Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kristján Tómas Ragnarsson um kínversku fimleikastúlkuna sem hálsbrotnaði Leggur hart að sér og er öðr- um fyrir- mynd KÍNVERSKA fimleikastúlkan Sang Lan, sem hálsbrotnaði síð- astliðið sumar á friðarleikunum í Bandaríkjunum og lamaðist við það frá hálsi, útskrifaðist í síðustu viku af Mount Sinai- sjúkrahúsinu í New York og hefst nú handa við endurhæf- ingu. Læknir hennar er íslend- ingurinn Kristján Tómas Ragn- arsson, sérfræðingur í orku- og endurhæfingarlækningum sem hefur sérhæft sig í mænuskaða. Segir hann Sang Lan vera hvatningu og fyrirmynd bæði sjúklingum og heilbrigðisstarfs- mönnum. Dagblöð í New York, m.a. New York Post, Daily News og Newsday slá upp fréttum af út- skrift Sang Lan af Mount Sinai- spftalanum með myndurn af for- eldrum hennar og Krisljáni Tómasi og mikið hefur verið sagt frá henni í fjölmiðlum vestra og raunar víða um heim. Krislján Tómas sagði í viðtali við Morgunblaðið að framundan væri nokkurra mánaða endur- hæfing sem geti styrkt Sang Lan áfram og hún ætti að geta lifað við ágæta heilsu fengi hún áfram góða aðhlynningu. Það sem skipt geti sköpum varðandi framfarir séu rannsóknir og nýjungar í læknisfræði, sérstak- lega á miðtaugakerfinu. Til dæmis það hvort hægt verði að fá taugaenda til að gróa og tengjast á ný og koma aftur af stað þeirri starfsemi sem þeir eiga að sinna. Ýmsar kvikmyndastjörnur heimsóttu Sang Lan á sjúkra- húsið, m.a. Christopher Reeve, en hann lamaðist frá hálsi fyrir þremur árum eftir að hafa dott- ið af hestbaki. Vitnaði Sang Lan í orð hans þar sem hann sagði við hana að þau myndu bæði ganga á ný. „Ég trúi því að sá dagur renni upp,“ sagði Sang Lan og sagðist ekki ætla að gef- ast upp. Hún kvaðst nú þurfa að læra einföldustu og auðveldustu hluti aftur, að klæðast, komast milli rúms og hjólastóls og það hefði reynst henni erfitt. Hún getur aðeins hreyft háls, axlir, SANG Lan og Kristján Tómas Ragnarsson skýrðu frá endurhæf- ingu hennar á blaðamannafundi í New York á dögunum. DAGBLOÐ í New York skýrðu frá útskrift Sang Lan af Mount Sinai-sjúkrahúsinu um síðustu helgi. olnboga og úlnliði og auk þess sem að framan er nefnt getur hún greitt sér og burstað tenn- ur. Slapp við aukakvilla Kristján Tómas Ragnarsson, sem sljórnaði hópi sérfræðinga sem annast hafa Sang Lan, segir að þótt litlar breytingar hafi orð- ið á getu Sang Lan í höndum og fótleggjum hafi vöðvastyrkur hennar aukist i öxlum, olnbogum og úlnliðum. Hún hafi sýnt fram- farir á þeim 13 vikum sem hún dvaldi á spítalanum enda væri hún rétt stemmd og legði hart að sér. „Hún náði sér ekki af lömun- inni frekar en við bjuggumst við en efldist í öxlum, olnbogum og úlnliðum og þarf áfram hjálp þar sem hún er ekki sjálfbjarga," sagði Kristján Tómas ennfrem- ur. „Hún er heilsugóð og fékk ekki þá aukakvilla sem oft hafa fylgt mænuskemmdum, svo sein sýking í lungum eða þvagfærum eða legusár sem oft drógu menn til dauða. Það skiptir máli í með- ferð sem þessari að fólk fái ekki aukakvilla heldur geti einbeitt sér að endurhæfingu. Hún var venjulega létt í skapi og fúll af áhuga. Ef fólk hefúr ekki áhuga getum við h'tið gert,“ sagði Krist- ján. Hann sagði að við meðferðina hefði verið Iögð áhersla á að styrkja vöðva, kenna henni að sjá sem mest fyrir sér sjálf þrátt fyrir lömunina og síðan hefði farið fram viðamikil kennsla um mænuskemmdirnar og hin ýmsu líffæri og starfsemi þeirra. „Það er mikilvægt svo fólk viti hvað ber að varast og þetta er því nokkur innsýn í læknanám. Þannig er reynt að koma í veg fyrir að aukakvillar komi upp.“ Sang Lan, sem er 17 ára, verður næsta hálfa árið í New York og sækir endurhæfingu í Rusk-endurhæfingarstofnunina sem heyrir undir Mount Sinai- sjúkrahúsið. Jafnframt líkam- legri endurhæfingu mun Sang Lan hefja skólagöngu, ensku- nám og undirbúning fyrir há- skólanám. Tryggingar friðar- Ieikanna hafa staðið undir Iækn- ismeðferð Sang Lan en þær greiða ekki fyrir endurhæfing- una. Hefur staðið yfir söfnun í Bandaríkjunum til að standa straum af kostnaði við hana. Sérfræðingur í norrænu sakar Einar Benediktsson um sögulegar rangfærslur Norðmenn reið- ir vegna Leifs Ósló. Morgimblaðið. NORÐMÖNNUM fellur það mörg- um þungt hvemig íslendingar hyggjast halda upp á landafundi Leifs Eiríkssonar í Vesturheimi ár- ið 2000 en Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra íslands í Noregi og formaður undirbúnings- nefndar hátíðahaldanna vegna landafundanna, rakti það nýlega í samtali við dagblaðið Aftenposten. Hefur einn helsti sérfræðingur Norðmanna í norrænu máli og menningu, Finn Hodnebo, mótmælt harðlega þeim ummælum Einars að Leifur hafi verið íslenskur en ekki norskur. „Það getur ekki staðist að sendi- herra jafnmikillar söguþjóðar og Is- lendinga, hafi látið svo heimskuleg orð falla,“ segir Hodnebp og minnir á „allir viti að Eiríkur rauði, faðir Leifs, fæddist í Noregi". Hodnebo hefur ritstýrt fjölda út- gáfna af fornorrænum textum og orðabókum, auk þess sem hann stóð að útgáfu norsku konungasagnanna árið 1979 og þýddi Grænlendinga- sögu og sögu Eiríks rauða á norsku. „Aumleg sögukunnátta“ Hodnebo segir óljóst hvenær Ei- ríkur hafi flutt til íslands en það liggi þó í augum uppi að það hafi verið eftir að hann komst á fullorð- insár. Þá hafi Eiríkur frá Jaðri í Noregi einnig orðið að flýja ísland vegna mannsdrápa. „Og þá hlýt ég að segja sem svo: Þegar Eiríkur yf- irgefur Noreg og heldur til íslands, er hann skráður sem íslendingur á Islandi. En þegar hann flytur til Grænlands og er þar um kyrrt, hlýtur niðurstaðan að vera sú að þessi órólegi Norðmaður hafi orðið að Grænlendingi. Og þegar sonur- inn Leifur sest þar að, þá hlýtur hann einnig að teljast Grænlending- ur samkvæmt íslenskri röksemda- færslu.“ Þá mótmælir Hodnebo einnig þeim ummælum Einars að „Noreg- ur hafi ekki verið Noregur á tíundu öld“. „Ég skil vel hvað hann hefur í huga en það er sorglegt að hann skuli láta uppi svo aumlega sögu- þekkingu," segir Hodnebo og vísar í sögubækur þar sem nafnið „Nortu- agia“ komi oft fyrir í enskum og frönskum heimilum frá níundu öld. „Og það hefur farið fram hjá fáum að Haraldur hárfagri sameinaði landið í lok níundu aldar.“ Og Hodnebo lætur ekki staðar numið, því hann mótmælir því einnig að Einar skuli segja Leifur, „en u-hljóðið í íslensku er frá 13.-14. öld“. „Breiðfirskr maðr“ Er Aftenposten leitaði til Einars Benediktssonar vildi hann ekki fara út í deilur um málið en vísaði til Is- lendingabókar Ara fróða, þar sem Eiríkur rauði er sagður „breiðfirskr maðr“, með öðnim orðum, fæddur við Breiðafjörð. Ari hafi ævinlega sagt þá „norska menn“ sem fæddir hafi verið í Noregi. Þá bendi ýmis- legt til þess að Þorvaldur, faðir Ei- ríks, hafi verið landnámsmaður, þó ekki hafi hann numið land um leið og sonurinn. „Landnáminu lauk um árið 930 en Eiríkur rauði var uppi árið 1000. Hann hlýtur því að hafa verið fæddur á íslandi," segir Einar og vitnar í Jónas Kristjánsson handritafræðing: „Eiríkur rauði var að öllum líkindum fæddur á Islandi um 940-950. Hann var um fertugt þegar hann hélt til Grænlands, á ár- unum 985-986. Sonur hans Leifur var ungur, um 25 ára, þegar hann hélt til Noregs árið 999. Hann hlýt- ur því að vera fæddur um 975, að öllum líkindum á bænum Eiríks- stöðum í Haukadal í Dalasýslu." -------------------- Landsvirkjun leiti fram- kvæmdaleyfís HJÖRTUR Kjerúlf, oddviti Fljóts- dalshrepps, segist líta svo á að Landsvirkjun þurfi að leita eftir framkvæmdaleyfi hreppsnefndar til að geta hafið framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun. „Við lítum svo á að hreppsnefndin þurfi að gefa byggingarleyfi fyrir framkvæmd- inni, því við vorum aldrei búin að gefa leyfi fyrir framkvæmdum við virkjunina, heldur einungis fyrir undirbúningsframkvæmdum við hana,“ segir Hjörtur. Aðspurður sagðist Hjörtur ekki líta svo á, að framkvæmdir væru þegar hafnar við virkjunina. Hjörtur sagðist þó telja að ekkert væri því til fyrirstöðu meðal sveitar- stjómarinnar að veita fram- kvæmdaleyfi, yrði óskað eftir því. „Ég tel að meirihluti sveitarstjórn- ar sé meðmæltur því að það verði virkjað og það hlýtur að gefa auga leið að þetta leyfi yrði gefið. Meiri- hlutinn er þó meðmæltur því að fram fari lögformlegt umhverfis- mat, svo ég get ekki fullyrt að leyfið yrði gefið án þess að fram færi lög- formlegt mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar," segir Hjörtur. LJÁÐU ÞEIM EYRA hamingju! í dag kemur út skáldsagan Morgunþula í stráum eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur les úr bókinni og kynnir hana í kvöld á Súfistanum Aðgangur ókeypis - Hefst kl. 20.30 Mál og menning • Laugavegi 18 • Sfmi 515 2500 Meinatæknar reiðubúnir að veita neyðarþjónustu ENGIR formlegir fundir hafa verið vegna uppsagna meinatækna á rann- sóknarstofu Landspítalans í blóð- fræði- og meinefnafræði en þeir fáu sem enn eru við störf halda uppi neyðarþjónustu. Engii- fundir hafa verið boðaðir. Anna Svanhildur Sig- urðardóttir meinatæknir, talsmaður þein-a sem sagt hafa upp, sagði meinatækna, sem hætt hafa störfum, reiðubúna til neyðaraðstoðar ef leit- að yrði eftir því. Anna Svanhildur sagði landlækni hafa kallað fulltrúa meinatækna og Landspítalans til fundar í gær. Anna Sigríður sagði meinatækna þegar hafa hlaupið undir bagga vegna sér- hæfðrar rarinsóknar sem vinna þurfti jafnvel þótt hún hefði ekki talist beint neyðartilvik. Hún sagði meinatækna líta á neyðarþjónustu sína sem persónulegan greiða og hún yrði að byggjast á trausti aðila og hana mætti ekki misnota. Hún sagði mál horfa öðruvísi við nú en í verk- falli meinatækna fyiir nokkrum ár- um þegar neyðarþjónusta var skipu- lögð. Þá hefði reyndar borið við að læknar hefðu lætt með bráðatilvik- um ýmsum rannsóknum sem hefðu mátt bíða og því væri traust meina- tækna ekki mikið í þessum efnum. Valaðgerðum frestað Anna Sigríður sagði meinatækna í fullum rétti að segja upp störfum sínum, það væri gert vegna þess að þeir teldu að kjarasamningur þeirra hefði ekki komið til framkvæmda. Þorvaldur Veigar Guðmundsson, lækningaforstjóri Landspítalans, tjáði Morgunblaðinu í gær að valað- gerðum hefði nú verið frestað og ýmsum skurðaðgerðum eínnig- „Ástandið er alvarlegt, við getum ekki sirint ýmsum verkefnum sem við eigum að sinna þar sem þetta kemur niður víða á spítalanum," sagði Þorvaldur Veigar. Þrír til fjórir meinatæknar hafa verið á dagvakt og tveir á næturvakt eftir að 47 meinatæknar hættu störf- um enda aðeins 10 eftir. Taka þeir langar vaktir, fá iðulega ekki nema 8 tíma hvfld á sólarhring. Lækninga- forstjórinn sagði göngudeildarsjúk- linga hafa verið senda á aðrar rann- sóknarstofur vegna sýna og í undir- búningi væri að senda sýni til Dan- merkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.