Morgunblaðið - 22.10.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.10.1998, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN GUÐMUNDUR ÞÓRÐARSON vélstjóri, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Skúlagötu 40b, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstu- daginn 23. október kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á heilsugæslusjóð Hrafnistu í Hafnarfirði. Helga Sigurjónsdóttir, Gróa Sigurjónsdóttir, Þórður Sigurjónsson, Örn Sigurjónsson, Sigþrúður Sigurjónsdóttir, Steingrímur Þorvaldsson, Snorri Þorvaldsson, Ingibjörg Gissurardóttir, Magnús Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, INGÞÓR LÍNDAL SIGURÐSSON bóndi, Uppsölum, Sveinsstaðahreppi, verður jarðsunginn frá Þingeyrakirkju laugar- daginn 24. október kl. 14.00. Anna Marta Helgadóttir, Sigurður Helgi Ingþórsson, Gunnhildur Lárusdóttir, Kristmundur Ó.J. Ingþórsson, Sigrún Herdís Sigurbjartsdóttir, Sigrún Björg Ingþórsdóttir, Hjálmar Magnússon, Þorsteinn Rafn Ingþórsson, Sigurbjörg María Jónsdóttir, Magnús Huldar Ingþórsson, Silvía Ingibergsdóttir, Guðmundur Elías Ingþórsson, Guðrún Kjartansdóttir, Birgir Líndal Ingþórsson, Sigríður Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær sambýliskona mín, móðir, dóttir og systir, SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstu- daginn 23. október kl. 15.00 Einar Óskarsson, Ólafur ísak Friðgeirsson, Lilja Gunnlaugsdóttir, Ólafur Gunnarsson og bræður. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSDÍS HAFLIÐADÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni á morgun, föstudaginn 23. október kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Nína K. Gunnarsdóttir, Linda B. Gunnarsdóttir, Lilja Magnúsdóttir, Hafliði Gísli Bjarnason, Ægir Þór Bjarnason, Bjarni Þorgrímsson, Brynja B. Garðarsdóttir, Gunnar Áki Hjálmarsson, Elías Arnar Hjálmarsson, Bergrós Björk Bjarnadóttir, Haukur Hafliði Hjálmarsson, Ásdís Hafliðadóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFÍU MARGRÉTAR SVEINSDÓTTUR, Sigtúni 57, Patreksfirði. Guð blessi ykkur öll. Anna Gestsdóttir, Rafn Hafliðason, Ingveldur Gestsdóttir, Haraldur Arason, börn, tengdabörn og fjölskyldur þeirra. AÐALSTEINN EGGERTSSON + Aðalsteinn Egg- ertsson, stór- kaupmaður var fæddur í Reykjavík hinn 22. ágúst 1925. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 14. október síðast- liðinn. Aðalsteinn var sonur hjónanna Eggerts Krisfjáns- sonar, f. 6.10. 1897, d. 28.9. 1966, og Guðrúnar Þórðar- dóttur, f. 29.5. 1901, d. 8.4. 1987. Systk- ini Aðalsteins: 1) Gunnar, f. 18.8. 1922, d. 11.1. 1988. 2) Krisljana, f. 25.11. 1923. 3) Edda Ingibjörg, f. 28.12. 1931. Aðalsteinn kvænt- ist Jóninu S. Snorradóttur, f. 26.6. 1921, hinn 29. október 1955. Synir þeirra eru: 1) Snorri, félagsmálasfjóri, f. 1.11. 1956, kvæntur Mörthu Sverris- dóttur, gjaldkera. Börn þeirra: Jökull Þorleifsson, Dofri og Selja Ósk, 2) Eggert, verkfræð- ingur, f. 18.1. 1960, kvæntur Guðrúnu E. Bjarna- dóttur, Ieikskóla- kennara. Synir þeirra: Aðalsteinn, Daníel og Stefán 3) Gunnar, skrifstofu- maður, f. 5.3. 1962, sambýliskona hans er Guðbjörg Guð- mundsdóttir, hjúkr- unarfræðingur. Aðalsteinn lauk prófi frá Verslun- arskóla Islands 1944, og hóf þá störf hjá Eggerti Kristjánssyni hf. fyrst sem skrifstofumaður en sem framkvæmdastjóri fyrir- tækisins frá 1966 til dánar- dægurs. Hann sat í stjórn Fé- lags íslenskra stórkaupmanna 1971 til 1974, og í stjórn Fé- lags kjörræðismanna frá 1978-1991. Aðalsteinn var ræðismaður Israels frá 1973 til 1994. Útför Aðalsteins fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Við hjónin vorum í fríi á Spáni þegar okkur barst sú harmafregn að Aðalsteinn væri látinn. Nokkrum dögum áður höfðum við heimsótt hann á spítalann til þess að kveðja hann og þá áttum við góða og hug- ljúfa stund með honum. Við rædd- um um sameiginleg áhugamál og hann virtist furðu hress eftir atvik- um. Þá óraði okkur ekki fyrir því að þetta yrði síðasta kveðjustundin en þessi kveðjustund verður okkur hjónunum dýrmæt í minningunni. Með Aðalsteini er genginn sérstak- ur öðlingur, hvers manns hugljúfí og drengur góður í orðsins fyllstu merkingu. A þessari stundu koma upp í huga okkar margar ljúfar endur- minningar frá löngum samskiptum við Aðalstein og fjölskyldu hans. Aðalsteinn og Didda voru miklir höfðingjar heim að sækja. Okkur er í fersku minni hversu bömin okkar hlökkuðu ávallt til að fara í afmælis- boð í Bauganesið. Aðalsteinn var ávallt búinn að undirbúa margvísleg skemmtiatriði fyrir börnin, þar á meðal kvikmyndasýningar með bamaefni sem ekki var algengt í þá tíð. Það mátti ekki á milli sjá hvorir höfðu meira gaman af, börnin eða Aðalsteinn. Hann var sérstaklega bamgóður og átti einstaklega gott með að ná sambandi við yngri kyn- slóðina. Við minnumst einnig margra ánægjulegra samveru- stunda á heimili foreldra og tengda- foreldra okkar á Túngötu 30, þar sem glaðværð Aðalsteins og kímni- gáfa fengu oft að njóta sín. Á sumr- um var dvalið í sumarbústað fjöl- skyldunnar við Laxá í Kjós. Þar átti fjölskyldan margar ánægjustundir í starfi og leik og æ síðan bar Aðal- steinn sérstakan hlýhug til Kjósar- innar. Á þeim ámm veiddi fjölskyld- an oft í Laxá og þar undi Aðalsteinn sér vel og var sannarlega í essinu sína. Það var til þess tekið hversu góður laxveiðimaður Aðalsteinn var og fáir köstuðu flugunni af meiri list og fallegar en Aðalsteinn. Við fráfall fóður og tengdaföður okkar, Eggerts Kristjánssonar, árið 1966 færðist stjórn fyrirtækja fjöl- skyldunnar yfir á næstu kynslóð. Upp úr því störfuðu fjölskyldur okkar Aðalsteins náið saman við fyrirtækjarekstur næstu tuttugu árin. I upphafi þess tímabils var erfitt árferði í efnahags- og atvinnu- málum á Islandi en þrátt fyrir það vom menn fullir bjartsýni og mikiil framkvæmdahugur í mönnum. Árið 1968 var ráðist í byggingu eins ný- tískulegasta vömgeymsluhúss á landinu, tekin í notkun nýjasta flutningatækni og fyrirtækið tölvu- vætt. Við hjónin þökkum langa og far- sæla samfylgd og kveðjum elskuleg- an bróður og mág Aðalstein með miklum söknuði um leið og við send- um Diddu og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Megi góður Guð hugga þau og styrkja í sorg þeirra. Blessuð sé minning Aðalsteins Eggertssonar. Edda og Gísli. SVERRIR BREIÐFJÖRÐ GUÐMUNDSSON + Sverrir Breiðfjörð Guð- mundsson fæddist á Sel- látranesi við Patreksfjörð 28. febrúar 1938. Hann lést í Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 4. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Eyrarkirkju á Patreksfirði 10. október. Ekki ætla ég mér að bæta um það sem þegar hefur verið verið rit- að um mág minn Sverri Guðmunds- son. Hins vegar hefi ég hug á að bæta við lítilli frásögn um okkar síðustu fundi. Hún var líkust hand- leiðslu atvikaröðin sem varð til þess að ég heimsótti þau hjón á Patró sl. vetur og gisti hjá þeim eina nótt. Þetta.kom til af því að ég komst ekki heim til mín vegna ísalaga og atvikin höguðu því svo, að mér hentaði vel að skreppa til Patró meðan ég beið færis. Þetta var í febrúar. Sverrir var farinn að kenna lasleika og talaði um þráláta flensu. Við rifjuðum ýmislegt upp frá gamalli tíð. Hann var alltaf svo jákvæður gagnvart öllu heima í Eyjum og virkur í öllu sem um var að vera meðan þau komu heim að staðaldri á fyrri ár- um. Nú var fastmælum bundið að þau kæmu að sumri, enda bauð bætt heilsa Ástu upp á það. Það var aðeins stuttu seinna við rannsókn að sannleikurinn kom í Ijós og við blasti hin kalda stað- reynd. Olæknandi krabbamein. Or- stuttu síðar þegar ég talaði við hann í síma var ákvörðunin um heimsókn í Eyjar enn ofar á baugi, nánast eins og hin hinsta ósk. Þau létu verða af því og dvöldu vikutíma í júlí. Hann fylgdist með því sem um var að vera þrotinn að kröftum og sagði fátt, samræðugleðin skert, Miðvikudaginn 14. október skart- aði sjóndeildarhringur okkar Reykvíkinga sínu fegursta. Nýfall- inn snjór í Bláfjöllum, Esjan orðin gráhærð, ótal skýjabólstrar, rauð- ir að lit, hringuðu sig eftir himnin- um og sólsetrið útaf Skerjafirðin- um líkt og eldhnöttur tyllti sér niður til að hvíla lúin bein. Þennan sama dag lést Aðalsteinn Eggertsson. Hann var heildsali, frí- múrari, ræðismaður, laxveiðimaður og bridsari og öllu þessu skilaði hann á sinn hógværa og rólega hátt. Þetta er sú hlið á Aðalsteini sem við þekkt- um öll. En í honum bjuggu tveir menn og hinn maðurinn var náttúru- unnandinn Aðalsteinn sem kannski færri þekktu. Það var af sönnum áhuga sem hann lýsti ferðum sínum þá sem ungur maður um ótroðnai’ slóðir íslenskra óbyggða og fjarrænn gleðisvipur birtist ætíð ef minnst var á hana „Siggu hans“ en hún var gam- all Víbonbíll sem hann átti ásamt nokkrum félögum sínum og á honum ferðuðust þeir yfir hin mörgu fallvötn sem er að finna á Sprengisandi, Kili og ýmsum öðrum vegslóðum hálend- isins. I þessum ferðum skipti miklu að finna bestu vöðin á ánum og var þá ekki vílað fyrir sér að vaða djúpt og verða votur við að kanna botn straumharðra vatnsfalla. Þó svo að hann skildi þörftna og þægindin sem fylgdu þeim miklu framkvæmdum sem urðu í brúargerð á síðustu ára- tugum þá var auðheyrt að honum fannst sjarminn við fjallaferðii- minnka verulega og þegar Seyðisá var brúuð fyrir fjórum árum og þar með seinasti farartálmi Kjalvegar að baki varð honum á orði: „Ja, nú er ekki lengur hægt að bleyta dekkin á fjallvegum.“ En þó var einn staður sem Aðal- steini var kærari en aðrir og var það Landmannaafréttur og Öræfin innan Tungnaár. Þangað voru farn- ar margar ferðir og eytt löngum stundum. Það var haustið 1950 sem hann ásamt fleirum komst á bíl yfir Tungnaá á svonefndu Hófsvaði og held ég að sú ferð hafi verið honum eftirminnilegust af öllum. Síðar þegar hann hafði hitt verð- andi lífsförunaut sinn, hana Diddu, kynnti hann henni ýmsa þessara staða einsog til dæmis jöklasýnina úr Hvítárnesi og litadýrðina í Landmannalaugum. Það eru kannski þessar ferðir sem hafa kveikt þann mikla áhuga og þá haldgóðu þekkingu sem hann hafði á veðurfari enda vissi hann að fátt skipti meira máli til að ferðalög yrðu farsæl. Aðalsteinn virti og hafði áhuga á skoðunum annarra, þó svo að þær væru ekki samhljóma hans eigin. Það er góður kostur. Með þessum orðum kveð ég ekki aðeins tengdafóður heldur einnig vin minn og velgjörðarmann. Diddu, afkomendum og öðrum aðstandend- um votta ég samúð. Aðalsteini þakka ég samfylgdina. Martha Sverrisdóttir. þreytan ráðandi. Eitt var þó eftir sem gerði hann sjálfum sér líkan. Þegar hann talaði við drengina sína í síma og frétti af aflabrögðum þeirra, hresstist hann allur og ræddi í fullum rómstyrk, lagði á ráðin og áminnti. Þarna var hann heima, þar sem starfið var, sem hann nauðbeygður var horftnn frá. Þannig var hann. Hugurinn var hjá viðfangsefninu, hvort sem það var hans eigin rekstur eða trúnað- arstörf í almenningsþágu. Verkhag- ur og úiræðagóður gekk hann að starfi. Aldrei dróst neitt hálfklárað sem hann tók á, hverju verkefni var lokið af sömu snyrtimennskunni. Sverrir Guðmundsson var yfir- lætislaus, ötull alþýðumaður, sem hvorki tranaði sér né hreykti. Hann var mikill og einlægur fjölskyldu- faðir og um leið og ég bið fólkinu hans Guðsblessunar vil ég að end- ingu segja þetta. Minningin um hann er þess virði að geyma hana. Geymum hana öll. Elsku Ásta, systirin mín kæra, leikfélagi bemskuáranna. Við deild- um gleði okkar og áhyggjum þá. Guð blessi ykkur öll. Jóhannes Geir Gislason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.