Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 37 LISTIR Verk Olafs Elíassonar í MoMA lofuð Morgunblaðið. New York. Sinfónían í ham... LJOSMYNDAVERK Olafs Elías- sonar á samsýningunni „New Photography 14“ í Nútímalista- safninu, MoMA, í New York hlaut lofsamlega dóma í list- gagnrýni The New York Times á dögunum. Gagnrýnandi blaðsins, Grace Glueck, er ekki alls kostar ánægð með val safnsins á þeim fjórum listamönnum sem leitað var til að þessu sinni fyrir árlega sýningu á ljósmyndaverkum framsækinna myndlistarmanna yngri kynslóð- ar. Af listamönnunum Jeanne Dunning og Rachel Harrison frá Bandaríkjunum, Ólafi Ehassyni og Sam Taylor-Wood frá Bret- landi er það álit gagnrýnandans að verk Ólafs beri af öðrum á sýningunni. Ljósmyndir Ólafs eru hluti af stærra verkefni sem hann hefur unnið að sl. 6 ár þar sem hann ljósmyndar ýmis fyrir- brigði íslenskrar náttúru. Verkin á sýningunni eru þrjú; röð ljósmynda af ísjökum, af eyj- um og loks af hellum, verk sem listamaðurinn vann að í sumar og hefur ekki verið sýnt áður. Verk- in fylla hvert um sig tæplega eitt veggpláss hátt og lágt svo úr verður, svo vitnað sé í orð gagn- rýnanda The New York Times, „... hrynjandi samhljómur sem í senn er óhlutbundinn og lýsandi fyrir þá töfra sem náttúran sjálf hefur skapað.“ Þetta er í 10. sinn sem Ólafur sýnir verk sín vestanhafs, þar af hafa þijár sýninganna verið einkasýningar. Fyrir tveimur ár- um gerði hann samning við gall- erí í Chelsea-hverfi í New York sem sér um kynningu á verkum hans og það var fyrir milligöngu þess gallerís sem áhugi á að sýna verk Ólafs kviknaði hjá sýningar- stjóra ljósmyndadeildar MoMA. Aðspurður sagðist Ólafur ekki gera sér grein fyrir hvort eða hvaða áhrif sýning í svo virtu listasafni kæmi til með að hafa fyrir kynningu á verkum hans í Bandaríkjunum. Það yrði timinn að leiða í ljós. Sýningin í MoMA stendur yfir til 12. janúar á næsta ári. TOrVIJST Hljómdiskar JEAN SIBELIUS: SINFÓNÍUR 1 OG 3 Sinfóníuhljómsveit Islands. Petri Sakari. Hljóðritað í Háskóia- bíói, 1996 og 1997. Tæknimenn: Bjarni Rúnar Bjarnason og Þórir Steingrímsson. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason. NAXOS. SINFÓNÍUR Sibeliusar skipa veglegan sess í seinni tíma tón- bókmenntum. Strax í fyrstu sin- fóníunni kemur hann íram sem fullmótað tónskáld með hið sin- fóníska form á valdi sínu - og meira en það: hér er sleginn sá tónn eða öllu heldur birtist það tónmál, svo sem köld og stundum svolítið stríð hljómsambönd, sem var svo einkennandi fyrir seinni verk hans af þessu tagi. Þetta tónmál, einnig hvað snertir inni- hald og framsetningu, er sótt í finnska náttúru og sagnakvæði og má því auðvitað kallast mjög „þjóðlegt“. Hér höfum við vetrar- skammdegi, þúsund vötn og endalausa barrskóga (a.m.k. held ég þetta hljóti að vera barrtré eft- ir hljómunum að dæma, en maður veit aldrei...), frostkaldan næð- ing, sleðaferðir í tunglbjörtum stillum - og auðvitað hæfilegt magn af skammdegisþunglyndi. Með öðrum orðum: það er ekki bjart yfir þessari fyrstu sinfóníu - með síðasta þætti sem að formi til minnir svolítið á frægan síðasta þátt síðustu sinfóníu Tchaikov- skís, „Pathetic", en heldur ekki neitt svartnættismyi-kur, svo er Guði fyrir að þakka. Sem betur fer hefur örvæntingin ekki tekið sér bólfestu hér (einsog í síðasta þættinum hjá hinu rússneska tón- skáldi). Svona skynjar Sibelius landið sitt, náttúru þess og sögu, og auðvitað sjálfan sig sem hluta af hvorutveggja. Þetta eru því ekta tónsmíðar, mikilúðlegar og efnismiklar, og stundum kaldar. Þriðja sinfónían er bjartari (engin sérstök „þjóðleg náttúru- stemmning") og það sem kalla mætti „klassískari“ að allri gerð. Verkið er í þremur þáttum, með mjög fallegum millikafla (stund- um kemur Mahler upp í hugann - einnig í 1. þætti), og lokakafla með tematískum skírskotunum í ýmislegt sem undan er gengið - og endar á „sigurliljómum", sem minna á lofsöng. Þetta er fallegt og sterkt verk, sem vitnar um góða geðheilsu höfundar. Hvernig ætti líka öðruvísi að vera, maður- inn hafði allt á valdi sínu, bæði listina og fjármálin? Maður verður stoltur að heyra Sinfóníuhljómsveit íslands leika enn og aftur eins og hún hefði hundrað ára sögu á bak við sig. Auðvitað þekkir Petri Sakari þessi verk manna best, og eftir árangrinum að dæma miðlar Sin- fónían þeim skilningi fullkomlega sannfærandi. Eg er ekki viss um að það séu margar betri útgáfur á markaðnum. Hljóðritun fyrsta flokks, einsog venjulega hjá þessum aðilum. Eindregið mælt með plötunni. Oddur Björnsson KVENNALJOÐ BÆKUR Ljóð PERLUR ÚR LJÓÐUM ÍSLENSKRA KVENNA Silja Aðalsteinsdóttir valdi ljóðin. Hörpuútgáfan. 1998 - 142 bls. KONUR yrkja öðru vísi en karlar. Um þetta hygg ég að við Silja Aðal- steinsdóttir séum nokkuð sammála. í ágætum inngangi að laglega saman- settu ljóðasafni íslenskra kvenna sem hún hefur valið og nefnii' Perlur úr ljóðum íslenski'a kvenna kemst hún svo að orði að freistandi sé að halda því fram að konur gangi nær sjálfum sér í ljóðum sínum en karlar, „yrki oftar og meira um persónulega reynslu en þeir og lífshlutverk sín - að vera dóttir, systir, vinkona, ást- kona, eiginkona, móðir og formóðir". I anda þessarar niðurstöðu byggir hún ljóðúrvalið upp eins og konuævi þannig að ljóðin mynda einhvers kon- ar lífssögu. I upphafi fjalla ljóðin um það að vera barn og í lokin er dauð- inn yrkisefnið. Þessi hugmynd geng- ur býsna vel upp, enda er hér vélað um af vandvirkni og góðri yfirsýn. Allt finnst mér því falla vel saman og fróðlegt að bera saman kvæði eldri og yngri skáldkvenna sem standa hlið við hlið á opnu. Silja bendir m.a. í inngangi sínum á kvæði Guðfinnu Jónsdóttur Hver ert þú? og ljóð Ingi- bjargar Hai'aldsdóttur Eftirmáh. í báðum þessum kvæðum veltir Ijóð- mælandinn því íyrir sér hver elsk- huginn, sá elskaði, sé í raun og veru. En efnistökin eru ólík þótt sams kon- ar framandleiki sé túlkaður. Kvæða- heimur Guðfinnu einkennist af tákn- notkun í rómantískum anda: I fyrsta sinn und friðarboga eg sá þig, um fjöll og himin lagði geislinn brú. Eg starði björtum, feimnum augum á þig, og ást mín spurði: Hver, ó, hver ert þú? Nú langt er orðið síðan fyrst eg sá þig, um sundin leggur hvítur máninn brú. Eg stari dauðafólum augum á þig, og aftur spyr mitt hjarta: Hver ert þú? Ingibjörg notar aftur á móti fá og hnitmiðuð orð, án mynda, án skrauts: Astina þekkti ég sæluna sársaukann þekkti ég. Þig sem ég elskaði þekkti ég ekki. Nokkuð er um það hin seinni ár að slík úrvöl úr ljóðum skáldkvenna séu gefin út. Um það er í sjálfu sér gott eitt að segja. Framanaf ortu fáar nafnkenndar kon- ur. Nú hefur þeim fjölgað og sjálfsvit- und kvenna um sig sem virkir þátttak- endur í menning- arlífi þjóðarinnar eflst. Bækur sem þessi eru nauðsyn- legar til að efla þá vitund. Því má heldur ekki gleyma að konur yi'kja margt af því besta sem nú er ort. Almennt þykir mér vel hafa tekist með úrvalið. Vilborg Dagbjartsdóttir á flest ljóð í bókinni og er það vel. Það speglar í senn langan höfundar- feril hennar og smekk Silju og svo má ekki gleyma því að ljóð hennar falla vel að meginþema bókarinnar. Ég sakna einna helst ljóða Vigdísar Grímsdóttur og einnig þykir mér skorta á í þessari bók vaxandi eró- tíska ljóðvitund seinni ára sem sam- kvæmt því sem ég fæ best séð ein: kennir fyrst og fremst ljóð kvenna. í bók Silju er þó að fmna ljóðið Kisu eftir Diddu sem túlkar vel þessa eró- tísku sýn. Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna er í alla staði vel úr garði gerð. Hún byggir á skýrri og einfaldri megin- hugmynd sem fylgt er að mestu og gerir uppbyggingu bókarinnai' rök- lega. Vandað er til vals ljóðanna og ljóð skáldkvennanna standa svo sannarlega fyrir sínu. Skafti Þ. Halldórsson Reyknesingar Kosningaskrifstofur Kristjáns Pálssonar, alþingismanns, í Hamraborg 5, Kópa- vogi og Hafnargötu 37a, Reykjanesbæ, eru opnar frá kl. 17-21 virka daga og 11-17 um helgar. Kosningasímar: 4217202 og 564 3492 Heimasíða: www.kristjan.is Stuðningsmenn Si«a Aðalsteinsdóttir GALLABUXNA TILDOÐ fyriM Kauptu Jake gallabuxur og fáðu Stanley gallabuxur aukalega með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.