Morgunblaðið - 22.10.1998, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 57
GUÐRUN KATRIN
ÞORBERGSDÓTTIR
+ GUÐRUN
Katrín Þor-
bergsdóttir forseta-
frú lést á sjúkra-
húsi í Seattle í
Bandaríkjunum 12.
október síðastlið-
inn. Hún var 64 ára
gömul þegar hún
lést, fæddist 14.
ájgúst 1934.
Utför liennar fór
fram frá Hallgríms-
kirkju í gær að við-
stöddu fjölmenni.
í forsetakosningunum 1996
kynntist þjóðin Guðrúnu Katrínu
Þorbergsdóttur sem við kveðjum í
dag hinstu kveðju. Framganga
hennar í aðdraganda kosninganna
vakti þjóðarathygli. Hún kunni vel
að feta einstigið milli þess að
standa við hlið frambjóðandans,
manns síns, og gegna sjálfstæðu
hlutverki í framboðinu. Hlutverk
forsetamaka er hvergi skilgreint né
skráð. Hann er ekki kjörinn en hef-
ur þó miklum skyldum að gegna.
Forsetafrú gæti látið sér nægja að
vera glæsilegur gestgjafi á Bessa-
stöðum og heillandi fulltrúi ís-
lenskrar kvenþjóðar á erlendum
vettvangi. Samt er ætlast til þess af
nútíma konum að þær haldi fram
sínum hlut og fái starf-
að á eigin forsendum.
Guðrún Katrín dró
hvergi af sér í þessum
efnum. Hún mótaði
gestgjafahlutverkið af
stakri smekkvísi og
hlýju og fangaði augu
sjónvarpsvélanna hvar
sem hún kom á er-
lendri grund vegna
glæsileika í framkomu
og klæðaburði. En hún
hafði einnig fullan hug
á því að láta að sér
kveða á tilteknum svið-
um í íslensku þjóðlífi.
Hún vildi gera veg Bessastaða sem
þjóðmenningarseturs sem mestan
og naut þar við þekkingar sinnar og
áhuga á fornleifafræði, sögu og
minjum. Hún vildi einbeita sér að
fræðslu og kynningu sem hvetti
ungt fólk til heilbrigðs lífernis og
skapandi starfs, m.a. með listsköp-
un og þátttöku í listalífi af ýmsu
tagi.
Hún vildi einnig hlúa að hannyrð-
um og handverki á Islandi en list
fengi hennar í þessum greinum var
viðbrugðið. Guðrún Katrín nálgað-
ist þessi verkefni af þeirri varfærni
sem henni var lagin og gætti þess í
hvívetna að fara ekki út fyrir mörk
hins viðtekna þó að hún væri í raun
að ryðja nýjar brautir og færa hlut-
ANNA KRISTIN
HALLDÓRSDÓTTIR
THOMSEN
+ Anna Kristín Halldórsdóttir
Thomsen fæddist á Vé-
mundarstöðum við Ólafsfjörð
14. maí 1908. Hún lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 8. október síð-
astliðinn og fór útför hennar
fram frá Áskirkju 16. október.
Mig langar til að senda ömmu-
systur minni kveðju og þakkir fyrir
að hafa fengið að umgangast hana
og kynnast. Mér er svo margt minn-
isstætt viðkomandi Önnu frænku,
og það sem er líka svo ánægjulegt
er hversu ljóslifandi þessar minn-
ingar eru. Ég man þegar Selma
systir mín fékk að fara í sveit til
Önnu og Tomma í Hjörsey. Þá
bjuggu þau með stóran hóp barna
þarna úti á þessari litlu eyju á Mýr-
um, þar sem aðföng voru erfið og
einangrun mikil. En það var alltaf
bjart á heimilinu og þannig var það
líka í Ólafsvík er fjölskyldan flutti
þangað. Þá var ég 15 ára gömul og
var hálfur háseti á Andvara RE 101
og við vorum á humarveiðum á
Breiðafirði. Eftir langa róðra var
stundum landað í Ólafsvík og mikið
var gott að komast í hús og fá að
þvo sér og borða við stöðugt matar-
borð.
Þar tók Anna frænka á móti
okkur með opinn faðminn og fagn-
aði pabba sem elsti sonur Magneu
systur hennar. Alltaf sagði hún,
ertu nú kominn í land elsku Nonni
minn og með skottuna með þér.
Gleði og hlýja var það sem fylgdi
Önnu alla tíð. Sjaldan sást hún
nema brosandi og sagði alltaf eitt-
hvað hlýlegt og skondið. Svo fór ég
með mömmu að heimsækja Önnu
frænku á Hrafnistu. Þegar við
komum inn í setustofuna sat Anna
frænka þar í fallegum kjól með
verðlaunahárgreiðslu, og hlustaði
á útvarpið. Eftir nokkra stund
kom Ingvar inn og þá færðist enn
bjartara bros yfir andlitið. Hún
stakk hendinni undir hans hendi
og þarna sátu þau í friðsælli þögn,
svo sæl með hvort annað eins og
lítið kærustupar. Svona var Anna
frænka, hún upplifði alltaf það fal-
legasta í kringum sig. Þann 14.
maí síðastliðinn var svo haldin
mikil veisla þar sem hún Anna
frænka bauð öllum sem koma vildu
í 90 ára afmælið sitt. Þarna sat
hún í sínu fínasta pússi, þekkti
ekki marga en sagði eitthvað hlýtt
við alla. Við pabba sagði hún eina
ferðina enn, nei ertu kominn
Nonni minn, og frá henni streymdi
bæði gleði og glæsileiki. Þetta var
veisla í anda Önnu frænku. Glæsi-
legt kaffihlaðborð, harmonikku;
leikari og söngtextar á borðum. í
dag er ég svo glöð og stolt yfir því
að hafa átt svona góða ömmusyst-
ur, og glöð yfir því að hafa fengið
að þekkja hana. Mig langar líka að
þakka þér Anna mín fyrir að ég á
stóran hóp frændsystkina sem er
alltaf gaman að hitta. Þau hafa svo
sannarlega erft þína útgeislun og
hlýju.
Ég veit að þú hoi-fir yfir hópinn
þinn með bros á vör, hér eftir sem
hingað til. Guð geymi þig frænka
mín.
Hildur Jónsdóttir.
verk forsetafrúarinnar nær kröfum
dagsins.
Vonandi taka landsmenn vel und-
ir stofnun Minningarsjóðs um for-
setafrúna svo að hann megi verða til
þess að koma hugðarefnum hennar
á nokkurn rekspöl þó að hennar
njóti ekki lengur við.
Ég kynntist Guðrúnu Katrínu
fyrst að ráði þegar hún tók að sér
formennsku í stjórn Félags um for-
setaframboð Ólafs Ragnars Gríms-
sonar. Hún var fljót að setja sig inn í
fiókin mál og ná yfirsýn yfir þau.
Það kom greinilega fram í stjórnar-
störfum hennar að hún var hagvön á
sviði félagsmála og stjómmála. Við
sem vorum með henni í stjórninni
urðum þess einnig fljótt áskynja að
henni var einkar lagið að skapa í
kringum sig þægilegt andrúmsloft.
Fjölskylda hennar tók virkan þátt í
öllum störfum og studdi Ólaf Ragn-
ar og Guðrúnu Katrínu með ráðum
og dáð. Þar urðu mikil og góð kynni
við fjölda fólks sem ekki gleymast.
Við andlát forsetafrúarinnar erum
við harmi slegin en um drengskap
hennar og vináttu eigum við dýr-
mætar minningar.
Stjóm Félags um forsetaframboð
Ólafs Ragnars Grímssonar vottar
forsetanum, dætrum þeirra hjóna
og fjölskyldu allri dýpstu samúð og
biður þeim heilla á komandi árum.
Sigurður G. Guðjónsson.
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir var
lengi vinnufélagi okkar í BSRB-hús-
inu en um árabil gegndi hún starfi
framkvæmdastjóra Póstmannafé-
lags íslands. Guðrún Katrín var
góður starfsfélagi. Hvernig sem á
stóð, hvemig sem vindar blésu í
þjóðfélaginu eða um vinnustaðinn -
og stundum er þar vindasamt - þá
mátti maður alltaf vita að Guðrún
Katrín reyndi að sjá bjartar hliðar á
tilvemnni og hvernig mætti þoka
málum til betri vegar. Hún tók jafn-
an hlýlega á móti fólki, hvort sem
það voru félagsmenn eða samstarfs-
menn hennar sem áttu í hlut. Allir
fundu að þeir voru velkomnir. Hún
hafði einstaka hæfileika til þess að
sjá til sólar. Þeir einstaklingar sem
slíkum kostum em búnir eru mikil-
vægh- vinnustað sínum og því sam-
félagi sem þeir hrærast í.
Hjá BSRB er okkur harmur í
huga vegna fráfalls Guðrúnar Kat-
rínar Þorbergsdóttur. Það er eftir-
sjá að góðum vini og félaga. Við
vottum Ölafi Ragnari og fjölskyldu
þeirra innilega samúð á þessari erf-
iðu stundu.
Ogmundur Jónasson,
form. BSRB.
Þessar minningargreinar um
Guðránu Katrínu Þorbergsdóttur
forsetafrú áttu að birtast í sér-
blaði um hana, sem fylgdi Morg-
unblaðinu í gær. Vegna mistaka
urðu þær út undan og biður
Morgunblaðið höfunda þeirra af-
sökunar á því.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför systur okkar, mágkonu
og frænku,
SVANHILDAR SIGURGEIRSDÓTTUR
fyrrverandi deildarstjóra.
Sérstakar þakkir færum við læknum, hjúkrunar-
fræðingum og öðru starfsfólki deildar 14G á
Landspítalanum, starfsfólki heimahjúkrunar
heilsugæslunnar í Árbæ og þeim, vinum og
samstarfsmönnum Svanhildar, sem eftir vinnuiok og þrátt fyrir minnkandi
þrek til samskipta, sýndu henni vináttu og virðingu í orði og verki og nú við
lokin í skrifum. Sú vinátta var Svanhildi mikils virði.
Pétur Sigurgeirsson, Sólveig Ásgeirsdóttir,
Pálína Guðmundsdóttir,
Guðlaug Sigurgeirsdóttir, Sigmundur Magnússon
og systkinabörn.
Lokað
Lokaö veröur í dag frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar
AÐALSTEINS EGGERTSSONAR.
Eggert Kristjánsson hf.
+
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HÓLMFRÍÐUR LÁRA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Skeljagranda 8,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á
morgun, föstudaginn 23. október, kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á
Krabbameinsfélagið.
Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, Sigurvaldi Rafn Hafsteinsson,
Björgvin Þór Björgvinsson, Helga Eiríksdóttir,
Sævar Örn Björgvinsson, Sigurey Agatha Ólafsdóttir,
Georg Bjarnason
og barnabörn.
+
Útför vinkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu
SIGRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR,
Sogavegi 212,
Reykjavík,
er lést aðfaranótt 15. október, fer fram frá
Bústaðakirkju á morgun, föstudaginn 23.
október kl. 10.30.
Theodór Ólafsson
Brynja Sigurmundsdóttir, Hallgrímur Ólafsson,
Gunnlaugur V. Sigurmundsson,
Ólafur Sigurmundsson, Guðrún Þorsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir og afi,
ÓSKARJÓNSSON,
Brún,
Laugarvatni,
sem lést að morgni þriðjudagsins 13. októ-
ber, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laug-
ardaginn 24. október kl. 13.30.
Jarðsett verður á Laugarvatni.
Eygló Þórðardóttir,
Jón G. Óskarsson, Kolbrún Leifsdóttir,
Þórður Óskarsson, Steinunn Helgadóttir
og barnabörn.
+
Faðir okkar, sonur og afi,
ÞORFINNUR EGILSSON
lögmaður,
Næfurási 14,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstu-
daginn 23. október kl. 10.30.
Jarðsett verður í Skálholtskirkjugarði.
Sigþrúður Þorfinnsdóttir, Egill Þorfinnsson,
Ástrún Jónsdóttir, Egill Þorfinsson,
Stefán Barði Egilsson.
+
Elskulegur bróðir okkar,
ARINBJÖRN ÞÓRARINSSON,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 23. október kl. 13.30.
Systkinin.
Lokað
Vegna útfarar AÐALSTEINS EGGERTSSONAR, stórkaupmanns,
veröa skrifstofur okkar lokaðar í dag, fimmtudaginn 22. október,
milli kl. 13.00 og 15.00.
Kexverksmiðjan Frón.
Vegna útfarar AÐALSTEINS EGGERTSSONAR, stórkaupmanns,
verður skrifstofa okkar lokuð í dag eftir hádegi.
Mata efh., Sundagörðum 10, Reykjavík.