Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU Stöðugleiki á markaði fyrir kaldsjávarrækju Árlegir samráðsfundir fulltrúa helstu framleiðenda Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleið- enda, segir útlit fyrir jafnvægi á mörkuðum fyrir kaldsjávarrækju á kom- andi ári og litlar verðbreytingar. Utflytjendur og framleiðendur í rækju- vinnslu við Norður-Atlantshaf hittast á samráðsfundum tvisvar á ári. Sam- ráðsfundur var haldinn i lok september í Manehester á Englandi, þar sem menn báru saman bækur sínar. Par voru mættir fulltrúar sölusamtaka og framleiðenda frá Færeyjum, Noregi, íslandi og Grænlandi. „Við reynum á þessum fundum 71.000 tonnum í ár. „Við teljum því að meta stöðu okkar, vegum og metum stærð markaðanna og áætl- um hversu mikið verður framleitt á okkar vegum á næstunni," segir Pétur Bjarnason. Aðspurður um framboð á kaldsjávarrækju segir hann: „Framboð frá íslandi er að minnka, framleiðsla á Grænlandi stendur nokkuð í stað, en framboð á rækju frá Kanada og Noregi er að aukast. I heildina má þó segja að framboð frá framleiðendunum sé svipað því sem var í fyrra.“ Ef framleiðsla í Kanada er tekin með í dæmið er framboð af pillaðri kaldsjávarrækju rúmlega 68.000 tonn en reiknað er með því að eftir- spurn á heimsmarkaði nemi um ástæðu til þess að ætla að eðlilegt jafnvægi verði á milli framboðs og eftirspurnar á þessum mörkuðum á næsta ári og litlar breytingar á verði frá því sem nú er,“ bætir Pét- ur við. Ráðstefna um rækjumarkaði Um 120 manns tóku þátt í ráð- stefnunni Coldwater Prawn For: um, sem var haldin í annað sinn í Lundúnum dagana 8.-9. október sl. Þar er stefnt saman framleið- endum, út- og innflytjendum, sölu- aðilum og eigendum veitingahúsa, eða flestum þeim sem sýsla með kaldsjávarrækju. Þar var farið yfir alla helstu þætti í rækjuvinnslunní, svo sem aflabrögð, framleiðslu og markaði. Stofnað var til ráðstefn- unnar að frumkvæði Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda. Pétur segir ráðstefnuna hafa unnið sér fastan sess og ráðgert sé að halda hana í þriðja sinn eftir eitt til tvö ár. Verð á skelflettri rækju árin 1986 til 1998 Vísitala 1986=100 Heimsframleiðsia af skelflettri rækju árið 1998 - ásetluð í tonnum \Framleiðsla á islandi, l— Grænlandi, i Noregi t I og Færeyjum FRAMBOÐ VZ///Z7ZJ í 68.6001 Morgunblaðið/KVM SKIPSTJÓRINN Ómar Þorleifsson og Magnús Soffaníasson, framkvæmdastjóri, í brúnni á Sigurborgu. Nýr bátur til Grundarfjarðar NÝR bátur, sem hefur bætzt í skipaflota Grundfirðinga, Sigurborg SH 12, kom til Grundarfjaröar laugardaginn 31. október. Báturinn, sem er í eigu Soffaníasar Ceeilssonar hf. í Grundarfirði, er keyptur frá Hvammmstanga og hefur hann 918 tonna kvóta í þorskígildum og er mældur rétt tæp 200 tonn. Fimm manna áhöfn er á bátnum og er skipstjóri Ómar Þor- leifsson. Að sögn Sigurðar Sigurbergssonar útgerðarstjóra Soffaníasar Cecilssonar hf. verður báturinn fyrst um sinn á rækju fyrir norðan land. Saga togaraút- gerðar á Bretlandi í BÓKINNI Trawling - The Rise and Fall of the British Trawl Fish- ery rekur Robb Robinson sögu tog- araútgerðar Breta frá upphafi hennar um síð- ustu aldamót til loka þorskastríðsins við Is- lendinga árið 1976. Sú saga er bundin borgun- um tveimur við Humber- ána, Grimsby og Hull, órjúfanlegum böndum. Um miðja þess öld voru Grimsby og Hull mestu útgerðarbæir ver- aldar. Þaðan var siglt á mið við íslands- og Nor- egsstrendur, í Barents- hafi og við Nýfundna- land. Upphafið að enda- lokunum nefnist lokakafli bókarinnar og KÁPA bókarinnar Trawling - The Rise and Fall of the British Trawl Fishcry. fjallar um þorskastríðin og samn- ingu Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar segir Robinson frá því hvernig ríkisstjórn Bretlands tapaði þorskastríðunum, þrátt fyrir yfir- burðastöðu á höfunum. A alþjóða- vettvangi snerist álit manna á sveif með málstað íslendinga og heima fyrir gerðust kröfur um 200 mílna landhelgi háværari. Staða þjóðanna innan Atlantshafsbanda- lagsins var Bretum einnig óþægur ljár í þúfu. Þegar þjóðirnar sömdu að lokum um fiskveiðiréttindi Breta i íslenskri landhelgi var ríkisstjórn Bretlands sökuð um lítilþægni og að standa ekki vörð um hagsmuni útgerðarinnar í Grimsby og Hull. í bókinni er bágum kjörum, löngum vinnu- tíma og illum aðbúnaði sjómanna og hafnar- verkamanna vel lýst. Einnig mannfórnunum í skipsköðum, t.d. þegar Súrefiiisvöriir Karin Herzog • vinna gegn öldrunareinkennum • enduruppbyggja húði|ia • viiina á appelsínuhúð og sliti • vinna á unglingabóluni • viðhalda ferskleika luíðarinnar Ferskir vindar í umhirðu húðar Ráðgjöf og kynning í Apótekinu Iðufeili í dag kl. 14-18 Kynningarafsláttur togaramir Lorella og Roderigo fór- ust í aftakaveðri undan Vestfjörðum í janúar 1955. Höfundur bókarinnar, Robb Robinson, er kominn af útgerðaimönnum í Huil. Hann hefur ritað fjölmargar greinar um sjávarútvegsmál og kennii- við Hull Col- lege. Bókin a- gefin út af University of Exeter Press. VORURMEÐ ÞESSU MERKI MENGA MINNA Norræna umhverfismerkið hjálpar þér að velja þær vörur sem skaða síður umhverfið. Þannig færum viö verömæti til komandi kynslóða. UMHVERFISMERKISRÁÐ '//// /// HOLLUSTUVERND RÍKISINS ý Upplýsingar hjá Hollustuvernd ríksins í síma 568 8848, heimasíöa: www.hollver.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.