Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 63
FRÉTTIR
IMECALUX
Hlíf skorar á
YSÍ og VMSÍ
VE RKAMANNAFÉ L AGIÐ HUf
sendi frá sér eftirfarandi ályktun:
„Fundur haldinn í Verkamanna-
félaginu Hlíf fimmtudaginn 22.
október 1998, telur að nú þegar
verði fulltrúar VSI og verkalýðsfé-
laga innan VMSÍ að koma saman
og ræða launahækkanir til verka-
fólks til samræmis við þær hækk-
anir sem annað íslenskt launafólk
hefur fengið. Verði ekki samið um
hliðstæðar hækkanir á launatöxtum
verkafólks situr það eftir eina ferð-
ina enn á allof lágum launum með-
an aðrar stéttir fá verulegar launa-
hækkanir í sinn hlut.
Náist ekki sanngjörn leiðrétting
á launum verkafólks nú eða fljót-
lega á næsta ári hlýtur að koma til
alvarlegra átaka á vinnumarkaðin-
um þegar núverandi kjarasamning-
ar verkalýðsfélaganna renna út.
Verkalýðsfélögin munu ekki una
stöðugt auknu launamisrétti í land-
inu. Þann launamun sem skapast
hefur á yfirstandandi samnings-
tímabili verkafólki í óhag verður að
vinna upp með góðu eða illu.
Döpur reynsla verkalýðsfélag-
anna af tímalengd núverandi kjara-
samninga verður þess valdandi að
aldrei aftur verður gerður samn-
ingur til lengri tíma en 10-12 mán-
aða í senn nema í honum verði skýr
ákvæði um opnun ef einhver annar
launahópur fær meira í sinn hlut.“
Jafnframt var skorað á hafnfirsk
bæjaryfirvöld að hefja nú þegar
viðræður við félagið um hliðstæðar
launahækkanir og samið hafi verið
um við Starfsmannafélag Hafnar-
fjarðar nýlega.
Þá var því mótmælt að sjálfvirk-
ar verðbætur hefðu hækkað leigu á
íbúðarhúsnæði umfram samnings-
bundnar launahækkanir og stjórn-
völd vítt fýrir sinnuleysi í heilbrigð-
ismálum launafólks.
VINNINGSHAFAR í ratleik í nágrenni Hafnarfjarðar. Frá vinstri:
Reynir Ingibjartsson, Karl Fr. Ingvarsson, Halldór Björnsson, Jóhann
Bragi Hermannsson, ásamt formanni ferðamálanefndar Hafnarfjarðar
Jólakort
Blindra-
félagsins
komin út
UM ÞESSAR mundir eru að koma
út jólakort Blindrafélagsins sem
seld eru til styrktar blindum og
sjónskertum á Islandi. I ár er
Blindrafélagið með tvennskonar
kort til sölu, fyrirtækjakort og ein-
staklingskort.
Fyrirtækjum og stofnunum verð-
ur boðið upp á jólakort með fallegri
landslagsmynd. Ljósmyndin er tek-
in á Þingvöllum af Freysteini G.
Jónssyni. Fyrirtækjakortin er
hægt að fá með erlendri jólakveðju,
íslenskri jólakveðju og án texta.
Einstaklingskortin eru seld
þrettán saman í pakka. Vatnslita-
myndir eftir Erlu Sigurðardóttur,
af íslensku jólasveinunum þrettán,
prýða kortin. Hverjum sveini fylgir
jólasveinavísa eftir Jóhannes úr
Kötlum.
Blindrafélagið hefur um 60 ára
skeið fyrst og fremst treyst á
stuðning almennings og atvinnulífs
við starfsemi sína. Félagið veitir í
dag fjölþætta þjónustu á flestum
sviðum, s.s. húsnæðis-, atvinnu-, fé-
VATNSLITAMYND Erlu Sig-
urðardóttur af Bjúgnakræki
prýðir eitt af 13 jólasveinakort-
um Blindrafélagsins í ár. Á
kortinu er einnig viðeigandi
vísa eftir Jóhannes úr Kötlum:
Níundi var Bjúgnakrækir,
brögðóttur og snar.
Hann hentist upp í rjáfrin
og hnuplaði þar.
Á eldhúsbita sat hann
í sóti og reyk
og át þar hangið bjúga,
sem engan sveik.
lags- og fræðslumálum, auk þess að
miðla upplýsingum og lesefni til
blindra og sjónskertra.
Bjóðum mjög hentuga fataskápa.
Aðeins vönduð vara úr gæðastáli.
Mjög gott verð!
Þjónusta • l’ekktng • ráðgjof • Arattiga rnymla
MECALUX
- gæði fýrir gott verð
. UMBOÐS- oa HEILDVERSLUN -
SUNDABORG í • SlMI S68-3300
Helgu Ragnheiði Stefánsdóttur og Gaflaranum, sem er verndari leiks-
ins. Á myndina vantar Auðun G. Guðmundsson.
Thor Vilhjálmsson sendir nú frá sér sína fyrstu stóru skáldsögu í
Vinningshafí í ratleik í
nágrenni Hafnarfjarðar
DREGIÐ hefur verið úr innsend-
um lausnum í ratleik sem boðið var
upp á í sumar í nágrenni Hafnar-
fjarðar. Helga Ragnheiður Stefáns-
dóttir, formaður ferðamálanefndar,
afhenti fimm þátttakendum vinn-
inga í Upplýsingamiðstöð ferða-
manna fyrir skömmu.
Þetta er þriðja sumarið í röð sem
upplýsingamiðstöð ferðamanna
stendur íyrir slíkum ratleik en Pét-
ur Sigurðsson, útivistarmaður, er
hugmyndasmiður leiksins.
Allir sem skiluðu inn lausnum fá
sent viðurkenningarskjal fyrir þátt-
tökuna.
frímerki
í dag koma út ný jólafrímerki og frímerki
tileinkað Mannréttindayfirlýsingu
Sameinuðu þjóðanna.
^(tfpmyrA.
Fyrstadagsumslög fást
stimpluð á pósthúsum
um tand allt.
Einnig er hægt að panta þau
hjá Frímerkjasötunni.
Sími: 580 1052 Fax: 580 1059
Veffang: www.postur.is/postphit
PÓSTURINN
F .R ( M LR.KJ-A.S A..L.A.N.
Pí^JHIL
nærri áratug. Þetta er örlagasaga af uppgangi og falli glæstasta
höfðingja Sturlungaaldar, Sturlu Sighvatssonar. Bók sem geymir
dýrkeypta visku um vatdið og drambsemina, ofbeldið og
kærleikann og þá hetjuhugsjón sem við höfum tekið í arf.