svo liðu árin og alltaf fjölgaði bömunum hjá Öddu systur sem Blómolmðjn C\Otf3 skom v/ PossvogskipUjugapð Sími.* 554 0500 J Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áraiöng reynsla. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Útfararstofa Islands SuðurhUð 35 ♦ Sími 581 3300 AUan sólarhringinn. www.utfararstota.ent.iS/ fannst nú ekki mikið þó bættist eitt og eitt í hópinn, hún væri nú hvort eð er heima að sinna hinum. Húsaskjól veitti hún mér er ég fór að vinna í hennar byggðarlagi, ekkert var sjálfsagðara. Hafði ég þá einstaka ángæju af að dvelja þar, innan um litlu frændsystkini mín, fá að leika við þau eða líta eftir, og taka þátt í lífi fjölskyldunnar. Oft var margt um manninn, sem ieit inn í eldhússpjall, enda alltaf heitt á könnunni að Túngötu 15. Það var sama hvað klukkan var, því Öddu fannst alltaf nógur tími til hlutanna. Hún vann líka dag og nótt við prjóna- og saumasakap, bæði fyrir sig og aðra. Hún var einstaklega handlagin og smekkleg og hafði ekki langt að sækja það. Bömin hennar voru sömuleiðis klædd eftir því og er við hittumst með bamahópinn í afmælis- eða fermingarveislu, var hún iðulega búin að vaka nóttina áður við að klára flíkina á eitthvert þeirra. Aldrei fannst henni hún vera þreytt, því nóttin var hennar. Er ég fór að búa sjálf og þurfti aðstoð, sendi Adda systir mér hana með dætram sínum. Henni fannst þær hefðu líka gott af tilbreytingunni við að fara eitthvað að heiman. Þannig hélst alltaf samband í gegn um árin, með bréfi eða símtölum. Svo þegar ég sem oftar var á ferð að sumarlagi í sveitinni okkar, fannst mér alltaf tilheyra að rennna fyrst niður í plássið til stóra systur minnar. ^niTXiixxjg M M M M M M M M M M Erfidrykkjur Simi 562 0200 M M M M M M M M M M Margs er að minnast og margt kom upp í hugann nú er ég dvaldi nýverið á sólarströnd. Eg minnist eins og gerst hefði í gær, þeirra tveggja ferða sem ég fór með þeim hjónum Öddu og Halla á sólríkar strendur. Ekki síst þeirrar síðari, er ég var orðin ein og misst hafði manninn. Þá voru þau boðin og búin að taka mig með. Ekki kom annað til greina en að reyna að lyfta mér upp. Það tókst og á ég ljúfar minningar og myndir frá þeim tíma. En Öddu entist ekki aldur, eða ég of sein að hugsa til að endurgjalda henni þetta. Okkur fannst svo gaman, höfðum með okkur handavinnu, því við myndum nú ekki geta verið þrjár vikur að heiman án þess að taka í prjón eða nál. Við komumst hinsvegar fljótt að því að svo margt var að sjá og skoða, auk þess sem sólin traflaði allar handavinnuhugleiðingar. Þama var fleira sem gladdi, þar á meðal tónlistin og lífið á kvöldin. Eru mér þá minnisstæðir ferðafélagar okkar sem ávallt höfðu samband á milli herbergja og spurðu Halla hvert diskódísimar hans ætluðu það kvöldið. Fór þá ekki á milli mála hverjar réðu ferðinni. Alltaf var Adda hrókur alls fagnaðar, þó stundum væru stór orð látin falla. Nú eruð þið öll þrjú farin til annarra stranda og takið vafalaust á móti mér, þegar að því kemur. Blessuð sé minning ykkar. Guð hefur nú linað þjáningar þínar Adda mín. Verst hvað þú þurftir að þjást áður en yfir lauk. Þið krakkar mínir, þó fullorðin séuð: Móðir ykkar var hetja, bæði í veikindum sínum og utan þeirra. Hún hefði svo sannarlega þurft að vera lengur hjá ykkur og gleðjast með komandi kynslóð. Guð styrki ykkur í sorginni, sem ekki kemur síður eftir á. Ég vona að samband okkar haldist eftir sem áður. Guð geymi þig Adda mín. Minningin lifir. Þín systir, Jóna. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. GÍSLI ERASMUSSON + Gísli Erasmus- son í Kotey, var fæddur 5. apríl 1918. Hann lést 23. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Erasmus Árnason, f. 4. júní 1873, d. 26. nóvem- ber 1953 og Ragn- hildur Sveinsdóttir, f. 6. september 1884, d. 18. júlí 1969. Þau Erasmus og Ragnhildur bjuggu fyrst á Leið- velli í Meðailandi 1907-1920 en eftir það í Kotey í sömu sveit til dauðadags. Útför Gísla Erasmussonar fór fram frá Langholtskirkju í Með- allandi, laugardaginn 3. októ- ber. Sr. Hjörtur Hjartarson jarðsöng og samkór Ásaprestakalls söng við athöfn Gísla sem fór fram skv. gömlum samningi milli sr. Hjartar og hins látna. Var þar harðbannað að flytja venjulega líkræðu. Þess í stað talaði sr. Hjörtur um kynnin við hinn látna og skoðanir hans á málefnum, mönnum og pólitík. Þótti ræðan með ágætum og brostu margir undir henni og vel það. Á eftir fór allt fram, innan kirkju, með hefðbundnum hætti og menn krossuðu yfir kistuna við kirkjudyr og sumir fylgdu að gröf- inni. Eftir það var farið í erfis- drykkju í samkomuhúsinu í Efri- Ey. En hér er siður að fara ekki frá líkkistu í opinni gröf og lík- menn urðu eftir til að ganga frá gröfinni. Er því var lokið var, að ósk hins látna, tekinn upp koníaks- fleygur, skálað og afganginum helt yfir moldimar. Það var eitthvað við athöfnina sem minnti á gömlu þorrablótin sem Gísli var lengi fremstur í flokki að halda. Húmorinn í besta lagi við annálsgerð, oft á síðustu stundu. Einu sinni var klukkan orðin 10 kvöldið fyrir blótið þegar við byrjuðum, þrír, annálsgerðina í Kotey. Því var lokið kl. 4 um morg- uninn og var talinn ágætur annáll. Það var alger nauðsyn að þeir sem lentu í sviðsljósinu hefðu embætt- istitil. Það vantaði slíkt tilfinnan- lega á sólarlandafara. „Meðreiðar- sveinn“ sagði Gísli. „Þetta er alveg prýðilegur titill“, sögðum við. „Skiljanlega, en sleppum því“ sagði Gísli. En svo að væri örugg- ara með anda orðsins stóð ein kon- íaksflaska á borðinu. Gísli í Kotey, en svo var hann alltaf neíndur, var manna greiðugastur og naut ég þess ekki síður en aðrir. Við smöl- uðum hvor hjá öðrum og hallaði áreiðanlega á Gísla í þeim við- skiputum. Þeir bjuggu lengi sam- an bræðumir Gísli og Sveinn og það var gaman að smala hjá þeim þótt misjafnt gengi. Það var svipað með æmar í Kotey og heilögu kýmar í Indlandi, þær urðu sumar að verða eftir í smölun, ef þær vildu, og hver að fara um alveg sérstakt hlið eða gat á girðingu er þeim var sleppt. Ég minnist stóra heimagangssauðanna. Ef þeir stóðu uppi á þúfum gnæfðu þeir yfir Svein. Oft sá ég þá koma til hans, reka snoppumar niður í vasana og leita að fóðurbæti. En þótt þeir fyndu ekkert þá báru þeir svo mikla virðingu fyrir Sveini að þeim datt ekki í hug að hnubba hann. Þeir voru látnir lifa meðan hægt var. Og svo var það síðasti hundur- inn hans Gísla, hann Kolli, afkom- andi hundsins sem lifði af Geys- isslysið á Vatnajökli. Kolli var mjög stór og það fór mikið fyrir honum þar sem hann lá hringaður í rúmi eigandans. En ef litið var inn var hann fljótur frammúr. Vissi að fætumir voru ekki alltaf nógu hreinir því æm- ar voru stundum nær- göngular við útidyrn- ar og þáðu fóðurbæti, þótt hásumar væri. Og Kolli skildi mannamál, það leyndi sér ekki og ekki efaðist Gísli um að hann var mikill mannþekkjari. Gísli' átti lengst af ævinni góðhesta sem hann hélt mikið upp á. Ég man sérstaklega eftir Stjama og Brenni- víns-Blesa. Síðustu árin gerði aðstoð frá heimilinu á Syðra-Bakkakoti þeim bræðrum kleift að vera við búskap og sérstaklega eftir að Gísli var orðinn einn. Ingunn Hilmarsdóttir var hans önnur hönd og Smári Sig- urjónsson sá þá um búið. Það er talað um að sérviskan vaxi með aldrinum og um óþol æskunnar. En ég var hriftnn af því hvað Smára tókst vel að sigla milli skers og báru. Gísli í Kotey var af miklum prestaættum, sérstaklega í fóður- ætt. Ekki gaf hann mikið fyrir það. Taldi presta marga hafa verið kvensama og drykkfellda nísku- púka. Þó fannst honum fyrirgefan- legt með tvö fyrri atriðin. Menn geta þurft hressingar við og alltaf vafaatriði með takmörkin. Og svo voram við sammála um að ekki hefði veitt af hér áður að breyta um litninga í þessu nauðaafskekkta héraði svo ekki væri allt hvað und- an öðra. Og þyrfti því ekki að lasta það þótt sumar formæðumar hefðu verið nokkuð lausgirtar. En nískan, það var ókosturinn sem Gísli forð- aðist þótt efni væru lengi af skom- um skammti. Árið sem Gísli fæddist drap Kötlugosið allt sauðféð á heimilinu sem var bammargt og svo kom kreppan milli heimstyrjaldanna. En tíminn líður og ekkert stendur í stað. Systkinin fóru að heiman og sum dóu og foreldramir dóu. Eftir 1969 vora þeir tveir bræðumir eft- ir í Kotey, þar til Sveinn dó fyrir fáum áram, og allan þann tíma kom Jóhanna systir þeirra í fríum sínum að hjálpa þeim. Gísli stund- aði lítið vinnu utan heimilis og átti fátt sauðfé lengst af ævinni, svo varla var talið duga fyrir tóbaki að öllu frádregnu. En einhvem veg- inn varð að bjarga sér. I Kotey var fjárhús, talið leifar af bænhúsi. „Eina bænhúsið sem hér er emb- ættað í,“ sagði Magnús í Kotey. Þá átti Gísli að hafa verið þar með öl- gerð og auðvitað mátti sjóða þetta. En húsið var rifið eftir 1950. Svo var það löngu seinna að Svanhildur og Olafur Gaukur höfðu skemmtun á Klaustri. Þar var mjög fjöragt og við fóram nokkrir með Gísla heim að Kotey eftir ballið. Vomóttin var stórkost- leg og fuglalífið í hámarld. Maríu- erlan sniglaðist á hlaðinu og í loft- inu lék gaukurinn listir sínar fyrir þá heittelskuðu. „Komið þið hér inn í hesthúsið,“ sagði Gísli. Stall- urinn var fullur af moði og Gísli gróf þar upp mjóa glæra plast- slöngu með tappa í. „Fáið ykkur að drekka," sagði Gísli. Þetta var ekki ólíkt hvítöli en það spurði enginn um tegund eða tæknibúnað. En þama varð ágætis fundur, þar sem ýmis mál voru rædd áður en heim var farið. En nú er öllu lokið hér og Gísli í Kotey farinn yfir móðuna miklu. Og er ég alveg viss um að þeir Kolli og Stjami hafa tekið á móti honum á hinum bakkanum. Seinna hittumst við sjálfsagt á samkomu fyrir handan rúm og tíma. En óvíst er að sú verði nokk- uð betri en fundurinn í gamla Kot- eyjarhesthúsinu. Vilhjálmur Eyjólfsson, Hnausum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.