Morgunblaðið - 22.10.1998, Page 58

Morgunblaðið - 22.10.1998, Page 58
58 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Málþing um heilsu og starfsumhverfí tónlistarmanna Kínver skir fj ölmiðla- menn í heimsókn SENDINEFND kínverskra fjöl- miðlamanna var stödd í heimsókn hér á landi í síðustu viku og kynnti hún sér ýmis íslensk fyrir- tæki og stofnanir. Að sögn Hann- esar B. Hjálmarssonar hjá tít- flutningsráði Islands hafði tít- flutningsráð með höndum undir- búning og skipulagningu heim- sóknarinnar, en auk {;ess að kynna sér starfsemi títflutnings- ráðs heimsóttu gestirnir meðal annars utanríkisráðuneytið, Rikis- útvarpið, Alþingi, Morgunblaðið, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Lýsi hf. og Marel. Þá fóru gestirn- ir í skoðunarferð að Þingvöllum, Gullfossi og Geysi. Á myndinni sést sendinefndin ásamt Hannesi B. Hjálmarssyni hjá títflutnings- ráði íslands. í sendinefndinni voru Zhang Zhonggui, varaformaður AU-Cina Journalists’ Association, Yang Li, deildarstjóri Evrópu- deildar All-China Journalists’ As- sociation, Lou Luxiao, ritstjóri Gansu Daily, He lihua, aðstoðar- framkvæmdasfjóri Hainan TV, Zhang Dunhua, ritsljóri Chinese News Agency, Hubei, Shi Fang, blaðamaður China Economic Her- ald, Hu Yong, ritstjóri Inner Mon- golia Daily, Liu Changyong, dag- skrárstjóri Inner Mongolia People’s Radio og Sun Xiaohong, ritstjóri World Affairs Pictorial. Með kínversku sendinefndinni í för hingað til lands var Peter Ár- skog, fréttaritari Morgunblaðsins í Kína, en hann var einn aðal- hvatamaðurinn að ferð kínversku fjölmiðlamannanna til landsins. ÍSLENSKUR tónlistardagur er laugardaginn 24. október nk. í til- efni dagsins verður málþing um heilsu og vinnuumhverfi tónlistar- manna á vegum FIH. Þingið verð- ur í Rauðagerði 27 kl. 13.30 og hef- ur FIH boðið norskum sérfræðingi Knud Olseng hingað heim af þessu tilefni. Knud Olseng hefur unnið sem sálfræðingur, prófessor og rann- sóknarmaður við Norska ríkishá- skólann í Ósló frá 1977. Hann hef- ur unnið að ítarlegum rannsóknum á því hvaða tónlistar- og listnem- endur að námi loknu skili sér út í atvinnulífið og á atvinnusjúkdóm- um tónlistarmanna. Olseng hefur haldið fyrirlestra og námskeið í nokkrum Evrópulöndum. I desem- ber 1997 stofnaði hann lækninga- stofu fyrir tónlistarmenn í Ósló þar sem þeir geta fengið sálfræði- aðstoð og/eða leiðbeiningar um lík- ams- og stöðubeitingu. Þá munu einnig halda erindi Haukur Heiðar Ingólfsson, læknir og píanisti og Gunnhildur Ottós- dóttir, sjúkraþjálfari, um vinnu þá sem FIH hefur hafið í samvinnu við þau en þau hafa sótt ráðstefnur á vegum félagsins um heOsu hljómlistarmanna í York á Englandi, Stokkhólmi og Berlín. Hugmyndin að baki þessu öllu saman er að safna saman sérfræði- þekkingu á einn stað um heilsu tónlistarmanna til að auðvelda þeim aðgengi að henni og um leið að leita úrbóta. Þá verður kynnt niðurstaða úr könnun sem FIH hefur gert á starfsumhverfi tónlistarmanna í Reykjavík. Mynd um Grikkland sýnd á aðalfundi Vinningshafar á þýskum dögum AÐALFUNDUR Grikklandsvina- félagsins Hellas verður haldinn í Norræna húsinu fóstudaginn 23. október kl. 20.30. Þar verða á dag- skrá venjuleg aðalfundarstörf. Að lokinni dagskrá aðalfundar verður sýnd sjónvarpskvikmynd um Grikkland hið forna sem tekin var á söguslóðum þar syðra í fyrrasumar af kvikmyndafélaginu Loka. Framleiðendur myndarinn- ar eru Halldór Friðrik Þorsteins- son og Sæmundur Norðfjörð en í myndinni koma fram þeir Sigurð- ur A. Magnússon og Þorsteinn Gylfason og veita áhorfendum sögulega og heimspekilega fræðslu tengda þeim stöðum sem sýndir verða. A síðasta aðalfundi voru sýnd brot úr þessari kvikmynd, sem þá var í vinnslu, en nú er hún fullgerð og verður sýnd í heild. Sýningin tekur um 40 mínútur en að henni lokinni munu þeir Sigurður og Þorsteinn sitja fyrir svörum, ef fólk kynni að æskja meiri fróðleiks um efnið eða vildi ræða það nánar. <rZ-il /uinútuj’flt ^pabhi 'B'ÓÝixUi ag oíð „Til hamingju pabbi“ endurút- gefínn FÉLAGIÐ Börnin og við á Suður- nesjum, sem er áhugafélag um brjóstagjöf, hefur endurútgefnið bæklinginn „Til hamingju pabbi”. Hann var áður útgefinn árið 1994. Um er að ræða 20 síðna fræðslurit fyrir verðandi og núverandi feður. Höfundur að handriti er Sólveig Þórðardóttir ljósmóðir og hjúkrunar- fræðingur. Ritið er til sölu á flestum heilsugæslustöðvum landsins og kostar 400 kr. --------------- Iþróttadagur Aspar íþRÓTTAFÉLAGIÐ Ösp gengst fyrir íþróttakynningu í íþróttahúsi IFR, Hátúni 14, laugardaginn 24. október kl. 13-17. Þjálfarar hinna ýmsu íþróttagreina verða á staðnum og tilbúnir að svara spurningum um starf og æfingar hjá félaginu. Boðið verður upp á léttar veitingar á vægu verði. DREGIÐ hefur verið í happdrætt- isleik Þýskra daga sem haldnir voru í Perlunni dagana 24.-27. september. Nálega sautján þús- und svör bárust Þýsk-íslenska verslunarráðinu. Vinningshafar eru: Ferð fyrir tvo til Hamborgar með Flugleið- um og gisting á SAS Radisson hótelinu Hamborg: Sunna Lilja Björnsdóttir, 8 vikna þýskunám- skeið hjá Goethe-stofnun, með flugi: Vigdís Helga Eyjólfsdóttir, 8 vikna þýskunámskeið hjá Goethe-stofnun, með flugi: Sverrir Andrésson, 2 vikna hörku-þýsku- námskeið hjá Goethe-stofnun: Dögg Gunnarsdóttir, Slysatrygg- Erindi um hreinsiefni úr mör MÁLSTOFA efnafræðiskorar raun- vísindadeildar Háskóla íslands verður haldin föstudaginn 23. októ- ber kl. 12.20 í stofu 158, VR-II, Hjarðarhaga. Ragnar Jóhannsson, Iðntækni- stofnun, flytur erindi: Vistvænni kostur úr kindamör: Markmið verkefnisins var að leggja grunn að vinnsluferli fyrir framleiðslu á umhverfisvænum hreinsiefnum til að hreinsa olíu og tjöru af bifreiðum og vélum. Hráefn- ið er lambamör eða önnur dýrafita. I dag eru um 350 tonn af þessu hrá- efni urðuð. ing í eitt ár frá Allianz söluumboði ehf: Helgi M. Hermannsson, Adi- dasgalli frá Sportmönnum ehf: Magnús Sigurðsson, Elín V. Frið- vinsdóttir, Vöruúttekt af Ottó- vörulistanum fyrir kr. 10.000.- frá Rögn ehf: Helgi Björgvinsson, AEG kaffivél frá Bræðrunum Ormsson ehf: Helena Bjamdís, Sónax hreinsivörur fyrir bíla frá Ásbirni ólafssyni ehf: Elvar Örn Hjaltason, Sælgætiskarfa frá Lindu ehf: Kristján Jónsson, 12 manna terta frá Myllunni-Brauði hf: Eva Melberg og Gísli Karl, Matarúttekt frá Sláturfélagi Suð- urlands fyrir kr. 5000.-: Kristín Lilja Sigurðardóttir. Foreldra- þing á Suð- urlandi SAMTÖK foreldrafélaga á Suður- landi gangast fyrir foreldraþingi í Félagsheimilinu Þingborg laugar- daginn 24. október. Nokkur erindi verða flutt á þing- inu og mun Hrólfur Kjartansson fjalla um skólastefnu og endur- skoðun aðalnámskrár, Jónína Bjartmarz, formaður Heimilis og skóla, mun fjalla um hlutverka- skipti og Berglind Hilmarsdóttir, bóndi og foreldri, um siðvit. Þá verða umræður og fyrirspurnir auk þess sem kosin verður ný stjórn FÁS. ALLT TIL RAFHITUNAR! Fyrir heimili - sumarhus - fyrirtæki ELFA-OSO hitakútar og tubur Ryðfríir kútar með áratuga frábæra reynslu. Stærðir á lager: 30—50—80—120—200 og 300 lítra. Getum útvegað stærðir frá 400—1.000 lítra. Blöndunar-, öryggis- og aftöppunarlokar fylgja. Ennfremur bjóðum við hitatúbur frá 6-1200kW og elektróníska vatnshitara fyrir vaska og handþvott. ELFA-VOSAB ollufylltir ofnar Fallegir, einstaklega jafn og þægilegur hiti, engin rykmengun, lágur yfirborðshiti. Thermostatstýrðir. Kapall og kló fylgja. Stærðir á lager: 400—750—800 og 1.000 W. Hæð: 30 eða 60 sm. Getum einnig útvegað tvöfalda ofna. HAGSTÆTT 1 imim VERÐ! MÆmÆ Einar Farestveit&Cohf. Borgartúni 28, sími 562 2900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.